Dagur - 06.08.1994, Page 18

Dagur - 06.08.1994, Page 18
18 - DAGUR - Laugardagur 6. ágúst 1994 POPP KOMBÓ Ellen Kristjánsdóttir hefur um langt árabil verið ein ástsælasta söngkona landsins. Verður ekki ann- að sagt en að hún hafi komið víóa vió og reynt nánast allt sem ein dægurlagasöng- kona getur reynt. Sem dæmi um hljómsveitir sem hún hefur sungið með má nefna Ljósin í bænum, þar sem diskóið var við völd, Mannakorn og Tíbrá, en auk þeirra og fleiri hefur hún starfrækt eigin sveitir og söng- flokka (Flokk mannsins hennar, Borgardætur) sungið meó öðr- um inn á plötur m.a. fyrir Magnús Þór auk ýmislegs ann- ars. Hún er síðan eins og sjálf- sagt flestir vita gift öórum tón- listarmanni, Eyþóri Gunnars- syni hljómborðsleikara í Mezzoforte og systir annars, Kristjáns, KK hinum seinni. Um nokkurt skeió hefur það svo legið í loftinu að Ellen sendi frá sér plötu undir eigin nafni, en lög frá henni hafa allt- af annaó slagió komió út á safnplötum. Stóð slíkt til á síð- asta ári, en í stað þess aó um hennar eigin plötu yrði aó ræða, varð nióurstaóan plata með nýrri hljómsveit, Kombóið. Komu þar til liðs við Ellen þeir Þórður Högnason kontra- bassaleikari, sem um langt árabil hefur verið í fremstu röó íslenskra jassara, Birgir Bald- ursson, sem spilað hefur meó ólíkum sveitum á borð við Sál- ina og s/h draum og Eðvaró Lárusson gítarleikari, sem m.a. CÍTARLEIKARI CENCUR BROTT Hún var heldur betur stór sprengjan sem féll í bresku poppi í síðustu viku. Þá fregnaóist nefnilega aó gítar- leikari Suede, einnar mest spennandi sveitar landsins, Bernard Butler, hefði sagt skilið við hana og það með látum. Hefur Suede að undanförnu unnið höróum höndum aó sinni annarri plötu og var það snemma í síðasta mánuði er vinnan var aó komast á loka- stig, sem upp úr sauð milli Butl- ers og hinna þriggja meðlima sem sagt ekki fyrr en í stóustu viku, aó fregnin spurðist út. Mun það hafa verið ágreiningur um störf upptökustjórans Ed Buell- er, sem olli brotthvarfi Butlers. Lenti hann víst nánar tiltekió í miklu orðaskaki við félaga sína, sem endaði með því að hann strunsaði út úr hljóöveri þar sem vinnan haföi farió fram og hef- ur ekki snúið aftur síðan. Hefur þessi útganga Butlers kynt und- ir sögusagnir að dagar Suede kunni senn vera taldir, en þær hafa verið uppi um hríð vegna ýmissa smáerfiðleika sveitarinn- ar. Forráðamenn hennar vísa hins vegar öllum slíkum sögum á bug og segja þær út í hött. Nýja platan, sem enn er nafnlaus, muni t.d. haldast á áætlun þrátt fyrir áfallið með Butler. Bernard Butler. Hættur, íarinn. hljómsveitarinnar. En það var ENNMEIRAAF HENÞRIX Meistari Hendrix hefur verið dáinn I rúm tuttugu ár, en verk hans lila átram, bædi góð og slæm. að þarf líklega ekki að fræða tónlistarunnendur á hversu fallnar hetjur hafa reynst útgef- endum happadrjúgar við að maka krókinn. Svo mikið hefur borið á endurútgáfum og ný/gömlum út- gáfum með „uppgröfnu" eða „týndu" efni á síðustu árum. (Hafa sumar af þessum útgáfum hrein- lega reynst falsaðar þegar til kast- anna hefur komið) Er Jimi heitinn Hendrix eitt besta dæmið um þetta, en á þeim rúmu tuttugu ár- um sem liðin eru frá andláti hans, hafa komið út óteljandi plötur undir hans nafni. Hefur þar oftar en ekki verið um bágbornar eða hreinlega falsaðar upptökur að ræða, en sem betur fer líka hreina gullmola í einstaka tilfellum. Dæmi um gull- mola er einmitt safnplatan Blues, sem kom út fyrr (sumar, en hún er dýrmætur vitnisburður um feril meistarans. Um þessar mundir er svo að koma út önnur plata með Hendrix, sem mörgum þykir ef- laust mikill tengur f. Er þar um aó ræða heildarupptöku á hlut Hendr- ix á Woodstockhátíðinni fyrir 25 árum, sem áður hefur aðeins kom- ið út í pörtum. Var að margra mati löngu kominn timi til, því Hendrix var tvímælalaust einn af hápunkt- um þessarar frægustu tónlistarhá- tiðar sögunnar. Það virðist alltaf þurfa að henda annars lagið að tónlistarunnendur láti lifið á tónleikum. Var sagt frá einu sllku dauðsfalli fyrir skömmu hér I Poppi, sem átti sér stað á Glastonburyhátíðinni. Var þar um dauða vegna fíkniefnaneyslu að ræða. Annað dauðsfall og ekki síður skuggalegt átti sér svo stað á svipuðum tíma, á tónleikum hjá hinni margfrægu þungarokkssveit til margra ára, Motorhead. Átti þar í hlut 21 árs piltur, sem í fyrstu var talinn hafa fallið i yfirlið í hita og þunga tónleikanna, en síðar upp- götvaðist að um dauðadá hefði verið að ræða. Var hann útskurð- aöur látinn um viku eftir atvikið. Er taiið að nokkur tími hafi liðið áður en í Ijós kom að ekki var allt með feldu með piltinn. Kann það e.t.v. að hafa skipt sköpum um að hægt hefði veriö að bjarga lífi hans. MAGNÚS GEIR GUÐMUNDSSON - KLASSO hefur spilað með Vinum Dóra og ýmsum jasssveitum. Sem ---- sagt, allt fyrsta flokks tónlistar- menn. Það kemur því ekki á óvart aó vinnubrögóin við plötuna og öll spilamennska er fyrsta flokks. Að „klassi" sé yfir henni eins og sagt er á vondu máli. Um innihaldió, 10 lög, öll samin af hljómsveitinni eóa El- len einni utan eins, Blue skies, sem er eftir hinn einstaka Tom Waits, gildir að mörgu leyti líka það sama. Eru þarna innan um góóar og vandaðar lagasmíó- ar, sem heldur kemur ekki á óvart að eru með djasskeimi. Dæmi um það eru Gamall maður, Sunny side, sem nokk- uó hefur heyrst í útvarpi og All in my mind. Þessi lög og önnur einkenna þó ekki síóur rólynd- islegt og draumkennt poppyfir- bragð, þannig að í heild má lýsa plötunni í einu orði sem angurværri. Dettur manni helst í hug samanburóur við sumt sem Cowboy junkies hafa verið að gera, en sá samanburóur er þó án ábyrgðar. Er óhætt að mæla með ----------------------------- plötunni, Sem þó auóvitað er Flnt erKombóið og faglegt. ekki sú söluvænlegasta, en er vönduð og allrar athygli veró. HRYLLINC5R0KKARI ENNAFERP Hryllingshetjan Alice Cooþer er einkar gott dæmi um tónlistarmann sem lifað hefur tím- ana tvenna. Hefur þessi tæplega fimmtugi garpur afrekað að ná allt til hæstu hæóa á frægðar- himninum, hrapa þaóan með látum m.a. vegna mikillar brennivíns- drykkju, en ná sér síðan aftur á strik og öðlast gott gengi að nýju. Var þaó á fyrri hluta og um miðjan átt- unda áratuginn Alice Cooper hefur enrt upp á ýmislegt aö bjóða þótt inn sé orðinn langur og strangur. sem Alice Cooper, hálfur maóur hálfur kona, (rétt nafn Vincent Furnier) gerði hreinlega allt vit- laust með sínum makalausu hryllingsuppákom- um, sem jafn mikið minntu á leiksýningu eins og rokktónleika. Stuóluóu þessar sýningar, sem urðu æ meira blóóugri eftir því sem vinsældirnar jukust, svo að því aó plöturnar sem komu út reglulega á hverju ári rokseldust. Sú vinsælasta og aó margra mati sú besta var Billion dollar ba- bies frá 1973, en hún fór á toppinn bæði í heimalandinu Bandaríkjunum og Bretlandi. Plat- an þar á undan, School s out frá 1972, er reynd- ar engu síðri og náði hún öðru sæti í Bandaríkj- unum og því fjórða í Bretlandi. Samnefnt lag fór líka á toppinn í Bretlandi og í sjöunda sæti í Bandaríkjunum. Þegar eins og fyrr sagði fór aö halla undan fæti hjá Cooper vegna víndrykkjunnar á seinni hluta áttunda áratugarins, hélt hann samt áfram aó senda frá sér plötur með reglulegu millibili. Þaó var hins vegar ekki fyrr en upp úr miðjum síóasta áratug sem rofa fór til að nýju með plötunni Constrictor. Hafói hann þá líka unnið bug á áfengisvandanum. Svo vel gekk Cooper með plötuna Trash árió 1989, að það jafnaóist á vió þaó besta frá fyrri velgengnisdögunum. Náði platan t.d. öóru sæti í Bretlandi og lagið Poison af henni náði víóa miklum vinsældum. Nýjasta plata Alice Cooper, The last temptation, kom svo út fyrir skömmu, en á undan henni hafói platan Hey stoopid litið dagsins Ijós árið 1992. Náði sú síðarnefnda ekki að fylgja ofur- vinsældum Trash eftir, en seldist þó þokkalega. Voru á henni líkt og á Trash margir frægir gestir, en á þeirri nýju er aóeins um einn slíkan aó ., Chris Cornell söngvara Soundgarden. Er höfundur tveggja laga á plötunni, þar af eins í félagi vió Cooper og syngur hann auk þess í öðru þeirra. Þykir platan aó uppbygg- ingu líkjast eldri plötum Coopers og hefur hún fengið hina bærilegustu dóma. Eru lög eins og Lost in America, Nothing s free og Side show dæmi um góðar rokklagasmíðar á henni. Cooper lifir því ágætu lífi ennþá í „bransanum“ nær þrjátíu árum eftir að hann hóf ferilinn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.