Dagur - 06.08.1994, Page 4
4 - DAGUR - Laugardagur 6. ágúst 1994
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLADAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON,
HALLDÓR ARINBJARNARSON,(lþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
0£beldi á tölvuöld
í grein í nýjasta tölublaði tímaritsins Uppeldi er vakin
athygli á því að niður í skúffu í menntamálaráðuneyt-
inu hafi lengi verið drög að frumvarpi til laga um
skoðun kvikmynda og bann við ofbeldismyndum. Á
sama tíma fjölgar þeim börnum sem verja drjúgum
tíma við sjónvarpsgláp eða sitja lon og don við heimil-
istölvuna og kynna sér tölvuleiki með grófu ofbeldi
sem oftast gengur út á ofbeldi og morð. Þetta er heim-
ur barnanna í dag og löggjafinn leggur blessun sína
yfir hann.
Auður Eydal, forstöðumaður Kvikmyndaeftirlitsins,
segir í nefndri grein í Uppeldi að hvergi sé minnst á
tölvuleiki í núgildandi lögum og því sé ekkert eftirlit
haft með þessum hlutum. Auður telur að eftirlit með
tölvuleikjum væri best komið hjá Kvikmyndaeftirlitinu.
„Ég hef þrýst á um að sérstök grein um tölvuleiki
verði sett inn í hin nýju lög um skoðun kvikmynda og
bann við ofbeldismyndum. Það er alls ekki fjarstæðu-
kennt að hugsa sér að kvikmyndaeftirlitið kæmi ein-
hvern veginn þarna inn og sæi um skráningu leikja og
aldursmerkingar. Þannig hefur það verið í öðrum lönd-
um," segir Auður Eydal.
Það er vitað mál að börn og unglingar hafa aðgang
að hrottafengnum tölvuleikjum í einkatölvum inni á
heimilum. Foreldrarnir hafa jafnvel ekki hugmynd um
hvað börn þeirra eru að horfa á vegna þess einfald-
lega að þeir hafa ekki sömu þekkingu á tölvuheimin-
um og börnin. Slíkir tölvuleikir eru nú til dags orðnir
ótrúlega vel gerðir, í augum barnanna jafnast þeir á
við kvikmyndir og áhrif þeirra á börnin eru síst minni
en ef um ofbeldiskvikmyndir er að ræða.
í viðtali við Auði Eydal í greininni í Uppeldi kemur
fram að dreifingaraðilar tölvuleikja hafi lýst yfir áhuga
á einhvers konar leiðbeiningum eða merkingum til að
fara eftir, ekki ósvipað því sem er á myndböndum.
„Þeir hafa sjálfir séð að það er óæskilegt að selja ung-
um börnum eitthvað sem engan veginn hæfir þeirra
aldri og vilja leiðbeinandi reglur og aldursmerkingar,"
segir Auður.
Það er löngu tímabært að hæstvirtir alþingismenn
vakni af værum blundi og geri sér grein fyrir að hér er
um alvarlegt mál að ræða sem brýnt er að tekið verði
á. Eftirliti í einhverri mynd verður að koma á. Eftirfar-
andi orð Auðar Eydal vitna um afskiptaleysi opinberra
aðila af þessu máli: „Staðan er því miður sú í dag að
það veit enginn neitt um þessi mál né nennir að setja
sig inn í þau.“
I UPPAHALDI
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, þjóðgarðsvörður:
Drekkur nýmjólk og
hlustar á Edith Piaf
Sigþrúður Stella Jó-
hannsdóttir er
þjóðgarðsvörður í
Jökulsárgljúfrum.
Hún býr að Ási og
fylgist með þjóð-
garðinum sumar sem vetur,
vor og haust, þó sumarið sé
að vonum háannatíminn.
Þetta er áttunda sumarið
sem Stella starfar í þjóð-
garðinum, en það var í vet-
ur sem Össur Skarphéðins-
son, umhverfisráðherra,
skipaði hana í embætti
þjóðgarðsvarðar. Stella er
frá Víkingavatni í Keldu-
hverfi, svo hún starfar ekki
svo langt frá sínu æsku-
heimili. Stella ætlar í dag að
segja okkur hvað er heíst í
uppáhaldi hjá henni.
Hvaðgerirðu heht ífrístundum?
Ég slappa bara af.
Hvaða matur er í mestu uppáhaldi
hjá þér?
Grillaó lambakjöt.
Uppáhaldsdrykkur?
Nýmjólk.
Ertu hamlileypa tilallra verka á
heimilinu?
Ég tek heimilisstörfin í skorp-
um.
Er heilsusamlegt líferni ofarlega á
baugi hjá þér?
Sigþrúður Stella JóliannsdóUir.
Já, alltaf. Ég lifi ágætlega
heilsusamlegu lífi.
Hvaða blöð og tímarit kaupir þú?
Ég er nýbyrjuð að kaupa
Moggann, annars hef ég ekki
keypt nein blöð.
Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?
Engin eins og er. Síöast las ég
sögu eftir Agöthu Christie.
Hvaða tónlistarmaður/hljómsveit er
í mestu uppáhaldi hjá þér?
Þetta er erfið spurning. Þessa
dagana hlusta ég mest á Edith
Piaf.
Uppálialdsíþróttamaður?
Ég fylgist ekki nógu vel með
íþróttum.
Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi?
Fréttir.
A hvaða stjórnmálamanni hefurþú
mest álit?
No comment.
Hvar á landinu vildir þú helst búa ef
þú þyrftir að flytja búferlum nú?
Einhversstaðar á Norðaustur-
landi.
Hvaða hlut eða fasteign langarþig
mest að eignast um þessar mundir?
Ég ætla að kaupa mér sjón-
varp í haust.
Hvernig œtlur þú að verja sumar-
leyfinu?
Sumarleyfið verður ekki tekið
fyrr en í vetur og það er
óákvcðiö hvernig því verður
varið.
Hvað œtlarþú að gera um helgina?
Vinna. Ég geri engan greinar-
mun á helgum og virkum
dögum í þessu starfi, og þaó
er allt í lagi mín vegna.
IM
A\Et> MOROUN KAFFI NU
OLAFUR ÞORÐARSON
Þá er hún búin
Enn einu sinni er hún búin, blessuó verslunarmannahelgin.
Þessi árlega martröð Umferöarráðs, lögreglu, Land-
verndar og síðast en ekki síst, foreldra. Aó þessu sinni var
mottóið að vísu dálítið á skjön við markaðsöflin, þ.e.a.s.
burt með unglinga. Utrýmum unglingum, enga unglinga
hingað, takk.
Þrátt fyrir að þessi söngur hafi nú staðið, að því er talið
er, frá upphafi vega, eru unglingar enn í fullu fjöri og hegð-
an þeirra alltaf jafn hneykslanleg, sem betur fer liggur mér
við að segja. Eöa hvar væri komið þessari þjóð ef ekki væru
unglingar, ég spyr?
Þrátt fyrir að ég sé farinn að eldast og hættur að láta Jör-
und féfletta mig, hvað þá aðra minni spámenn í þjónust-
unni, þá datt mér nú samt í hug að renna út á Siglufjörð á
Síldarævintýri 1994 á sunnudagsmorguninn síðastliðinn. í
framhaldi af því ákvað ég aó hringja þangað og forvitnast
um auglýsta dagskrá fyrir þann ágæta dag.
En nú var úr vöndu aö ráða. Hvern skyldi nú helst að tala
við?
Eftir vandlega íhugun ákvaó ég aó hafa samband vió
Hótel Læk þar á staðnum. Þeir hljóta að hafa þetta á hreinu,
staósettir í hjarta bæjarins. Á kafi í þjónustu við gesti og
gangandi auk þess aó eiga verulegra hagsmuna að gæta
varðandi þessa samkomu, hugsaði ég um leið og ég valdi
símanúmerið.
„Hótel Lækur, góóan daginn," var svaraó.
- Já, góðan dag. Olafur heiti ég og bý á Akureyri. Mig
langar til aó fá upplýsingar um hvað veróur um aó vera
þarna hjá ykkur frá hádegi í dag. Sem sagt; hvernig hljóóar
auglýst dagskrá fyrir daginn í dag? „Það er heilmikió um að
vera. Stanslaus músík á torginu og mikið fjör og veðrið al-
veg prýðilegt. Þú skalt bara skella þér.“
- Jú, alveg er það nú Ijómandi, en hvað með aöra dag-
skrárliði?
„Ja, það er svo margt; sjóstangveiði, skemmtisigling og
fleira og fleira.“
- En hvað með málverkasýningu, síldarsöltun og Síldar-
minjasafnið? Hvenær opna þessir staðir og hvað er opið
lengi?
„Söltunin byrjar klukkan tvö eða fjögur og hitt er opið til
klukkan sex eða sjö, kannski lengur, en veðrið er fint og
geysilegur mannfjöldi, svo þú ættir bara aó drífa þig á stað-
inn í hvelli.“
- Þú ert sem sagt ekki meö auglýsta dagskrá við hend-
ina?
„Nei, því miður, en reyndu aö tala við þær á bensínstöð-
inni.“
„ESSO, góóan daginn.“
- Já, góðan daginn. Olafur heiti ég og bý á Akureyri. Mig
langaði til aö fá upplýsingar um tímasetningar á auglýstri
dagskrá í dag, þarna hjá ykkur í fjörinu.
„Ja, þeir eru til dæmis akkúrat núna að koma að úr sjó-
stangveiðinni og svo verður svaka partý hjá þeim í kvöld.“
- Ágætt. En hvað með aðra dagskrárliði?
„Þú meinar síldarsöltun og allt það. Það er engin söltun í
dag. Þaó var bara í gær og fyrradag, en það er stanslaus
músík á torginu og fullt af fólki og mikió fjör og fínasta
veður.“
- Fínt er, en hvað með safnið og sýninguna?
„Það er opið í allan dag, til tíu í kvöld aó minnsta kosti,
eöa eitthvað soleiðis, held ég.“
- Akkúrat. Þakka þér fyrir.
„Það var ekkert.“
- Satt segirðu og vertu blessuð.
„HA?“
I næsta númeri var svarað eftir langa stund.
„Lögreglan.“
- Getið þið frætt mig um auglýsta dagskrá þarna hjá ykk-
ur í dag?
„Hringdu í upplýsingar í ráóhúsinu.“
- Takk.
„Upplýsingar góóan daginn.“
- Getur þú gefió mér upplýsingar um auglýsta dagskrá í
dag?
„Já, já. Þaó er stanslaus músík á torginu, geysilegur
mannfjöldi, fínasta veður og allt fullt af fólki og þér er al-
veg óhætt að láta sjá þig.“
- Klukkan hvaó?
„Klukkan hvað? Bara strax eða bara hvenær sem þér
sjálfum sýnist.“
- Ég var að spyrja um tímasetta og auglýsta dagskrá.
Hvenær er veðrið til dæmis?
„Ertu að grínast eða hvað?“
- Nei. Og hvernig mælió þið fjörið? í mannfjölda á fer-
metra eða í desibelum eða meðalhitastigi. Og hver samdi
dagskrána? Mér dettur helst í hug Eiríkur nokkur Fjalar,
getur þaó verió?
Smellur. Og þá datt mér í hug gömul vísa, sem vel gæti
átt við þessa mestu annríkishelgi íslenskra verslunarmanna:
Týndur faimst, en fundinn hvarf.
Að fundnum týndur leita þarf
Svo týnist sá, semfundinnfer,
að finna þann, sem týndur er.