Dagur - 15.09.1994, Blaðsíða 1

Dagur - 15.09.1994, Blaðsíða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐiR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 77. árg. Akureyri, fímmtudagur 15. september 1994 174. tolublað Skinnaiðnaður hf. á Akureyri kaupir hlut Sláturfélags Suðurlands í Loðskinni hf: Dráttarbáturinn á myndinni cr sömu gerðar og Slippstöðin/Oddi smíðar fyrir Akureyrarhöfn. A innfcildu myndinni eru Ivar Baldursson, hafn- arvörður, Guðmundur Sigurbjörnsson, hafnar- stjóri og Gunnar Arason, yfirhafnarvörður, um borð Mjölni, dráttarbáti Akureyrarhafnar. Mynd: KK Hafnarstjórn Akureyrar og Slippstöðin/Oddi: Skrifað undir samning um smíði á nýjum hafnarbát - smíðaverð bátsins rúmar 42 milljónir Hafnarstjórn Akureyrar hefur skrifað undir samning við Slippstöðina/Odda um smíði á nýjum hafnarbát. Smíðaverð bátsins er rúmar 42 milljónir króna og er ráðgert að hann verði afhentur í mars á næsta ári. Slippstöóin/Oddi kaupir teikn- ingar og efni af hollensku skipa- smíðastöðinni Damen en sú stöð hefur sérhæft sig í smíði dráttar- báta. Mjölnir, dráttarbátur Akur- cyrarhafnar var smíðaður hjá Da- mcn árið 1986 fyrir Akureyrar- höfn. Guðmundur Sigurbjömsson, hafnarstjóri á Akureyri, segir aö aukin notkun og stækkun skipa hafi kallað á stærri og kraftmciri bát. „Togkraftur þessa nýja báts er 11,2 tonn en togkraftur gamla bátsins er aðeins rúm 2 tonn. Þessi bátur kemur til með að auka mjög öryggi skipa í Akurcyrarhöfn." Guðmundur segir það mjög ánægjulegt að geta notað reynslu og þckkingu Hollendinganna og um leió skapað vinnu hjá Slipp- stöðinni/Odda.“ Nýji báturinn er tæpir 17 m að lengd og 5,3 m að breidd og ristir um 2,5 m. Hann er búinn tveimur Cummings vélum, samtals 800 hestöfl og tveimur skrúfum. KK - segir Birgir Bjarnason hjá Loðskinni hf., sem misst hefur helming hráefnisins Skinnaiðnaður hf. á Akureyri greinilega var heldur ekki af hefur keypt allan hlut Slát- þcima hálfu,“ sagói Birgir. I fréttatilkynningu sem Skinna- iðnaður hf. og SS sendu út kemur fram að hafnar verði viðræður við Loðskinn hf. um samvinnu og verkaskiptingu sem ieitt geti til i kinnaiðnaður hf. á Akureyri Ihefur keypt allan hlut Slát- urfélags Suðurlands í Loðskinni hf. á Sauðárkróki. Þar með eign- ast Skinnaiðnaður hf. 20,27% hlut í Loðskinni hf. en það sem meira er um vert er að samhiiða var gerður samningur um að Skinnaiðnaður hf. kaupi allar gærur Sláturfélags Suðurlands næstu 6 árin. Til þessa hefur Loðskinn hf. fengið helming sinna gæra frá SS og hefur því misst helming hráefnis síns. Birgir Bjarnason, framkvæmda- stjóri Loðskinns hf., segir þenn- an samning hafa komið sér verulega á óvart. Birgir lagði áhcrslu á að hluta- fjárkaupin væru aukaatriði í mál- inu hvaó Loðskinn hf. snerti þar sem ekki cr um mcirihlutavió- skipti að ræða. Það er hins vegar helmingur af hráefni Loðskinns hf. sem málió snýst um, 90 þús- und gærur sem til þessa hafa kom- ið frá Sláturfélaginu og frá 1988 sagði Birgir að Loðskinn hf. hefði fengið allar gærur SS að undan- skildum útfiutningi sem á síóasta ári nam 25 þús. gærum. „Þetta kom okkur verulega á óvart þar sem við höfðum ekki vitað eitt cða ncitt af þessu og töldum okkur reyndar vera aó ræða viö Sláturfélagið um kaup á þessum gærum, sem greinilega var ekki af þcirra hálfu og einnig töldum við okkur hafa visst sam- komulag við Skinnaiðnað hf. sem Rjúpnastofninn í botni: litið af rjúpu í Þingeyjarsýslum Hjá Skattstjóranum á Norðurlandi vestra bárust alls 358 kærur en voru 422 í fyrra og því um nokkra fækkun að ræða eða seni nemur um 15%. Af kærum nú koma 322 frá einstakling- um en 36 frá fyrirtækjum. HA Skattstjórar á Norðurlandi: Svipaður kærufjöldi Kærufrestur vegna skattfram- tala rann út þann 26. ágúst sl. Fjöldi þeirra sem kæra hjá skatt- stjórunum á Norðurlandi er svip- aður og á síðasta ári, þó er nokkur fækkun á Norðurlandi vestra. Til Skattstjórans á Norðurlandi eystra bárust að þessu sinni 804 kær- ur sem er 2% aukning frá fyrra ári. Frá einstaklingum voru þær 635 en 169 frá lögaðilum. Hins vegar er skipting þessara kæra nokkuð breytt frá síðasta ári. Aukning er þar sem mcnn eru að scnda inn í framtöl í stað áætlunar sem nemur 43% hjá einstaklingum og 86% hjá lögaðilum en fækkun er hjá þeim sem kæra vegna einstakra atriða á skattfram- tali. Oi Nielsen, fugla- 'fræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun íslands, sagði að talningar á rjúpu bentu til þess að rjúpnastofninn væri í botni. Fækkun hefði verið í stofninum frá [86. „I Þingeyjarsýslum var álíka mikið af rjúpu í vor eins og í fyrra. Þá var lágmarksár svo þaö viróist allavega hafa dregið úr Grímseyjarhöfn: Nýr löndunarkrani Akveðið hefur verið að festa kaup á nýjum löndunar- krana fyrir Grímseyjarhöfn. Ríkið greiðir 40% og Grímseyj- arhreppur 60%. Sigtryggur Benediktsson á Vita- og hafnamálastofnun segir - en uppsveifla í Hrísey fækkun,“ sagði Ólafur í samtali við Dag. Varp gekk ágætlega í sumar. Ólafur sagði aö lítið væri samt af rjúpu í Þingeyjarsýslum, en upp- sveifia virtist vera komin í stofn- stærð rjúpunnar í Hrísey. „Ég vil eindregið hvetja veiði- menn til að skila merkjum af fugl- unum, því endurheimtur þeirra veita þýðingarmiklar upplýsingar um ferðalög og afföll. Yfirleitt eru þetta fótmerki en sumir fuglarnir voru merktir sem litlir ungar og þeir eru með vængmerki, málmplötur sem er krækt framaná vænginn, yfirleitt hægri vænginn. Það cru áletranir á þessum merkj- um og þar má finna heimilisfang Náttúrufræðistofnunar, en þangað ber að skila mcrkjunum og menn fá síðan til baka upplýsingar um hvar fuglinn hafi verið merktur og fleira,“ sagði Ólafur. IM að löndunarkraninn sé lítið eitt öflugri en kraninn sem fyrir cr. Sigtryggur segir að ætlunin sé að setja kranann upp í haust og verði hann líklega kominn í notkun nærri mánaðamótum nóvember- dcsember. óþh sem hagræðingar í rekstri en Birgir sagðist lítið hafa heyrt frá for- svarsmönnum Skinnaiðnaðar hf. enn scm komið er. „Við vitum jafn mikið um þetta mál og stendur í fréttatilkynning- unni. Við fréttum þetta rétt áöur en tilkynningin var send til fjöl- miðla en vitum í raun lítió meira. Þetta eru mikil tíðindi fyrir okkur en fréttum ekki af þeim fyrr en nánast í fjölmiðlum. Það verður að segjast alveg eins og er að greinilega átti þetta ekki að frétt- ast.“ - Eruð þið þá ekki í erfiðri aó- stöðu? „Þetta sctur okkur í aðstöðu þar sem við þurfum verulega að hugsa niálin upp á nýtt og við verðum að gefa okkur örlítinn tíma í það.“ Stærsti einstaki hluthafi í Loð- skinni hf. er Sauðárkróksbær mcð um 25% hlut, síðan kemur hlutur sá sem Skinnaiónaður hf. hefur nú kcypt, rúm 20% en aðrir hluthafar eru minni. Bjarni Jónasson, framkvæmda- stjóri Skinnaiðnaðar hf., segir að með þessum samningum hafi Skinnaiðnaður hf. verið að reyna að tryggja að allar gærur verði unnar innanlands en ekki fluttar úr landi en töluvert var um þaó á síð- asta ári. Hérlcndis falla til um 550 þúsund gærur á ári. Það skapar at- vinnu og treystir þann grundvöll sem iönaðurinn þarf aö byggja upp þannig að hann standi styrkur á komandi árum. „Við viljum með þessu leita lciða til að ná fram sem mestri hagræðingu í skinnaiðnaðinum í heild og höfum þegar óskað eftir viðræðum við forsvarsmenn Loð- skinns hf. og aðra stóra hluthafa um þau mál. Það stendur alls ckki til af okkar hálfu að leggja niður reksturinn á Sauðárkróki enda ekki í okkar valdi,“ sagði Bjarni Jónasson. HA/GG N-Þingeyjarsýsla: Mjög gott at- vinnuástand Atvinnuástandið á Norður- landi var hvergi betra en á Þórshöfn og í Öxarfjarðarhreppi í síðasta mánuði en á hvorugum staðnum var nokkur einasti maður skráður atvinnulaus. Astandið í Hrísey er einnig gott en í síðasta mánuói var aðeins einn skráður atvinnulaus í eynni. A Raufarhöfn voru tveir á at- vinnuleysisskrá i ágúst en aðeins einn í mánuðinum á undan. KK „Kom okkur mjög á óvart“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.