Dagur - 28.04.1994, Blaðsíða 7

Dagur - 28.04.1994, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. apríl 1994 - DAGUR - 7 Strengjabrúður í bæjarstjóm? Nú eru þcir sem ráða á bakvið tjöldin á Akureyri, endanlega bún- ir að ná fram vilja sínum, og láta Húsnæðisnefndina kaupa hinar umdeildu íbúðir í Drekagilli 28, þrátt fyrir að í greinargeró forstöðumanns Húsnæóisskrifstof- unnar komi fram að ekki sé þörf fyrir nýjar og dýrar íbúðir og nær væri aö kaupa ódýrara húsnæði. En á þessi aðvörunarorð var ekki hlustað, því aó fyrir löngu var bú- iö að ákveða að bjarga fjármálum verktakans á kostnað almennings. Að vísu neyddust forkólfarnir til að draga til baka þá „snjöllu“ en vafasömu hugmynd að breyta íbúðunum eins og frægt er oróið. En flest viróist hafa mátt reyna til að tryggja að fleiri aurar rynnu til „réttra“ aðila. Er Jakob Björnsson strengjabrúða? Aðeins fjórir bæjarstjórnarmenn greiddu þessari vafasömu ráðstöf- un á almannafé atkvæði sitt. Einn af þeim var Jakob Björnsson, bæj- arstjóraefni framsóknarmanna. Eg vil því spyrja Jakob Björns- son, bæjarstjóraefni, hverra hags- Vilhjálmur Ingi Arnason. muna hann hafi verið ,að gæta þegar hann veitti þessari l'jár- magnsstýringu fulltingi sitt? Menn verða að gcta treyst bæj- arstjóranum til góðra verka. Það er ekki traustvekjandi fyrir kjós- endur að vita til þess, að bæjar- stjóraefni þeirra cigi eða hafi átt „Ég vil því spyrja Jakob Björnsson, baejarstjóraefni, hverra hagsmuna hann hafl verið að gæta þegar hann veitti þess- ari fjármagns- stýringu full- tingi sitt?“ þátt í, að gæta hagsmuna einstak- linga úti í bæ á kostnað sveitarfé- lagsins. Það er ekki nóg að halda því fram eins og Jakob gerir í Degi þann 19. apríl, að hann hafi stutt öll góð málefni í bæjarstjórn, því ef ekki er samræmi í orðunt og geröunt, eru það verkin sent tala. Vilhjálmur Ingi Árnason. Höfundur er formaður Neytendafélags Akur- eyrar og nágrennis. Auglýsing um framlagningu kjörskrár við kosningu til kirkjuþings. Kjörstjórn við kosningu til kirkjuþings hefur sam- kvæmt lögum um kirkjuþing og kirkjuráð íslensku þjóókirkjunnar nr. 48 frá 11. maí 1982 samið kjörskrá vegna kosningar til kirkjuþings, sem fram fer í maí og júní nk. Kjörskráin liggur frammi til sýnis á Biskupsstofu, Suóurgötu 22, Reykjavík til 24. maí 1994. Jafnframt verður próföstum landsins sent eintak kjörskrárinnar aó því er tekur til kjósenda úr viðkomandi kjördæmi. Kærur til breytinga á kjörskránni þurfa að hafa borist formanni kjörstjórnar Biskupsstofu, Suðurgötu 22, 150 Reykjavík fyrir 25. maí 1994. Reykjavík26. apríl 1994. Hrund Hafsteinsdóttir, Ragnhildur Benediktsdóttir, Þórir Stephensen. ri' SKAK íslandsmót barnaskólasveita: Norðlenskir krakkar stóðu sig mjög vel Islandsmót barnaskólasveita í skák, þ.e. fyrir nemendur upp að 7. bekk, fór fram í Reykjavík um síðustu helgi. Alls tóku 30 fjögurra manna sveitir þátt í mótinu. Röð efstu sveita varð þessi: 1.- 2. Hólabrekkuskóli og Æfinga- skóli Kennaraháskólans 23 v. af 28 mögulegum. Sveitirnar eiga Skálífélag Akureyrar: Rúnar sigraði eftir aö tefla um gullió. 3. Breiða- gerðisskóli 18M v. 4.-5. Lundar- skóli Akureyri og Borgarhólsskóli Húsavík 17 v. Árangur sveitanna frá Akureyri og Húsavík er mjög góður, ekki síst í Ijósi þess hve margar sveitir tóku þátt í mótinu. SS ■ Föstudagur m Laugardagur SJALLINN og bjóða frítt á diskótek Verðlaunaafhending í ^ íslandsmeistaramóti í vélsleðaakstri Diskótek Pizzabar á efstu hœð Húsið opnað kl. 21.00 Verðlaunaafhending og skemmtiatriði hefjast kl. 22.00 stundvíslega Klj allarinn Óskar Einarsson Fimmtud., föstud. og laugardag SJALLINN - í 15 mín. móti Um síðustu helgi fór fram næst síðasta 15 mínútna stigamót Skákfélags Akureyrar á þessari vertíð og komu úrslit ekki á óvart. Rúnar Sigurpálsson sigraði meö 6 v. af 7, í 2. sæti varð Jón 3. Björgvinsson meó 5 ‘A v. og sæti Gylfi Þórhallsson með 5 v. Þeir Rúnar og Jón hafa verió einráóir á þessum 15 mínútna mótum og eru þar af ieiðandi lang stigahæstir. Peningaverólaun veróa veitt fyrir þrjú efstu sætin. SS Skákheimilið: Teflt í kvöld og annað kvöld Skákfélag Akureyrar lieldur 10 mínútna mót í kvöld, fimmtu- dagskvöld, og hefst það kl. 20. Á föstudagskvöld verður keppni milli Skákfélags Akureyrar og Skákfélags UMSE og veróur væntanlega tcfit á 20 borðum. Teflt veróur í skákheimilinu viö Þingvallastræti. Þá má geta þess að íslandsmót grunnskólasveita fer fram í Reykjavík um helgina og flytjum viö fréttir af því í byrjun næstu viku. SS Skákfélag Akureyrar: Þórleifur hraðskákmeistari Auglýsendur Munið að skilafrestur auglýsinga í helgarblöðin okkar er til kl. 14.00 á fimmtudögum Þetta er nauðsynlegt til að sem flestir fái helgarblaðið í hendur á réttum tíma. Iiraðskákmót Akureyrar í opn- um flokki var haldiö fyrir skömmu og þar krækti hinn ungi skákmaður Þórleifur Karl Karlsson í titilinn Hraðskák- meistari Akureyrar 1994. Röð efstu manna varð þcssi: 1. Þórleifur K. Karlsson 15 vinning- ar af 18 mögulegum. 2. Gylfi Þór- hallsson 1414 v. 3. Rúnar Sigur- pálsson 13 v. 4.-5. Guómundur Daðason og Stefán Andrésson 11 v. SS auglýsingadeild, sími 24222. Opið daglega frá kl. 08-17.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.