Dagur - 23.07.1994, Síða 10

Dagur - 23.07.1994, Síða 10
10 - DAGUR -Laugardagur 23. júlí 1994 PÝRARÍKI ÍSLANDS Fuglar 52. þáttur Maríuerla SR. SI6URÐUR Æ6ISSON (Motacilla alba) Maríuerlan er af ættbálki spör- fugla, og tilheyrir þaöan erluætt- inni, en í henni er aö finna um 58 tegundir af litlum, mjóslegnum bersvæöisfuglum, er halda sig mest á jöröu niðri, og þá hlaup- andi og trítlandi rösklcga (ekki hoppandi), og lifa á skordýrum. Ættin deilist svo í erlur (um 10 tegundir) og grátittlinga. Fuglar beggja greina þekkjast á löngu og kviku stéli (lengri á erlum), með hvítleitum útfjöðrum, langri kló á afturtá, og erlur oft líka á áberandi mynstri. Maríuerla og þúfutittlingur hafa lengstum verið taldir einu verpandi fulltrúar ættar sinnar á Islandi. En nú eru uppi efasemdir um þetta, eftir að menn fóru á síð- ustu árum að rekast hér á verpandi strandtittling, eins og getió var í 48. þætti Dýraríkis Islands, er fjallaði um þúfutittling. Maríuerlan er um 18 sm á lengd, og útbreiddur og algengur varpfugl í mestallri Evrópu, N- Afríku og Asíu, og kann best við sig á opnu landi, þar sem mikið er af uppáhaldsfæóu hennar, skor- dýrum. Af maríuerlu eru til nokkrar deilitegundir. Sú, er hér á landi verpir, og á meginlandi Evrópu, nefnist Motacilla alba alba. Karl- fuglar hennar eru á sumrin ljós- gráir að ofan og á hliðum, svartir á kolli, hnakka, framhálsi og bringu, en hvítir á enni, kinnum, hálshliðum og aó neðanverðu. Stélió er svart, meó hvítum út- fjöðrum. Kvenfuglarnir eru ekki eins svartir á höfði og bringu. Fætur eru langir og grannir, dökkbrúnir að lit. Goggur stuttur og mjósleginn, gulur um rætur en dökknar aó oddi. Augnlitur cr dökkbrúnn. A veturna eru bæði kynin hvít á framhálsi, meó svartan, hálf- mánalaga kraga. A Bretlandi og Irlandi er að finna aðra deilitegund maríuerl- unnar, er nefnd hefur verið Breta- erla (Motacilla alba yarrellii). Sú hefur flækst til Islands endrum og sinnum. Hún er í sumarbúningi mun dekkri yfirlitum en okkar, en á haustin líkjast þær mjög hvor annarri. Blendingspör eru algeng á mörkum útbreiðslusvæðanna, og þá m.a. á skosku eyjaklösunum. Og ekki gerir það málið einfald- ara, að ungfuglar bcggja deiliteg- undanna eru eins á lit. Maríuerlan er ákaflega gæf- lynd, en þó mjög á iði, allt frá morgni til kvölds. Hún er á ýmsan hátt öðruvísi en flestir aðrir spör- fuglar í því, að hún trítlar á jörðu niðri, þ.e.a.s. ber fæturna áfram á víxl, en hoppar ekki. Um leið veifar hún Iöngu stélinu upp og nióur í sífellu, og höfuðió gengur fram og aftur ótt og títt. Fluglagið er einnig sérkennilegt, cða svo- kallað bylgjuflug, öldótt og reik- ult, og minnir einna helst á aðferð náfrænda hennar, þúfutittlings. Hana er oft að finna í nágrenni vatns. Maríuerlan er eindreginn far- fugl, sem kemur til landsins síðast í apríl og fyrstu daga maímánaðar. Oft er hún sögð elskari að manna- bústööum en nokkur annar ís- lenskur fugl, sem kannski þó ork- ar tvímælis. A.m.k. koma gráspör og stari hér einnig sterklega til greina. En hitt er deginum Ijósara, að maríuerlan er útbreiddari um landiö en nefndar tegundir, og mun að líkindum hafa aðsetur á llestum sveitabæjum á Islandi á sumrin, auk þess að vera algeng í fiestum ef ekki öllum bæjum og þorpum hér. Hún er ekki félags- lynd á þeim tíma, en mun hins vegar eiga það til að halda sig ; fiokkum í vetrarheimkynnunum. Hreiðurstað velur maríuerlan sér í eða á húsum eða öðrum mannvirkjum, og mjög oft líka undir brúm, yfir lækjum og ám. Einnig verpir hún oft í klettaskor- um við sjó eða ár og vötn, og jafn- vel hlöðnum grjótveggjum, í bíl- hræjum og á ýmsum einkennilegri stöðum. Hreiðrið er fyrirferðamik- il gras- og mosahrúga, en skálin fóðruó innan með hárum, ull og fjöórum. Eggin eru 5-7, Ijósgrá eða fölbláleit, með þéttum, dökk- gráum eða brúnum smádröfnum. Maríucrla. Kvenfuglinn sér einnig aó mestu eða cingöngu um ásetuna, scm tekur um tvær vikur, en báðir fuglarnir afia síóan ungunum mat- ar. Um tveggja vikna gamlir yfir- gefa þeir hreiðrið. Þeir eru mjög ólíkir foreldrum sínum, er hér er komið sögu, næsta einkennalausir. gráleitir cða ólívubrúnir á lit á baki, en ljósari að neðanverðu. Kverkin er svört. Maríuerlan lifir nær eingöngu á skordýrum, og öðrum hryggleys- ingjum, s.s. möðkum. Skordýrin cru ýmist tckin á fiugi eða jöróu niðri. Rödd maríuerlunnar er hratt, endurtekið hvellhljóð. Söngur til- þrifalítill. Maríucrlurnar fiestar yfirgefa landið frá öndvcrðum ágústmán- uði og fram í miðjan september. Einstaka fuglar eru þó hér enn í október. Hinar tvær nefndu undir- tegundir deila ckki með sér vetrar- heimkynnum. Bretaerlan heldur kyrru fyrir í Evrópu, allt norður til Skotlands, en okkar fugl, (M. a. alba) hverfur til V- Afríku, nánar tiltekið Sierra Leone, Senegal, Gambíu, Nígeríu og svæða þar um kring. Þetta cr ekki lítið fiug eða auðvclt, því leiðin frá Islandi til Gambíu cr 5500 km, og þar af 800 km, sem maríuerlan veróur að fara í einum áfanga, um sjóveg milli íslands og Skotlands. Um stofnstærð maríuerlu á Is- landi er fátt vitað, enda ýmsum vandkvæðum bundið að telja eða áætla slíkt að einhverju viti. Eins er með flesta aðra spörfuglastofna Iandsins. Elsta maríuerla, sem dæmi eru um, var merkt sem fullorðin í Bretlandi 22. september árið 1962 og náðist lifandi 9 árum og 11 mánuðum seinna, 21. ágúst 1972, og var sleppt á ný. MATARKRÓKU R Enn siglfirskar uppskrifitir: Rækjupanna og fjölnota kaka Enn er Matarkrókurinn á Siglu- firði og að þessu sinni situr í hon- um Asdís Gunnlaugsdóttir sem tók áskorun Margrétar Þórðardótt- ur frá því fyrir hálfum mánuði. Asdís gefur uppskriftir aó rækju- pönnu og köku sem hún segir kannski ekki sérlega frumlega en hafa reynst sér vel í gegnum árin. Uppskriftina má nota vió ýmis tækifæri eins og komið verður að hér á eftir. En byrjum á rækjupönnunni. í hana þarf eftirfarandi: 250 g rœkjur 200 g sveppir, niðursneiddir 1 rauð og 1 grœn paprika, saxaðar smátt 1 tsk. karrý 2 msk. smjör 1 hálfdós maísbaunir Rækjurnar eru steiktar upp úr 1 msk. af smjöri og soðinu síðan hellt af. Afgangnum af smjörinu, sveppunum, paprikunni og karrý- inu blandað vel saman við rækj- umar. Vökvinn sigtaður vel frá maísbaununum og þeim blandað saman við og allt látið standa í 2 mínútur. Þetta er borið fram meó ristuóu brauði og jafnvel fersku salati. Gagnleg kökuupp- skiift Ásdís býður upp á kökuuppskrift og hefur þetta um hana að segja: Ásdís ásamt tíkinni Lady scm orðin cr 15 ára gömul. „Ég hef nú ekki hugsað mér að senda sérlega frumlega kökuupp- skrift heldur eina gamla og góða sem hefur verið mér notadrýgst í 37 ára búskap. Ur henni baka ég jólaköku, marmaraköku, epla- köku, muffins (þá meó súkkulaði- spænum eða rifnum appelsínu- berki og nota þá safann úr appels- ínunni í glassúrinn sem ég set of- an á kökurnar), skúffuköku með kanelsykri og möndlum eða rú- sínubollur. Dropana hef ég mis- munandi cftir því hvað ég baka.“ 750 g hveiti 375 g smjörlíki 500 g sykur 4 tsk. lyftiduft 3-4 egg 4 dl mjólk dropar Smjörlíki, sykri og eggjum hrært vel saman. Afgangnum síð- an bætt út í og hrært. Formkökur eru bakaðar í u.þ.b. eina klst. við 190 gráður en tíminn er minni á smærri kökur. Ásdís skorar á mágkonu sína, Stellu Einarsdóttur, Hvanneyrar- braut 61, Siglufirði, að vera í næsta matarkrók. JHB

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.