Dagur - 30.05.1994, Side 7

Dagur - 30.05.1994, Side 7
Mánudagur 30. maí 1994 - DAGUR - 7 Sveitarstjórnarkosningarnar/Húsavík Húsavík: Sjálfstæðisílokkur og Alþýðubandalag og óháðir bættu við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn á Húsavík bætti mestu fylgi við sig í bæjar- stjórnarkosningunum á laugar- dag, frá kosningunum árið 1990. Flokkurinn bætti við 4,8% fylgi, hlaut 340 atkvæði og heldur sín- um tveimur mönnum í bæjar- stjórn. Alþýðubandalag og óháð- ir juku fylgi sitt um 1,3%, hlutu 420 atkvæði og bættu við sig manni og eru nú með þrjá menn í bæjarstjórn. Framsóknarflokkurinn tapaði einum manni frá síðustu kosning- um. Er nú með þrjá menn í bæjar- stjórn en hafði fjóra síðast. Flokk- urinn hlaut 494 atkvæði, eða 33,8% og tapaói 4,6% fylgi frá síðustu kosningum. Alþýöuilokk- ur hlaut 209 atkvæði, eða 14,3% og tapaði 1,5% frá síðustu kosn- ingum en heldur sínum eina manni í bæjarstjórn. A kjörskrá á Húsavík voru 1726 manns, atkvæði greiddu 1497, eða 86,7%. Auðir og ógildir seðlar voru 34. A Húsavík eru 9 bæjarfulltrúar og þeir eru: Fyrir A-lista Alþýðu- flokks, Jón Ásberg Salómonsson, fyrir B-lista Framsóknarflokks, Stefán Haraldsson, Arnfríður Að- Frá Húsavík. alsteinsdóttir og Svcinbjörn Lund, fyrir D-lista Sjálfstæðisflokks, Sigurjón Benediktsson og Katrín Eymundsdóttir og fyrir G-lista Al- þýðubandalags og óháðra, Krist- ján Ásgeirsson, Valgerður Gunn- arsdóttir og Tryggvi Jóhannsson. Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili á Húsavík og bæjarstjóri var Einar Njálsson. KK Jón Ásberg Salómonsson: Ég átti von á betri útkomu „Ég get nú ekki verið með mikil viðbrögð við þessum úrslit- um. Við töpum 12 atkvæðum frá síðustu kosningum og erum áfram með einn mann í bæjarstjórn,“ sagði Jón Ásberg Salómonsson, efsti maður á lista Alþýðuflokks. „Ég átti von á betri útkomu en var samt ekkert viss um að við næðum inn tveimur mönnum. En þetta er lýðræðið og það er fólkið sem ræður. Vió getum ekki tekið þátt í meirihlutasamstarfi með neinurn einum öðrum flokki en það geta hinir llokkarnir gert. Mér llnnst líklegast aó hér verði áfram sami meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á næsta kjörtímabili en auðvitað vilja allir komast í meirihluta.“ KK. Stefán Haraldsson: Vissulega vonbrigði „Það voru vissulega von- brigði að við skildum tapa einum manni en hins vegar er þetta annar besti árangur í sögu B-listans hér á Húsavík,“ sagði Stefán Haraldsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins. „Vió áttum ekkert frekar von á því að þessi staða kærni upp en hins vegar var þessi mikla upp- sveifla llokksins í síðustu kosn- ingum nokkuð óvcnjuleg og þaó mátti allt eins búast viö því að eitthvað sigi til baka nú. Menn gengu óbundir til þessara kosn- inga og því er ekki hægt aó segja neitt um þaó á þessari stundu hvert framhaldið veróur en það eru nokkrir möguleikar í stöðunni, varðandi meirihlutamyndun." KK Sigurjón Benediktsson: Þessi úrslit komu á óvart „Þetta er stór- sigur hjá Sjálf- stæðisflokkn- um. Við bætum við okkur 82 at- kvæðum frá síðustu kosn- ingum, eða tæpum 5%, sem verður að telj- ast mikið á okkar mælikvarða,“ sagði Sigur- jón Benediktsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins. „Við vorum hóficga bjartsýn fyrir kosningar en þessi úrslit komu skemmtilega á óvart, ekki síst í ljósi þess að fiokkurinn átti víða undir högg að sækja. Þannig að við erum mjög ánægó hér. Framundan er myndun meiri- hluta og mér finnst eólilegt að samstarfsfiokkarnir frá síðasta kjörtímabili, Sjálfstæðisfiokkur og Framsóknarfiokkur ræðist fyrst viö unr áframhaldandi samstarf." KK Kristján Ásgeirsson: Viljum ræða við Framsóknarmenn „Við teljum þetta mjög góða útkomu fyrir okkur. Við er- um með ágætis- hlutfali í þess- um kosningum og þriðji maður fór nokkuð Iétt inn,“ sagði Kristján Ás- geirsson, efsti maður á lista Al- þýðubandalags og óháðra á Húsavík. „Það var dálítið erfitt að gera sér grein fyrir stöðunni fyrir kosn- ingar en ég gerði rnér vonir um 400 atkvæði og við fengum 20 atvkæðum bctur, eða tæp 29%. Við höfum áhuga á því að starfa í meirihluta næsta kjörtímabil og höfum lýst yfir áhuga á því að ræóa við Framsóknarmenn um mcirihlutasamstarf. Það cr ekki mikið sent skilur í milli hjá þess- um flokkum og því tel ég eölilegt aö við ræóum saman.“ KK Námsstyrkir Sjóvá-Almennra Árlega veitir Sjóvá-Almennar tryggingar hf. tvo námsmanna- styrki að upphæð 100.000 kr. hvor. Þann 4. maí sl. voru þessir styrkir veittir í annað sinn. Þeir sem hlutu styrkinn að þessu sinni eru Katrín María Þormar læknanemi við Háskóla íslands og Ásta Bjarnadóttir nemi á sviði vinnu- og skipulagssálfræði við Minnesótaháskóla. Meöfylgjandi mynd er tekin við veitingu styrkjanna og á henni eru talið frá vinstri Einar Sveins- son framkvæmdastjóri Sjóvá-Al- mennra, Katrín María Þormar, Bjarni Olafsson faóir Ástu og Ól- afur B. Thors framkvæmdastjóri Sjóvá-Almennra. Garðmarkaður í Perlunni við Kaupland. Sumarblóm • Garðáhöld • Sláttuvélar Tilboð á garðslöngum 25 m 999,- kr. Garðúðarar frá 350,- kr. Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 10.00-16.00. KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 Ráðhústorgi 5, 2. hæð Gengið inn frá Skipagötu Sími 11500 Á söluskrá Marbakki, í landi Sól- bergs á Svalbarösströnd: 5-6 herb. einbýlishús á einni hæd um 145 Im. Ekki alveg (ullgert. Mjög fallegur staður, Mikil hagstæð lán áhvílandi. Steinahlíð: 5 herb. raðhús á tveimur hæðum ásamt bíl- skúrsamtals 170 tm. Byggðavegur: 5 herb. íbúð á jarðhæð I þríbýli um 124 tm. Alll sér. Eignin er I mjög góðu lagi. Kjalarsíða: 3ja herb. ibúð á 1. hæð, gengið inn at svöl- um, um 77 (m. Heiðarlundur: 4ra herb. raðhús á tveimur hæðum um 140 fm. i góðu lagi. Laust eftir samkomulagi. Skarðshlíð: 4-5 herb. endaibúð á 2. hæð um 116 fm. ( ágætu lagi. Laus strax. Skálagerði: Mjög fallegt einbýlishús ásamt bilskúr samtals um 166 tm. Skipti á 3-4ra herb. íbúð á Brekkunni koma til greina. FASTEIGNA & IJ skipasalaJSK NORÐURLANDSÍI Ráöhústorgi 5, 2. hæð gengið inn frá Skipagótu Opiö virka daga frá kl. 9.30-11.30 og 13.15-17. Sölustjóri: Pétur Jósefsson Lögmaður: Benedikt Ólafsson hdl. || Utivistar- fólk Hötum margt til útiveru Göngumenn ath.: Hjálparsveitarmenn velja skófatnaó frá '3omon Höfum ennfremur allt fyrir gæludýriö, hestinn og hestamanninn. Eigum einnig til: Sigáttur, kerabikur, ísaxir, mannbrodda og línur frá Charlet Moser. Göngusokka, skó og margt fleira fyrir fjalla- og klifurmenn. Viking stígvélin vinsælu til í mörgum stærðum. Ilestasport Kaupangi - Sími 11064.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.