Dagur - 23.07.1994, Side 7

Dagur - 23.07.1994, Side 7
Laugardagur 23. júlí 1994 - DAGUR - 7 var farinn að örvænta „Ég er ekki síður aö reyna að byggja niig upp andlega. Éftir öll meiðslin þá hef ég eingöngu spilaó í varaliði Ékeren síðustu sex mánuð- ina sem var mjög þreytandi fyrir sálina því þar voru alls konar menn sem lítió gátu og ekki að neinu tak- marki að keppa. Eiginlega get ég sagt að ég hafi verið farinn að örvænta og halda aö ég væri svona rosalega slakur knattspyrnumaður fyrst ég ætti heima í liði með svona mönnum sem ekkert kunnu fyrir sér. Mér fannst því kominn tími til að koma heim og sjá hvort ég ætti heima í fótboltanum heima og hvort ég ætti yfirlcitt cinhvcrja framtíð í fótboltanum..." - Þú hefur mcð öórum orðum þurft að sanna fyrir sjálfum þér að þú gætir eitthvað enn? „Já, og vinna upp sjálfstraust sem fór að miklu leyti við að lenda í meiðslunum. Ef menn ætla að vera í fótbolta þá þarf sjálfstraustið að vera til staðar. Ég var kominn mjög neðarlega andlega, ég tala nú ekki urn þegar ég fór í þriðja skiptið í að- gcrð. Þá var hálfgerður uppgjafar- tónn kominn í mig og þó ég hafi aldrei gefist upp þá hugsaði ég mik- ið á þeim tíma. Ég var líka aleinn úti og það hjálpaði ekki til. Fyrir at- vinnuknattspyrnumenn er örugglega ekki gaman að standa einir þó vel gangi, hvað þá cf illa gengur og lífið snýst um að vera á hækjum á sjúkrahúsum. Af reynslu get ég sagt að það er hundleiðinlegt.“ Á fóstLirforeldra í Belgíu Guðmundur var allan tímann hjá sömu fjölskyldunni í Ekeren og hún studdi hann dyggilega í gegnum meiðslastríóið. Honum er hlýtt til þessa fólks þó um margt annað hafi dvölin veriö erfið og segir að þarna megi segja aó hann eigi fósturfor- eldra. Aldurinn var ekki hár þegar Guðmundur fór út, aðeins 16 ár, en hann segist á þeim tíma hafa litið á þetta sem eðlilegan hlut, eitthvað sem hann hafi alltaf stefnt að. „Ég var fyrir löngu búinn að ákveða að verða atvinnumaður í fót- bolta og hugsaði ekkert út í að vcra ungur og aleinn einhvers staðar í út- löndum. Ég sá ekkert annað en fót- boltann.“ - Sérðu þá eitthvaó annað núna? Guðmundur brosir strax við spuminguna og svarar strax játandi. „Já, eftir að hafa reynt þetta þá sé ég ýmislegt annað i lífinu en get ekki sagt annað en að ég stefni enn á at- vinnumcnnskuna þar sem þetta var nokkurn veginn misheppnuð tilraun. Ég held að ég verði að reyna þetta aftur og gera þaö þá vonandi með aðeins meiri stæl.“ - Heldurðu að þú gætir ekki sætt þig við aó láta hér við sitja í barátt- unni um atvinnumennskuna? „Nei, ég yrði mjög svekktur eftir á ef ég gæfist upp núna og sætti mig við að vcra í fótboltanum á Islandi. Hann er ekki heilsársíþrótt þó menn æfi að nafninu til allt árið. Ef ná á langt í knattspyrnu þá veróa menn að vera úti því árangurinn kemur ekki nema með stanslausum æfing- um og hér eru aóstæðumar til þcirra ekki til.“ Læknarnir segja að hnén verði í lagi Guðmundur l'æst til að viðurkenna að innst inni blundi hjá honum ótti um aó meiðsli taki sig upp enn eina ferðina og geri þar með út um vænt- ingar um framtíóina í boltanum. „Ég sef samt alveg fyrir áhyggjum en læknarnir segja að þetta eigi að vera í lagi. Þeir segja að ég hafi verið ótrúlega óheppinn en ég hef lært að taka öllum loforðum um hvað geti gerst í framtíðinni með fyrirvara." Sextán ára gamall hafði Guð- mundur upp á vasann tilboð frá tveimur erlendum liðum, belgíska liðinu Ekeren og stórliðinu Stuttgart í Þýskalandi. Islenskir fótbolta- áhugamenn bera virðingu fyrir Stuttgart eftir frábæra frammistöðu Asgeirs Sigurvinssonar hjá félaginu og síðar Eyjólfs Sverrissonar, en þegar félagið gerði Guðmundi til- boð var Asgeir einmitt ráðgjafi þar. Val Guðmundar kom mörgum á óvart og opinberlega gagnrýndi As- geir að hann skyldi velja Ekeren fremur en Stuttgart. Hvernig skyldi Guðmundi hafa líkað þessi gagnrýni jafn mikilsvirts knattspyrnumanns eins og Asgeirs Sigurvinssonar? Tel enn að valið á Ekeren hafi verið rétt „Ég tel mig cnnþá hafa tekið rétta ákvörðun. Ég hefói verið jafn meiddur hjá Stuttgart og dvölin þar hefði verið jafn leiðinleg fyrir vikið. Hvort ég hefði fengið betri sjúkra- þjálfun þar en hjá Ekeren veit ég ekki en ég er ekkert viss um að Þjóðverjamir hefðu haft meiri bið- lund. Raunar þóttu mér Bclgarnir hafa ótrúlega biðlund gagnvart mér. Akvörðun minni verður ekki breytt héðan af þannig að ég hugsa ekki mikið um þetta en hvað varóar gagnrýni Asgeirs þá fannst mér ánægjulegt að hann væri óánægður með að ég færi ekki til þeirra en fannst skrýtið að hann skyldi bregó- ast svona við. En ég tek fram að við Asgeir höfum ræðst við síðan og á milli okkar er allt gott. Þegar ég valdi milli félaganna þá taldi ég mig geta komist fyrr í aðal- lið hjá Ekeren en hjá Stuttgart. Þeir ætluðu virkilega að láta mig spila ef ég yrði í lagi en hjá Stuttgart var tal- aó um unglingalið og minni líkur á að ég fengi tækifæri.“ Skoraði loksins mark sem skipti máli Óhætt er aó segja að Guðmundur hafi ekki öllu gleymt í mciðslunum í Belgíu því hann hefur vakið at- hygli í framlínunni hjá Þór, vcrió hættulegur vamarmönnum andstæð- inganna og skorað fimm mörk fyrir félagið það sem af er móti. Hann segir að sálarástandið fari batnandi með hverjum leik. „Já, hræðslan við að meiðast minnkar með hverjum leik. Með hverjum leik sem líóur styrkjast fæt- umir og ég hætti að hugsa um hvað hefur gengið á,“ segir Guðmundur og klappar góðlátlega á hnén sem hafa gert honurn lífið leitt. Fyrsta markið á keppnistímabil- inu skoraði Guðmundur gegn Frani á Akureyri snemma móts og það segir hann hafa verió ljúfa tilfinn- ingu. „Jú, sú tilfinning var frábær. Ég hafði ekki skorað mark sem skipti máli síðan í þriðja flokki með Þór sumarið 1990. Það gefur mér aukið sjálfstraust að ná að skora á ný og ég er vonandi ekki hættur í sumar. Okkur Bjarna Sveinbjöms- syni líður ágætlega saman í framlín- unni, hann er þrælsterkur framherji sem kynnst hefur meiðslunum eins og ég en styrkist með hverju árinu.“ Gengi Guðmundar og félaga hef- ur verið skrykkjótt, sérstaklega hef- ur gengið erfiðlega á útivelli en hann segir takmarkið að bæta úti- leikina í síðari hluta móts og vera með í toppbaráttunni. Skoða einungis spenn- andi atvinnutilboó Til að ná augum útsendara erlendra liða segir Guðmundur nauðsynlegt að komast í Evrópukeppni með ís- lensku félagsliði ellegar í landsliðs- hóp. Fari svo að eftir honum verði falast á nýjan leik til erlends félags- liðs segir hann að boðið þurfi að vera spennandi til að hann taki þaó fram yfir skóla en Guðmundur stefnir á að setjast á skólabekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri í haust eftir langt hlé og segist hlakka til þess. Þegar spurt cr hvað hann telji spennandi atvinnutilboó sem vert væri athugunar svarar hann hreinskilnislega að peningahliðin ráði mjög miklu. Hvað sem atvinnu- menn í knattspymu vilji viðurkenna þá séþetta staðreynd. „Ég er búinn að vera í Belgíu og hef séð knattspyrnuna þar í kring. Mér líst ágætlega á Belgíu enda hlýtur að vera ágætt að vera þar ef maður er ekki alltaf í meiðslum. Ég gæti alveg hugsað mér annað lið og að spila á móti Ekeren en plúsinn fyrir mig er að ég tala tungumálió og dvölin er mun auðveldari þegar maður er kominn inn í það. En líkt og með áhyggjurnar þá sef ég alveg l'yrir þessum vangaveltum því ég held að það sé gott að gefa sér nokkur ár í viðbót áður en farið er í atvinnumennskuna á ný.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.