Dagur - 26.03.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 26.03.1994, Blaðsíða 11
Alþjóða ólympiska fræðslustofnunin: Efnirtil námskeiðs í Grikklandi í sumar - tveimur íslendingum gefst kostur á að taka þátt „Alþjóða ólympiska fræðslu- stofnunin, sem hefur aðalstöðv- ar í Olympiu í Grikklandi, boð- ar til 34. námskeiðs fyrir íþróttafólk á aldrinum 20-35 ára, 18. júlí - 2. ágúst í sumar. Hjón fá ekki leyfi til þátttöku né sá, er fyrr hefur verió þátttak- andi. Tveir þátttakcndur frá hverri ólympiunefnd, sem starfrækir fræðsluráö, fá fríar ferðir og uppi- hald. Tveir til viðbótar geta fengið að taka þátt í námskeiðinu, en þeir verða að greiða allt sjálfir eða þeir, sem standa að þátttöku þeirra. Fræösluráð hverrar þjóðar vel- ur þátttakendur. Gert er að skil- yrði, að umsækjendur tali góða ensku eða frönsku, sem eru ásamt grísku og arabísku opinber tungu- mál námskeiðsins. Aðalumræðuefnið vcrður „01ympismi“ þ.e. Olympíuleik- arnir og hugsjónin að baki þeirra, stjórnkerfi, viðhorf og störf Olympíuhreytlngarinnar. Einnig verður stofnaó til umræðu um að 100 ár eru liðin frá stofnun Al- þjóðaólympíunefndarinnar (IOC) og um stuðning IOC við þjóðfélög 21. aldar. Kristín Gísladóttir og Valdimar Grímsson sóttu 33. námskeið Al- þjóðafræðsluráðsins sl. sumar. Þau kölluðu skýrslu sína um þátt- tökuna: „Ævintýri í Olympíu". Þau efuðust um að þarna niður frá yrði skemmtilegt sumarfrí. „Ann- að kom á daginn og við eigum aldrci eftir aó sjá eftir því að hafa tekið þátt í þessu námskeiói (ráó- stefnu). Allt frá upphafi var hver mínúta skipulögð. Alltaf nóg að gcra. Mikil vinna en lærdómsríkt og skemmtilegt". Þeir, sem hafa hug á því að njóta þessa „ævintýris“, þurfa að senda umsókn til Fræðsluráðs O. I., í Iþróttamiöstöðinni, Laugardal, 104 Reykjavík, fyrir 1. apríl nk. Með umsókninni þurfa aö fylgja upplýsingar um íþróttaiðkanir eða störf í þágu íþrótta. Meðmæli eru vel þegin.“ (Fréttatilkynning frá fræósluráói Olympíunefndar Islands). Æuglýslng hjá okkur nær um allt IMorðurland wmm ©24222 Fm 27639 Ljósabekkir Nuddpottur Vatnsgufubab Tækjasaiur Tröppuþrek Hamar, félaqsheimili Þórs vib Skarbshlíb. Sími 12080. SITT HVORT VERÐIÐ! SAMS KON AR LYF, SAMA VIRKA EFNIÐ, Merki læknir bókstafinn (g) við lyfjaheiti á lyfseðli, fær sjúklingur eingöngu afgreitt tiltekið lyf. Merki læknir hins vegar bókstafinn(S)við lyfjaheiti, fær sjúklingur afgreitt ódýrasta samheitalyf í sama lyfjaflokki. Það er ótrúlegt en satt að jafngild, samskonar iyf eru ekki alitaf seld á sama verði. Þau eru oft á markaði frá fleirum en einum framleiðanda undir sitt hvoru heitinu. Og verðmunurinn er oft ótrúlegur. í þessari auglýsingu er borið saman tvennskonar verð á samheita hjarta- og æðalyfi. Annarsvegar 4.526 kr., hinsvegar 10.327 kr. Þetta er algengt lyf, sem notað er gegn háþrýstingi og oft gefið sjúklingi í langan tíma. Á markaði hérlendis eru tvö form lyfsins frá fjórum framleiðendum. Dæmið sýnir verðmun á venjulegum 100 daga skammti af lyfinu. Hér er um jafngilt samheitalyf að ræða, sama virka efnið; annarsvegar frumlyf, merkt með (R) á lyfseðli, en hinsvegar ódýrara samheitalyf, merkt með(§) á lyfseðli. Dæmið sem hér er tekið þarf ekki að vera algilt um verðmun á lyfjum merktum (D og ®. Lyfið er oft gefið sjúklingum í langan tíma, eins og að framan greinir. Hér getur því verið um verulegar upphæðir að ræða fýrir sjúklinga og samfélag. Ekki er hægt að geta heitis lyfsins hér, því samkvæmt íslenskum lyfjalögum, er óheimilt að nefna nöfn lyfja í auglýsingum, sem birtast almenningi. Aðhald og sparnaður í rekstri veitir aukið svigrúm til betri heilbrigðisþjónustu. HEILBRIGÐIS" OG TRYGGINGAMÁLA' RÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.