Dagur - 23.07.1994, Side 9

Dagur - 23.07.1994, Side 9
Laugardagur 23. júlí 1994 - DAGUR - 9 Þorsteinn Hallgrímsson. Karen Sævarsdóttir. Sigurpáli Svcinsson. 53. Landsmótið í golfi hefst á Jaðarsvelli á Akureyri á morgun. Landsmót hefur oft áður verið haldið á Akureyri en athygli vekur að þetta er í fjórða sinn á 10 árum sem Jaðarsvöllur verður vettvangur þessa mesta golfviðburðar ársins á Islandi. Allt bendir til að þátttökumet verði slegið á mótinu en 317 keppendur frá 26 klúbbum eru skráðir til leiks. í þeim hópi eru allir snjöllustu kylfíngar landsins og er búist við að keppni verði óvenju jöfn og spcnnandi í ár, bæði í karla- og kvennaflokki. Greinilegt er að íslenskir kylfíngar kunna vel að meta Akureyri og Jaðarsvöll. Fjölmennasta Landsmót sem haldið hefur verið til þessa er einmitt mótið á Ak- ureyri fyrir fjórum árum en þá voru keppendur 312 talsins. Fjölgunin virðist kannski ekki mikil nú en vindsældir Landsmótanna á Akureyri sjást vel á því að keppendur á mótinu á Suðurnesjum í fyrra voru 240 og um 200 í Reykjavík í hittifyrra. Gylfi Kristjánsson, mótsstjóri. 53. Landsmótið í golfi hefst á Jaðarsvelli í fyrramálið: Allir bestu kylfingar Iandsins meðal þátttakenda - þátttaka meiri en nokkru sinni fyrr „Viö erum mjög ánægðir með að fólk sýni Landsmótunum á Ak- ureyri þetta mikinn áhuga og á því má sjálfsagt finna margar skýring- ar. Völlurinn þykir skemmtilegur og svo hefur það líka sitt að segja að Landsmótió verður að eins konar golfhátíð þegar þaó er hald- ið úti á landi. Fólk tekur fríið sitt í þetta og hefur það gott meóan á mótinu stendur og jafnvel ein- hverja daga í kringum það,“ segir Gylfl Kristjánsson, mótsstjóri. Flestir keppendur koma frá Golfklúbbi Reykjavíkur, 72 tals- ins. 59 koma frá Goifklúbbi Suð- umesja, 57 frá Kcili í Hafnarfirði og 50 frá Golfklúbbi Akureyrar. Gísli Bragi Hjartarson, „staðar- haldari“ GA, undirbýr Landsmót. Allir þeir bestu með Allir sterkustu kylfingar landsins mæta á Landsmótið að þessu sinni og búast menn við að keppni verói jafnari og meira spennandi en oft áður. „Ég á von á að keppnin verði geysilega tvísýn og það er ákaf- lega erfitt að spá um úrslit," segir Gylfi. „Ég tel aó a.m.k. tíu manns eigi mögulcika á sigri í meist- araflokki karla og nefni þar nöfn eins og Birgi L. Hafþórsson frá Akranesi, Ævar Öm Hjartarson og Helga Þórisson frá Suðumesjum, Sigurjón Arnarson, GR, Björn Knútsson og Björgvin Sigurbergs- son, GK, og Sigurpál Sveinsson frá Akureyri. Allir þessir, og raun- ar fleiri, geta unnið mótið. íslands- meistarinn Þorsteinn Hallgrímsson lenti í erfiðum bakmeiðslum skömmu eftir mótið í fyrra og er tiltölulega nýkominn í gang á nýj- an leik. Hann er að ná sér en ég held að það sé varla raunhæft að reikna meó honum í efstu sætun- um J)ótt allt geti gerst. Ég á líka von á að keppni hjá konunum verði jafnari en oft áður. Karen Sævarsdóttir er búin að vinna mótið fimm ár í röð en er að fá miklu meiri keppni nú í sumar en áður. Hún mátti t.d. láta sér nægja annað sætið í Mitsubishi- mótinu hér á Akureyri á dögunum og gengur ekki að sigrinum vísum á Landsmótinu." Athygli vekur aö Gylfi nefnir Akureyringinn Sigurpál Sveinsson sem líklegan sigurvegara í karla- flokknum en Akureyringar hafa ekki átt Islandsmeistara í gollj síð- an 1977. Þaó ár, og reyndar líka næstu tjögur á undan, varð Björg- vin Þorsteinsson Islandsmeistari. „Spurningin með Sigurpál er hvort hann nær að einbeita sér og fær að vera í friói. Við höfum áð- ur verió með Landsmót hér á Ak- ureyri og átt unga spilara sem gerðir hafa verið að Islandsmeist- urum fyrirfram. Þessir strákar hafa bara ekki staðió undir pressunni sem lögð hefur verið á þá. Sigur- páll hefur getuna til aö vinna mót- ið og á góða möguleika ef hann nær að spila sitt goIf,“ segir Gylfi. Óvíst að högg bæjarstjórans verði látið gilda Nýtt keppnisfyrirkomulag var tek- ið upp í fyrra. Þá fór mótió fram á sex dögum og sami háttur verður hafður á nú. Mcistaraflokkar karla og kvenna hefja ekki keppni fyrr en á þriðjudag og leika samfellt í fjóra daga en aórir flokkar hvíla einn dag meðan á mótinu stendur. Þetta er nauðsynlcgt til að koma öllum keppcndum að en engar fjöldatakmarkanir eru á mótinu eins og tíðkast hefur. Gylfi segir að fjöldi keppenda eigi ekki að valda ncinum vand- ræðum. „Veörið gæti hugsanlega sett strik í reikninginn. Fimmtu- dagurinn verður t.d. nokkuð erfið- ur en þá verðum við aö ræsa út keppendur stanslaust í tólf og hálfan tíma, byrjum sex um morg- uninn og verðum ekki búnir fyrr en hálfsjö um kvöldið. Dimmviðri það kvöld gæti valdið vandræðum og verði útlit fyrir það byrjum við hugsanlega að ræsa út fyrr um morguninn." Keppni hefst kl. 7 í fyrramálið. Það verður Jakob Björnsson, bæj- arstjóri á Akureyri, sem slær fyrsta höggið fyrir Hannes Guð- mundsson, forseta Golfsambands- ins, en Hannes má svo ráða hvort hann lætur höggið gilda eða slær annan bolta. ,Jakob hefur víst aldrei slegið golfbolta á ævinni en mér skilst að hann ætli að æfa sig aðeins um helgina," sagði Gylfi Kristjánsson. JHB .jf; i • iPgí* • • □ □ □ Munib ódýru morgun- tímana fró kl. 9-14 Abeins kr. 270 Sólbabsstofan Hamri sími 12080.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.