Dagur - 15.09.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 15.09.1994, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 15. september 1994- DAGUR -11 ÍÞRÓTTIR 5ÆVAR HREIÐARSSON Leikbönn: KA missir tvo - Leiftur án lykilmanns Um næstu helgi verður næstsíð- asta umferðin í 1. deild í knatt- spyrnu og síðasta í 2. deild. Aga- nefnd KSÍ hefur haft í nógu að snúast að undanförnu og á þriðjudag voru 55 leikmenn úr ýmsum deildum og aldursflokk- um dæmdir í leikbann. Þórsarar eiga erfiðan leik fyrir höndum í vesturbæ Reykjavíkur þar sem þeir mæta KR-ingum. Enginn Þórsari hefur unnið sér inn leikbann að þessu sinni en sömu sögu er ekki að segja af KR-ing- um. Heimir Guðjónsson, Izudin Daði Dervic og Sigurður B. Jóns- son verða allir í leikbanni vegna fjölda gulra spjalda og ætti þaó að Slobodan Milisic verður í banni. koma Þórsurum til góða en þeir þurfa nauðsynlega á sigri að halda í leiknum. Leiftursmenn geta tryggt sér sæti í 1. deild að ári með því að sækja stig til Grindavíkur. Þeir verða þó án útlendingsins Slobod- an Milisic, sem hefur leikið frá- bærlega í vörninni í sumar. Hann er einn af fáum leikmönnum liðs- ins sem hefur nælt sér í leikbann og það í síðasta leiknum. Grind- víkingar missa einnig einn leik- mann í bann en það er útlending- urinn Milan Jankovic. KA fær HK í heimsókn í botn- baráttu 2. deildar og verður sá róður erfiöur. Þegar hafa þrír leik- menn KA farið til útlanda og leika ekki með og nú bætast tveir í hóp- inn. Jón Hrannar Einarsson og Bjarni Jónsson, fyrirliði, voru úr- skurðaðir í leikbann vegna áminn- inga í undanförnum leikjum. Einn leikmanna HK, Reynir Björnsson, var einnig settur í bann. Aðrir leikmenn í 1. deild sem fengu bann voru: Jón Erling Ragnarsson FH, Siguróur Jónsson ÍA, Óli Þór Magnússon IBK, Frið- rik Sæbjörnsson ÍBV, Vilhjálmur Haraldsson UBK, Guðni Bergsson og Sævar Pétursson Val. I 2. deild fengu þessir leikbönn: Óli Sigur- jónsson IR, Grétar Þórisson Sel- fossi, Ágúst Hauksson og Sævar Guðjónsson Þrótti Reykjavík. Golf: Spenna í Greifamóti - keppt í dag fer fram næstsíðasta Greifamótið í golfi á Jaðarsvelli. Spennan er mikil á toppnum, þar sem lítill munur er á efstu mönnum og konum. David Platt til United? Enski landsliðsmaðurinn David Platt, sem leikur með Sampdoria á Ítalíu, hefur verið aó gefa til kynna að Itann kunni aó vera á heimleið. Síðustu fjögur ár á Ítalíu hefur hann alltaf skoraö í fyrsta dcildarleik tímabilsins. Fyrst mcð Bari, þá Juventus og i tvígang með Sampdoria. „Eg stefni að því að skora aftur i fyrsta lcik næsta timabils - von- andi í leik Manchcster Unitcd og Blackburn,1' sagói Platt í síðustu viku. Hann hóf ferilinn meó Un- ited en liðið taldi sig ekki hafa not fyrir hann. Platt keypti sér nýlega landareign í nágrenni Manchester og þykir það styðja sögumar. í dag í karlaflokki er Fylkir Þór Guö- mundsson enn í forustu, bæði með og án forgjafar, en næstu menn hafa dregið mjög á að undanförnu. Haraldur Júlíusson er annar í báð- um flokkum og nálgast ört. í kvennaflokki er Andrea Ás- grímssdóttir efst en Halla Sif Svavarsdóttir er ekki langt undan og munar aóeins hálfu stigi á þeim. Fleiri keppendur koma einnig til greina en nú fer hver að verða síðastur að bæta stöóu sína í mótinu. Haraldur Júlíusson sækir hart að Fylki í efsta sætinu. Hajrudin CardakJija. Sofandi a veröinum Það koma oft upp skemmtileg Það er engu líkara en að Card- atvik á knattspymuvellinum og aklija hafi fengió sér blund í mörg þeirra eru falin hinum al- lausu lofti, enda hafói hann lít- menna áhorfanda. Ljósmyndari ið að gera langtímum saman. Dags, Robyn Anne Redman, Einnig er athyglisvert að taka náði þessari skemmtilegu cftir hversu fáir áhorfendur cru rnynd af Hajrudin Cardaklija í stúkunni, en aðsókn á Akur- markverði Breiðablik í leikn- eyrarvöll hefur verið nteð um gegn Þór á laugardaginn. minnsta móti í sumar. Körfubolti: Kvennastarf hefst að nýju í vetur mun körfuknattleiks- deild Þórs fara af stað að nýju með ijóra kvennaflokka og senda til keppni í íslandsmóti. Síðustu þrjú ár hefur verið reynt að koma saman liðum en það lítið gengið og flokkar ekki verið sendir í keppni. Það virðist hafa verið lítill áhugi hingað til en greinileg breyting hefur orðið þar á. Nú er algengt að sjá stelp- ur spila körfubolta á völlum víðs vegar um bæinn ekki síður en stráka. Edda Matthíasdóttir er þjálfari stúlknanna og segir hún að ætlun- in sé að kynna kvennastarfið í skólum Akureyrar á næstunni. Þeir fjórir flokkar sem skipt er í eru unglingaflokkur 16-18 ára, stúlknaflokkur 14-15 ára, 8. flokk- ur 12-13 ára og minnibolti fyrir 11 ára og yngri. Stefnan er að byggja upp ung- lingaflokka næstu tvö til þrjú ár og stefna síðan að því að vera með meistaraflokk að þeim tíma liðn- um. Það verða næg verkefni fyrir stelpumar þrátt fyrir að lítió sé af hjá Þór liðurn á Norðurlandi en Siglu- fjörður hefur einnig verið að reyna fyrir sér í kvennastarfinu og sendir lið til keppni. Keppt verður í ís- landsmóti og fá stelpurnar þar að reyna sig á móti þcim hæfustu fyr- ir sunnan. Hér fyrir neðan er æfmgatafla stúlknanna en unglingaflokkur og stúlknaflokkur æfa á sama tíma og sömu sögu er að segja af 8. flokki og minnibolta stúlkna. Allar stúlk- ur sem hafa áhuga á að vera með eru hvattar til að láta sjá sig á æf- ingum. Tímatafla kvennadeildar Þórs í körfubolta 1994-95: Unglingaflokkur 16-18 ára og stúlknaflokkur 14-15 ára: Miðvikudaga kl. 17.00 í Skemm- unni. Fimmtudaga kl. 20.30 í Höllinni. Sunnudaga kl. 13.00 í Glerárskóla. 8. flokkur 12-13 ára og Minni- bolti 11 ára og yngri: Þriðjudaga kl. 16.00 í Skemmunni. Laugardaga kl. 12.30 í Glerárskóla. Sunnudaga kl. 11.00 í Glerárskóla. Golf: Firmakeppni GA A laugardag verður hin árlega firmakeppni í golfi haldin á Jaðarsvelli á Akureyri. Keppnin verður með sama sniði og verið hefur, þar sem fyrirtæki og félög fá keppendur til liðs við sig. Keppt er í þriggja manna sveit- um, þar sem árangur tveggja bestu telur. Hvert lið leikur 9 holur og hvert lið má leika fyrir eins mörg fyrirtæki og þaó kemst yfir frá kl. 9.00 til 18.00. Félagar eru hvattir til söfnunar þátttökuskráningar en skráningareyðublöð fást í Golf- skálanum að Jaðri. Glæsileg verðlaun eru í boði, þar sem sigursveitin hlýtur ferða- vinning til Evrópu að eigin vali á leiðum Flugleiða. Útlendingar Ipswich hefur vcrið duglegt við að kaupa sér útlendinga að undanfömu en þeir hafa þó enn ekki leikið með lið- inu. Einhverra breytinga er þó að vænta og vonast þeir til að geta teflt fram Claus Thomsen fra Danmörku, Maurizio Tarcio frá Argentínu og Adrian Paz frá Urugvæ í næsta leik. Leyftð komið Coventry hcfur loksins fengið atvinnu- leyfi fyrir bandaríska kantmanninn Co- bi Jones, sem keyptur var frá banda- ríska knattspymusambandinu í sumar fyrir 300.000 pund. Hann getur því leikið með gegn Leeds á laugardag. Bjartsýnir Forráóamenn Everton em bjartsýnir á að samkomulag takist við brasilíska framherjann Muller um að hann gangi til liós við félagið frá Sao Paolo. Þcir hafa þcgar sótt um atvinnuleyfi þrátt fyrir að ekki sé enn búið að skrifa und- ir samninga og vonast til að málið verði í höfn l'yrir helgina. Snýr aftur Allar líkur em á því aó Julian Dicks sé á leið til West Ham að nýju eftir eins árs dvöl hjá Liverpool. Kaupverðið mun vera 500.000 pund að viðbættum 100.000 pundum í hvert sinn sem hann klárar 25 leiki fyrir félagið. Þessu mun framhaldió þar til verðið er komið upp í 1 milljón punda. „Ein milljón er talið lágt verð fyrir lcikmann eins og mig sem gefur alltaf 150%,“ segir Dicks. Til reynslu Norwich hefur fengið ástralska ffam- herjann David Seal til reynslu í eina viku. Seal hefur leikið með Eendracht Aalst í 2. deildinni í Belgíu og á síð- asta tímabili skoraði hann 47 mörk í 31 dcildarlcik. Hann var í ólympíulands- liði Ástralíu sem hafnaði í 4. sæti í Barcelona 1992. Ósáittur Manchcstcr United leitar sér að fram- herja cftir að hafa selt Dion Dublin til Covcntry. Efstur á óskalistanum er De- an Holdsworth hjá Wintbledon en hann er mjög ósáttur við lífið í London þessa dagana. Hann gerði stóran samn- ing við Wimbledon í sumar cn eftir að John Scales var seldur til Liverpool fór hann fram á sölu og sagði liöió hafa engan metnað. Stúlkur 8-18 ára Skráning í kvennaflokka í körfubolta fer fram í síma 27687 (Edda). Þar verba allar ndnari upplýsingar gefnar. r TÍMA VÍKINGAFERÐA ER LOKID - OG ÞÓ...1 ÞEIR KOMA ÞANN 31. SEPTEMBER! __________________________________A

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.