Dagur - 08.04.1994, Page 12

Dagur - 08.04.1994, Page 12
Akureyri, föstudagur 8. apríl 1994 AMERISKIR VORDAGAR á hlaðhorði Bautans föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld Aðeins kr. 1.290 Ferðamálaráð opnar skrifstofu á Akureyri Fcrðamálaráð íslands opnar í dag nýja skrifstofu að Strandgötu 29 á Akureyri, á efstu hæð í húsnæði Byggðastofn- unar. Þar hefur verið innréttuð glæsileg aðstaða og þegar Ijósmyndari Dags leit þar við í gær, var Helga Haralds- dóttir, forstöðumaður skrifstofunnar, að koma sér fyrir á nýja vinnustaðnum. Mynd: Robyn. Andrésar Andarleikarnir framundan: Enn stefnir í metþátttöku - um 800 keppendur skráðir til leiks Andrésar Andarleikarnir á skíðum, hinir 19. í röðinni, fara fram á Akureyri dagana 20.-23. apríl nk. Enn stefnir í metþátt- töku og um 800 keppendur frá 16 héruðum landsins eru skráð- ir til leiks. Leikarnir eru stærsta skíðamót landsins á hverju ári og hafa stækkað ár frá ári. Á fyrsta mótinu voru keppendur 114. Andrésar Andarleikarnir verða settir mióvikudaginn 20. apríl en keppni hefst í Hlíðarfjalli daginn eftir og stendur í þrjá daga. Keppt verður í 6 aldursflokkum 7-12 ára, í svigi, stórsvigi, göngu og stökki. Að loknum hverjum keppnisdegi fer fram verðlaunaafhending og skemmtidagskrá í íþróttahöllinni. Undirbúningur fyrir leikana er nú á lokastigi en gífurleg vinna liggur aó baki við framkvæmd móts sem þessa. Á næsta ári veröa leikarnir haldnir í 20. sinn og þá verður meira lagt í þá en nokkru sinni fyrr. KK Vegleg dagskrá í tilefni af 20 ára afmæli Dalvfktubæjar Dalvíkingar minnast þess um helgina að 20 ár eru liðin frá því að Dalvíkurbær fékk kaupstað- arréttindi. Þann 5. apríl fyrir réttum 20 árum afgreiddi Al- þingi Iög um kaupstaðarréttindi bæjarins og þau voru síðan staðfest af forseta íslands þann 10. apríl 1974. Dalvíkingar ætla að minnast þessara tímamóta með veglegum hætti. Á morgun, laugardag kl. 14, verður opnuð yfirlitssýning á verkum Jóns Stefáns Brimars Sig- urjónssonar, listmálara, í Tónlist- arskóla Dalvíkur (Gamla skóla). Einnig verður opnuð sýning á munum safnara á Dalvík. Við VEÐRIÐ Hann verður á norðan næsta sólarhringinn þótt ekki verði um hret að ræða. í dag er búist við allhvassri norðanátt um vestanvert Norðurland með éljum en Norðaustanlands verði hægara og einhver él fram- an af degi en bjartara síð- degis. þetta tækifæri heldur Trausti Þor- steinsson, forseti bæjarstjórnar, ávarp. Þessar tvær sýningar veróa opnar kl. 14-19 á morgun og sunnudag. Á sunnudag kl. 9 verða fánar dregnir að húni í bænum og klukkan 10.30 verður hátíðar- messa í Dalvíkurkirkju. Sr. Svavar Alfreð Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Um tónlistarflutning sér Kór Dalvíkurkirkju ásamt nemendum og kennurum Tónlist- arskóla Dalvíkur. Stjórnandi er Hlín Torfadóttir. Klukkan 13 verður efnt til sér- staks hátíðarfundar í bæjarstjórn Dalvíkur í Safnaðarhcimli Dalvík- urkirkju. Að honum loknum, kl. 15-18, veröa kaffiveitingar í Vík- urröst í boði Dalvíkurbæjar. Þar verður tónlistarflutningur sem nemendur Tónlistarskólans sjá um. Klukkan 17 á sunnudag verð- ur síðan ókeypis kvikmyndasýn- ing fyrir börn í Ungó. óþh Menntasmiðja kvenna: Mælt með Guðrúnu Pálínu í stöðu verkeftiisfrejju - 9 umsóknir bárust um stöðuna Jafnréttisnefnd Akureyrarbæj- ar mælir með Guðrúnu Pálínu Guðmundsdóttur í stöðu verk- efnisfreyju við Menntasmiðju kvenna sem komið verður á fót í bænum. Bæjarstjórn Akureyrar mun staðfesta ráðninguna í fundi nk. þriðjudag. Alls bárust 9 umsóknir um stöðuna. Að sögn Valgerðar Bjarndótt- ur, jafnréttisfulltrúa Akureyrar- bæjar, verður eitt fyrsta verkefni nýráðinnar verkefnisfreyju aö út- vega húsnæöi fyrir Menntasmiðj- una, auk þess að skipuleggja starf- ið. I Menntasmiðju kvenna veróur boðið upp á fjögurra mánaða nám- skeið fyrir atvinnulausar konur með þaó að markmiði að útskrifa þær til virkni í atvinnulífinu og frekara námi. Bæói verður um aó ræóa hagnýt fræði og persónulega ráðgjöf, sjálfsstyrkingu o.fl. Gcrt er ráð fyrir 2'A-3 föstum stöðugildum við smiðjuna og þar af veróur verkefnisfreyjan í 'A stöðu. Stundakennarar vcróa fengnir til starfa og samstarf haft Akureyri: Þriggja manna nefnd í flotkvíarmálið Bæjarráð Akureyrar staðfesti í gær tillögu hafnarstjórnar um skipan þriggja manna nefndar til þess að skoða allar hliðar þess að koma upp flotkví á Ak- ureyri. I nefndina voru skipaðir þeir Halldór Jónsson, bæjar- stjóri, Guðmundur Sigurbjörns- son, hafnarstjóri, og Jónas Þor- stcinsson, formaður hafnar- stjórnar. Starfshópur var fenginn til þess að gera úttekt á hugsanlegri bygg- ingu flotkvíar á Akureyri. Starfs- hópurinn hefur lokið störfum og var niðurstaða hans jákvæð. Þeim Halldóri Jónssyni, Guð- mundi Sigurbjörnssyni og Jónasi Þorstcinssyni er falið aó mcta þessa hugmynd „í botn“ og sagði Jónas í samtali við Dag að þeirri vinnu yrði flýtt eins og kostur er. óþh Akureyrskur bar á Torremolinos: Andri í 30 stíga hita dag hvern „Hér er þrjátíu stiga hiti og þannig hefur veðrið verið frá því ég kom hingað út,“ sagði Andri Gylfason, veitingamaður frá Akureyri, en hann hefur tekið við rekstri veitingastaðar- ins Pink Elephant (Bleiki fíllinn) á Torremolinos á Spáni. Eins og fram hefur komið hafa nokkrir einstaklingar á Akureyri, sem tengjast rekstri veitingastað- arins Greifans, tekið nefndan veit- ingastað á Torremolinos á leigu í eitt ár frá og með 1. apríl sl. Andri sagði í samtali vió Dag í gær að mikið hafi verió að gera um páskana. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Síð- astlióið laugar- dagskvöld var hjá okkur stór hópur Malagabúa og við stóðum vaktina til klukkan níu um morguninn.“ Andri sagði aö nú þegar væri töluvert komið af ferðamönnum, einkum eldra fólki, og mjög vel liti út með sumarið. „Það er öll hótel hér fullbókuð í sumar, cn svo hefur ekki verið síöustu þrjú til fjögur árin. Eg kann ekki skýr- ingar á þessari auknu aósókn, en svo virðist sem öll Norður-Evrópa streymi hingað niöureftir.“ Auk Andra starfar eiginkona hans á Bleika fílnum svo og kokk- ur frá Reykjavík. Þá segist hann vænta þcss aó nokkrir starfsmenn Greifans vinni á veitingastaðnum í sumarafleysingum á komandi sumari. óþh við aðrar stofnanir á sviði fullorð- insfræðslu. Þess má geta að Menntasmiója kvenna á Akureyri var af Islands háll'u tilnefnd í sam- norrænt verkefni um nýjar leiðir í fullorðinsfræðslu. SS Grýtubakkahreppur: Vílja koma upp hreinlætisaðstöðu / ip* •• X i Fjorðum Grýtubakkahreppur hefur sótt um 300 þúsund króna fjárstyrk frá Ferðamálaráði til þess að koma upp hreinlætis- og salern- isaðstöðu á fyrirhuguðu tjald- stæði í Fjörðum. Guðný Sverrisdóttir, sveitar- stjóri Grýtubakkahrepps, segir menn hafa hug á því aó koma upp tjaldsvæði í landi Kaðalsstaða í Fjörðum og hugmyndin sé að þar verði vörður á vegum sveitarfé- lagsins í sumar sem myndi rukka gjald fyrir að tjalda. Guðný segir að þessi náttúru- perla sé afar vinsæll áningarstaður feróamanna, en vandamálið sé að þar skorti aðstöðu auk þess sem vegurinn út í Fjörður sé crfiður yfirferðar. óþh FERMINGARTILBOÐ PFAFF SAUMAVEL 6085 HEIMILISVÉL 20 SPOR VERÐ KR. 39.995,- 0 KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 Við tökum vel á móti ykkur alla daga til kl. 22.00 Byggðavegi 98

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.