Dagur


Dagur - 23.07.1994, Qupperneq 15

Dagur - 23.07.1994, Qupperneq 15
UTAN LANDSSTEINA „ Leikarínn“ snýr sér að leiklist Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að knattspymugoóió Diego Maradona féll á lyfjaprófi eftir leik í HM fyrir skömmu og er sparkferli hans sennilega lokið. En Maradona hefur ekki sagt sitt síð- asta því nú hyggur hann á aó græða á tá og fingri með gerð kvikmyndar um margbrotið líf sitt. „Myndin mun sýna allan sannleikann um líf mitt, þar á meðal er kókaínneyslan og allt annað,“ segir þessi smávaxni pillugleypir. Honum finnst tími til kominn til að létta af hjarta sínu enda finnst honum að hann hafi ávallt verið misskilinn og vill leiðrétta það. Ekki er skortur á efni í handrit þar sem fjallað veróur um kynlíf, eit- urlyf, spillingu og tengsl við mafíuna þar sem Marad- ona vill engu leyna. Sögur herma að hann hafí undir- búió myndina síðustu mánuði og hefur þegar ráðið leikstjóra. Ekki þykir verra að hann vakti mikla at- hygli í Bandaríkjunum og ætti það að auka vinsældir Diego Maradona á leið i lyfjaprófíð fræga. myndarinnar. Búist er við að Maradona muni leika sjálfan sig í myndinni en gárungarnir hafa löngum haldiö því fram að hann sé mjög hæfur leikari. Lcikarinn O.J. Simpson hefur verið inikið í sviðsljósinu aö undanförnu. Sonur klæðskiptíngs Mikió hefur verió rætt og ritað að undanförnu um íþróttahetjuna og leikarann, O.J. Simpson. Eins og flestum ætti að vera kunnugt er hann ákærður fyrir að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína og elskhuga hennar á óhugnanlegan hátt, meðal annars meó því aö skera af honum karlmennskuna. Bandaríkjamenn eru fljótir aö taka við sér þegar svona atburóir gerast og þegar hefur verið gefín út bók um ævi kappans þar sem ckkert er látið ósagt. Þar er meðal annars sagt frá tengslum Simpsons við mafíuna og greint frá því að faðir hans hafi verið klæóskiptingur sem lést úr eyðni. Gary Oldman. Lauslátur leikari Leikarinn og kvennagullið Johnny Depp er ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum. Undan- fama mánuói hefur hann verið í sambúð meö fyrirsætunni Kate Moss og hafa sögur verið á sveimi um hugsanlega giftingu á næst- unni. En þegar Kate var upptekin við vinnu sína fyrir skömmu og skildi Johnny eftir einan heima í Los Angeles, brá hann undir sig betri fætinum og sást í fylgd með Chrissie Hynde, söngkonu Preten- ders. Þau sáust í heldur innilegum faðmlögum á kaffihúsi í LA cn Johnny hefur verið þekktur fyrir að vera meö heldur yngri dömum en Chrissie, sem er 43 ára. Isabella Kossclini og Gary Oldman eru tilbúin að rcyna hjónaband á nýjan lcik. Enn eitt hjónaband í Hollywood? Isabella Rossellini og Gary Old- man leika saman í myndinni Im- mortal Beloved þar sem þau leika ástfangið par. Svo virðist sem að þau hafi tekið hlutverkið full al- varlega og hyggja nú á giftingu á næstunni. Oldman sem er 36 ára og Rossellini sem er 42 ára hafa nokkra reynslu í þessum efnum þar sem bæði eiga að baki tvö misheppnuð hjónabönd. Isabella sem er fyrrverandi fyrirsæta var fyrst gift leikstjóranum Martin Scorsese og á 11 ára dóttir með síðari eiginmanni sínum, fyrirsæt- unni Jonathan Weidermann. Fyrir tæpu ári ættleiddi hún svo annað bam, drenginn Roberto. Laugardagur 23. júlí 1994 - DAGUR - 15 UMSJÓN: SÆVAR HKEIÐARSSON Vöðvafjallið Sylvester Stallonc á í erfiðieikum með vitstola aðdáanda. Ofsóttur í áratug Það er sennilega ekki margt sem hræðir kraftakarlinn Sylvester Stall- one en það hefur konu einni tekist að gera. Þessi ónefnda kona hefur ofsótt kappann síðustu tíu árin og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að losna við hana kemur hún alltaf aftur og aftur. Þetta byrjaði bara meö bréfaskrifum. I fyrstu voru þau nijög vingjamleg en síðan varð orð- farið ávallt ógeöfelldara. Það var greinilegt að konan sem skrifaði þau var veik á geði. Stallone óttaðist mest að hún myndi vinna sonum sínum mein. „Tilhugsunin um að hún vissi hvar ég bjó hryllti ntig. Ég réði öryggisverði til að gæta bamanna,“ segir Stallone. Stallone fékk lögbann sett á að hún konti nálægt eignum hans en það breytir engu og hún heldur áfram að senda honum óhugnanleg bréf. Fyrr á þessu ári braut hún þó lögbannið og heimsótti Stallone á landareign hans í Kalifomíu og fékk að dúsa fangageymslur fyrir vikið. Sharon Stone tekur vel á móti óhoönum gestum. Heppinn þjófur Kynbomban Sharon Stone varð fyrir heldur leiðinlegri reynslu fyrir skömmu þegar að brotist var inn á heimili hennar. Innbrotsþjófurinn komst yfir vel vaktaóa girðingu án þess að nokkur veitti því athygli og braust inn í bílskúrinn þar sem hann eignaði sér ýmsa persónulega muni leikkonunnar auk þess sem hann rispaði og beyglaði glænýja BMW bifreió. Sharon var ekki heima þegar atburðurinn átti sér staó og má segja að þar hafi þjófurinn sloppið vel því fyrir skömmu lýsti Sharon því yfir í blaðaviðtali að hún mundi ekki hika við að skjóta hvem þann sem brytist inn til hennar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.