Dagur - 18.05.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 18. maí 1994
— LEIÐARI----------------------
Embætti umboðsmanns barna
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN:
HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
GEIRA. GUÐSTEINSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Undir lok vorþings Alþingis var samþykkt að
koma á fót embætti umboðsmanns barna. Þetta
er athyglisvert mál sem í öllu málaflóðinu á síð-
ustu starfsdögum þingsins fékk ekki þá eftirtekt
sem því ber.
Þetta mál hefur lengi verið til umræðu í sölum
Alþingis án þess að hafa náð fram að ganga. Svo
virðist sem ekki hafi verið nægilega mikill skiln-
ingur á málefninu meðal þingmanna fyrr en nú.
Tilgangur með lögum um embætti umboðs-
manns barna er í stórum dráttum sá að á hendi
eins embættismanns sé að vinna að því að fullt
tillit sé tekið til réttinda, hagsmuna og þarfa
barna, í hinum opinbera geira jafnt sem hjá
einkaaðilum. Umboðsmanni barna er ætlað það
hlutverk að vera einskonar málsvari eða tals-
maður barna í þjóðfélaginu auk þess sem hann
mun hafa frumkvæði að gagnrýnni og stefnu-
markandi umræðu um stöðu barna í samfélag-
inu. Síðast en ekki síst er umboðsmanni barna
ætlað að hafa áhrif á stjórnvöld og aðra þannig
að hagsmunir barna verði ávallt hafðir að leiðar-
ljósi í störfum og öllum afskiptum af þessum
fjölmenna hópi þjóðfélagsþegna.
Eins og áður segir hefur stofnun embættis
umboðsmanns barna haft langa meðgöngu. Það
eru heil sextán ár síðan málið var fyrst nefnt í
þingskjölum og fjórum sinnum hefur það verið
lagt fram í formi lagafrumvarps á Alþingi. Emb-
ætti umboðsmanns barna hefur verið komið á
fót á þrem Norðurlandanna og það var sannar-
lega orðið tímabært að stofna til þess hér á
landi.
Því má ekki gleyma að þjóðfélaginu er stjórn-
að af hinum fullorðnu og þótt réttindi barna séu
tryggð í íslenskum lögum, þá er það nú samt
svo að verulega skortir oft á að tekið sé að fullu
tillit til barna.
Sannarlega er það fagnaðarefni að loks hafi
náðst breið samstaða um það á hinu háa Al-
þingi að stofna til embættis umboðsmanns
barna. Það fer vel á því á ári fjölskyldunnar.
Hvar eru atvinnutækifærin?
Nú styttist í sveitarstjórnarkosningarn-
ar og fulltúar flokkanna hafa sjaldan
verió eins pennaglaóir og nú. Menn
geta haft mismunandi skoóanir á efni
og innihaldi þess sem birtist á síóum
blaðanna en færa ber þaó mönnum til
tekna að þeir láta í Ijós skoóun sína.
Oðruvísi er ekki hægt fyrir hinn al-
menna kjósanda að átta sig á þekk-
ingu eóa getu væntanlegs frambjóó-
anda til aó gegna skyldu sinni sem
bæjarfulltrúa. Eins og vænta mátti eru
atvinnumál efst á baugi hjá öllum
flokkum og eins og við mátti búast
eru engar patentlausnir á ferð og ekki
hægt að ætlast til þess. Eg sakna samt
að sjá ekki nefndar einhverjar djarfar
hugmyndir sem væru skoóunar virði.
Kannski eru þær ekki framkvæman-
legar en þaó kostar ekkert að kasta á
loft einhverjum hugmyndum.
Öflugt útflutningsfyrirtæki
Hvaö meó t.d. þá hugmynd að stærstu
útgerðaraóilar á Akureyri ásamt aóil-
um á Eyjafjaróarsvæóinu og jafnvel
víóar á Norðurlandi söfnuóu liói og
stofnuðu sölusamtök með þaó í huga
aó selja afuröir sínar? I tengslum við
þaó yrðu hér á Akureyri reistar kæli-
geymslur og frystiklefar. Hráefni, á
ýmsum vinnslustigum, yrði flutt til
bæjarins til framhaldsflutnings á er-
lenda markaöi. Flutningar sjóleiðina í
kæligámum beint á markaði eða til
vióskiptavina. Kannaðir yrðu mögu-
ieikar á því að flytja í flugi afurðir í
neytendaumbúðum beint á pönnuna
hjá viðskiptavininum. Ég sé fyrir mér
fjölda starfa sem yrðu til í fyrirtæki
sem þessu auk afvegaleiddra starfa. I
dag eru útgerðaraðilar á Norðurlandi
flestir í SH og athyglisvert er að
stærstu einstöku aóilamir koma héöan
og úr nágrannabyggðum. Nú eða
aldrei eigum vió að taka sölummálin í
okkar hendur.
íþróttaháskóli
Öll erum við stolt af Háskólanum
okkar og hvernig væri að hugleiða
hvort hægt sé aó setja á laggimar
deild á háskólastigi í íþróttafræóum? í
dag er öll æðri menntun í íþróttum
sótt í erlenda háskóla og að mínu mati
er þaó alveg skoðunar virði hvort
grundvöllur sé fyrir deild innan Há-
skólans á Akureyri. Það er engin stað-
ur á landinu sem getur boðið upp á
jafn fjölbreytt íþróttalíf og Akureyri.
Við höfum alla aðstöóu sem þarf,
jafnt fyrir sumar- sem vetraríþróttir og
„Ég sakna samt að
sjá ekki nefndar ein-
hverjar djarfar hug-
myndir sem væru
skoðunar virði.
Kannski eru þær ekki
framkvæmanlegar en
það kostar ekkert að
kasta á loft einhverj
um hugmyndum.“
nýting mannvirkja yrði betri, sérstak-
Iega yfir daufasta tímann sem er milli
8 á morgnana til 17 síðdegis.
Framtíð skipasmíðaiðnaðarins
Skipasmíðaiónaóurinn á Akureyri var
löngum stolt okkar en sú iðngrein
man sinn fífil fegri. Ekki hafa komió
Bcncdikt Guðmundsson.
fram hugmyndir frá flokkunum um
hvemig ætti að standa að uppbygg-
ingu skipasmíðaiðnaðarins hér í fram-
tíðinni og er óskaó eftir hugmyndum
þeirra í því máli. Hvernig væra t.d að
mynda fyrirtækjanet þ.e. aðilar í ýms-
um iðngreinum tækju sig saman um
að standa aó uppbyggingu Slippstöðv-
arinnar. Rafvirkjar, vélvirkjar, járn-
iðnaðarmenn og allir þeir sem koma
nærri viðgeróum eða nýsmíði, mynd-
uðu samstarfshóp sem hver og einn
starfaði sjálfstætt en í samvinnu um
skipasmíðaverkefni. Hvernig geta
bæjaryfirvöld komið inn í það mál?
Með bjartsýnina að leiðarljósi
Akureyringar mega ekki leggjast í
eintómt volæði þótt tímabundnir erf-
ióleikar herji að okkur í atvinnumál-
um. Frumkvæði hæfra manna til aó
brydda upp á nýjungum og velvilji
banka, lánastofnana og bæjarfélagsins
getur gert gæfumuninn til þess að rífa
okkur úr þeim öldudal sem við höfum
verið í að undanfömu. Hugsunarháttur
þarf að breytast og menn þurfa aó
vera óhræddir að fjárfesta í góóum
hugmyndum þótt tryggingar séu af
skornum skammti. Enda tryggir stein-
steypa ekki gott gengi vöru eóa þjón-
ustu. Hún er í mörgum tilfellum fölsk
trygging eins og dæmin sýna vítt og
breitt um landió, þar sem bankar og
lánastofnanir sitja uppi meó óseljan-
legt húsnæði.
Benedikt Guðmundsson.
Höfundur er áhugamaður um bætt mannlíf á Akur-
eyri.
Akureyri
I kosningabaráttu, þegar Dagur yfir-
fyllist af lofgreinum frambjóðenda
allra llokka, er freistandi að hefja sig
upp úr meðalmennskunni og málefn-
um líðandi stundar og reyna að horfa
svolítið lengra fram í tímann.
Það er líka nauósynlegt fyrir þig,
kjósandi góður, að reyna aó skilja
hismið frá kjamanum, átta þig á heild-
arlínum og stefnu flokkanna í hverjum
málaflokki.
Þú skalt spyrja þig hvort þú viljir
hafa allt eins og þaó er í dag eða hvort
þú viljir breytingar. Ef þú kýst það
síðamefnda og vilt nýja forystu í bæj-
armálin, krossar þú auóvitað viö B á
kjördag.
Til að auðvelda þér ákvöróunina
ætla ég að nefna nokkur af þeim atrió-
um, sem ég vonast til að geta unnið að
á næsta kjörtímabili.
Atvinnuástandið
Atvinnuástandið veróur aó batna á
kjörtímabilinu. Markmiðið er aó at-
vinnuleysi verði með öllu útrýmt hér á
svæóinu. Þetta er erfitt verk og bæjar-
félagið hefur engar einfaldar lausnir í
vörslu sinni til að vinna bug á vandan-
um á einni nóttu. Samstillt átak fjöl-
margra aðila þarf að koma til - en
fyrst og fremst þarf markvissa stefnu-
mótun og síóan þrotlausa vinnu eftir
henni.
Þaó þarf aó snúa vöm í sókn í
skipaiðnaðinum og skapa þessari mik-
ilvægu atvinnugrein traustan grunn.
Höfuðstöóvar skipaiðnaðarins eftir
þessa endurreisn veröa að vera hér á
Akureyri. I kjölfar þessa gæti jafn-
framt skapast fjöldi nýrra starfa í
málmiónaði.
Ýmislegt fleira mætti nefna, sem
þarf til að útrýma atvinnuleysinu.
Umskipti sem þessi í atvinnulífi geta
aldrei náðst nema meó víðtækri sam-
vinnu margra aðila. Þrotlaus barátta
atvinnumálanefndar og starfsmanna
hennar er því eilífóarverkefni.
Þá þarf Iðnþróunarfélagið einnig
ráórúm til að hugsa til framtíðar og
huga að þróunar- og áhættuverkefn-
um. Þaó þarf aó geta dregið áhættu-
fjármagn inn á Eyjafjarðarsvæðið og
þannig stuðlað að uppbyggingu
traustra „smáfyrirtækja". Þaó er
einnig mjög áhugavert aó leita eftir
samvinnu við stór fjölþjóðleg fyrir-
tæki, t.d. matvælafyrirtæki. Ef slík
samvinna tekst, opnast okkur nýjar
víddir í útflutningi matvæla. Ýmsar
tilraunir í orkufrekum iðnaði eru ekki
síður spennandi og má í því sambandi
t.d. nefna vetnisframleiöslu. I þessa
áttina á Iðnþróunarfélagið aó horfa.
Reynslusveitarfélagið
Nauósynlegt er að vinna aö því aó
framtíðarinnar
„Þú skalt spyrja
þig hvort þú viljir
hafa allt eins og það
er í dag eða hvort
þú viljir breytingar.
Ef þú kýst það
síðarnefnda og vilt
nýja forystu í bæjar-
málin, krossar þú
auðvitað við B
á kjördag.“
Akureyri verði útnefnt sem reynslu-
sveitarfélag. Sérstaklega er þá von til
þess aó vió fáum meira sjálfræði í
ýmsum málaflokkum og náum þannig
að draga til okkar störf frá ríkinu, t.d.
á sviði skólamála, heilsugæslu og um-
önnunar aldraóra. Þjónustan þarf aö
veróa bæói fjölbreyttari og skilvirkari
fyrir íbúana en nú er, enda á tilflutn-
ingur þessara mála að gera það aó
verkum að fleiri störf skapist í þessum
geirahérá Akureyri.
Þórarinn E. Sveinsson.
Aukin samvinna
Úr því að ekki var vilji fyrir samein-
ingu sveitarfélaga vió Eyjafjörð um-
fram það sem oróið er, tel ég mikil-
vægt að efla ýmis samstarfsverkefni í
gegnum Héraðsnefnd Eyjafjarðar og
Eyþing. Vissulega er hætta á að
ákvaróanatakan verði nokkuð sein-
virk, en sterkari samvinna sveitarfé-
laga í gegnum Héraðsnefnd og Eyþing
er undanfari sameiningar og samruna í
stærri og hagkvæmari sveitarfélög.
- Fyrri hluti
Sem dæmi um samstarfsform má
nefna nýstofnað Byggðasamlag um
sorp og sorphirðu. Þessi samvinna cr
nýhafin og mun vonandi láta gott af
sér leióa í framtíðinni. Ennfremur má
nefna málefni framhaldsskólanna - og
því skyldi ekki vera hægt aó ná meiri
samvinnu um hafnamál í gegnum
Héraósncfnd?
Skarpari línur
Mikilvægast er aö skerpa ábyrgðarlín-
urnar í stjórnkerfi bæjarins, þannig að
hver og ein ncfnd og hver og einn
starfsmaður þekki sitt ábyrgóarsvið og
þann ramma, sem þeim/honum er ætl-
að að starfa í.
Miðstýring í gegnum bæjarráð þarf
að minnka og fjárhagsáætlanir þarf að
vinna í ríkari mæli sem „0-punkts“
áætlanir. I því felst að skoða þarf eðli
þjónustunnar sem bærinn veitir í stað
þess að láta duga að framreikna kostn-
aðinn við þjónustuna frá árinu á und-
an.
Þórarinn E. Sveinsson.
Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar 3. sæli B-
lista Framsóknarflokks í bæjarstjómarkosning-
unum á Akureyri.