Dagur - 21.06.1994, Side 5

Dagur - 21.06.1994, Side 5
Þriðjudagur 21. júní 1994-DAGUR-5 441KAUPÞING NORÐURLANDS HF FÉSÝSLA Vikuna 12.-18. júní voru heildar- viðskipti með hlutabréf 21,1 millj- ónir króna. Mest voru viðskipti með hlutabréf í Þormóði ramma hf. eða fyrir 8,8 milljónir króna á genginu 1,77 og með hlutabréf í Sameinuðum verktökum hf. eða fyrir 5 milljónir króna á genginu 6,50. Heildarviðskipti með húsbréf voru 259 milljónir króna sem er tvöfalt meira en í síðastliðinni viku. DRATTARVEXTIR Maí 14,00% Júní 14,00% MEÐALVEXTIR Alm. skuldabr. lán maí Alm. skuldabr. lán júnl Verðtryggð lán maí Verðtryggð lán júní 10,20% 10,20% 7,60% 7,70% LÁNSKJARAVÍSITALA Júnl 3351 Júlí 3358 SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS Tegund K gengi K áv.kr. 91/1D5 1,4046 4,82% 92/1D5 1,2448 4,82% 93/1D5 1,1615 4,82% 93/2D5 1,0979 4,82% 94/1 05 1,0058 4,82% HÚSBRÉF Flokkur K gengi Káv.kr. 93/2 1,1726 4,96% 93/3 1,0417 4,96% 94/1 1,0016 4,96% 94/2 0,9844 4,96% VERÐBREFASJOÐIR Avðxlun t. jan umfr. verðbólgu siðustu: (%) Kaupg. Sölug. 6 mán. 12 mán. Fjárfestingarfélagið Skandia hl. Kjarabréf 5,228 5,390 10,4 10,2 Markbréf 2,842 2,930 10,5 11,0 Tekjubréf 1,564 1,612 16,3 15,8 Skyndibréf 2,095 2,095 4,9 5,3 Fjölþjóðasjóður 1,398 1,442 Kaupþing hf. Eíningabrél 1 7,138 7,269 5,3 4,7 Einingabréf 2 4,163 4,184 15,9 10,4 Einingabréf 3 4,686 4,772 5,3 5,3 Skammtimabrél 2,539 2,539 13,7 9,0 Einingabréf 6 1,142 1,177 23,7 22,7 Veröbréfam. Islandsbanka hf. Sj. 1 Vaxtarsj. 3,527 3,545 6,3 5,7 Sj. 2 Tekjusj. 2,002 2,032 14,1 10,9 Sj. 3 Skammt. 2,430 Sj. 4 Langt.sj. 1,671 Sj. 5 Eignask.frj. 2,644 1,660 22,0 14,9 Sj. 6 ísland 861 904 H2 Sj. 7 Þýsk hlbr. Sj.10Evr.hlbr. Vaxtarbr. 2,4856 6,3 5,7 Valbr. 2,3299 6,3 5,7 Landsbréf hf. islandsbréf 1,571 1,600 8,7 7,9 Fjórðungsbréf 1,224 1,241 9,0 8,2 Þingbréf 1,843 1,867 30,8 25,7 Öndvegisbréf 1,688 1,710 21,0 15,1 Sýslubréf 1,516 1,537 1,2 •2,3 Reiðubréf 1,517 1,517 7,9 7,4 Launabréf 1,063 1,079 22,3 15,0 Heimsbréf 1,460 1,510 12,7 18,0 HLUTABREF Sölu- og kaupgengi á Veróbréfaþingi islands: Hagst. tilboð Lokaverð Kaup Sala Eimskip 4,22 4,22 4,30 Flugleiðir 1,20 1,07 1,25 Grandi hf. 1,95 1,60 1,95 íslandsbankl hf. 0,95 0,90 0,94 Olis 2,12 2,10 Útgerðarfélag Ak. 2,75 2,70 2,85 Hlutabréfasj. VÍB 1,10 1,12 1.18 ísl. hlutabréfasj. 1,10 1,11 1,16 Auðlindarbréf 1,03 1,05 1,11 Jarðboranir hf. 1,79 1,74 1,79 Hampiðjan 1,42 1,35 1,50 Hlutabréfasjóð. 1,06 1,05 1,12 Kaupfélag Eyf. 2,10 2,10 2,35 Marel hf. 2,69 2,50 2,72 Skagstrendingur hf. 1,22 1,50 1,74 Sæplast 2,60 2,61 2,94 Þormóður rammi hl. 1,80 1,74 1,85 Sðlu- og kaupgengi á Opna tilboðsmarkaðinum: Alm. hlutabr.sj. hf. 0,88 0,88 0,91 Ármannsfell hf. 0,90 0,50 0,95 Árnes hf. 1,85 Bifreiðaskoðun Isl. 2,15 1,20 1,95 Eignfél. Alþýðub. 0,80 0,81 1,15 Haraldur Bððv. 2,20 1,80 2,20 Hlutabréfasj. Norðurl. 1,12 1,13 1,19 Hraðfrystihús Eskifjarðar 2,50 ísl. sjávarafurðir 1,10 1.10 ísl. útvarpsfél. 2,80 Kögun hf. 4,20 Olíufélagið hf. 5,40 5,27 Pharmaco 8,25 7,95 Samskiphf. 1,12 Samem. verktakar hf. 6,50 6,50 6,70 Sölusamb. ísl. fiskframl. 0,60 0,40 0,70 Síldarvinnslan hf. 2,65 2,60 Sjóvá-Almennar hl. 5,40 4,77 5,70 Skeljungur hf. 4,04 4,00 4,25 Sottís hf. 3,00 Tangi Tollvörug. hf. 1,10 1,00 1,25 Tryggingarmiðst. hf. 4,80 Tæknival hf. 1,00 Tölvusamskipti hl. 2,50 3,00 Þróunarfélag íslands hf. 1,30 1,30 Blásarasveit æskunnar Blásarasveit æskunnar á Ak- ureyri hélt tónleika í íþróttaskemmunni á Akur- eyri sunnudaginn 19. júní. Stjórn- andi sveitarinnar er Roar Kvam. Tónleikarnir vora haldnir í boði Lýóveldishátíðarnefndar Akureyr- arbæjar og var aðgangur ókeypis. Þessir tónleikar blásarasveitar- innar voru sérstakir. A þeim var flutt nýtt verk eftir einn meðlima sveitarinnar, Davíð B. Franzson, en hann leikur á trompet í hljóm- sveitinni. Verk Davíðs ber heitiö Sinfoni- etta fyrir kammerblásarasveit. Það er í þrem þáttum, sem eru Inn- gangur, Andante og Gletta. I fyrsta þætti byggir Davíó á takt- stefi og stuttu tónstefi. Annar þátt- ur er rómantískur. Hann byggir á kyrrlátu stefi, sem fer tíðum fal- lega í víóum hljómagangi. Þessir tveir fyrstu þættir eru stuttir og úr- vinnsla minni, en hefði mátt vera og efni gætu staðið til. I þriðja þætti, sem er léttur og glettinn, svo sem nafnió bendir til, er úr- vinnsla mun betri. Davíð leikur sér með stefið á talsvert fjölbre'ytt- an hátt og nær snoturlega að byggja upp yfirbragð, sem minnir nokkuð á rondó. Blásarasveitin gerði almennt vel í flutningi verks Davíðs. A nokkrum stöðum gætti þess þó, að hann ætlaði einstökum flokkum hljóðfæra meiri hraða og lipurð, en undir varö risið til fullnustu, en í heild skilaði verkið sér áheyri- lega. Önnur verk á efnisskrá tónleika Blásarasveitar æskunnar voru Svíta úr Túskildingsóperunni eftir Kurt Weill, Carmina Burana eftir Carl Orff í útsetningu eftir John Krance og A Suite for Jazz En- semble and Band eftir Juriaan Andriessen. I síðasttalda verkinu lék jazzflokkur með hljómsveit- inni skipaður Finni Eydal á klarin- ett, Ingva Vaclav Alfreðssyni á altsaxafón, Gesti Pálssyni á tenór- saxafón, Birgi Karlssyni á gítar, Jóni Rafnssyni á kontrabassa og Geir Rafnssyni á slagverk. Leikur blásarsveitarinnar í svít- unni úr Túskildingsóperunni var á flestan veg öruggur. Þó vantaði í túlkunina þann fiðring, sem við hæfi hefði verið og kom hann ekki fram að gagni nema á nokkrum stöðum, svo sem í sjötta hluta, Kanonen-Song, og sjöunda hluta, Dreigroschen-Finale, þar sem blærinn náði nokkrum glampa. Carmina Burana fór mun betur TÓNLIST HAUKUR ÁOÚSTSSON SKRIFAR úr hendi hjá hljómsveitinni. Þar var víða vel gert jafnt í túlkun sem tæknilegum atriðum. Eftirtektar- vert var hve innkomur voru lang- flestar í góðu lagi, styrkbreytingar vel nýttar og unnar af öruggi og taktur þéttur í langflestum tilfell- um og fölskvalaus. Lokaverkið á tónleikunum, eða jazzsvítan, státaði af mörgum fal- lega unnum atriðum. Þar má ekki síst nefna góða frammistöðu fé- laganna í jazzflokknum ekki síst Finns Eydals í þriója og síðasta hluta verksins, sem ber heitið Samba, og Gests Pálssonar í mið- hlutanum, sem kallast Ballad. Hljómsveitin skilaði sínu einnig vel og náði talsvert góóri sveiflu. Þar átti slagverkssveitin ekki lít- inn hlut að máli, en hún var þétt og örugg, svo sem vel kom l'ram í sömbunni. Blásarasveit æskunnar er vel áheyrnar virði. Hún leggur til at- lögu við umtalsverð tónverk, svo sem efnisskrá tónleikanna 19. júní ber með sér, og skilar þeim með eftirtektarverðum „bravúr". Hún hefur oft sannað getu sína, svo sem í góðri frammistöðu erlendis. Það var því undarlegt aó líta yfir Iþróttaskemmusalinn og sjá alla þá stóla, sem ekki voru setnir. Góð frammistaða sveitarinnar á liónum árum, forvitni um nýtt tón- verk og ókeypis aðgangur hefði átt aó laóa mun fleiri tónlistarunn- cndur á staðinn. LESEN DAHORN lf> Nú stendur yflr átak lögreglunnar á Norðurlandi í gæslu laga og rétt- ar í umferðarmálum. Ekki veitir af því vió erum óþekk og notum hvert tækifæri til þess að skorast undan lögum og reglum. Eg minn- ist þess að hafa séð mynd og frétt af fundi sem yfírlögreglumenn héldu til undirbúnings þessu átaki. Þegar farió er um bæinn sér maður samt fyrirbrigði sem ætti að falla undir þetta átak en mun vera of viðkvæmt til þess. Um er að ræða stöðu bifreiða vió íþróttamannvirki t.d. þegar knattspyrnuleikir fara fram á þess- um tveimur knattspyrnuvöllum sem eru hér alveg ofan í umferð- inni. Ökumenn þessara bifreióa virðast gera sér grein fyrir að þeir geta komist upp meö þetta hátta- lag. Lögreglan skiptir sér ekki af þessu. I raun ætti lögreglan að vera viðstödd þegar fólk fer að koma á völlinn og beina því í bíla- stæði, en ekki að líða því að lcggja undir sig gangstéttirnar eins og nú er gert. Afskiptaleysi lög- reglunnar er sennilega mjög þægi- legt fyrir hana en er ekki rétt og mjög slæmt fordæmi gagnvart öðrum sem hún þarf að hafa af- skipti af. Ef áhugamenn um knattspyrnu geta komist upp með slíkt, því get ég eða hver sem er ekki hundsað lög og reglur í einhverri annarri mynd. Hægt er að benda lögreglu- mönnum á samhengi málsins, þegar þeir eru að skipta sér af einhverju öðru sem þeir vilja fella undir átakið. Klukkan sjö að morgni 18. júní hafði ég stöðvað bíl minn á götunni austan við Landsbankann vegna þess að nátthrafnar gengu í veg fyrir bíl- inn. Eg fór úr bílnum til þess aó ræða við unga fólkið og taka af því myndir. Þá bar þarna að lög- reglumenn á bíl sem spuróu hvort ég vildi ekki færa bílinn inn á stæðið sem þarna cr. Athugasemd- in var réttlát og sett frarn af kurt- eisi. Eg svaraði því til að ég væri að fara og það gerði ég. Eg er ckki þannig innstilltur gagnvart lögreglunni að ég sé í vióbragðstöóu með mótmæli þó ég fái athugasemd frá henni. Þeir spurðu mig hvort ég væri ekki áhugamaður urn bætta um- ferðarmenningu. Þar vísa þeir til þess sem ég hef skrifað um þessi mál. Eg reikna með að þeir séu þaö líka vegna starfsins. Eg spyr hvar voru þessi ágætu ungu lögreglumenn þegar knatt- spyrnukappleikur fór fram á íþróttavcllinum 16. júní sl., já eða starfsbræður þeirra. Hvers vegna er þetta með þessum hætti? Slíkt misgengi í athugasemdum frá hendi lögreglunnar til borgaranna Athugascmdin var réttlát og sett fram af kurteisi. En hvar voru þcssir ungu og áhugasömu lögreglumenn þann 16. júní. Sanavöllurinn. Myndin er gömul og sýnir að áhugamcnn um knattspyrnu hafa bæði rcynsluna og vissuna um frið sinn. Kapplcikurinn 16. júní dró að sér mikið af bílum og þarna vissu menn greinilega hvað þcim var óhætt. misbýður réttlætiskennd þeirra og hlýtur að hafa neikvæð áhrif á löggæsluna í heild. Eg vil leyfa mér að skora á lög- regluna að hætta þessari íþrótta- dýrkun og fella þetta leiða fyrir- brigði undir átakið. Ég held að þaó sé hreinlega embættisskylda þeirra. Að ég kalla unga fólkið sem þarna var nátthrafna er ekki gert í óvirðingarskyni við þaó. Ég var sjálfur einu sinni ungur og nátt- hrafn og það var oft gaman. Ég geri svolítið í því að fara snemma á morgnana og hitta fólk sem hef- ur verið á stjáinu alla nóttina. Ég veit ekki hvaó ræður, kannski for- tíðin. Ég tek gjarnan myndir af þessu fólki og á þær í safninu mínu. Ég sendi því ntyndir ef ég hef heimilisfang þess sem ekki var í þetta skiptið þar sem brottförin var svolítið skyndileg. Brynjólfur Brynjólfsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.