Dagur - 23.07.1994, Page 3

Dagur - 23.07.1994, Page 3
FRETTIR Laugardagur 23. júlí 1994 - DAGUR -3 Varðskipin Óðinn og Ægir við Slippstöðvarkantinn sl. fímmtudag. Óðinn var á lcið úr kiössun en Ægir hins vcgar á leið í klössun. Á sama tíma var flugvéi Landhclgisgæslunnar, TF-SÝR, stödd á Akureyrarfíugvelli þannig að stór hluti íslcnska „hersins“ var staðsettur í Eyjafírði þennan dag. MyndrGG Slippstööin-Oddi hf.: Góð viðhaldsverkefna- staða fram eftir hausti Langidalur: Bifreið valt Sendiferðabifreið fór út af vegin- um við bæinn Geitaskarð í Langa- dal og valt þar. Mikil mildi var að ungur ökumaður og drengur með honum slösuðust ekki. Að sögn lögreglu fór bíllinn út af vestan megin, beint meðfram veginum fyrst, síðan á girðingu og valt þar til hann staðnæmdist á ár- bakkanum. Ain er hyldjúp á þessu svæöi og því mesta mildi að bíll- inn hélt ekki áfram út í ána. Öku- maður og farþegi voru báðir í bíl- beltum. Bílstjórinn var skrámaður og marinn en mætti fljótlega aftur á staðinn eftir skoðun á sjúkra- húsi. ÞÞ Kammermúsík og ferðaþjónusta Kammermúsíkkvöld var haldið að gistiheimilinu Rauðuskriðu í Að- aldal nýlega. Það voru hjónin Kol- brún Ulfsdóttir og Jóhannes Har- aldsson sem fitjuðu upp á þessari nýbreytni, að bjóða gestum sínum að hlýða á músík og síðan var bor- ið fram kaffi og meðlæti. Það voru enskir og þýskir ferðamenn sem þessara óvæntu veitinga nutu og voru þeir mjög ánægðir, að sögn Kolbrúnar. Það voru ungir tónlistarmenn úr Aðaldal sem léku, fyrrverandi nemendur við Hafralækjarskóla; Örlygur Benediktsson á klarinett, Þórarinn Már Baldursson á fiðlu og Arnþrúður Dagsdóttir á píanó. Stjómandi og undirleikari var Juliet Faulkner. Flutt voru verk eftir Bach, Donisetti og Þorkel Sigurbjömsson. „Vonandi getur orðið framhald á tónleikahaldi af þessu tagi,“ sagði Kolbrún. Aðspurð um ferðamannastraum að Rauðuskriðu sagði Kolbrún að júní hafi verið lélegri en í fyrra en júlí betri. Hún sagði að meira væri um bókanir en í fyrra í Rauðu- skriðu en minni lausaumferð. Að- spurð um hugsanlegar orsakir fyr- ir daufum júnímánuði taldi Kol- brún þær vera margar; HM í knattspymu hafi dregið úr umferð og landsmót hestamanna. Einnig taldi hún að sameiginlega mark- aóssetningu og ferðamálafulltrúa vantaði fyrir Norðurland. IM Verkefnastaða Slippstöðvarinn- ar Odda hf. er nokkuð góð og fyrirsjáanleg eru verkefni fram eftir septembermánuði. Nær eingöngu er um viðhaldsverk- efni að ræða en margir útgerðar- menn senda skipin í klössun nú í lok kvótatímabilsins, m.a. vegna þess að kvótinn er uppurinn. Nýtt kvótatímabil hefst 1. sept- ember nk. Einnig hefur stööin fengist við viðhald á skipum Landhelgisgæsl- unnar en varðskipið Óðinn hefur verið hér um nokkum tíma og Ægir liggur nú við Slippstöðvarkantinn. Eiríkur S. Jóhannsson, stjómar- formaður stöðvarinnar, segir að enginn stærri innlend verkefni séu í sigtinu en þessa dagana er verið að athuga möguleika á að bjóða í smíði nótaskips fyrir útgeró í Grindavík. Togarinn Stakfell ÞH-360 frá Þórshöfn hefur verið í slipp að undanfömu en auk þess að mála skipið er verið að öxuldraga það, skipta um stimpla og slífar í aöal- vél og verið er að skipta um spil- rótara sem voru orðnir ónýtir. Stakfellið fer væntanlega frá Ak- ureyri í dag og verður stefnan tek- in í Smuguna en þangaó halda margir íslenskir togarar þessa dag- ana, ekki síst vegna lélegrar kvóta- stöðu. Nokkuð er enn eftir af kvóta Stakfellsins en Magnús Helgason útgeróarstjóri segir að hann verði geymdur um sinn og jafnvel fluttur á milli fiskveiðiára. GG Bygging stálþilsbakka í Hrísey: Guölaugur bauö lægst I vikunni voru opnuð tilboð í út- boði vegna byggingar stálþils í Hrísey. Guðlaugur Einarsson bauðst til að framkvæma verkið fyrir tæpar 16,3 milljónir króna sem nemur um 83% af kostnað- aráætlun sem var 19.563.333 kr. Verkið felst í byggingu 64 m langs stálþilsbakka í Hrísey, þ.e. að reka nióur stálþil og steypa kantbita, og moka um 4000 m1 úr höfninni. Næsta tilboð hljóðar upp á rúmar 18,2 millj. kr. eða um 93% af áætluðum kostnaði og kom þaó frá Sjóverki hf. í Mosfellsbæ. Þá bauð Hagvirki Klettur hf. tæpar 20 milljónir króna, þ.e. hærra verð en áætlun gerir ráð fyrir. Næstu boð voru mun hærri. Rúmlega 24,6 milljóna króna tilboð kom frá Skipaviógerðum hf. í Vestmanna- eyjum og tæplega 29,6 milljóna króna boð kom frá Sveinbimi Runólfssyni og Byggingarfélaginu Stöpum í Reykjavík. GT Vaglaskógur: Útidansleikur um verslunar- mannahelgina Hljómsveitin Hunang frá Ak- ureyri fékk nú fyrir hclgina leyft til að halda útidansleik í Vaglaskógi á Iaugardagskvöld um verslunarmannahelgina. Ætlunin er að þar komi nokkr- ar hijómsveitir fram. Hugmyndir voru uppi í vor um skipulagða fjölskylduhátíó í skóginum um verslunar- mannahelgina en af því sam- komuhaldi varð ckki. Jakob Jónsson, einn liðsmanna Hun- angs, segir ekki á ferðinni skipulagöa útihátíö, eins og þekktar eru frá verslunar- mannahclgum síðustu ára, heldur kannski fremur langa tónlcika og dansleik því búast megi við að dagskráin standi frá kl. 18 og fram á kvöld og nótt. “ JÓH ODYRT ÞAKJÁRN Ódýrt þakjárn 03 vcggklædning. Framleiöum þakjárn 03 fallesar vegsklaeöninsar, á hagstaeðu verði. Galvaniseraö, rautt og hvítt. Timbur 03 Stál h.f. Smiðjuvegi 11, Kópavogi. Símar 91-45544 og 42740, fax 45607. Ferðafólk á Norðurlandi Fjölbreytt þjónusta við hringveginn - og víðar! Útibú Kf. Skagfírðinga í Varmahlíð Bjóðum ferðafólki fjölbreytta þjónustu á fögrum stað við þjóðveg nr. 1: • Verslun með dagvöru og ferðavörur. • Rúmgóð veitingastofa með allar veitingar. • Oiíur og bensín. • Opið frá kl. 09.00-23.30. Útibú Kf. Skagfirðinga á Hofsósi og Ketilási í Fljótum Dagvöruverslanir, léttar veitingar, olfur og bensín • Opið frá kl. 09.00-20.45. Verslun og þjónusta á Sauðárkróki, þar sem athafnalífið blómstrar! Á Sauðárkróki býður Kf. Skagfirðinga þjónustu sína: • Skagfirðingabúð, stærsta alhliða vöruhús á Norðurlandi og ef til vill víðar! • Bifreiðaverkstæði, varahlutir og smur- þjónusta • Vélsmiðja, rafmagnsverkstæði, afurða- stöðvar o.fl. o.fl., bara að nefna það!

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.