Dagur - 28.04.1994, Blaðsíða 5

Dagur - 28.04.1994, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. apríl 1994 - DAGUR - 5 Bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri ’ 9 4 U ppbygging Grófargils í stefnuskrá okkar Sjálfstæóis- nianna fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar lögðum við áherslu á að efla stuðning við áhugamanna- samtök á sviði menntamála. Sér- staklega var lögð áhersla á bætta sýningaraðstöðu fyrir myndlistar- menn. Þá var einnig kveðið á um þaó í samkomulagi núverandi meirihlutaflokka í bæjarstjórn að stutt yrði vió þau áforrn aö gera Grófargil að miðstöð lista í bæn- um. I samræmi við þessi áform voru keypt fjögur hús í Grófargili af Kaupfélagi Eyfirðinga. I tengslum við þessa ákvöörun var jafnframt ákveðiö aó minnka fyrirhugaða nýbyggingu við Amtsbókasafnið, en áfornt voru uppi unr að þar risi alhliða menningarmiðstöð. I þessu santbandi var leitað eft- ir samstarfi við starfandi lista- menn í bænum og aðra áhuga- menn um uppbyggingu menning- armiðstöðvar. Tóku þeir þessari málaleitan vel og er óhætt að segja, að sú uppbygging sem átt hefur sér staö í Grófargili, hefði ekki tekist með þeim ágætum sem raun ber vitni, án öflugs stuðnings samtaka þeirra. Meirihluti þeirra bygginga sem keyptar voru og standa sunnan Kaupvangsstrætis, voru seldar einstaklingum á sama veröi og bærinn keypti þær, en bærinn á nú um fjórðung bygginganna. Ein- staklingar hal'a endurbyggt eignir sínar af miklum stórhug, svo sónti er að. Þá gerði bærinn samning við Gillelagið, sem eru samtök áhugafólks um uppbyggingu lista- miðstöðvar. Samkvæmt sarnn- ingnum fékk félagið hluta bæjar- ins til uppbyggingar og al'nota en félaginu er lagt til fjármagn til uppbyggingarinnar. Félagsmenn „Uppbygging sú, sem átt hefur sér stað í Grófargili er einkar ánægjulegt dæmi um það, hve miklu samvinna bæjar- félagsins, félagasam- taka og einstaklinga fær áorkað, þegar allir leggjast á eitt.“ hafa unnið þar mikið og óeigin- gjarnt starf, svo nú er risin þar hin glæsilegasta aóstaóa, þar sem kall- að er Deiglan. Aðstaða þessi hefur þegar sannað gildi sitt enda fer þar i'ram mjög fjölbreytt og öflug starfsemi. A vcguni Akureyrarbæjar var Um kosningaloforð og eíhdir þeirra í Degi, þriðjudaginn 19. apríl s.l. birtist grein eftir Sigurð J. Sig- urðsson, bæjarfulltrúa sjálfstæðis- flokksins á Akureyri og forseta bæjarstjórnar. Þar keppist hann við aó hrósa flokknum sínum fyrir aó hafa staðió við þau loforð sem hann gaf kjóscndum fyrir síðustu kosningar. I rnínum huga er það svo sjálfsagt og eðlilegt aó standa við gefin loforð að mér þykir þetta broslegt, cn kannski cr svo óvenjulegt að þessi llokkur efni loforð sín að það þyki ástæóa til að hrósa honunt þegar það gerist. Hvar er félagsaðstaðan við Lindasíðu? Máli sínu til stuónings nefnir Sig- uröur sem dæmi íbúðabyggingar l'yrir aldraöa vió Lindasíðu 2 og 4. Þar hafa verið byggð tvö hús mcð 70 íbúðunt fyrir aldraða og eru nú síðustu íbúarnir að flytja inn í seinna húsið. Þessi hús eru bæði fallcg og sérstaklega vel hönnuð. Einnig hcfur öll vinna verktak- anna verið ntjög vönduð og lipurð bæði hönnuðar og verktaka við kaupendur íbúðanna alvcg til fyr- irmyndar. En bygging þessara húsa cr bara hluti af loforðinu. Eftir er að tengja húsin og Bjarg saman og gera félagsaðstöðu fyrir íbúana í kjallara Bjargs. Nú cr byrjað að gera tcngigangana, en ég hcf það l'yrir satt að ekkcrt eigi að gcra í sambandi við lélagsaðstöðuna og aö ekki sé gert ráð fyrir ncinni Ijárveitingu í það næstu þrjú árin. Þctta kalla ég að svíkja gefið loforð. Það cr reyndar viðtekin venja hjá bæjaryfirvöldum Akureyrar að Ijúka ekki við hafið verk og má þar t.d. nefna viðbygginguna við Amtsbókasafniö, sem ekkert er nema hönnunarkostnaður og svik- in loforð og íþróttahöllina sent enn er ckki fullkláruð þótt hún sé að minnsta kosti orðin 12 ára og ýmislegt lleira mætti telja. En hef- ur ekki Sjállstæðisflokkurinn ráð- ió æói ntiklu í þessum bæ síðustu árin? Skattborgarar sem eiga heimtingu á að njóta ævikvöldsins Nú er það svo að þcssi tvö ágætu hús viö Lindasíóu eru byggó í út- jaðri iónaðarhverfis, í hverfi sem er algjörlega útundan hvað varðar Árni Valur Viggósson. „Það er nokkuð klassískt, í baráttu pólitískra flokka, að lofa bót og betrun í dagvistunarmálum... en það heyrist allt of sjaldan að eitthvað vilji þeir bæta í málefnum aldraðra...“ gangstíga, græn svæði og annað er vera ntá til fegurðarauka og þæg- inda lyrir íbúana. Langt er í alla þjónustu og veróur fólk að fara yfir Austur- síðu, Hlíðarbraut eða Bugðusíðu, allt rniklar umferðagötur, eða tún- ið sunnan við Bjarg, sem nú er oróið að drullusvaði, til aó komast í búö. Eldra fólk hefur yndi af að ganga sér til heislubótar, en þarna cru ekki gangstéttir nema austan viö Austursíðu og norðan vió Bugðusíðu og í vetur hcfur allt umhverfi þessara húsa verið hrikalega illfært gangandi fólki. Bæjaryfirvöld eru greinilega ekki búin að átta sig á að þarna býr fullorðið fólk sem ekki á eins gott með aö bera sig um og þeir sent yngri eru. Islcnskur vetur er bæði langur, dintmur og oft erfiður og þaó ligg- ur í augum uppi að fólk sent korn- ið er af léttasta skeiði er ekkert að fara út ef það ekki þarf eða á erfitt nteð það. Því er nauðsynlegt að hafa afdrep í svona byggingunt, þar sem fólkió getur hist og spjall- að, föndrað, spilað eóa hvað eina sem hugur þcss girnist. Það er ver- ið að byggja dýr og vönduó hús til að gera fólkinu cllina þægilega og er það hió besta mál, en þaó verð- ur líka að hugsa um sálina og aó halda hcnni í lagi. Eg er hræddur um að cinhverjir eigi eftir að verða slæmir til sálarinnar ef við eigum að bíða í þrjú ár eftir aö fá þcssa aðstöðu. Þaó cr rcyndar lágmarkskrafa að þcssu verði lokió hið fyrsta og ábyrgð bæjaryfirvalda gagnvart íbúunt þessara húsa er talsverð. Þarna eru sem fyrr segir 70 íbúðir með á annað hundrað íbúa, fólk scm búið er að stuðla aó upp- byggingu Akureyrarbæjar, með vinnu sinni og sköttum og á heimtingu á að geta notið ævi- kvöldsins í notalcgu og mannúð- legu umhverfi. Met í aðhlynningu aldraðra væri verðugt Ætlar Sjálfstæóisfiokkurinn að svíkja þetta fólk unt það sem hann var búinn að lofa því og það á heimtingu á? Ætlast hann til að þetta fólk greiói honum atkvæði sitt í næstu kosningunt, heldur hann í alvöru aó það sé nóg að efna bara helni- inginn af loforðinu? Það er nokkuó klassískt, í bar- áttu pólitískra fiokka, aó lofa bót og betrun í dagvistunarmálum og öllu mögulegu öðru sem verða mætti þeim scrn yngri eru til gagns, en það heyrist alltof sjald- an að eitthvað vilji þeir bæta í málefnum aldraóra, hvað þá að þeir hlaupi upp til að efna þau fáu loforö. Þaó er alltaf verið að reyna að setja ný met í öllu og ég geri þaó að tillögu minni aö bæjaryfir- völd á Akureyri setji met í því að hlú vel aó öldruðum. Þaó er verð- ugt vcrkefni og virðingarvert. Það er talað um Akureyri sern menn- ingarbæ og skólabæ, hvers vegna ckki að gcra hana jafnframt lands- þekkta fyrir það hve vel er þar bú- ió að öldruðum? Þaó er vissulega gert heilmikið lyrir eldri borgara á Akureyri og það ber að þakka, en það þarf bara að gera svo niiklu meira. Arni Valur Viggósson. Hðfundur býr í Lindasíðu 2 á Akureyri, fjöl- býlishúsi fyrir aldraða. Millifyrirsagnir eru biaðsins. Björn Jósef Arnviðarson. hailst handa vió fyrsta áfanga í endurbyggingu gamla mjólkur- samlagsins. Þar eru nú risnir glæsilegir sýningasalir, sem eru ntjög vel útbúnir. Þar hafa þegar verið haldnar fjölmargar sýningar og hefur aðsókn verió mun meiri en gert var ráð fyrir, sem sýnir að full þörf var á þessu framtaki. Þá cr þcss að geta, að á jarð- hæð gamla mjólkursamlagsins hcfur verið sköpuð aðstaða fyrir listamenn og helur nú fjöldi þeirra þar ágætis vinnuaðstöðu. Það er mál flestra, að meó þessari uppbyggingu í Grófargili hafi vel til tekist. Komið er líf í byggingar, sent voru í nokkurri niðurníðslu og fjöldi ntanns hefur nú vinnuaðstöðu sína í Gilinu. Allt tengist þetta svo með vissum hætti Myndlistaskólanum, sem einnig er í Gilinu, þar sem rekinn er mjög öflugur skóli, sem er í stöðugri sókn, en sem dæmi um það má nefna, að nýlega hófst þar kennsla í grafiskri hönnun. Sú deild hefur vakið mikla athygli og er ntikil ásókn í að komast þar að. Kostnaður Akureyrarbæjar við þessar framkvæmdir er um 90 milljónir. Það kann ýmsum að þykja nokkuð mikið, en ég hygg, að óhætt sé að fullyrða, að kostn- aður við þessar framkvæmdir sé síst ntinni en orðið hefði, ef haldið heföi verið áfrant með áform um aö byggja alhlióa menningarmið- stöð vió Amtsbókasafnið. Þrátt fyrir að það húsnæði, sem kemur til með að rúnta þessa starfsemi, sé allt aö tvöfalt stærra en ætlað var í fyrirhugaðri nýbyggingu. Auk þess er sú starfsemi sem nú fer fram í Grófargili miklu fjöl- breyttari en áformaö hafði verið í nýrri byggingu. Þá má ekki gleynia því, aö öll þcssi uppbygg- ing hefur skapað ntikla atvinnu og rnun gera í framtíðinni. Uppbygging sú, sent átt hefur sér stað í Grófargili er einkar ánægjulegt dæmi um það, hve miklu santvinna bæjarfélagsins, félagasamtaka og einstaklinga fær áorkað, þegar allir leggjast á eitt. Björn Jósef Arnviðarsson. Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar 2. sæti á lista Sjálfstædismanna vid bæjarstjórnarkosn- ingarnar á Akureyri í vor. Tilboðin frá Kj; Ný grillaðir kjúkling og ff anskar kartöfli alla virka daga og laugar frá kl. 17.00 - 20.00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.