Dagur - 21.06.1994, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 21. júní 1994
LEIÐARI
Lýðveldíshátíðin er að baki og grár hversdags- unum góð og trúlega nokkru meiri en almennt
leikinn framundan. Svo virðist sem um allt land gerist á þjóðhátiðardaginn. Framkvæmd hátíðar-
hafi verið almenn og góð þátttaka í hátíöarhöld- innar gekk vel en þó mátti eitt atriði betur fara og
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN:
HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
GEIR A. GUÐSTEINSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
unum og þau farið vel fram.
Almennt er óhætt að segja að vel hafi tekist til
og hátíðarhöldin hafi veriö þjóðinni til sóma. Eins
og við var búist var mestur straumur fólks til
Þingvalla og áætlar lýðveldishátíðamefnd að þar
hafi verið á bilinu 70 og 80 þúsund manns þegar
flest var.
Þingvallahátíðin var hátíðleg og framkvæmd
hennar til sóma, að öðru leyti en því að umferðar-
málin fóm í hinn versta hnút og af þeim sökum
eyddu margir þjóðhátíðardeginum í bQaröð í
Reykjavík og á leið til Þingvalla. Eitthvað fór úr-
skeiðis sem erfitt er að átta sig á, en svo virðist
sem hafi komið á daginn að umferðarkerfið út úr
höfuðborginni ber ekki slíkan umferðarþunga.
Þetta atriði er verðugt athugunar fyrír borgaryfir-
völd í Reykjavík og þá sera fara með yfirstjórn
samgöngumála.
Á Akureyri var þátttaka í lýðveldishátíðarhöld-
það er sannarlega kominn tími til að bæjaryfir-
völd á Akureyri kippi því í liðinn. Á miðdegis-
skemmtun á grasflötinni vestan Möðruvalla var
hljóðkerfið ekki betra en svo að einungis þeir sem
næst stóðu heyrðu hvað fram fór. Margir hátíðar-
gestir voru afar óhressir með þessa skipan mála
og er það vel skiljanlegt. Það er ekki sæmandi að
efna til útiskemmtunar þar sem einungis hluti
samkomugesta hefur möguleika á að njóta þess
sem fram fer. Sú krafa er hér með sett fram að
Akureyrarbær verði sér út um hljóðkerfi sem er
boölegt fyrir slíkar samkomur. Það er ekki til of
mikils mælst.
En þegar lýðveldishátíðin 1994 verður gerð
upp stendur það upp úr að hún vakti fólk til um-
hugsunar um stöðu íslenska lýðveldisins. Yngra
fólk er meðvitaðra um fortíðina og baráttu for-
feðranna fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Það eitt er
afar mikilvægt, mikilvægara en margur hyggur.
Skólaslit Menntaskólans á Akureyrí
Menntaskólanum á Akureyri var
slitið í 114. skipti á þjóðhátíðar-
daginn og að þessu sinni voru
brautskráðir 136 stúdentar frá
skólanum. I skólaslitaræðu
Tryggva Gíslasonar, skólameist-
ara, kom fram aö 610 nemendur
hafi verið skráðir í skólann á lión-
um vetri. Af þeim luku 550 full-
gildu prófi eóa 91,5%.
Hæstu einkunn í fyrsta bekk
hlaut Sigurður Tómas Þórisson frá
Akureyri, fyrstu ágætiseinkunn
9,3. í öörum bekk hlaut Guó-
mundur Valur Guðmundsson frá
Hvammstanga, fyrstu ágætiseink-
unn 9,1, í þriðja bckk Jóhann
Tómas Sigurósson frá Akureyri,
fyrstu ágætiseinkunn 9,5, og á
stúdentsprófi hlaut hæsta einkunn
Steinþór Heiðarsson frá Ytritungu
á Tjörnesi, fyrstu ágætiseinkunn
9,13. Meðaleinkunn á stúdents-
prófi var 7,22.
I ræðu sinni fjallaði skóla-
meistari um 50 ára lýðveldisaf-
mælið. Hann gat þess m.a. að ef
ekki væri íslensk tunga og menn-
ing værum við ekkert - íslensk
þjóö væri ekki til. „íslensk tunga
og íslensk menning standa hins
vegar traustum fótum á 50 ára af-
mæli lýðveldisins og rnérer til efs
að íslensk tunga hafi nokkru sinni
Nokkrir gcstanna við útskriftina,
m.a. Margrél Eggertsdóttir, skóla-
meistarafrú, og Knútur Otterstedt,
formaður bygginganefndar MA.
Myndir: óþh
Glaðir nýstúdentar að útskrift iokinni.
Hvíti kollurinn kominn á sinn stað í íþróttahöllinni.
Fríður og fóngulegur hópur nýstúdenta í Stefánsiundi.
staðið með meiri blóma cn nú og
mcnning Islendinga hafi nokkru
sinni verið traustari enda er þjóðin
öll, bæði almenningUr og stjórn-
völd, einhuga um aö standa vöró
um tungu þjóðarinnar og menn-
ingu hennar.
Menntaskólinn á Akureyri vill
leggja sitt af mörkum til að varð-
veita og efla íslenska tungu og ís-
lenska menningu. Um áratuga
skeið hefur verið lögð rækt við ís-
lenskt mál í Menntaskólanum á
Akureyri og svo veróur áfram.
Jafnframt vill skólinn fylgjast með
í straumi tímans og veita nemend-
um sínum trausta og haldgóða
menntun sem að gagni rná koma.
Enn scm áður er það þó einstakl-
ingurinn og hamingja hans og vel-
ferð sern skiptir mestu máli og
mannrækt á að vera skólanum
leiðarljós héðan í frá sem hingað
til.“
Tryggvi sagði að eins og ís-
lenska lýðveldiö stæði Mennta-
skólinn á Akureyri á tímamótum.
Framundan væru breytingar í
þjóðfélaginu sjáll'u og á samstarfi
ríkja. „Til þcss aö geta tekist á viö
þessar breytingar í samfélaginu og
breytta samvinnu og samstarf
ríkja þurfum við íhygli, mannvit
og menntun - og góða skóla. Það
er stefna Menntaskólans á Akur-
eyri að leggja sitt af mörkum í
þeirri þróun sem framundan er.“
Tryggva varð tíðrætt um ný-
byggingu MA sem mun rísa á
næstu mánuðum. „Nýtt skólahús
markar tímamót í sögu skólans.
Enda þótt skóli sé annað og rneira
en hús varðar það rniklu að vel sé
búið að skólastarfi hvað húsnæði
snertir. í tengslum við nýja húsið
er nú unnið að sóknaráætlun fyrir
Menntaskólann á Akureyri til árs-
ins 2006. í þessari sóknaráætlun
verður að flnna þær leiðir sem
skólinn vill feta inn í framtíðina
og inn í tuttugustu og fyrstu öld-
ina.
Góður skóli veröur því að setja
sér markmió í samræmi viö þarfir
þjóðfélagsins í heild - og ná þess-
um markmiðum. Meginmarkmið
Menntaskólans á Akureyri er aö
búa nemendur undir nám í há-
skóla, búa þá undir líf og starf í
lýðræðisþjóófélagi í sífelldri þró-
un og aö kenna nemendum að
meta menningarleg verðmæti og
mannleg gildi. En góður skóli er
sá skóli sem uppfyllir þær vonir
sem við hann eru bundnar og þá
einkum vonir þær sem nemendur
skólans gera sér um hann. Mark-
mið Menntaskólans á Akureyri
verður því áfram að reyna aó upp-
fylla vonir þær sem nemendur
hans gera til hans.“
í ávarpi sínu til nýstúdenta
sagði skólameistari m.a.: „Látið
ekki ykkar eftir liggja við upp-
byggingu landsins okkar. Hugvit
er undirstaða menningar, vísinda
og lista. I hugviti okkar búa gáfur,
skarpskyggni, innsæi og frum-
leiki. Á mannlegu hugviti byggj-
ast allar framfarir og öll þróun. í
hugvitinu býr einnig siðvit, vit-
undin um rétt og rangt. Eg óska
ykkur hamingju í lífinu og þakka
ykkur samveruna og samstarfió
undanfarin fjögur ár. Þaó hefur
verið gott að vera með ykkur
þennan skamma lífsspöl. Lífsham-
ingjan er eftirsóknarvcrð enda
dreymir okkur öll um hamingju.
En hlúið að hugviti sem til hefur
verið sáð í hugum ykkar og styrk-
ió sióvit ykkar sjálfum ykkur og
öðrum til heilla.“ óþh