Dagur - 13.04.1994, Side 6

Dagur - 13.04.1994, Side 6
6 - DAGUR - Mióvikudagur 13. apríl 1994 MANNLÍF Friðrik G. Bjarnason, málarameistari og poppari fimmtugur: Allir helstu popparar bæjarins tróðu upp í afmælisveislunni Friðrik G. Bjarnason, málara- meistari og fyrrum stórpoppari á Akureyri, varð fimmtugur þann 7. apríl si. og vegna þeirra tímamóta, bauð hann gestum til veislu í Alþýðuhúsinu sl. fóstu- dagskvöld. Um 120 manns á aldrinum 14 til 80 ára komu í afmælisfagnaðinn, sem stóð langt fram á nótt og þar á meðal helstu poppgoð bæjarins. Hljómlistarmenn voru beðnir að taka með sér viðeigandi handverkfæri og stóð ekki á við- brögðum. Tónlistarfólkið tróó upp í veisl- unni, bæði starfandi hljómsveitir í dag og svo aftur aðrir sem hafa lagt spilamennskuna á hilluna í bili að minnsta kosti. Þama voru settar saman hljómsveitir á staðn- um og var stemmningin í húsinu hreint með ólíkindum. Helena Eyjólfsdóttir og Erla Stefánsdóttir tóku lagið og Finnur Eydal, sem ekki hafði saxófóninn meðferðis, söng saxófónsóló í einu lagi, svo eitthvað sé nefnt. Afmælisbarninu bárust margar góðar gjafir í tilefni dagsins og sagðist Friðrik aldrei hafa séð annað eins. Sumar gjafirnar voru svo stórar aö þær voru fluttar beint heim til hans og sagði hann aó íbúðin sín væri eins og blóma- búð. Þá voru fluttar fjölmargar ræður. Kristján Benediktsson, kollegi Friðriks, fiutti æviágrip hans í bundnu máli, Ingólfur Ing- ólfsson flutti Friðriki kveóju frá bróóur sínum Birni, skólastjóra á Grenivík og Ásta Sigurðardóttir, ekkja Ingimars Eydal, rakti sögur úr hljómsveitarferðum, svo eitt- hvað sé nefnt. Friðrik, sem þykir liðtækur gít- arleikari, spilaói meó hljómsveit Ingimars Eydal í fjögur ár, 1966- 70. Hann tók sér síðan hlé í 17 ár en steig aftur á sviö í „showi“ Ingimars Eydal árið 1987. Eftir það spilaði hann með hljómsveit Bigga Mar. og nú síóast rneð hljómsveitinni Harmoní. Hann er hins vegar í hvíld frá spila- mennskunni sem stcndur. Vegna þess hversu stemmning- in var góð í afmæli Friðriks, sagði hann að komió hefði til tals að vera með svipaða uppákomu í sumar, þar sem hclstu popparar kæmu saman og spiluðu. Friórik sagói að þó samkeppnin á meðal poppara væri mikil, hcfði komið vel í Ijós í veislunni hversu rniklir mátar þeir væru og það væri það jákvæðasta. KK Feðgarnir Rúnar Örn og Friðrik glaðbeittir á svip. í baksýn eru frændur Friðriks, þcir Haukur Ingólfsson og bræðurnir Bcncdikt og Ingi Sigur- björnssynir. Gamlir spilafclagar, hjónin Finnur Eydal og Hclcna Eyjólfsdóttir, Hjalti Hjaltason (Dolli), Leibbi trommari, kona hans Ellen og Davíð Valsson, eig- inmaður Ingu Eydal. Frændiólk og makar, t.h. Ingólfur Ingólfsson og kona hans Steinunn Sigurð- ardóttir, Hcncdikt Sigurbjörnsson og fyrir aftan hann stendur sonur Frið- riks, Sigurður Aðils. T.v. hjónin Sigríður Arnþórsdóttir og Jón Þorstcins- son. Myndir: Robyn Gamlir spilafclagar úr hljómsveit Bigga Mar., Stcfán. Kjartansson og afmæl- isbarnið. Adalfiundur Félags aldradra á Akureyri: Bújörð til sölu Jörðin Dagverðartunga í Hörgárdal, Eyjafjarðar- sýslu, er til sölu. Á jörðinni eru: 35 hektarar ræktað land, íbúðarhús byggt 1938, fjós fyrir 14 kýr, fjárhús fyrir 250 kindur, aðstaða fyrir 25 geldneyti og heyhlöður við fjárhús og fjós. Framleiðsluréttur er 58 þús. Iftrar af mjólk, og 2.700 kg. af kindakjöti. Bústofn: 14 kýr, 15 geldneyti og 100 kindur. Selst í einni heild, eða í fleiri einingum. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öll- um. Tilboð leggist inn hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, pósthólf 120, merkt „Bújörð", fyrir 1. maí n.k. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 96-27150 og 96- 24446. Akureyringar og nærsveitarmenn Tökum á móti fötum í Gránufélagsgötu 5. e.h. Opið verður á mánudögum frá kl. 4-6, svo eru til föt á vægu verði. Komið í heimsókn, það verður tekið vel á móti ykkur. Með þökk fyrir góðan stuðning. MÆÐRASTYRKSNEFND. Mikill áhugi á félagsstarfínu Félag aldraðra á Akureyri hélt aðalfund sinn laugardaginn 19. mars í Lundargötu 7. Vel var mætt á fundinn og var Aðal- steinn Óskarsson, endurkjörinn formaður. Upplýsingakver um Suðurland komið út Fyrir stuttu kom út hjá At- vinnuþróunarsjóði Suðurlands lítið kver ætlað þeim sem hyggja á skipulagningu ættar- og fjöl- skyldumóta alls konar á Suður- landi. í kverinu er að finna upp- lýsingar um félagsheimili á Suð- urlandi, stærð þeirra og þá þjónustu sem boðið er upp á, ásamt símanúmerum fram- kvæmdastjóra þeirra. Auk þess er yfirlit yfir nokkur svæói á Suðurlandi sem henta einkar vel til þess að halda ættar- mót. Bent er á gisti- og aíþrcying- armögulcika í næsta nágrenni svo og einnig almenna þjónustu sem mótshaldarar geta nýtt sér. Kver þetta nýtist vel þcim ein- staklingum, fyrirtækjum og starfs- mannafélögum sem hyggja á ein- hvers konar mannfagnaói, lundi eða ráðstefnur á Suðurlandi. Það er hægt að nálgast hjá Ferðamála- fulltrúa Suöurlands í síma 98- 21088 og á upplýsingamiðstöðv- um á Suöurlandi og víðar. Fundarstjóri var Björg Finn- bogadóttir og ritarar Helga Torfa- dóttir og Alfrcð Jónsson. Tekin voru fyrir almcnn aóal- fundarmál, kosningar og ficira. Kór aldraðra söng í fundarbyrjun, veitt var kaffi og dansað í fundar- lok. Fundurinn var fjölsóttur því um 150 manns mættu og var samhug- ur og starfsgleói ríkjandi og mikill áhugi varóandi félagsstarfið. Miðstöð fólks í atvinnulcit verð- ur með „opið hús“ í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju í dag, miövikudaginn 13. apríl, kl. 15- 18. Gestur á þessari samveru verður Ilelga Haraidsdóttir, ný- ráðinn forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs á Akureyri. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Ferðamálaráó ný- lega ílutt hluta starfsemi sinnar til Akureyrar. Astæða er til að fagna þessari ákvöróun og bjóða þcssa framtíðarstofnun og starfsfólk hennar velkomin til bæjarins. A samverustundinni mun Helga kynna hlutverk og störf skrifstof- Stjórn lélagsins skipa nú aó loknum kosningum þau Aðal- steinn Oskarsson, formaður, Björg Finnbogadóttir, varaformaður, Helga Torfadóttir, ritari, Guð- mundur Stcfánsson, gjaldkeri og Vilborg Pálmadóttir, varagjald- keri. í varastjórn voru kosin Jónat- an Olafsson, Dýrlcif Jónsdóttir, Siguróur Sigmarsson, Alfrcó Jónsson og Jón Hclgason. (Úr fréttutilkynningu) unnar og hugleiða ýmsar nýjungar í ferðaþjónustu. Einnig mun hún svara fyrirspurnum um framtíð feróaþjónustunnar almennt, en miklar vonir eru bundnar viö þá atvinnugrein, eins og kunnugt cr. Kaffi og brauó verður aó vanda á boðstólum þátttakendum aö kostnaóarlausu og dagblöðin liggja frammi. Þá veröa ýmsar til- kynningar einnig á dagskrá og ný námskeið kynnt. Nánari upplýsingar um starf Miöstöóvarinnar eru gcfnar í síma 27700 milli kl. 15 og 17 á þriðju- dögum og föstudögum. (Úr fréttutilkynningu) Miðstöd fólks í atvinnuleit: Helga Haraldsdóttir ræðir um ferðamál

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.