Dagur - 15.03.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 15.03.1994, Blaðsíða 11
HER OG ÞAR Þriðjudagur 15. mars 1993 - DAGUR - 11 Tilgangurinn helgar meðalið, eða hvað? Nancy Kemgan er ekki fyrsta fórnarlambið Það er kannski að bera í bakkafull- an lækinn að skrifa um þær „stöll- ur“ ög skautadrottningar, Nancy Kerrigan og Tonyu Harding og árás fyrrvcrandi bónda Harding og lífvarðar á Kerrigan til þcss að setja hana úr leik á Olympíuleik- unum í Lillehammer og þar meö, væntanlega, auka ntöguleika Hard- ing á verðlaunasæti. Það gekk ckki eftir, báðar voru meðal keppenda og lenti Kerrigan í 2. sæti en Hard- ing í því 8. En árásin á Kcrrigan er ekki sú eina sent skautadansarar hafa orðið fyrir þcgar nær dregur Olympíuleikum. Skautahlauparinn Dorothy Hamill, sem varó nánast þjóð- sagnapersóna í Bandaríkjunum, varð næstum fyrir bíl eins keppi- nautarins skömntu fyrir Olympíu- leikana í Innsbruck 1976, þar sem hún vann til gullverðlauna. Til allrar hamingju tókst þjálfaranum að hrinda henni út af veginum í tæka tíð. Dorothy vissi hvcr átti í hlut en neitaði að kæra. Eftir að þýska stúlkan Katarina Witt varð Olympíumeistari árið 1988 fckk hún í pósti kassa með brúnkökum, en þær höfðu verið fylltar með laxerolíu. Katarína var viss um að afbrýðissamur keppi- nautur heföi sent kökurnar og gaf þær. Þeir sem sntökkuðu þær fengu heiftarlegan niðurgang og miklar magakvalir. A heimsmeistaramótinu í Stokkhólmi árið 1926 var rcynt að cyðilcggja sýningaratriði olympíu- mcistarans Herrna von Szabo- Planck mcð því að losa unt sólann á skautunum hennar. Hefði sólinn Harding og Kerrigan aðcins þremur dögum eftir árásina á Kerrigan 6. janúar sl. Kerrigan brosti fyrir ljósmyndarann þrátt fyrir kvalir í fætin- um. Þá var ekki vitað um um mcint afskipti Harding af árásinni. losnað hefi það getað orsakað I enn verra ef það heföi gerst í beinbrot eða jafnvel eitthvað I cinhverju snúningsstökkinu. Vá, maður! Eitt af best varóveittu leyndarmálum heimsins er þaó hverju Skotar klæóast undir pilsunum, eöa hvort þeir yfirleitt klæóast einhverju. Þeir Breffni O Mullane og Jamie Drumm- ond höndluðu nýlega stóra sannleikann í málinu þegar sekkjapípuleikarinn Hector Maclellan var nýlega aö leika fyrir gesti og gangandi í Hyde-Park garó- inum í London. Af svip piltanna má ráóa aó þaó hafi verió...ja, hvaó? Þeir sem vilja fá andlitsmálun fyrir leik mæti tímanlega Nú mæta allir gulklæddir á síðasta heimaleik fyrir úrslitakeppni adidas^ FYRIRTÆKI, EINSTAKLINGAR OG FÉLAGASAMTÖK Á AKUREYRI Styrkir til nýrra verkefna 1. Atvinnumálanefnd Akureyrar auglýsir hér með eftir hugmyndum að nýjum verkefnum einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka, sem Atvinnu- leysistryggingasjóóur væri reiðubúinn til að styrkja, sbr. reglur um úthlutun styrkja úr Atvinnuleysistryggingasjóði árið 1994. 77/ að verkefnið teljist styrkhæft þarf það að vera: a) unnið af fólki á atvinnuleysisskrá á Akureyri, b) líklegt til að fjölga eða viðhalda störfum á Akureyri, c) skýrt afmarkaó og tímabundið, hámark 6 mánuóir, d) nýtt viðfangsefni, sem er ekki í samkeppni vió aðra starfsemi. Upphæð styrks er jafnhá atvinnuleysisbótum sem ella hefðu verið greiddar þessum einstaklingum. 2. Ennfremur er heimilt að styrkja atvinnulaust fólk til að hleypa af stokkunum eigin viðskiptahugmynd og heldur það atvinnuleysisbótum í 6 mánuði meðan látið er á það reyna hvort hugmyndin er framkvæmanleg, enda sé starfsemin ekki í beinni samkeppni við annan atvinnurekstur. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu atvinnumálanefndar í síma 21701. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslunni aó Strandgötu 29,1. hæð. Umsóknir skuiu sendar: Atvinnumálanefnd Akureyrar Strandgötu 29 Pósthólf 240 602 Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.