Dagur - 06.08.1994, Síða 20

Dagur - 06.08.1994, Síða 20
Nemendur úr kennaradeild, sjávarútvcgsdeild og rekstrardeild sækja fyrirlestra í nýja Oddfellowhúsinu. Mynd: GT Akureyri: Haskolinn fær kennslu- lými í Oddfellowhúsinu Háskólinn á Akureyri hefur gert samning við Odd- fellowreglu Akureyrar um notkun á húsnæði þeirra í bæn- um. Um er að ræða nýja bygg- ingu, sem staðsett er gegnt lög- reglustöðinni á Akureyri. Að sögn Guðmundar H. Frí- mannssonar, forstöðumanns kennaradeildar Háskólans á Akureyri, munu nemendur fyrsta árs kennaradeildarinnar sækja fyrirlestra í Oddfellow- húsinu auk þeirra nemenda úr sjávarútvegsdeild og rekstrar- deild sem sækja kúrsa saman. Endanleg tala nemendafjölda í kennaradeild skólans er ekki enn komin á hreint að sögn Guð- mundar, en fjöldi nemenda verð- ur að öllum líkindum yfir 45 manns á fyrsta ári, sem þýðir aö fara verður með megnió af þeirri kennslu í Oddfellowhúsið. Á fyrsta ári í fyrra voru 74 nem- endur, en fyrir 1. júní í ár höfðu 47 umsóknir borist og nokkrar umsóknir bárust skólanum eftir það og mun verða reynt að verða viö öllum umsóknunt. I sal Odd- fellowhússins geta 70-80 nem- endur setið við borð og ætti því aö vera rúmt um nemendur fyrsta árs kennaradeildar. ÞÞ Urvinnslan hf.: Há bilanatíðni gert mönnum erfitt fyrir Raufarhöfn: Færri ferða- menn á Hótel Norðurljósi Miðað við sumarið ’92 er þetta miklu minna,“ sagði Dóra Guðmundsdóttir hótel- stjóri á Raufarhöfn, aðspurð um ferðamannastraum á hótelinu í sumar. Dóra sagðist ekki miða við rigningarsumarið í fyrra. Þetta er þriðja árið sem hún rek- ur Hótel Norðurljós ásamt eigin- manni sínum, Óla Hansmar, og hótelið er opið allt árið. Dóra sagði að hótclrcksturinn byggðist ekki upp á hópum, þaö er ferðamannahópar kæmu ekki á hótelió, ncma þá íslenskir hópar starfsmanna eða félaga. Hún sagði að fjöldi ferðamanna væru á ferð, en þeir kæmu ekki á hótelið í gist- ingu eða mat. Fyrir tveim árum hefði aftur á móti verið mikið um að fólk kæmi við og fengi sér að borða. Fólk virtist ferðast á ódýr- ari hátt núna og fremur gista í tjöldum eða tjaldvögnum, og tölu- vert góð aðsókn hefði verið að tjaldstæðunum. „Það þýðir ekkert annað en aó vera bjartsýn,“ sagði Dóra og fannst ekki ólíklegt að fólk kæmi frekar í gistingu á hótelið þegar dimma tæki í ágúst. „Júní var ágætur og mér finnst svolítið skrítið hvað þessar stóru ferða- skrifstofur stíla mikið upp á júlí og ágúst, mér frnnst aó þær ættu að beina útlendingunum hingað á Norðurhjarann í júní, í þessa ein- stöku birtu, hún hlýtur að vera áhugaverð og fuglaskoðunarmenn vilja auðvitað koma í júní. Þaö eru fyrst og fremst náttúruunnendur sem hingað koma,“ sagði Dóra. Dóra og Óli fengu hótelið leigt til fimm ára og hún gerir fastlega ráð fyrir að þau haldi áfram rekstrinum þau tvö ár sem eftir eru af leigusamningnum. Á haust- in breytist reksturinn, þá er boðið upp á lifandi tónlist um helgar en slíkt er erfitt á sumrin þar sem gistiherbergin eru milli borðsalar og bars. Dóra sagði aó möguleiki væri fyrir þau að hafa hótelið opió á veturna með því að vinna eingöngu sjálf við reksturinn, auk þess sem hún hefði starfað sem kennari. „Við á Noróausturhorninu er- um dálítið afskekkt, út úr þessari túristamynd. Eg hef vcrið að hugsa um hvort við gætum ckki unnið saman og finnst vió ekki eiga samleið með Akureyri og jafnvel ekki Húsavík heldur. Hjar- inn ætti að reyna að taka höndum saman en ekki hver aó pukrast í sínu horni, þá er auglýsingakostn- aður svo hár,“ sagði Dóra. IM Ágætis veður verður_ norð- anlands um helgina. Á land- inu öllu er gert ráð fyrir hægri vestan- eða suð- vestanátt, þó gæti heldur bætt í vindinn þegar líður á helgina. Það verður skýjað og þokuslæðingur yfir nótt- ina en birtir til á daginn. Hiti verður á bilinu 10-17 stig, hlýjast inn til landsins. Ekki er búist við neinni úrkomu. Aðalfundur Úrvinnslunnar hf. var haldin á dögunum og var þar ákveðið að halda áfram starfsemi fyrirtækisins, en mikl- ar bilanir í vélabúnaði hafa tafið alla framleiðslu. Fyrirtækið hef- ur sérhæft sig í framleiðslu á kubbum undir vörubretti, en þeir hafa verið unnir úr hráefni svo sem gömlum dagblaðapapp- ír og áburðarpokaplasti. Vélar til framleióslunnar komu til landsins síðasta haust og var framleiðsla kubbanna halln í febrúar sl., en að sögn Bjarna Kristinssonar hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjaróar helúr starfsemi fyrir- tækisins gengið miklu hægar en reiknað var meö vegna mikilla bil- ana í framleiðslutækjum. Sagði Bjarni að ein bilunin hefði tekið vió af annarri og væri það nú fyrst frá miðjum júlí sem framleiðsla kubbanna hefði gengið snurðu- laust fyrir sig. Að hans sögn er um séríslenska þróun að ræða og var alltaf mein- ingin aó gera tilraunir meó aðra framleiðslu úr sama hráefni, t.d. „lektur“, en þaó eru timburstoðir sem notaðar eru við klæðningu húsa. Sagði Bjarni ýmsar fleiri hugmyndir hafa verið í gangi sem menn hafi viljað prófa sig áfram meö, en engin tími hafi gefist í það þar sem vélarnar hafi verið mcira eða minna bilaðar frá því þær voru keyptar. Forsvarsmenn Úrvinnsl- unnar gera sér vonir um aó allir helstu byrjunarerfióleikar fyrirtæk- isins séu nú frá og auk framleiðslu kubbanna gcti tilraunastarfsemi varðandi nýjar framleiðsluvörur hafist fyrir alvöru. ÞÞ Á þessari mynd má sjá brettakubba þá sem Úrvinnslan framleiðir. Þrír togarar frá Akureyri í Barentshafiö: Sólberg ÓF með 170 tonn af ísuðum fiski úr Smugunni Sólberg ÓF-12 frá Ólafsfirði kom til heimahafnar í gær úr Smugunni með 170 tonn af væn- um þorski en innan um er þó eitthvað af smælki, en í litlum mæli. Skipstjóri var Benedikt Sverrisson. Aðalvél togarans fer nú í upptekt og reiknað með að verkið taki hálfan mánuð og verður það unnið í Ólafsfirði. Aðrir togarar Sæbergs hf„ þ.e. Mánabcrg og Múlaberg, eru einnig við veióar í Smugunni og hafa aflað vel, m.a. fckk ískfisk- togarinn Múlaberg um 100 tonn eftir tvo daga. Rauóinúpur ÞH kemur til heimahafnar í kvöld með um 200 kör af saltfiski, um 70 tonn, og um 30 tonn af ísfiski sem fer til vinnslu hjá Fiskiðju Raufarhafnar hf. Aðrir norðlenskir togarar í Smugunni eru Örvar HU, Bliki EA, Stakfell ÞH, Siglfirðingur SI, Drangey SK, Hegrancs SK og Skagfirðingur SK og aóeins tvö önnur skip af suðvesturhorninu er þar aö veiðum. Sl. miðvikudagskvöld hélt Ak- ureyrin EA-110 til veiða í Smug- unni, í gær hélt ÚA-togarinn Sól- bakur EA-307 þangað einnig og er Ragnar Elísson skipstjóri. I kvöld fer „gamli“ Svalbakur EA-302 þangað og verður Árni Ingólfsson skipstjóri, en hann hefur verið með Arbak EA-308. GG Allt fyrir garðinn í Perlunni við □ KAUPLAND Kaupangi v/Myrarveg, simi 23565 C-634 XT þvottavél r/ I 18 þvottakerfi 5 kg þvottur Hitabreytirofi 600 snúninga Rústfrír pottur Frábært verð 39.900, [\4 KAUPLAND 8 Kaupangi v/Mýrarveg, slmi 235^J

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.