Dagur - 28.04.1994, Blaðsíða 8

Dagur - 28.04.1994, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 28. apríl 1994 . íslandsmeist- aramót í vélsleðaakstri verður haldið í Hlíðarfjaili ofan Akureyrar dagana 29. og 30. apríl. Dagskrá: Föstudagur 29. apríl kl. 10.00. Fjallarall. Kl. 14.00. Brautarkeppni. Laugardagur 30. apríl kl. 13.00. Spyrnukeppni. Kl. 14.00. Snjókross. Afhending verðlauna fer fram í Sjallanum laugardagskvöld kl. 22.00. Komíð og sjáið spennandi keppni. Gestakeppendur frá Svíþjóð og Bandaríkjunum. Bílaklúbbur Akureyrar. SÍMI 12967 uuutin 7 • mo unum llll FRAMSÓKNARMENN ||1| AKUREYRI OPIÐ HÚS í Hafnarstræti 90, laugardaginn 30. apríl kl. 10-12. Bæjarfulltrúar og frambjóöendur mæta. Fjölmennið og vinnið að kosningaundirbúningnum. Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar. Stjórn F.U.F.A.N. Lóuþrælar og Sandlóur Karlakórinn Lóuþrælar undir stjórn Ólafar Páls- dóttur efndi til árshátíð- artónleika sinna í Félagsheimil- inu á Hvammstanga laugardag- inn 23. apríl. Auk Lóuþrælanna kom fram kvennakórinn Sandló- ur undir stjórn Ólafar Pálsdóttur, en hann er skipaður konum, sem tengjast félögum í Lóuþrælum, Dísukórinn úr Eyjafirði undir stjórn Þórdísar Karlsdóttur og kvartett félaga úr Lóuþrælum. Karlakórinn Lóuþrælar skip- ast allvel í raddir. Bassarnir gefa góðan undirtón, sem er vel þétt- ur. Fyrir kemur þó, aö þýðleika skorti nokkuð, einkum í annan bassa. Tenórar komast jafnan vel frá sínu. Fyrsti tenór er allvel bjartur, en á hins vegar í nokkr- um vandræðum meö háa tóna. Fyrir kemur aö þeir lafi lítillega og séu þvingaðir. Innkomur kórsins eru yfirleitt góðar og flutningur vel agaður. Einnig hefur hann jafnan góð tök á styrk og áherslum og flutti margt á efnisskrá sinni prýðis- vel. Þar má til nefna stemmuna Þó cið vínið gleðji geð, Lífið hún sá eftir Inga T. Lárusson við ljóð Þorsteins Erlingssonar og Litfríð og Ijóshœrð eftir Gunnar Thor- oddsen við ljóð Jóns Thorodd- sens, sem kórinn flutti án undir- leiks, Crambambúlí eftir óþekkt- an höfund og rússneska lagið Kalinka. Einsöngvari meö kórnum í laginu Litfríð og Ijóshœrð var Benedikt Ragnarsson. Hann komst snyrtilega frá sínum hlut, en þarfnast frekari þjálfunar. Eyjólfur og Arnar Gunnarssynir sungu dúett í laginu Álftirnar kvaka eftir Þorstein Jónsson við ljóð Jóhannesar úr Kötlum og gerðu talsvert vel. Guðmundur Þorbergsson söng einsöng í lag- inu Rœningjarnir, sem er eftir óþekktan höfund, og gerði það af ákveðni og þrótti. Undirleikari kórsins, Elínborg Sigurgeirsdóttir, lék af festu og öryggi. Einnig léku með kórnum í nokkrum lögum þeir Þorvaldur TÓNLI5T HAUKUR ÁGÚSTSSON SKRIFAR Pálsson og Guðmundur Þor- bergsson á harmoníkur og Páll S. Bjömsson á rafmagnsbassa. Allir stóðu vel fyrir sínu. í fyrstu lögum Dísukórsins bar nokkuð á því aó raddir væru óhreinar, einkum sópran en aðr- ar raddir minna. Þessi galli hvarf að mestu, er á leið. Innkomur kórsins voru í langflestum til- fellum í góðu lagi sem og af- slættir og hann hafói allgott vald á veikum söng. Hiö síðastnefnda kom vel fram í laginu My Lord What a Morning, þar sem bak- raddir voru þýðar, en skorti hins vegar nokkuð í lyftingu. Erla Stefánsdóttir söng einsöng í þessu lagi og náði talsvert góð- um brag í flutning sinn. I norska laginu Annar dagur eftir þennan við Ijóó eftir Emilíu Baldurs- dóttur tókst kórnum fallega í þýðum og jöfnum söng sínum. Einnig tókst vel síðasta lagið á söngskránni, sem er sænskt en vió Ijóð eftir Emilíu, þar sem kórinn söng af verulegri ákveóni en jafnframt hlýju. Undirleikarar í nokkrum lög- unt Dísukórsins voru Reynir Schiöth á píanó og Eiríkur Bóas- son á bassa, en Guðjón Pálsson lék undir í einu lagi. Hljóðfæra- leikurinn studdi vel við flutning kórsins. Sandlóurnar fluttu nokkur lög við undirleik Þorvaldar Pálsson- ar á harmoníku. Flutningur kvennanna var yfirleitt áferóar- fallegur og fór vel. Ut af brá þó í nokkur skipti, þar sem raddferö varð heldur há fyrir sópranrödd. Sérlega fallega tókst til í nokkr- um lögum og bar þar hæst undir- leikslausan flutning á laginu Sjó- ið hvar sólin hún hnígur, sem flutt var af natni og fallega. Kvartett félaga úr Lóuþrælum söng nokkur lög. Undirleikari hans var Ólöf Pálsdóttir. Kvart- ettinn fór heldur stirðlega af staö í fyrstu lögum sínum. Hljómar voru ekki alveg hreinir og nokk- urt hik í flutningi. Smám saman lipraðist þó söngur kvartettsins og síðustu lögin voru allvel flutt. Þrátt fyrir ýmsa galla er nokkuð ljóst, aó í kvartettinum eru söng- menn, sem gætu náð dágóðum árangri er tímar líóa. Arshátíðir Lóuþræla eru jafn- an vel sóttar samkomur og svo var einnig að þessu sinni. I að- sókninni sannast hvern hug byggðarmenn bera til þess starfs, sem unnið er af söngfólki sýsl- unnar til menningarauka innan marka hennar. Það starf verður seint ofmetið, enda mikilvægur og í raun ómetanlegur þáttur efl- ingar mannlífs og lífsfyllingar í byggðum Vestur-Húnavatns- sýslu. 75 ár eru liðin frá stofnun Samvinnuskólans á Bifröst og 5 ár frá því að skólinn færðist upp á háskólastig. Af því til- efni verður efnt til opins húss og sérstakrar dagskrár laugardaginn 30. apríl nk. Samvinnuháskólinn á Bifröst: Opið hús og hátíðardag- skrá á laugardag Á þessu skólaári eru liðin 75 ár frá stofnun Samvinnuskólans á Bif- röst, sem nú heitir Samvinnuhá- skólinn á Bifröst, og 5 ár frá því að skólinn var færður upp á há- skólastig. Þessara tímamóta verð- ur minnst 30. apríl nk. auk þess sem þá verður „opió hús“ og kynning á náminu og starfseminni á Bifröst. Á opnu húsi gefst væntanleg- um umsækjendum um skólavist og almenningi kostur á að kynna sér námið, sérstöðu þess og kennslufyrirkomulag, aðstöðu og búnað. Kaffisala verður á vegum nemenda. Sérstök hátíðardagskrá í tilefni af 75 ára afmæli Samvinnuskólans og 5 ára afmælis Samvinnuhá- skólans, hefst sama dag kl. 16. Rektor skólans flytur ávarp, farið verður yfir þróun og sögu skólans, flutt tónlist svo eitthvað sé nefnt. Afmælisárgangar rnunu fjölmenna á staðinn og fulltrúar þeirra flytja erindi. Eldri og núverandi nem- endur eru sérstaklega boónir vel- komnir, auk allra annarra velunn- ara skólans. Nú eru starfræktar þrjár dcildir við Samvinnuháskólann: - rekstrarfræðideild þar sem boóið er upp á tveggja ára nám og útskrifast nemendur sem rekstrar- fræöingar, - frumgreinadeild sem býr þá nemendur sem ekki uppfylla inn- tökuskilyrði í rekstrarfræðideild undir námió þar, - starfsfræðsludeild sem býður fyrirtækjum og einstaklingum í at- vinnulífinu upp á stutt námskeið í stjórnun og rekstri. I undirbúningi er aó bjóða eins árs nám fyrir rekstrarfræðinga til BS gráðu í rekstrarfræðum. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.