Dagur - 28.04.1994, Blaðsíða 9

Dagur - 28.04.1994, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 28. apríl 1994 - DAGUR - 9 Sígild tónlist að sækja á Þaó kann ef til vill að hljóma und- arlega aó sú tónlist sent við í dag- legu tali köllum sígilda eóa klass- íska, þá tónlist sem almennt skil- greint er sinfónísk og/eða óperu- eðlis af eldra taginu, sem staðist hefur tímans tönn, hefur í raun mátt flokka jaðartónlist í seinni tíð, a.m.k. hér á landi. Henni hefur þó vissulega alltaf verið gert hátt undir höfði í Ríkisútvarpinu og sú stofnun einnig lengi vel tekið þátt í rekstri Sínfóníuhljómsveitarinn- ar, en meó árunum hefur áhuginn hins vegar farið minnkandi og dægurtónlist af ýmsu tagi náó meira og meira yfirhöndinni. Spil- aði þar að sjálfsögðu stóra rullu tilkoma Rásar tvö fyrir rúmum tíu árum og síðan hinna svokölluðu „frjálsu“ útvarpsstöóva. Mettuöu þessar nýju útvarpsstöövar ekki aðeins hungur þúsunda unglinga eftir „léttari“ tónlist sem lítt var að hafa á Rás eitt, heldur drógu líka til sín fleiri sem annað hvort vildu hvíla sig eóa voru búnir aó fá sig fullsadda af öllu sinfóníu og óperu „garginu“. En það er með þetta eins og allt annað, aó þaó er breytingum háð og vilja nú margir meina að sígild tónlist sé aftur að sækja nokkuð í sig veórið. Eitt sem menn t.d. tína til rökstuðnings í þeim efnum nú, eru Kontrapunktsþættirnir í Sjón- varpinu í vetur, en þeir þykja hafa samræmt vel skemmtunar- og fræðigildi. Hafa plötukaupmenn tjáó höfundi þessarar greinar að þeir hafi fundið fyrir áhrifum vegna þessara þátta sígildri plötu- sölu í hag. NAXOS útgáfan vekur athygli Auk jákvæðra áhrifa frá Kontra- punkti og reyndar fieiri hlutum - ódýrar og vandaðar útgáfur ýta þar undir Magnús Geir Guðmundsson. (þaö má t.d. færa að því gild rök að árangur Kristjáns Jóhannssonar á óperusviðinu hafi ýtt undir áhuga á sönglistinni. Landsmenn hafa svo auðvitað alltaf kunnað að meta hans plötur og keypt þær þúsundum saman) hafa sífellt ódýrari og jafnframt vandaðri geislaplötuútgáfur borist hingaó til lands, sem ýta undir meiri áhuga á sígildri tónlist. Þar hefur ekki hvað síst vakió athygli NAXOS útgáfan, sem svo sannarlega telst bæði gæðamikil og ódýr. Hefur NAXOS sérhæft sig í útgáfu á heildarverkum meistara á borð við Beethoven, Bach, Mozart, Chopin o.fl. en líka gefið út söfn með köflum úr frægum verkum þessara meistara. Er t.d. nýkominn út kassi með fjórum stafrænt (digi- tal) hljóðrituðum diskum sem geyma úrval útgáfunnar hingað til með áðurtöldum meisturum m.a. auk nýrri upptaka undir nafninu Enjoy the classics. Verðið er svo eitt það lægsta sem þekkist á NEMA með 20 ára afmælisfagnað Um þessar mundir eru 20 ár liöin síðan stúdentar frá Menntaskólan- um á Akureyri stofnuðu samtök, NEMA, sem höfðu það að megin- markmiði aó treysta tengsl rnilli fyrrverandi nemenda MA og halda merki skólans á lofti. A hverju vori hafa gamlir nemendur skólans komið saman til fagnaðar til að rifja upp gamla daga og treysta böndin sín á milli og við skólann. Fyrsti formaður NEMA var Tónlistarskólinn á Akureyri: Tónleikar strengja- sveita í kvöla Tónleikar veróa haldnir á vegum strengjadeildar Tónlistarskólans á Akureyri í Akureyrarkirkju kl. 19 í kvöld, fimmtudag. Við Tónlistarskólann eru starf- ræktar þrjár strengjasveitir og á þessum tónleikum leika tvær yngri sveitirnar. Strengjasveit I leikur undir stjórn Eileenar Silcocks og Strengjasveit II undir stjórn. Guðmundar Ola Gunnars- sonar. Auk þessa kemur fram hóp- ur Suzuki fiðlunemenda. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill en tónleikarnir taka urn þrjá stundarfjórðunga. Runólfur Þórarinsson, deildar- stjóri í menntamálaráðuneytinu, en núverandi formaður er Magnús Jónsson, veðurstofustjóri. Að þcssu sinni verður hinn ár- legi vorfagnaður haldinn nk. laug- ardagskvöld, 30. apríl, í nýlega endurbættum húsakynnum að Hlé- garði í Mosfellsbæ. Ræðumaður kvöldsins verður Ævar Kjartans- son, útvarpsmaður (stúdent 1971) en veislustjórn verður í höndurn Jónu Hrannar Bolladóttur, prests í Vestmannaeyjum (stúdent 1984). Hljómsveit Ingu Eydal frá Akur- eyri leikur fyrir dansi. Miðasala verður í versluninni Hjörtur Nielsen í Borgarkringl- unni í dag og á morgun. óþh Samtök um sorg og sorgarviðbrögð: Séra Þórhallur talar um böm í sorg Samtök um sorg og sorgarvið- brögð verða með fyrirlestur í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Séra Þórhallur Höskuldsson talar um „börn í sorg“. Hliöstætt erindi flutti hann á ráðstefnu Barnaheilla fyrr í mánuðinum. Allir eru vel- komnir. markaðnum. Fást að meðaltali þrjár NAXOS plötur fyrir veró einnar venjulegrar nýrrar plötu. Hefur þetta lága verð samfara ótvíræðum gæðum nú síðasta árió tryggt NAXOS um 20% af heims- markaónum í sígildri tónlist. Eins manns ævintýri Þessi vöxtur og viðgangur NAX- OS, sem í raun er engum háð fyr- irtæki og lítið í santanburði við helstu keppinauta sína, er að lang- mestu leyti verk aðeins eins manns, Þjóðverjans Klaus Hey- manns, sem búsettur er í Hong Kong. Setti hann NAXOS á stofn nteð litlum tilkostnaði árið 1987 í þeim tilgangi að þjóna eftirspurn eftir ódýrum klassískum geislaplötum í Suðaustur-Asíu, en vió hana varð hann m.a. var sem starfsmaóur Fílharmóníusveitar Hong Kong. Er skemmst frá því aö segja að framtakið sló strax rækilega í gegn og spurðist það fljótt út um heint. Fékk Heymann, sem er 57 ára gamall, í kjölfarið fjölda tilboða frá aðilum sent vildu gerast inntlutningsaóilar fyr- ir hann víða um heim, þannig að honum varð ljóst að litla fyrirtæk- ið hans gæti orðið að stórveldi. Hefur þaö á þessum sjö árum sent síóan eru liðin hægt og bítandi NAXOS THE WORLD OF DÍGITAL C'GXSSICS Sampler .1 |bj)íj} tsimi NAXOS THE WORLD OF DIGITAL CLASSICS Sarnpler 3 fOPÖI s.5s«mí THE BEST OF •— NAXOS4 SÍHaytng Tiwt: NAXOS-diskarnir eru stórvirki í plötuútgáfu og mikill fcngur íyrir unnendur sígiidrar tónlistar. Hér má sjá einn þcirra. orðió raunin. Til að halda verði áfram í lágmarki hefur Heymann aó mestu notast við krafta óþekkt- ari hljómsveita og stjórnenda í stað annarra þekktari, sem meira vildu fá í sinn hlut. Þetta hefði einhvers staðar þótt djarft spil að hafa engar „stjörnur“ til að selja, en raunin er sú að dæmið hefur gengið fullkomlega upp hjá Hey- mann og tónlistarunnendur kunn- að vel aö meta framtakió. Enda er raunin einnig sú að um engu síóri listamenn hefur verið að ræða, þótt lítt þekktir væru. Sannast þar að góð tónlist þarf ekki endilega að vera ílutt af stórstjörnum til að seljast. Magnús Geir Guðmundsson. ðSSÍk rvali Erum nýbúnir að tafea upp yfir 500 titla frá NAXOS. Verð frá fer. 699.- 4 diskar 1999.- 5 disfear 2899.- DDD NIGHT MUSIC 4 MOZART CHOPIN Ath, Sprengidagar 28. apríl til 7. maí. Disfear frá fer. 299.- Nýtt íslensfet fer. 1.399. Allt annað efni á 10% afslætti. Hvað viltu hafa þaö betra?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.