Dagur - 30.05.1994, Síða 12
Sauðárkrókur:
Obreyttur meirihluti og
Snorri Björn endurráðinn
Forystumenn D-lista Sjálf-
stæðisflokks, A-lista Alþýðu-
flokks og K-lista óháðra á Sauð-
árkróki áttu fund í gær þar sem
var ákveðið að þessir þrír listar
haldi áfram meirihlutasamstarfi
í bæjarstjóm Sauðárkróks næsta
kjörtímabil.
Meirihlutinn á Sauðárkróki hélt
velli í kosningum sl. laugardag og
strax aðfaranótt sunnudags var
óformlega gengið frá
áframhaldandi mcirihlutasam:
starfi.
Eftir fund forystumannanna í
gær cr ljóst að Jónas Snæbjörns-
son, oddviti D-lista, verður forseti
bæjarstjórnar, Björn Sigurbjörns-
son, oddviti A-lista, vcrður f'or-
maður bæjarráðs og Hilmir Jó-
hannesson, oddviti K-lista, verður
fomaður veitustjórnar.
Snorri Björn Sigurðsson hefur
verið endurráðinn bæjarstjóri.
Nánar á blaðsíöu 6. óþh
Atök á Akureyri:
Tveir á sjúkrahús
Margt fólk var í miðbæ Ak-
ureyrar sl. föstudagskvöld
og ölvun og læti í bænum fram
undir morgun. Tveir þurftu að
fá aðhlynningu á slysadeild
Fjórðungssjúkrahússins eftir
átök og árás.
Að sögn lögregluvarðstjóra var
maður sleginn með fiösku í höf-
Langidalur:
Vegurinn rofnaði
í vatnsveðrinu
Ausandi vatnsveður var í
Húnavatnssýslum í gær og
vegurinn við Auðólfsstaðaá í
Langadal rofnaði. Þá féll skriða
í Bólstaðarhlíðinni, að sögn lög-
reglu.
Þegar Dagur náöi sambandi vió
lögregluna á Blönduósi í gær voru
lögreglumenn staddir t Langadal
aó vísa ökumönnum frá þar sem
vegurinn var í sundur.
„Slitlagið hangir enn uppi en
það er ekkert undir því. Við erum
að vísa fólki Svínvetningabraut
upp frá Blönduósi og hjá Húna-
veri yfir Svartá," sagði Arinbjörn
Snorrason, lögregluþjónn.
Allt var með kyrrum kjörum
eftir kosningarnar á Blönduósi en
á Sauðárkróki var eitthvað um það
aó menn vildu gera út um málin
með hnúum og hnefum aðfaranótt
sunnudags. Þó þurfti ekki að
stinga neinum í steininn og menn
sluppu að mestu ósárir, a.m.k. á
líkama. SS
uðið í öðru tilvikinu og í hinu
slasaðist maöur í slagsmálum. Þeir
munu báðir hafa fengið að fara
heim eftir viðeigandi meðferð á
slysadeild en búist var við kærum
í kjölfar þessara átaka.
Lögreglan á Akureyri þurfti lít-
il afskipti að hafa af kosningunum
á laugardaginn og kosningagleði
fór vel fram um kvöldið og nótt-
ina.
Umferð gekk vel fyrir sig í
bænum. Þó varð bílvelta skammt
frá sorphaugum bæjarins á föstu-
daginn og skemmdist bíllinn tals-
vert en ckki uróu slys á fólki. Einn
ökumaður var gripinn vegna gruns
um vínanda í blóöi. SS
KEA Nettó 2ja ára
I tilefni af tveggja ára afmæli KEA-Nettó á Akureyri bauð verslunin við-
skiptavinum sínum upp á veglega afmæiistcrtu sl. (östudag. Fólk kunni vel
að meta þctta og fjölmcnnti í afmæliskaffi. Mynd: Robyn.
Merkjasala Landgræöslusjóös á kjördegi:
Heildarsala nam allt að
12 milljónum króna
Merkjasala Landsgræðslu-
sjóðs á kjörstöðum víðast
um land sl. laugardag fékk mjög
góðar viðtökur. Afrakstur söl-
unnar fer beint í Landgræðslu-
sjóð þar sem fyrirhugað er að
stofna trjáfræbanka sem á að
kosta innkaup á eftirsóttu trjá-
fræi, bæði nýju og fræi sem not-
að hefur verið hér áður.
Fræiö cr mjög dýrt, kostar um
100 þúsund krónur kílóið, en hug-
myndin er að þeir fjármunir sem
söfnuóust á kjördag verði vísir að
fræbankanum.
Kristinn Skæringsson, for-
stöðumaður Landgræðslusjóðs,
segir að hann hafi upplýsingar um
aó um fjóröi hver kjósandi hafi
kcypt skógræktarmerkið og það
hafi farið um allt land. Miðað við
kjörsókn í sveitarstjórnarkosning-
unum má ætlað að brúttótekur söl-
unnar hafi numið allt að 12 millj-
ónum króna. GG
Eyjafjarðarsveit:
Hestur slo mann
Kærður inn á kjörskrá á Blönduósi:
Kaus einnig
á Sauðárkróki
aust eftir klukkan 17 í gær
yvar sjúkrabifreið kvödd að
VEÐRIÐ
I nótt var búist við suðvest-
an átt og rigningu á Noróur-
landi en í dag er gert ráð
fyrir vaxandi norðan átt meó
skúrum austan til en slyddu-
éljum vestan til. Á morgun
spáir Veðurstofan áfram-
haldandi norðan átt og rign-
ingu á Noróurlandi. Veður
fer kólnandi fyrir noróan.
bænum Munkaþverá í Eyja-
fjarðarsveit en þar hafði hestur
slegið mann.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu hafði hesturinn sparkað í
manninn með afturfótunum og
kom höggið í læri mannsins. Hann
komst heim og lagðist fyrir en var
mjög marinn og aumur í báðum
lærum og nára og þótti rétt að
hringja eftir sjúkrabifreið sem
flutti hann á Fjóróungssjúkrahúsió
á Akureyri.
Meiðslin virtust ekki alvarleg
við fyrstu sýn en maðurinn var í
rannsókn þegar Dagur leitaði upp-
lýsinga í gær. SS
FuIItrúi eins framboðslistanna
á Blönduósi kærði innan til-
skilins frests mann sem átt hefur
lögheimili á Sauðárkróki inn á
kjörskrá á Blönduósi og sam-
þykkti bæjarstjórn Blönduós
það á fundi 20. maí sl. Vegna
mistaka var viðkomandi aðili
ekki tekinn út af kjörskrá á
Sauðárkróki en hann notfærði
sér þau mistök, kaus fyrst á
Blönduósi og síðan á Sauðár-
króki.
Gunnar Sigurósson, formaður
kjörstjórnar á Blönduósi, segir að
viðkomandi nafn hafii verið kært
inn á kjörskrá með löglegum hætti
en sér hafi borist til eyrna að sami
maður hafi neitt atkvæóisréttar
síns á Sauðárkróki. Bókanir voru
geröar í kjörstjórn um málið, bæði
fyrir og eftir talningu. Kjartan
Þorkelsson, sýslumaður á Blöndu-
ósi, segir að engin kæra hafi borist
til embættisins vegna þessa máls.
______________________GG
Öxnadalur:
Skriða lokaði
veginum í gær
Um miðjan dag í gær féll aur-
skriða á þjóðveginn í Öxna-
dal, skammt frá Fremra-Koti,
og lokaðist vegurinn um tíma.
Talsvert var af grjóti í spýjunni
sem féll yfir veginn og því tepptist
hann. Gerðar voru ráðstafanir til
að fá ruðningstæki á vettvang og
mun vegurinn hafa opnast lljót-
lega aftur. Mikió rigndi í Öxna-
dalnum í gær. SS
Ríkissijórnar-
flokkarnir
töpuðu
Ef litið er til úrslita í sveit-
arstjórnarkosningunum
sl. laugardag á landsvísu má
ljóst vera að ríkisstjómar-
flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur
og Alþýðuflokkur, töpuðu al-
mcnnt töluverðu fylgi. Aftur
á móti unnu bæði Framsókn-
arflokkur og Alþýðubandalag
umtalsverða kosningasigra
víða. Niðurstaðan er því
sveifla til vinstri.
Stóru tíóindin í þessum
kosningum voru þau að Reykj-
avíkurlistinn með Ingibjörgu
Sólrúnu í broddi fylkingar sigr-
aði höfuðborgina af Sjálfstæð-
isflokknuin sem hcfur stjómað
þar samfellt í tólf ár. R-listinn
fékk 53% atkvæóa en D-listinn
47%.
Sjálfstæóisflokkurinn tapaói
víða. Til dæmis tapaði hann
manni á Seltjarnamesi og
meirihlutinn féll í Mosfellsbæ.
Aftur á móti vann flokkurinn
sigur á ísafirói, Bolungarvík og
Scyóisfirói.
Alþýðullokkurinn átti víða í
vök að verjast. Hæst ber að
kratameirihlutinn í Hafnarfiröi
féll og sömuleióis var útkoman
slæm í Kópavogi, en flokkur-
inn stóö á nokkrum stöðum í
stað, t.d. á Akureyri, Siglufirði
og Sauðárkróki.
Framsóknarfiokkurinn fékk
víóa góða kosningu. Hæst ber
sigur flokksins á Akureyri og á
Dalvík en cinnig fékk hann af-
buróa kosningu í Borgarncsi.
Alþýðubandalagið vann
góöan sigur víða unt land.
Nægir að nefna Akureyri,
Sauóárkrók, Húsavík, Nes-
kaupsstað, Suöurnesjabæ,
Akranes og Hafnartjörð.
Þá skal þcss gctið aó
Kvennalistinn náói baejarlull-
trúa í Kópavogi og á Isafirði.
Hins vegar náói hann ekki full-
trúa í bæjarstjóm Hafnarfjarðar
cins og kannanir höfðu gefið til
kynna. óþh
Akureyri:
Hestur sparkaði
og hundur beit
Húsdýr komu nokkuð við
sögu á Akureyri á laug-
ardaginn en þá meiddist
stúlka sem var á hestbaki og
hundur glefsaði í konu.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu var stúlka á hestbaki
skammt frá golfvcllinum að
Jaóri sl. laugardag þcgar þaó
óhapp varð að hesturinn datt
og fór kollhnís. Stúlkan datt af
baki og er hesturinn brölti á
fætur sparkaói hann í höfuó
stúlkunnar. Það varð henni til
happs að hún var með hjálm og
l'ékk hún að fara fljótlega heim
eftir skoóun á slysadeild. Full-
víst er talið aó hjálmurinn hafi
þarna komió í veg fyrir alvar-
lcgt slys.
Þá lckk kona scm var að
fara með blómasendingu I hús
óblíðar viðtökur hjá heimilis-
hundi. Hann glefsaði í fótlegg
konunnar, reif buxur hennar og
var konan marin og aum á
ökkla eftir þessi viðskipti. Hún
fékk þó ekki bitsár,__SS