Dagur - 26.03.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 26.03.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 26. mars 1994 Hún heitir Stefanía Ásgeirsdóttir og er formaður Sálarrannsóknafélagsins á Húsavík. Hún starfar á Sjúkrahúsinu, á hjúkrunardeild fyrir aldraða. Hún er sex barna móðir, gift Einari Þorbergssyni, kenn- ara og leikstjóra. Stefanía er mikil áhugamanneskja um andleg málefni og hefur hæfileika eða gáfu sem ölium er ekki gefín í jafn ríkum mæli. Hún hreinlega ljómar þegar hún ræðir um þessi áhugamál sín og sendir frá sér geisia, strauma, andrúmsloft, áhrif sem ekki er gott að skilgreina eða lýsa, en notalegt er að njóta. Sálarrannsóknafélagið fékk húsnæði til umráða í haust, efri hæðina á Garðarsbraut 12. Þetta er gamait hús, fullt af góðum öndum og áhrif- um horfínna kynslóða. Þarna ræddi biaðamaður Dags við Stefaníu og spurðist fyrir um starfsemi fé- lagsins sem er margvísleg og mjög virk. hringnum. Síðast vorum vió um 10 og það komast ekki mikið fleiri aó.“ - Þió fenguð húsnæði sem var í mikilli nióumíðslu, en á örfáum dögum var búið að mála og gera vistlegt. „Já, þetta gekk á svipstundu. Stjórnin ruddi öllu drasli héðan út og síðan var kallað á félagsmenn sem vildu hjálpa okkur. Það var allt málað og lagfært á einni helgi. Það var ótrúlegt og við vorum sjálf mjög undr- andi hvaö verkið gekk vel. Við sáumst varla heima hjá okkur þá helgina og sumir voru orðnir ansi lúnir, alls unnu hér 16-18 manns. Það er geysilega góð tilfinning þegar fólk getur haft svona góða samvinnu um hlutina. Við gátum ekki farið í kostnaðarsamar fram- kvæmdir, en einn átti þetta og annar hitt og allir tilbúnir aó leggja eitthvað fram. Við er- um mjög þakklát öllum þeim sem studdu við bakið á okkur og færðu okkur gjafir, stjórn Sálarrannsóknafélagsins á Akureyri, sem við höfum leitað til, og síðast en ekki síst Þórdísi Vilhjálmsdóttur, sem lagði mikinn tíma og vinnu í að koma félaginu á fæturna. - Hvaó felst í starfsemi sálarrannsóknafé- lags? „Það eru í sjálfu sér ekki stundaðar sálar- rannsóknir, en þetta er félag fólks með áhuga á andlegum málefnum. I rauninni er hver að kanna sína sál, þreifa sig áfram í andlegum málefnum. Maóur kynnist svo mörgu nýju í sjálfum sér þegar farið er að skoða hlutina og það kallar á áframhaldandi starf á þessu sviði.“ - An þess að fylgjast nákvæmlega meó hefur mér sýnst starfsemi ykkar mjög fjöl- breytt. „Við reynum okkar besta. Félagsfundir eru haldnir í hverjum mánuði. Stundum fá- um við gestafyrirlesara, en við höfum kapp- kostað að fá hinn almenna félagsmann til að tjá sig um hvaóa starfsemi hann kjósi að fram fari, en það er svolítið erfitt. Eftir aö við fiuttum hingað eru fundirnir heimilis- legri, enda er ég ekkert fyrir formlegheit og fundasköp. Við sitjum og spjöllum við kerta- ljós, rétt eins og heima í stofu, og þá fæst fólk til að tala um starfsemina, hvað því Stefanía segist vera ósköp venjuleg mann- eskja sem lítið hafi að segja. En það var ekki verið að leita aö óvenjulegri manneskju í viðtalið; álitið að lesendur Dags væru að megninu til venjulegt fólk sem hefði stund- um áhuga á aó lesa um venjulegt fólk. Stefanía er fædd og uppalin í Reykjavík. Fjölskyidan flutti til Fáskrúðsfjaróar ’73 og ætlaði að vera tvö ár úti á landi, en er þar enn. Hún átti heima á Borgarfirði eystra í þrjú ár en haustió ’78 flutti hún til Húsavík- ur. Englarnir pössuðu mig - Hefur þú lengi haft áhuga á andlegum mál- efnum? „Eiginlega alveg frá því að ég man eftir mér. Eg hagaói mér svolítió öðruvísi en önn- ur börn og fór einförum. Ég á erfitt meó að tala um þá hæfileika sem mér hafa verió gefnir, en ég hef beðið fyrir fólki og lagt yfir það hendur, og svo er miðillinn að gægjast fram. Það er eins og hlutirnir opnist smám saman meó aldrinum. Þetta er eins og aó ganga í skóla, alltaf smábætist við kunnátt- una, ef áhugi er fyrir hendi. Strax sem barn var ég mjög trúuð og sótti sunnudagaskóla á hverjum sunnudegi. Tíu, ellefu ára var ég l'arin að sækja kirkjulegar samkomur á kvöldin. Ég sótti mikið í trúna, var mjög myrkfælin sem barn og notaði englana til að passa mig. Mér fannst alltaf eitthvað á bak vió mig og í báðum mínum fjölskyldum er fólk mcð andlega hæfileika, en mamma er ein af þessum varkáru konum og þessu var ekki mikið haldið á lofti.“ - Sástu englana? „Eiginlega bara í huganum, en ekki eins og ég sé annað fólk. Ég safnaði cnglamynd- um og myndum af Maríu mey. Þær veittu mér styrk, því ég var einfari og átti erfitt meó að blanda geði við börn í hóp. Ég leitaði í trúna og hún hjálpaði mér. Enn þann dag í dag fer ég með bænirnar rnínar áður en ég fer aó sofa. Ég er búin að skoða mörg svið á þessari andlegu línu. Ég er forvitin aó kynnast sem flestu varóandi þessi mál, og reyna að þjappa því saman í eitt. Ég tek ekki öllu strax en þarf að velta hlutunum fyrir mér og helst að fá einhverskonar staðfestingu.” Yndisleg orka hérna Sálarrannsóknafélagið á Húsavík var stofnað fyrir þremur árum, 24. jan. ’91, og stofnfé- lagar voru á annað hundrað. Fyrsti formaóur- inn var Guómundur Böóvarsson, en Stefanía tók vió formennsku fyrir rúmlega ári síðan. Hún hefur setið í stjórn frá upphafi. Nú eru félagar um 170, fiestir búsettir á svæóinu frá Báróardal að Kópaskeri. „Ég vildi að félagar væru meira virkir, en það tekur tíma aó byggja upp svona félags- skap. Vió erum komin af stað með bænahring og hann er mjög vinsæll. Við sitjum saman í Karl Hjálmarsson, Sólveig Rúnarsdóttir og Ljótunn Indriðadóttir í húsnæði Sálarrannsóknafclagsins á Garðarsbraut 12. hring og höfum svokallaða fyrirbænabók, en þar getur fólk skráð nöfn þeirra sem eru veikir eða þurfa hjálp. Bókin er höfó í miój- um hringnum, meóan farið er meó bæn. Stundum eru leiddar hugleióslur til aö byggja upp orku. Þaö er svo gaman aö sjá hvað fólk sem kemur í fyrsta skipti vcróur undrandi, því þaó er eitthvað sérstakt sem fer í gang. Við biðjum ekki bara fyrir fólkinu, heldur jörðinni og heiminum öllum,“ segir Stefanía. - Fylgist þió með hvort fyrirbænirnar bera árangur? „Já, þaó er alltaf gaman að heyra hvernig gengur. Vió höfum fengið að fylgjast meö sumu, en ekki öllu. Það er mjög gaman að fá að heyra um þetta, og stundum veröur fólk vart vió að það er komió til þess. Það hefur gerst á sjúkrahúsum og víðar. Þetta er mjög gefandi. Við erum mismunandi mörg í bæna- Við fengum húsnæóið til vorsins og von- andi fáum við að vera lengur. Þetta er af- skaplega hentugur staður fyrir okkur og góð- ur til að vera með starfsemi af þessum toga. Það er yndisleg orkan hérna. Allir miðlar sem hafa komið til að starfa hér, tala um hvaö gott sé að starfa hérna. Það var eins og happdrættisvinningur fyrir okkur að fá þetta hús og við erum mjög þakklát." Að kanna sína sál „Húsið breytti öllu fyrir okkur. Eftir að við fengum samastaó getum við gert miklu meira fyrir félagsfólkið. Einn félaginn var svo yndislegur að gefa félaginu bækur um andleg málefni, sem við lánum lelagsmönn- um. Ymsir hlutir fylgja svona starfsemi, og viö þurfum ekki lengur að vera mcð þá á fleygiferð milli húsa. Húsnæóið gefur tæki- færi til fjölbreyttari starfsemi.“ finnst jákvætt og neikvætt. Síðan crum vió með opið hús alla laugardaga, nema þegar önnur starfsemi er í gangi. Tilgangurinn með opnu húsi cr að fá fólk til aö spjalla um and- leg mál, rétt eins og hvert annað umræðu- cl’ni. Svo Iangar okkur að gera ýmislegt skemmtilegt, lesa í bolla, spá í spil, leyfa fólki að fara í huglciðslu. Þá, scm aldrei hafa farið í hugleiðslu er hægt aó leiða af staó, og það má ekki vera nein trullun hjá þeim. Aðr- ir geta setið og spjallað um hvað þeir hafa lesið, þetta er oft mjög gaman.“ Margt spennandi á dagskrá „Svo er það bænahringurinn. Möguleiki cr að byrja með annan bænahring ef áhugi er nægur, því fjöldi þátttakenda er takmarkað- ur. Við erum komin af stað með einn þróun- arhring, en þaó er fólk sem var á námskeiði hjá breskum hjónum sem hér voru í vetur. Þcssi hringur er alvcg lokaður, þannig að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.