Dagur - 08.04.1994, Blaðsíða 7

Dagur - 08.04.1994, Blaðsíða 7
Föstudagur 8. apríl 1994 - DAGUR - 7 Hrísey: LeikklubbuiTnn Krafla vaknar af þyrnirósarsveftii Leikklúbburinn Krafla í Hrísey er að vakna af dvala eftir 9 ára svefn. Klúbburinn sýnir annað kvöld kabarett sem samanstend- ur af þremur einþáttungum í léttum dúr. Kirkjukór Hríseyj- ar tekur höndum saman við leiklistarfólkið og mun skemmta milli þátta. Sóley Björgvinsdótt- ir, formaður Leikklúbbsins Sögu, segir að ef vel tekst til þá komi til greina að ráðast í stærra verkefni á næsta starfs- ári. „Leikklúbburinn svaf þyrnirós- arsvefni eins og sum mál sem eru lengi að ganga í gegnum kertið. Við ætlum að vona að núna sé Krafla að „gjósa“ því við tókum okkur 10 saman um að endurrcisa klúbbinn og vonum að framhald Hans Peder Pedersen Fæddur 12. desember 1908 - Dáinn 31. mars 1994 að njóta þess svo og bömin í nágrenn- inu og þau sem heimsóttu hann að Grísabóli. Eitt sinn kom lítill snáði heim til þeirrar Rósu í Þingvallastrætið og bankaði uppá. Þegar Rósa kom til dyra spurði sá stutti, hvort maðurinn mætti ekki koma út aó lcika scr. Þcssi saga ber vott um þann hug scm börnin sem kynntust honum báru til hans. Það cru margir, trúi ég, scm citt sinn kynntust honum er muna eftir uppá- tækjum og gríni hans. Eftir fyrsta sumarið á Islandi hugð- ist hann fara heim um haustið en ákvað síðan aó hafa vetursetu og fresta heimferðinni fram að næsta vori. Arin hans uróu sextíu og tvö á Islandi en nú lagói hann upp í sína hinstu för þetta vorið. Eg vil aó lokum kveðja tengdaföó- ur og kæran vin. Rósu tengdamóður minni, svo og öðrum ástvinum, votta ég samúð mína. Guðmundur Armann Sigurjónsson. Vinarkveðja A kveójustund cr margs að minn- ast. Petti, eins og við kölluóum hann, var sannkallaður vinur fjölskyldunnar til áratuga. Otal minningar_ hrannast upp og allar gleóilegar. I hugann koma sífellt sömu orðin; vinátta - gleði - spaug - söngur - trygglyndi. Við viljum þakka Petta áratuga trygga vináttu og hjálpsemi hvenær sem þörf var á. Vió þökkum glcðina sem fylgdi honum alla tíó. Hvenær sem fjöl- skyldan kom saman á hátíðarstund spuróu bömin cl'tir því hvort Petti og Rósa kæmu ekki örugglega. Pctti var alltaf hrókur alls fagnaðar og sagði sínar einstæóu sögur svo allir gátu hlegió að. Börn voru menn í hans aug- um og glettnin aldrei langt undan þeg- ar þau voru annars vegar. Fyrir einu og hálfu ári þegar fjölskyldan gladdist vegna stórafmælis var Petti aö sjálf- sögðu þar, söng og jafnvcl dansaði og þá ekki síst við yngstu gestina. Svona var Petti í okkar augum, alltaf glaður og alltaf tilbúinn aó gefa af sér. Fyrir slíkan vin þökkum við nú af alhug. Elsku Rósa, Ragna, Didda og aðrir ástvinir. Við færum ykkur samúðar- kveðjur, ekki síst til bamanna sem sakna afa svo sárt. Þau barna okkar sem ekki geta fylgt Petta síóustu spor- in senda kveðjur með þakklæti fyrir ógleymanlegar samverustundir. Far í friði kæri vinur. Ari og Sigga Dóra. í dag, föstudaginn 8. apríl, veróur tengdafaðir minn Hans Peder Peder- sen jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. Hann var fæddur á Norður-Jótlandi 12. desember árið 1908, sonur hjón- anna Kristen Peder Blichsted og Maríu Jakobsen. Þau voru bændur en faðirinn var einnig smiður og vann hann oft vió það á öðrum bæjum. Hann átti fimmtán systkini en þrettán lifðu. Foreldrunum tókst að ala upp allan hópinn og koma til manns án þcss að þiggja af svcit. Sá dugnaður, þrautseigja og útsjónarsemi foreldr- anna sem hefur þurft til, svo hópurinn kæmist af, voru eiginleikar sem prýddu Pedersen svo ríkulega. Einn úr þessum stóra systkinahópi lifir bróóur sinn, hcitir Henry og cr yngstur af systkinunum. Hann býr í Oóinsvéum. Lífsbaráttan hófst snemma. Scm vinnumaður á dönskum búgörðum kynntist Pcdersen líl'inu, margbreyti- leika þess, mótlætinu cn einnig gleó- inni. Gáskinn, spaugsemin og eigin- leikar hans til að sjá spaugilegu hlióar lífsins voru einmitt svo ríkur þáttur í fari hans sem og sá eiginlciki hans að taka málstað lítilmagnans. Pedersen setti markið ætíð hátt. Hann vildi verða smióur eins og faðir- inn, hann vildi læra á fiðlu, hann vildi komast út í heirn og skoða sig um. At- vikin höguðu því þannig aó ekkcrt varð úr smíóanáminu en á fiðlu lærði hann og út í heim fór hann til Islands. Fyrst heyrði hann um Island í bréfi frá frænda sínum sem var háseti á dönsku eftirlitsskipi vió Islandsstrend- ur. Það var svo í búnaöarskóla í Vest- urdal á Jótlandi sem Pederscn hitti Rassmusen, sem var kennari þar. Hann hafði unniö á Gróórarstöðinni við Akureyri og lét vel af. Þetta kveikti ævintýralöngunina hjá þessum unga Dana sem vildi rcyna citthvað annað en að vcróa kotbóndi. Hingaó koma hann árió 1932 með tuttugu og fimm aura uppá vasann, ráóinn vinnumaður vió Gróðrarstöö- ina. Störfin hér urðu margvísleg; vctr- armaður hjá séra Sigurði Stefánssyni á Möðruvöllum í Hörgárdal, búskap hóf hann á Fornhaga, síóar að Osi en báð- ir bæimir eru í Hörgárdal og þar er ekki lengur búskapur. Um tíma stund- aði hann sjó, var mjólkurpóstur hjá KEA, sautján ár vann hann við skó- smíðar hjá Skógcróinni Iðunni. Síð- ustu starfsárin var Pedcrscn svínahirö- ir, fyrst aó Lundi svo á Grísabóli og aó síðustu á Rangárvöllum við Akur- cyri. Auk þessa vann hann sumar- vinnu, í síld, vió virkjanir svo citthvað sé nefnt. Það var að Osi í Hörgárdal sem hann kynntist lífsförunaut sínum Rósu Rögnvaldsdóttur og þar hól'u þau bú- skap. Arió 1944 giftust þau. Dætumar eru Ragna Guðný sem er gift Sveini Þorbergssyni og Hildur María, gift Guómundi Armanni Sigurjónssyni. Barnabörnin eru sjö og bamabama- börnin fjögur. Rósa og Hans byggðu sér heimili að Þingvallastræti 42 á Akureyri og fluttust í það hús í maí 1952. Þaó var mikil gæfa að kynnast svo góðum manni sem var alþýðumaður í bestu nterkingu orðsins. Margar sögur sagði hann mér um atburði sem áttu sér stað og báru þcir atburóir ckki allt- af vott um miskunnscmi í garð fátæks vinnumanns en ætíð var stutt í gaman- semina í frásögninni. Pedersen var víölesinn, mannkyns- sagan var honurn hugleikin hann fylgdist vel með heimsmálunum. Mér eru minnisstæðar þær stundir sem ég naut þess að hlusta á hann spjalla um þau málefni. Hann hafði unun al' tón- list, sótti gjarnan tónleika. Fiðlu átti Hans sem hann tók fram á hátíðarstundum og lék á hana. Hann lærði á fiðlu einn vctur þegar hann var vinnumaóur á dönskum búgarói. Eitt sinn dreymdi hann um það að verða fiðluleikari, ekki skorti hann hæfileik- ana, cn annaó kom í veg fyrir það. Sú saga sem hann sagói um þann atburó var ein af hans mörgu spaugsömu sögum, laus vió beiskju þó sá draumur hans rættist ekki. Pedersen var bamgóóur og fengu barnabörnin, einnig bamabamabömin Bóndinn heldur snautlegur á svip. Bjarni Árnason og Þórunn Arnórsdóttir. MINNIN Cm Lcikcndurnir fjórir í „Illt til afspurnar“. Athyglisvert er að þau eru öll ný- liðar í lciklistinni í Hríscy og þrjú þcirra aðflutt. Frá vinstri: Þórunn Arn- órsdóttir, Jóhanna Friðgcirsdóttir, Bjarni Árnason og Hrannar Friðbjörns- son. Dagsmyndir: Páll Björgvinsson. verði á starfinu,“ sagði Sóley í samtali við Dag í gær. „Við erum með kabarett með þremur cinþáttungum. Einn þátt- anna cr sínu lcngstur og heitir „Illt til afspurnar" þar sem gert er grín aö sumurn mönnum sem koma seint heim til sín og þurfa að ljúga sig út úr hlutunum.“ Sóley segir að ef vel gangi á iaugardagskvöld sé hugsanlegt að sýna kabarettinn á nýjan leik. JOH Útlendingafélag Eyjaflarðar: Þjóðarkvöld haldið 23. apríl Útiendingafélag Eyjafjarðar var fornilega stofnað 24. niars sl. Tilgangur félagsins er að aðlaga útlendinga að íslenskuni háttum og siðum. Félagið er opið öllum, bæði útlendingum og Islending- um sem hafa áhuga á að kynn- ast öðrum þjóðum. Félagió cr með aðsetur í Lax- dalshúsi á Akureyri. Opið hús er tvisvar í viku, á flmmtudögum kl. 20 og 22.30 og á sunnudögum kl. 15-18. Þar cru ýmsar uppákomur s.s. fyrirlestrar, bingó, spilavist o.fl. Þaó cr alltaf hcitt á könnunni. Ymislegt cr framundan í starfi fé- lagsins. Fyrirhugað cr að halda þjóðarkvöld annan hvcrn mánuó, þar scm íclagar kynna landið sitt. Fyrsta þjóðarkvöldið vcrður haldið 23. apríl nk. og mun fólk frá Filippseyjum sjá um það. Þátt- taka tilkynnist fyrir 12. apríl nk. Nánari upplýsingar er að fá í Lax- dalshúsi á opnunartíma félagsins og hjá formanni félagsins, Lise Heiðarson, í síma 25324 eftir kl. \i. Nánar verður tjallað um Út- lendingafélagið í Degi í næstu viku. óþh Leiðrétting í Degi í gær var birt fréttatilkynn- ing frá Karlakórnunt Heimi í Skagafírði. Þar var ranglega sagt að kórinn myndi halda tónleika í Bifröst á Sauðárkróki föstudaginn 21. apríl. Hió rétta er að tónlcik- arnir verða þriðjudaginn 12. apríl nk. Aöalfundur Veiöifélags Hörgár og vatnasvæð- is hennar Aðalfundur verður haldinn sunnudaginn 10. apríl kl. 13.30 áMelum. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram annar útdráttur húsbréfa í 4. flokki 1992. Koma þessi bréf til innlausnar 15. júní 1994. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og í Alþýðublaðinu föstudaginn 8. apríl. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSg HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 69 69 00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.