Dagur - 18.05.1994, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Mióvikudagur 18. maí 1994
IÞROTTIR
HALLPÓR ARINBJARNARSON
D-ið Útvarp unga
fólksins.
Dabbi R. Konni
Dabbi K. Simmi
Siggi Bibbi
Kalli Valgó
Maggi Sæbbi
Gunni
Gústi
Nonni
Ingi
Kiddi
Pési
Gulli
Sími 28776
og 26775
Allan sólarhringinn
Háskólinn
áakureyhi a Akureyri
Fyrirlestur
Tími: Fimmtudagurinn 19. maí 1994 kl. 20.30.
Staður: Háskólinn á Akureyri, Þingvallastræti 23,
stofa 24.
Flytjandi: Dr. Lisbeth F. Brudal og Paul Jan Brudal,
sálfræóingar.
Efn i: „ Draumar og merking drauma“
Fyrirlesturinn er fluttur á norsku.
Öllum er heimill aðgangur.
Auglýsendur!
Skilafrestur auglýsinga í helgarblaðið okkar en
til kl. 14.00 á fimmtudögum,
- já 14.00 á fimmtudögum.
wmm,
□agur auglýsingadeild, sími 24222.
Opið frá kl. 8.00-17.00.
Veitingastaður
Veitingastaóur á Akureyri óskar að ráóa starfskraft til
starfa í eldhúsi (matseld) menntun ekki nauðsynleg.
Veröur að geta unnið sjálfstætt.
Aðeins vanur starfskraftur kemur til greina.
Skriflegar umsóknir leggist inn á auglýsingadeild
Dags, merkt: „Mat-Veitingastaður“ fyrir
25. maí 1994.
Laus staða
Staða hreppstjóra í Svalbarðsstrandarhreppi
er laus til umsóknar.
Umsóknum ber að skila til undirritaðs fyrir 3. júní 1994.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
5. maí 1994.
Elías I. Elíasson.
Handbolti 5. flokkur:
KÞ-mótið 94 á Húsavík
Á dögunum hélt handknattleiks-
deild Völsungs sitt árlega mót
fyrir 5. aldursflokk og bar það
nú nafnið KÞ-mótið. Að þessu
sinni voru 40 lið frá 9 íþróttafé-
lögum skráð til leiks og var
heildar þátttakendafjöldi um
450 krakkar. Mótið hófst að
morgni föstudags og stóð linnu-
lítið fram á miðjan sunnudag.
Leiknir voru 96 leikir og skoruð
925 mörk. Markaskor gat sveifl-
ast talsvert milli leikja eða frá 1
marki upp í 26 mörk í leik.
Á laugardagskvöldið var haldin
kvöldvaka, þar sem fram fór m.a.
stórleikur mótsins, en þar öttu
kappi dómarar og starfsmenn
gegn þjálfurum og fararstjórum.
Var hart barist og ýmsum vafa-
sömum brögðum beitt. Fóru leikar
svo að starfsmenn og dómarar
sigruðu með eins marks mun eftir
gríðarlega spennandi lokamínútur.
Heljarinnar diskótek var síðan til
miðnættis.
Vió verðlaunaafhendingu á
sunnudeginum var Valdimar
Grímsson landsliös- og KA-maður
mættur til að afhenda krökkunum
verðlaun, sem greinilcga fannst
mikió til þess koma að fá verólaun
úr hendi slíks kappa.
KÞ mótinu 94 var slitið upp úr
kl. 16.00 á sunnudag og var sam-
dóma álit allra að það hefði tekist
með miklum ágætum. Meira að
segja veðrið skartaði sínu fegursta.
Handknattleiksdeild Völsungs
vildi koma á framfæri þakklæti til
Kaupfélags Þingeyinga, sem gerði
mögulegt aó halda mótió með
þeim sóma sem raun varð á.
Úrslit urðu þessi:
Stúlkur:
A-lió B-lið C-Iið
l. Völsungur KA ÍR
2. IR Grótta Víkingur l
3. KA ÍR FHl
4. Víkingur FH Þór
5. Grótta Þór Víkingur 2
6. FH Völsungur FH 2
7. Fram Víkingur KA l
8. Þór Fram Völsungur
9. KA 2
Drengir:
A-lió B-lið C-lió
l. Fram ÍR Fram
2. Þór Fram Þór
3. Grótta Grótta Höttur
4. Völsungur Völsungur ÍR
5. IR Þór
Einnig voru bestu leikmenn
valdir. I drengjaflokki var Kristján
Pálsson, Fram, valinn í AJiöum,
Halldór Örn Ragnarsson, ÍR, hjá
B-liðum og Skarphéðinn Njáls:
son, Fram, hjá C-liðum. í
stúlknaflokki var Særún Jónsdótt-
ir, Völsungi, valin hjá A-liðum,
Klara Stefánsdóttir, KA, hjá B-
liðum og Erla Smáradóttir, ÍR, hjá
C-liðum.
Þórsurum hlotnaðist sá heiður
að vcra valdir prúðasta lió mótsins
og leikmaður mótsins kom einnig
úr þcirra röðum, en það var Inga
Dís Sigurðardóttir.
.j-\» w
arii |K'' í jm *
Ki wJ§r ■rjl
Völsungsstelpur sigruðu í flokki A-liða og báru sigurorð af mörguni bestu liðum landsins. Er árangurinn einn sá
besti í yngri flokkum hjá Vöisungi í langan tíma.
Kvennalandsliðið í blaki:
KA-stelpur til San Marino
Nk. sunnudag heldur kvenna-
landsliðið í blaki til San Marino
á mót smáþjóða sem þar fer
fram. Þetta er í 3. skipti sem
mótið er haldið en það fór fram
hér á landi í fyrsta skipti 1990.
Þá endaði ísland í 2. sæti og í 4.
sæti tveimur árum síðar þegar
mótið fór fam á Gíbraltar.
Þrír af leikmönnum 1. deildar
liðs KA eru í landsliðshópnum.
Þetta eru þær Halla Halldórsdóttir,
Hrefna Brynjólfsdóttir og Ingi-
björg Gunnarsdóttir, sem ckki hef-
ur áður verið í landsliöinu. Þjálfari
er Leifur Harðarson. Lióió er í
riðli meó San Marino og Færeyj-
um cn auk þeirra eru lið frá Kýp-
ur, Luxemborg og Liechtenstein
með í keppninni.
Lýðveldishlaupið 1994:
Þátttökustaðir á Akureyri
Á íþróttasíðu Dags í gær var
sagt frá Lýðveldishlaupinu 1994,
heilsueflingarátaki sem Ung-
mennafélag fslands í samvinnu
við fleiri aðila stendur fyrir.
Hlaupið stendur yfír í 99 daga,
15. maí til 21. ágúst og á þeim
tíma er fólk hvatt til að taka sem
oftast þátt. Þátttakan felst í því
að ganga, skokka eða hlaupa 3
km á fyrirfram merktri leið og
að því loknu láta staðfesta þátt-
tökuna í sérstaka bók. Ung-
menna- og íþróttafélög á
hverjum stað sjá um fram-
kvæmd.
Glæsileg verðlaun eru í boói og
þau félög sem ná flestum þátttak-
endum á sínu svæði og flestum
þátttakendum miðað við
fólksfjölda fá 100 þús. hvort. Þeir
einstaklingar sem taka þátt í 60
daga eóa íleiri af þeim 99 sem
hlaupió stendur yfir eiga þess kost
að vinna ferð til Bandaríkjanna.
UFA er framkvæmdaaðili
hlaupsins á Akureyri og þegar
hefur verið gengió frá þremur
þátttökustöðum þar sem fólk getur
bæði fengið þátttökubækur og lát-
ið staðfesta þátttökuna í hvert
sinn. Þetta eru Akureyrarsund-
laug, Iþróttavöllurinn og Lindin
eða Esso-nestið við Leiruveg.
Lindin er sérstaklega hugsuð fyrir
þá fjölmörgu sem daglega fara í
Kjarna eóa á gamla Leiruveginn.
Á næstunni bætast síóan
væntanlega 2 staðir við, Glerár-
sundlaug og Myndbandahöllin
Viðjulundi 2a, en margir ganga
einmitt eða skokka hring í Lunda-
hverfi.
Grcint verður frá fleiri þátttöku-
stöðum eftir því sem upplýsingar
berast. I flestum bæjum og sveitum
hafa félög þegar skipulagt þátt-
tökustaði og merkt 3 km hlaupa-
lciðir cn gríðarlegur áhugi virðist
vcra á hlaupinu um allt land.
Aðalfundur
körfuknattleiks-
deildar Þórs
verður haldinn í
Hamri fimmtudags-
kvöldið 19. maí
kl. 20.00.
Almenn
aðalfundarstörf.
Kosning stjórnar.