Dagur - 21.06.1994, Side 14
14 -'DAGUR - Þriðjudagur 21. júní 1994
ÍÞRÓTTIR
HALLDÓR ARINBJARNARSON
Knattspyrna, 2. deild karla:
KA sterkt fyrir austan
mörk, ekki síst vegna þess
hversu erfítt er að fara þarna
austur,“ sagði Steingrímur Birg-
isson, þjálfari og leikmaður KA,
eftir að liðið hafði Iagt Þrótt
Neskaupstað á heimavelli Þrótt-
ara með fjórum mörkum gegn
einu. Þar með er KA komið með
6 stig í 2. deildinni.
KA var sterkari aóilinn í byrjun
og Þorvaldur M. Sigbjömsson
kom liðinu í 1:0 eftir fyrirgjöf
Höskuldar Þórhallssonar. Þá voru
um 15 mín. liðnar af leiknum en í
kjölfarið kom slæmur kafli hjá
KA og Viðar Þorkelsson náði að
jafna metin eftir hálftíma leik. Það
sem eftir lifói af leiknum var KA
betri aóilinn á vcllinum þó Þrótt-
arar hall einnig átt sín færi.
Annað mark KA var sérlega
glæsilegt og þar var á ferð Stefán
Þórðarson. Hann fékk boltann við
vítateig Þróttar, tók hann vió-
stöðulaust á lofti og lyfti honum
yfir varnarmann, tók boltann enn
á lofti fram hjá öðrum varnar-
manni og þrumaði að því búnu
viðstöóulaust í markhornið. KA
lét ekki staðar numið því Ivar
Bjarklind breytti stöðunni í 1:3
áður en ílautað var til leikhlés.
Það mark var sömuleiöis mjög fal-
legt. Hann fékk langa sendingu ut-
an af velli, kastaði sér fram og
skallaði boltann í netið.
Snemma í síðari hálfleik fékk
Stefán Þórðarson dauðafæri fyrir
KA en hitti ekki boltann. Þróttarar
brunuöu upp og fengu tvívegis
góó færi en Eggcrt Sigmundsson
varói vel. Mótstaöa Þróttar minnk-
aði hins vegar til muna þegar KA
fékk hornspyrnu og Bjarni Jóns-
son skoraói 4. mark KA meó
skalla. Sigur KA var sanngjarn og
leikmenn viróast nú hafa fundið
leiðina að marki andstæðinganna.
Knattspyrna, 3. deild karla:
Völsungar taplausir
„Ég var mjög ánægður með spil-
ið hjá okkur í leiknum. I undan-
fórnum leikjum höfum við verið
að spila vel út á velli en annað
hvort ekki náð að skapa okkur
færi eða gengið illa að nýta þau
færi sem við höfum fengið. Nú
gekk dæmið hins vegar upp og
ég er mjög sáttur við að fá 4
★
Leikfimi
★
Nuddpottur
★
Gufubuð
★
Ljósabekkir
Hamar, félagsheimili Þórs
við Skarðshlíð.
Sími12080.
Sýslumaðurinn á Akureyri
Hafnarstræti 107,600 Akureyri
Sími 96-26900.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Hafnarstræti 107, 3.
hæð., Akureyri, sem hér segir á eftir-
farandi eignum:
Arnarsíða 10c, Akureyri, þingl. eig.
Óskar Jóhannsson og Jórunn
Jónsdóttir, gerðabeiðendur Bygg-
ingarsjóður ríkisins, Húsbréfadeild,
Gjaldheimtan í Reykjavík og Sýslu-
maðurinn á Akureyri, 24. júní 1994
kl. 10.00
Frostagata 3b, B. og C. hl. 3
sperrubil, Akureyri, þingl. eig. Bíla-
réttingar og málun h.f., gerðabeið-
endur Iðnlánasjóóur og íslands-
banki h.f., 24. júní 1994 kl. 10.00.
Hafnargata 21, Grímsey, þingl. eig.
Óttar Þ. Jóhannsson, gerðabeið-
endur Byggingarsjóður ríkisins og
Sýslumaðurinn á Akureyri, 24. júní
1994 kl. 10.00
Hafnarstræti 18, 1. hæð, Akureyri,
þingl. eig. Guðmundur Þorgilsson,
geróarbeiðandi Sýslumaðurinn á
Akureyri, 24. júní 1994 kl. 10.00.
Hamarstígur 37, neðri hæð, Akur-
eyri, þingl. eig. Rósa Vilhjálmsdótt-
ir, gerðabeiðendur Sameinaði Líf-
eyrissjóðurinn og Islandsbanki h.f.,
24. júní 1994 kl. 10.00
Hánefsstaðir, íbúðarhús, Svarfað-
ardal, þingl. eig. Alfreó Viktor Þór-
ólfsson, gerðarbeiðandi Fell h.f.,
24. júní 1994 kl, 10.00.
Mímisvegur 3, Dalvík, þingl. eig.
Stefán Friðgeirsson, gerðarbeið-
andi Landsbanki íslands, 24. júní
1994 kl. 10.00.
Norðurgata 17a, neóri hæð, Akur-
eyri, þingl. eig. Þuríður Hauksdóttir,
gerðarbeiðendur Akureyrarbær,
Byggingasjóður ríkisins og íslands-
banki h.f., 24. júní 1994 kl. 10.00
Skarðshlíð 17, neðri hæð, Akureyri,
þingl. eig. Siguróur L. Arnfinnsson
og Kristín B. Hjaltalín, gerðarbeið-
endur Byggingarsjóður ríkisins og
Lífeyrissjóður Verslunarmanna, 24.
júní 1994 kl. 10.00.
Sýslumaðurinn á Akureyri
20. júní 1994.
Eftir 5. umferð 3. deildar karla
eru Völsungar frá Húsavík enn
tapiausir, hafa unnið einn leik
en gert 4 jafntcfli. Hið 4. var á
Húsavík sl. sunnudag við Reyni,
en bæði þessi lió eru í efri hluta
dcildarinnar. Staða Dalvíkur á
botninum breyttist lítið og
Tindastóll náði heldur ekki að
bæta stigum í safnið.
„Leikurinn bar þess merki aó
bæói lið eru rétt búin mcó erfiða
lciki í bikarnum. Þau voru því
frekar þung og þetta var svona
þreytuleikur,“ sagói Aóalsteinn
Aðalsteinsson, þjálfari Völsungs,
eftir markalaust jafntefli við
Reyni. Leikurinn einkenndist af
mikilli baráttu og jafnræói var
með liðunum í fyrri hálfleik. Bæði
lið fengu sín færi og Reynismenn
þaó besta á 20. mín. þegar dæmt
var víti á Völsung. Haraldur Har-
aldsson varði hins vegar með til-
þrifum. Skömmu seinna fékk Axei
Vatnsdal dauðafæri fyrir Völsung.
Völsungar voru stcrkari aóilinn í
seinni hálfleik og rná þar sérstak-
lega geta góörar frammistöðu hins
unga Arngríms Arnarsonar. Besti
maður Völsungs var hins vegar
sem fyrr Asgeir Baldursson sem
kom til Völsungs frá UBK.
*
Isfirðingar erfiðir heima
ísfirðingar hafa á aó skipa sterk-
um heimavelli og á sunnudaginn
fengu Dalvíkingar það erfióa hlut-
skipti aó sækja þá heim. Ekki
höfóu gestirnir erindi sem erfiði
því Isfirðingar sigruðu 4:2. Trausti
Hrafnsson, Haukur Benediktsson,
Gunnar Torfason og Örn Torfason
skoruðu mörk BI en Barði Hall-
dórsson og Gísli Bjamason fyrir
Dalvík. Þess má geta að markvöð-
ur Dalvíkinga varói vítaspymu í
leiknum sem ekki þótti mikið fyrir
augað.
Stólarnir lágu
í Garðinum sigruóu heimamenn í
Víði lið Tindastóls 2:1. Víðis-
menn sáu reyndar um að skora öll
mörkin því Daníei Einarsson skor-
aði sjálfsmark snemma í leiknum
og kom Tindastól yfir. Þannig var
staðan í leikhléi en í síóari hálfleik
skoraði Sigurður Valur Arnason
tvö mörk með skömmu millibili
°g tryggði Víði sigur. Bæði lið
fengu sín færi í leiknum og hefði
sigurinn getað lent hvoru megin
sem var.
Stcfán Þórðarson skoraði afar fallegt mark fyrir KA á Ncskaupstað, þar
sem Akureyringar voru svo sannariega á skotskónum. Mynd: Robyn.
Knattspyrna, 4. deild karla, C og D riðill:
KS tryggði toppsætið
KS frá Siglufirði gefur hvergi eft-
ir í toppbaráttu C-riðils 4. deild-
ar karla og er eina liðið sem ekki
hefur tapað leik í sumar. Á laug-
ardaginn fór fram slagur efstu
liðanna þegar Hvöt kom í heim-
sókn til Siglufjarðar og höfðu
heimamenn betur. Magni fylgir
KS eftir eins og skugginn en að-
eins munar einu stigi á liðunum.
Það stefnir því allt í sannkallað-
an stórleik á Grenivík nk. föstu-
dag þegar þessi tvö lið mætast.
KS var með undirtökin í leikn-
um við Hvöt. Siglfirðingar komust
í 2:0 í fyrri hálfleik með mörkum
Steingríms Arnar Eiðssonar og
Ragnars Haukssonar og í þeim
síðari bætti Bjarki Flosason 3.
markinu við í 3:0 sigri. „Þetta var
ekkert sérstakur leikur en stigin
telja,“ sagði Hörður Júlíusson,
þjálfari KS, sem greinilega er á
réttri leið meó lið sitt.
Magni er ekkert á því að gefa
eftir í toppbaráttunni og lagði
Þrym aó velli um hclgina 4:1.
Magnamenn Ieyfðu sér auk þess
þann munað að misnota víti en
það kom ekki að sök. í fyrri hálf-
leik komu Ólafur Þorbergsson og
Grétar Karlsson Magna í 2:0 og
Ingólfur Ásgeirsson breytti stöð-
unni í 3:0 í síóari hálfleik áður en
Atli Freyr Sveinsson, þjálfari
Þryms, minnkaði muninn fyrir
sína menn. Þjálfari Magna, Nói
Björnsson, gat ekki verió minni
maður og gulltryggði 4:1 sigur
Grenvíkinga fyrir leikslok.
Á Laugavelli í Reykjadal mætt-
ust HSÞ-b og Neisti í heldur döpr-
um leik. „Ég hcld að við höfum
ekkcrt markskot átt í fyrri hálf-
leik," sagði Þórir Þórisson, leik-
maður HSÞ-b og einn þeirra mesti
markaskorari. Neisti komst í 2:0
fyrir hlé meö tveimur mörkum
Ódds Jónssonar og var hið síðara
skorað úr víti. I scinni hálfleik
jafnaöist leikurinn og þá náði
Friðrik Þór Jónsson aó laga stöó-
una fyrir HSÞ með einu niarki en
lengra komust Þingeyingar ekki.
Fyrsti leikur umferóarinnar var
raunar viðureign SM og Kormáks
á Melum í Hörgárdal. Jafnræði
var með liðunum í fyrri hálfleik
en þó náði Magnús Skarphéðins-
son að skora fyrir SM. í síðari
hálfleik tóku heimamenn í SM
smám saman öll völd á vellinum
og í leikslok var staðan oróin 5:0.
Magnús Skarphéðinsson bætti
öðru marki við fyrir SM auk þess
sern Donald Þór Kelley skoraði
tvö og Eiríkur Oddsson 1.
I D-riðli steinlágu Langnesing-
ar fyrir Einherja, 0,8.
Knattspyrna, 2. deild karla:
Rólegt á Ólafsfirði
- en Leiftursmenn bættu þremur stigum í safnið
Mióað við undanfarna leiki
Leifturs rciknuðu áhorfendur á
Ólafsfirði með markaleik þegar
HK kom í heimsókn. Það gekk þó
ekki eftir og í heildina var leikur-
inn frekar slakur og afar fá mark-
tækifæri litu dagsins ljós. Heima-
menn voru þó hcldur seigari nieö
I’áll Guðmundsson skoraði sigur-
mark Leifturs bcint úr hornspyrnu
mcð smá hjálp cins leikmanna HK.
boltann út á vellinum og fengu
hornspyrnu á 25. mín. Páll Guð-
mundsson tók spyrnuna sem var
afar föst og snerti boltinn einn
HK-mann þaöan sem hann fór í
markió.
Heldur lifnaði yfír leiknum síð-
ustu 15 mín. og reyndu liðin þá að
skapa sér færi. Leiftursmenn
fengu til aó mynda tvö góð færi
skömmu fyrir leikslok en Eiríkur
Þorvarðarson markmaður HK var
vel á verði. Þess má geta að HK
mcnn fengu 6 gul spjöld í lciknum
og 1 rautt.
Nk. föstudag er síóan stórlcikur
í 2. deildinni á Akureyri þegar KA
tekur á móti Leiftri. KH
Leiftursmenn unnu mikilvægan
sigur á HK þegar liðin mættust
á Ólafsfirði á sunnudagskvöldið.
Leikurinn var þó frekar bragð-
daufur og ekki mikið um mark-
tækifæri. Heimamenn skoruðu
cina mark lciksins og kræktu
þar með í 3 stig sem án efa eiga
eftir að koma sér vel.