Dagur - 18.05.1994, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikdagur 18. maí 1994
- útivistarsvæði Akureyringa
Núorðið þekkja allir Akureyr-
ingar, auk þúsunda annara
landsmanna og erlendra ferða-
manna, Kjarnaskóg og líta á
hann sem sjálfsagðan hlut í
bæjarmynd Akureyrar. Skógur-
inn er þó ekki eldri en svo að
þeir sem komnir eru á miðjan
aldur muna Kjarnaland sem
tún, beitarlönd, mela og mýrar
án trjágróðurs af nokkru tagi.
Ræktun skógarins hófst ekki
að marki fyrr en 1952 en nú,
aðeins röskum 40 árum síðar,
er eins og hann hafi alltaf ver-
ið þarna.
Ekki er hægt annað en dást
að harðfylgi og framsýni þeirra
sem af óbilandi þrautseigju
stóðu fyrir ræktun fjölmargra
skóga í héraðinu fyrr á öldinni
án þess að hafa til hliðsjónar
vaxna skóga til að draga lær-
dóm af. Við sem höldum starfi
þeirra áfram höfum ávallt fyrir
augunum, eins og opna bók,
árangurinn af starfi frumherj-
anna og miðum allt okkar
ræktunarstarf við þá reynslu
sem fengist hefur af starfi
þeirra. Bjartsýni þeirra og trú á
möguleika til ræktunar
fjölbreyttra skóga i Eyjafirði er
okkur öllum hvatning til dáða.
Skógræktarfélagið, sem upp-
haflega plantaði til skógarins,
annast allar framkvæmdir á
útivistarsvæðinu í samráði við
Akureyrarbæ sem kostar fram-
kvæmdir og rekstur þess.
Allra síðustu ár hefur meg-
ináhersla verið lögð á ræktun
nýs skógar í framhaldi að
Kjarnaskógi til norðurs. Friðuð
lönd svæðisins eru nú um 800
ha. og ná frá Kjarna að Glerá.
Langt komið er að gróðursetja i
þessi lönd.
Einnig hefur verið unnið að
uppbyggingu leiksvæða, lagn-
ingu göngustíga, aukinni þjón-
ustu við gönguskíðafólk o.m.fl.
Samkvæmt talningum koma
um 120.000 gestir í Kjarnaskóg
á ári hverju.
Aðalsteinn Sigfússon
er verkstjóri á
útivistarsvæðinu í Kjama.
Steinagerðisvöllur
Myndimar sýna hluta mannvirkja á fjölskyldu-
vellinum í Steinagerði í Kjarnaskógi. Þar er
yfirbyggð grillaðstaða fyrir almenning og ýmis
leiktæki í smíðum. Völlurinn var tekinn í
notkun á síðasta sumri. Líkneskið er hluti af
sólúri sem reist var á Landsmóti skáta í Kjarna
í fyrra.
Umgengnisreglur
á útivistarsvæðinu
í Kjama
Umgengnisreglurnar í Kjarnaskógi eru bæði fáar og ein-
faldar. Þær hafa hinsvegar e.t.v. ekki verið kynntar sem
skyldi og eru því gefnar upp hér.
♦ Kveikið ekki eld.
♦ Bannað að tjalda.
♦ Vélknúin ökutæki aðeins leyfð á akvegum.
♦ Útreiðar aðeins leyfðar á akvegum.
♦ Hundar skuli ekki ganga lausir.
♦ Meðferð skotvopna er bönnuð.
Nokkur brögð hafa verið að því að regla númer þrjú hafi
verið brotin, einkum með akstri vélsleða. Slíkt háttarlag
getur, og hefur valdið miklum spjöllum á ungplöntum
sem gægjast upp úr snjónum.
Námskeið
í skógrækt
Laugardaginn 4. júní
verður haldið í gróðr-
arstöðinni í Kjarna
námskeið í skógrækt í
smáum stíl. Það er
Skógræktarfélagið sem
stendur fyrir nám-
skeiðinu, annað árið í
röð. Farið verður yfir
helstu þætti skógrækt-
arinnar, m.a. skipulag,
tegundaval, verklag
o.fl. Efni fyrirlestra er
sniðið að skógrækt á
litlum svæðum, eink-
um sumarhúsalóðum.
Auk fyrirlestra verður
sýnd gróðursetning
ýmisskonar plantna.
Námskeiðið hefst kl.
10.oo og stendur fram
eftir degi. Þátttöku-
gjald er 300 kr. Þáttaka
tilkynnist í síma 24047
í síðasta lagi fimmtu-
daginn 2. júní.
HEIMILISLÍNA B ÚNAÐARBANKANS
„Frá og með deginum í dagþurfum
við ekki að borga dráttarvexti“
RAÐGJOF 0G A&TLANAGERÐ
Utgjöldum ársins er dreift á jafnar mánaáargreiðslur
— reikningarnir greiddir á réttum tíma
Áunninn lánsréttur með reglubundnum sparnaái gefur
möguleika á hagstaeáari lánum.
Félagar fá handhæga skipulagsbók og möppu
fyrir fjármál heimilisins. Auk þess eru
fjármálanámskeiðin á sérstöku verði fyrir félaga.
, BÚNAÐARBANKI
ÍSLANDS
HEIMILISLINAN
- Heildarlausn áfjármálum
einstaklinga.
mmm
wmm
iJMIHIIHHTO
fMHHUil
BUMARHA KBAIVKIJMIV STYRKIR SKÓGRÆKT í EYJAFIRÐI