Dagur - 13.04.1994, Page 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 13. apríl 1994
FRÉTTIR
Hestamenn -
Hrossaræktendur
Fræðslufundur um hrossarækt veröur í
Hafralækjarskóla laugardaginn 16. apríl kl.
14.00.
Frummælandi Þorkell Bjarnason, hrossaræktar-
ráöunautur.
Hrossaræktarfélag Þingeyinga og
Hrossaræktarsamband Þingeyinga og Eyfirðinga.
Frábærir tímar fyrir hressa krakka
á aldrinum 12-15 ára
hefjast fimmtudaginn 14. apríl
Fjölmargt í boði
svo sem:
Pallar, erobik,
pallahringur,
þrekhringur,
vaxtarmótun o.fl.
J ^PULS 180^.
HEILSURÆKT
KA-heimilinu • Sími 96-26211
Hraðfrystistöð Þórshafnar hf.:
Loðnu- og síldar-
aflinn 65 þús. tonn
Um 65 þúsund tonn af loðnu og
síld bárust loðnuverksmiðju
Hraðfrystistöðvar Þórshafnar
Hesthús Dalvíkinga:
Allharður
árekstur
Allharður árekstur varð
skömmu eftir hádegið í gær við
hesthús Dalvíkinga við Hring-
holt er tvær bifreiðar skullu
saman og varð að fjarlægja þær
með dráttarbíl.
Ekkert slys varð á fólki. Orsök
óhappsins er aö skyggni var nán-
ast ekkert vegna blindbyls.
Lögreglan er víða farin að
klippa af bílnúmer vegna van-
greiddra bifreiðagjalda. Sam-
kvæmt nýjum reglum eru bifreiða-
gjöld bundin kennitölu eigenda en
ekki bifreió og því eru eigendur
ekki lausir allra mála þótt bifreið-
in hafi verið seld. GG
hf. á vertíðinni sem er umtals-
verð aukning frá vertíðinni 1992
til 1993. Vertíðin hófst óvenju
snemma, eða um miðjan júlí-
mánuð.
Um 700 tonn voru unnin og
fryst af loðnuhrognum fyrir Jap-
ansmarkaó á móti 120 tonnum ár-
ið áður og um 350 tonn voru fryst
af loðnu en nánast ekkert á vertíð-
inni þar á undan, eða aöeins 10
tonn. Þokkalegur afli hefur verió
hjá netabátunum Geir, Þorsteini
og Faldi og hefur það nægt til þess
að halda uppi vinnu í frystihúsinu.
Verulega rólegra er þó yfir öllu
hjá Hraófrystistöð Þórshafnar hf.
nú en var fyrr í vetur er unnið var
á vöktum allan sólarhringinn.
Fyrirhugað er að bæta við af-
köst eimingartækja loðnuverk-
smiðjunnar og verður þeim fram-
kvæmdum lokið áður en næsta
vertíð hefst. Gera má ráó fyrir að
það verði eftir um 3 mánuði, eða
um miðjan júlímánuð. GG
Úr vélasal loðnuverksmiðjunnar á Þórshöfn.
Mynd: GG
Ferðamál:
Umhverfisátak á ferðamannastöðum
Sigurður Jónsson, bygginga-
fræðingur á Akureyri og for-
maður Ferðafélags Akureyrar,
hefur verið ráðinn starfsmaður
verkefnisstjórnar vegna átaks í
umhverfísmálum og hcfur hann
skrifstofu í húsi Byggðastofnun-
ar við Strandgötu á Akureyri.
Eftirtaldir skipa verkefnisstjórn
vegna átaks í umhverfísmálum:
Olafur Thoroddsen, kennari Akur-
eyri, formaður, tilefndur af
samgönguráðherra, Halldór Jó-
hannsson, landslagsarkitekt Akur-
eyri, tilefndur af samgönguráð-
herra, Arndrés Arnalds, gróður-
verndarfulltrúi, tilnefndur af
Landgræóslu ríkisins, Auður Birg-
isdóttir, deildarstjóri, tilnefnd af
Félagi íslenskra ferðaskrifstofa,
Finnur Birgisson, arkitekt Akur-
eyri, tilnefndur af umhverfisráðu-
neyti, Birgir Þorgilsson, formaður
Feróamálaráös, tilnefndur af
Ferðamálaráði, og Helga Haralds-
dóttir, forstöðumaður skrifstofu
Ferðamálaráðs á Akureyri, til-
nefnd af Feróamálaráði.
Þessari verkefnisstjórn er ætlaö
að gera tillögur um úrbætur í um-
Uppsveifla í
áfénginu
- bjórsala jókst um
37% milli ára
Sala áfengis hjá ÁTVR þrjá
fyrstu mánuði ársins 1994 nam
1.911.598 lítrum eða 192.966
alkóhóllítrum. Sambærilegar
tölur þrjá fyrstu mánuði ársins
1993 eru 1.500.888 lítrar eða
172.716 alkóhóllítrar. Aukning-
in milli ára mælist 27,36% í Htr-
um og 11,72% í alkóhóllítrum.
Það að aukningin er ekki eins
mikil í alkóhóllítrum, þ.e. lítrum
af hreinum vínanda, bendir til
þess að salan hafi aukist mest í
bjór og léttvínum og það kemur á
daginn þegar sölutölur ÁTVR eru
skoðaðar.
Sala á bjór nam rúmum 1,4
milljónum lítra þrjá fyrstu mánuði
þessa árs á móti ríflega 1 milljón á
sama tímabili í fyrra. Aukningin
er 36,97% í lítrum. Þá jókst sala á
rauðvíni um 22,11%, á hvítvíni
unt 9,24% og sala á freyðivíni
jókst um 6,69%. Sala á nokkrum
sterkari tegundum jókst einnig,
s.s. rornmi (11,70%), bitterum
(11,74%), viskíi (8,42%) og lí-
kjörum (8,45%). Á hinn bóginn
heldur sala á brennivíni, vodka og
sénever áfram að minnka.
Leitt er getum að því að sú
staðreynd aó dymbilvikan var í
mars á þessu ári en apríl í fyrra
skýri að mestu þessa aukningu
milli ára, en einnig hefur verið
bent á að áfengisneysla unglinga
hefur aukist.
Þegar tölur um tóbakssölu cru
skoðaðar kemur í ljós að þar cr
einnig urn aukningu að ræða. Sala
á vindlum jókst um 3,74% milli
áðurnefndra tímabila og sala á síg-
arettum um 3,73%. Hins vegar
dróst sala á nef- og munntóbaki
saman um 5,73% og sala á
reyktóbaki minnkaói um 0,83%.
SS
hverfismálum á ferðamannastöð-
um jafnframt því að vera einstak-
lingum, landeigendum og svcitar-
stjórnum til aðstoðar á því sviði.
óþh
Vísitalan::
Verðbólga 1,4%
Síðastliðna tólf niánuði hefur
vísitala framfærslukostnaðar
hækkað um 2,4%, samkvæmt
útreikningum Kauplagsnefndar.
Undanfarna þrjá mánuði hefur
vísitalan hækkað um 0,4%, sem
jafngildir 1,4% verðbólgu á ári.
Vísitala vöru og þjónustu hefur
hækkað um 3,0% á síðustu tólf
mánuðum og sambærileg þriggja
mánaða breyting á lramfærsluvísi-
tölunni, jafngildir cinnig 1,4%
verðbólgu á ári.
Vísitalan í apríl reyndist vera
169,9 stig og hækkaði um 0,1%
frá mars. Vísitala vöru og þjón-
ustu i apríl reyndist vera 174,1
stig og hækkaói einnig um 0,1%
milli mánaóa. Helstu ástæður fyrir
hækkun framfærsluvísitölunnar, er
verðhækkun á mat- og drykkjar-
vörum, sem að mcóaltali varó um
0,8%. KK
ÓlafsQörður:
Nýtt framboð
Nýtt framboð fyrir bæjar-
stjórnarkosningarnar í Ólafs-
firði hefur verið ákveðið og
mun það bjóða fram undir
kjörorðinu „samtök um betri
bæ“. Athygli vekur að Jónína
B. Óskarsdóttir, núverandi
bæjarfulltrúi Vinstri manna
og óháðra skipar efsta sæti
listans.
Skipan annarra sæta frara-
boðslistans cr cftirfarandi: 2.
Ríkharður H. Sigurðsson, bif-
reiðastjóri, 3. Kristín Adolfs-
dóttir, húsmóðir, 4. Birgir Stef-
ánsson, stýrimaður, 5. Snjólaug
Ásta Sigurfinnsdóttir, bréfbcri,
6. Halldór Guómundsson, bif-
vélavirki, 7. Auöur Traustadótt-
ir, tryggingafulltrúi, 8. Ámi A.
Sæmundsson, sjómaður, 9. Inga
Sæland Ástvaldsdóttir, húsmóð-
ir, 10. Sigríður Tómasdóttir,
starfsstúlka, 11. Gunnar Ágústs-
son, útgerðarmaöur, 12. Agúst
K. Sigurlaugsson, skrifstofu-
maður, 13. Rósa K. Óskarsdótt-
ir, fiskmatsmaður, og 14. Sæ-
mundur P. Jónsson, fv. útgerðar-
maður. óþh