Dagur - 06.08.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 06.08.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 6. ágúst 1994 FRÉTTIR Misjöfn laun bæjar- og sveitarstjóra Við framlagningu álagningarskrár ár hvert vaknar æv- inlega áhugi almennings á því hvað þeir sem áberandi eru í þjóðfélaginu eða gegna ábyrgðarstöðum í þjóðfé- laginu, greiða í opinber gjöld. Starf bæjar- eða sveitar- stjóra eru mjög eftirsótt hér á landi sem raunar þarf ekki að koma á óvart þegar álagningarskrár eru skoð- aðar og fundið út samkvæmt þeim hvað áðurnefndir forsvarsmenn sveitarfélaganna bera í laun. Þess ber aö geta að upplýsingarnar eru byggóar á álagn- ingarstofni sem hugsanlega kann að hafa tekið breytingum til hækkunar vegna söluhagnaðar eóa arðs af hlutafjáreign cða rekstri og til lækkunar vegna kostnaðar vegna skólagöngu barna, veikinda eða annarra ótilgreindra ástæðna. I kjölfar sveitarstjórnarkosninganna sl. vor hættu nokkrir bæjar- og sveitarstjórar störfum og einn mun llytja sig um set frá Raufarhöfn til Hvammstanga. Samkvæmt álagningarskránni voru mánaðarlaun bæjar- og sveitarstjóra á Noróurlandi eftirtalin á árinu 1993: 1. Halldór Jónsson, Akureyri kr. 452.000 2. Kristján Þór Júlíusson, Dalvík kr. 437.000 3. Bjarni Þór Einarsson, Hvammstanga kr. 436.000 4. Einar Njálsson, Húsavík kr. 399.000 5. Snorri Björn Sigurósson, Sauóárkróki kr. 372.000 6. Hálfdán Kristjánsson, Ólafsfirði kr. 360.000 7. Björn Valdimarsson, Siglufirði kr. 346.000 8. Ófeigur Gestsson, Blönduósi kr. 315.000 9. Magnús B. Jónsson, Skagaströnd kr. 278.000 10. Guðmundur Guðmundsson, Raufarhöfn kr. 276.000 11. Guðný Sverrisdóttir, Grenivík kr. 265.000 12. Jónas Vigfússon, Hrísey kr. 253.000 13. Reinhard Reynisson, Þórshöfn kr. 230.000 14. Sigurður Rúnar Ragnarsson, Mývatnssveit kr. 209.000 15. Steinar Haróarson, Kópaskeri kr. 217.000 16. Pétur Þór Jónasson, Eyjafjarðarsveit kr. 202.000 17. Jón Guðmundsson, Hofsósi kr. 158.000 18. Ingunn St. Svavarsdóttir, Kópaskeri kr. 80.000 (193.000) Ingunn Svavarsdóttir, sveitarstjóri á Kópaskeri, kom aftur til starfa 1. ágúst 1993 eftir ársleyfi frá störfum og er talan í sviga laun hennar miðað við 5 mánaða starfstíma. Steinar Harðarson, sem gegndi störfum sveitarstjóra á meðan, fór í önnur störf á vegum sveitarfélagsins og var því starfsmaður þess allt síóasta ár. GG Halldór Jónsson. Kristján Þór Bjarni Þór Ein- Einar Njálsson. Snorri Björn Hálfdán Krist- Björn Valdi- Guðný Sverris- Reinhard Reyn- Jón Guðmunds- Júlíusson. arsson. Sigurðsson. jánsson. marsson. dóttir. isson. són. 452 437 436 399 372 360 346 265 230 158 Laun forsvarsmanna norölensks sjávarútsvegs: Framkvæmdastjórar frystiskipaútgerðanna með hæstu launin Sjávarútvegur er undirstöðuat- vinnuvegur landsmanna og í smærri byggðarlögum er útgerð og fiskvinnsla lífakkeri byggðarlag- anna og nánast öll atvinnutæki- færi á þessum stöðum byggjast á eða tengjast útgerð og fiskvinnslu með einum eða öðrum hætti. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Stöðupróf í framhaldsskólum Stöðupróf í framhaldsskólum í byrjun haustannar 1994 verða sem hér segir: Enska mánudaginn 22. ágúst kl. 18.00 Þýska, spænska þriðjudaginn 23. ágúst kl. 18.00 Norska, sænska mióvikudaginn 24. ágúst kl. 18.00 Franska, ítalska, stærðfræði fimmtudaginn 25. ágúst kl. 18.00 Stöðuprófin eru opin öllum framhaldsskólanemendum sem orðið hafa sér úti um einhverja þekkingu umfram grunnskóla. Tilkynna skal þátttöku símleiðis til skrif- stofu Menntaskólans við Hamrahlíð fyrir 20. ágúst í síma 685140. Framkvæmda- stjórar útgerðar og fiskvinnsiu bera mikla ábyrgð en hvað skyldu þeir bera úr být- um fyrir þá ábyrgð? A meófylgjandi lista rná sjá hvaö þeir hafa haft í mánaó- arlaun samkvæmt álagningarskrá 1994. Guðmundur Tr. Sigurðsson, Meleyri hf. Hvammstanga kr. 298.000 Sveinn Ing- ólfsson, Skag- Sveinn Ingólfs- strendingur hl. SOn. Skagaströnd kr. 700.000 7fín Einar Svans- * son, Fiskiðjan - Skagfirðingur hf. Sauðárkróki kr. 404.000 Olafur Marteinsson, Þormóður rammi hf. Siglufiröi kr. 283.000 Gunnar Þór Sigvaldason, Sæberg hf. Ólafsfirói kr. 186.000 Svavar Magnússon, Magnús Gamalíelsson hf. Ólafsfirði kr. 554.000 Gunnar Aðalbjörnsson, Frystihús KEA, Dalvík kr. 321.000 Valdimar Bragason, Utgerðarfé- lag Dalvíkinga hf. Dalvík kr. 229.000 Gunnar Ragnars, Utgerðarfélag Akureyringa hf. Akureyri kr. 534.000 Þorsteinn Már Baldvinsson, Sam- herji hf. Akureyri kr. 830.000 Tryggvi Finnsson, Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. Húsavík kr. 287.000 Kristján Asgeirsson, Höfói hf. og íshaf hf. Húsavík kr. 292.000 Kristján Þ. Halldórsson, Geflu hf. Kópaskeri kr. 217.000 Þorsteinn Óli Sigurðsson, Fiskiðja Raufarhafnar hf. og Jökull hf. Rauf- arhöfn kr. 298.000 Jóhann A. Jónsson, Hraðfrystihús Þórshafnar hf. kr. 283.000 GG Magnús Gauti launa- hæstur kaupfélags* stjóra á Norðurlandi Laun norðlenskra kaupfélags- stjóra voru ærið misjöfn á sl. ári samkvæmt álagningarskrá 1994. Það þarf þó ekki að koma á óvart því umfang þeirra er mjög mismunandi. Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Ey- firðinga á Akureyri ber höfuð og herðar yilr kollega sína enda KEA eitt af stærstu fyrirtækjum landsins. Mánaðarlaun Magnús- ar Gauta voru kr. 821.000. Þorgeir Hlöðversson, Kaup- félagi Þingeyinga á Húsavík var meó kr. 456.000; Garóar Hall- dórsson, Kaupfélagi Langnes- inga á Þórshöfn með kr. 288.000; Gunnar V. Sigurðsson, Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga kr. 184.000; Guðsteinn Einarsson, Kaupfé- lagi Húnvetninga og Sölufélagi Austur- Húnvetninga á Blöndu- ósi kr. 313.000 og Þórólfur Gíslason, Kaupfélagi Skagfirð- inga Sauðárkróki kr. 458.000. Rckstur útbús KEA á Dalvík er mjög umfangsmikill en úti- bússtjórinn, Rögnvaldur Skíði Frióbjörnsson, nú bæjarstjóri á Dalvík, bar kr. 271.000 í mánað- arlaun á árinu 1993. GG Magnús Gauti Garðar Halldórsson. Guðstcinn Einarsson. Gautason. 821 288 313 Minjasafnið á Akureyri: Efnir til handverks- dags á morgun Á morgun, sunnudaginn 7. ágúst, stendur Minjasafnið á Akureyri fyrir handverksdegi. Þaó hefur fengió til liós við sig handverksfólk frá Akureyri, úr Eyjafirói og frá Húsavík og mun þaó sýna margvíslegt handverk, t.d. útskurð, vinnu við horn og bein, vefnað, orkeringu og gimb, balderingu, spuna og hnýtingu hrosshársgjarða. Handverksfólkið veróur aðallega staðsett í Noróur- húsi safnsins bæði á efri og neóri hæð og reynt verður að tengja handverkið við sýningarnar sem þar eru. Safngestum ætti því að gefast gott tækifæri á aó sjá hvernig handverk sem lifað hefur með þjóðinni í aldir hefur þróast í tímans rás. Minjasafnið er opnaó kl. 11 en handverksfólkið hefur störf sín kl. 13 og verður við iðju sína til kl. 17. Aðgangseyrir er 200 krónur. (Fréltulilkynning)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.