Dagur - 18.05.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 18. maí 1994
OJ
(0 Plöntusalan
<0 3 er hafin. Opið frá kl. 8-17.30 virka daga.
Laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-16.
C
Skógrækt
=0 ríkisins
Q. Vöglum Fnjóskadal og Laugabrekku Skagafirði.
Skólabærinn Akureyri
Garðeigendur
Garðrósir - útiblómaker
í miklu úrvali
Garðkönnur, margar stærðir
Garðáburður (graskorn,
kálkorn, trjákorn)
Mosaeyðir
Blómabúðin LaufáS,
Hafnarstræti - Sunnuhlíð
Opió alla daga til kl. 18.00.
Verið velkomin.
Hvað hefur það að segja að hafa
mikla menntunarmöguleika í bæ eins
og Akureyri? Er það ekki kostur að
sem flestir geti sótt nám í sinni
heimabyggð í stað þess aó fara um
lengri eóa skemmri veg til að sækja
sér menntun?
Það er einnig ótrúlegt hvað ein
menntastofnun hefur mikil margfeld-
isáhrif út í atvinnulífió. Það að fá
skóla í bæjarfélag skapar ekki bara
tækifæri til menntunar heldur þarfn-
ast hver slík stofnun margra vinnandi
handa í skólunum bæöi við kennslu,
skrifstofustörf, húsvörslu, ræstingar
og fleira. Skólar þurfa einnig margs
konar þjónustu frá allskonar fyrir-
tækjum. Því eigum við að fagna
þeirri miklu uppbyggingu sem hefur
átt sér stað í skólamálum á Akureyri
á undanfömum árum. Það þýðir þó
ekki að nú sé nóg komió og hægt að
leggja árar í bát. Það sem á að gera á
komandi kjörtímabili er aö einsetja
grunnskólana og hefur nú þegar ver-
ið tekin ákvöröun um að Lundarskóli
og Oddeyrarskóli skuli verða ein-
setnir á vetri komandi. Einsetning í
skóla þýðir að öll böm koma á sama
tíma í skólann. Þetta hefur í för með
sér að foreldrar losna við endalausar
ferðir fram og til baka meó böm sín.
Einnig má benda á að einsetning
kallar á fleiri störf innan skólanna og
þar með aukin atvinnutækifæri í
bænum. Onnur nýlunda í skólamál-
um sem sjálfstæðismenn ætla að
koma á er að allir grunn- og leikskól -
ar fari undir sömu stjóm, þ.e. skóla-
nefnd.
Sú þróun sem við viljum sjá í
framhaldsskólunum er aó aukið
námsframboð verði í verklegu námi
og þá sérstaklega námi sem tengist
Borghildur Biöndal.
„Það að fá skóla í
bæjarfélag skapar
ekki bara tæki-
færi til menntun-
ar heldur þarfn-
ast hver slík
stofnun margra
vinnandi handa í
skólunum bæði
við kennslu,
skrifstofustörf,
húsvörslu, ræst-
ingar og fíeira.“
atvinnulífi héraósins á sem bestan
hátt. Það sem helst er á döfinni er
nám tengt þeim matvælaiðnaði sem
er á svæðinu. Undirbúningsvinna þar
aó lútandi er þegar hafin við Verk-
menntaskólann og verður áfram
haldið á næsta kjörtímabili.
Þær greinar scm aðallega er horft
til eru í fullvinnslu sjávarafurða og
kjötvinnslu.
Einnig er mjög brýnt að bygging-
um framhaldsskólanna verði lokið
hið fyrsta. Þá á einnig að kanna þörf-
ina fyrir heimavistarhúsnæði fyrir
nemendur sem stunda nám á Akur-
eyri og vinna aó málinu í ljósi þeirrar
niðurstöðu sem fæst. Hvað varðar
Háskólann þá er hann rekinn af rík-
inu en hins vegar munu bæjaryfir-
völd greiða fyrir uppbyggingu hans
eins og mögulegt er.
I bænum höfum við tvo listaskóla
sem eru Tónlistarskólinn og Mynd-
listarskólinn. Báðir þessir skólar eru
í vexti og augljóst að í málefnum
beggja verður unnið á kjörtímabil-
inu. Skoða þarf sérstaklega húsnæó-
ismál Tónlistarskólans í heild. Hvaó
Myndlistarskólann varðar er nauó-
synlegt að styðja vel við hina nýju
deild, grafíska hönnun, sem tengist
atvinnulífinu beint.
Það að efla þá starfsemi sem í
skólunum er kallar á margar hendur
til verka, ekki bara vió kcnnslu held-
ur einnig byggingarvinnu, þjónustu
við nemendur meðan skólarnir eru
aó stört'um, viðhald, húsvörslu og
margt fleira. Því ber aó fagna allri
uppbyggingu í skólakerfinu.
Borghildur Blöndal.
Höfundur skipur sjöunda sætið á lista Sjálf-
stæóisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningamar
á Akureyri 28. maí nk.
Kæri ungí kjósandi
- tíl frambjóðenda D-listans
Kæri ungi kjósandi! Þannig hefst bréf
ykkar frambjóðenda D-Iistans, undir-
ritað af Sigurði J., sem dreift er til
okkar „ungra kjósenda þessa dagana.
Og í þessu bréfi opinberið þið álit
ykkar á okkur „ungum kjósendum“ og
það er ekki mikið aó mínu mati. Þið
gerið því skóna aó samstundis og við
heyrum minnst á stjórnmál í útvarpi
þá skiptum við um stöð, og að okkur
finnist sjálfsagt litið í fréttatímana
varið, nema rétt svona til aó fylgjast
með íþróttum eða „öðrum áhugamál-
um okkar“. Og því næst leggið þið
fyrir okkur próf og spyrjið hvort vió
þekkjum eftirfarandi: Björku, Siguró
J„ Megas, Björn Jósef, Madonnu,
Valgerði H. og Valdimar Gríms.
Kæru frambjóóendur D-listans!
Þið eruð að ávarpa fólk 18 ára og eldri
en ekki lítil börn. Ef að ungt lölk í dag
setur frekar „snældu í tækió“ en að
hlusta á stjórnmálaumræóur í útvarpi,
segir það sennilega meira um ykkur
FRAMBOÐSLISTAR
vlð sveitarstjórnarkosningar í Eyjafjarðarsveit 28. maí 1994
E N u
Listi eflingar og framfara Listi nýrra tíma Listi umbótasinna
1. Birgir Þórðarson 1.Ólafur Jensson 1. Áki Áskelsson
2. Ólafur G. Vagnsson 2. Hrefna Laufey Ingólfsdóttir 2. Elísabet Skarphéðinsdóttir
3. Ármann Skjaldarson 3. Hreiðar Hreiðarsson 3. Stefán Yngvason
4. Eiríkur Hreiðarsson 4. Guðmundur Jón Guðmundsson 4. Hulda M. Jónsdóttir
5. Jón Jónsson 5. Sigrún Ragna Úlfsdóttir 5. Egill Þórólfsson
6. Pétur Helgason 6. Atli Guðlaugsson 6. Ólöf Elfa Leifsdóttir
7. Bryndís Símonardóttir 7. Sigurgeir Pálsson 7. Kristján H. Theodórsson
8. Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir 8. Björk Sigurðardóttir 8. Elísabet Guðmundsdóttir
9. Hólmgeir Karlsson 9. Bjarki Árnason 9. Njáll Kristjánsson
10. Helgi Örlygsson 10. Aðalheiður Haróardóttir 10. Benedikt Hjaltason
11. Arnbjörg Jóhannsdóttir 11. Jóhann Reynir Eysteinsson 11. Helga Sigríður Árnadóttir
12. Sigrún Vilhjálmsdóttir 12. Sigurlín Hólm Birgisdóttir 12. Ólafur H. Theodórsson
13. Þorvaldur Hallsson 13. Jón Eiríksson 13. Anna Sigríóur Pétursdóttir
14. Sigurgeir Hreinsson 14. Aðalsteina Magnúsdóttir 14. Matthildur Hauksdóttir
Yfirkjörstjórn Eyjafjarðarsveitar, 8. maí 1994
Hörður Adólfsson, Auður Eiríksdóttir, Emelía Baldursdóttir.
Gauti Einarsson.
stjórnmálamennina en okkur unga
fólkið. Og mér sýnist þið greinilega
ekki fylgjast nægilega vel meó ungu
fólki í dag. Madonna er álíka mikió í
tísku meðal ungs fólks cins og Sigurð-
ur J„ Björn Jósef og Valgeróur H. Ef
þið nálguóust okkur líka á annan hátt
en sem einhver óþroska ungmenni
kæmust þið aó því, að vió fylgjumst
síst minna með þeim málefnum er
varða umhverfi okkar en eldra fólkió.
Okkarerjú framtíðin.
Vinsamlegast ekki líta á okkur
„unga kjósendur" sem einhver sérfyr-
irbæri sem beri að meóhöndla á sér-
stakan hátt. Það væri satt aó segja hálf
hallærislegt að bera í hús sérhannaða
bæklinga til bæði „miðaldra kjós-
enda“ og „cllihrumra kjósenda“. Ekki
líta á atkvæði ungs fólks sem auð-
fengnari en önnur. Því eftir allt þá
vega atkvæði okkai jafn þungt og
annarra. Ennþá í það minnsta.
Gauti Einarsson.
Höfundur er kjósandi á Akureyri.