Dagur - 15.09.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 15.09.1994, Blaðsíða 2
 2 - DAGUR - Fimmtudagur 15. september 1994 FRÉTTIR m Ráðhústorgi 5, 2. hæð Gengifi inn frá Skipagötu Sími 11500 A söluskrá Dalsgerði: 3ja herb. á neðri hæð um 87 Im. I mjög góðu lagi. Núpasíða: 3ja herb. raðhús á einni hæð um 89 fm. i mjög góðu lagi. Laust fljótlega. Furulundur: 3ja herb. raðhús á einni hæð um 77 fm. Laust strax. Bjarmastígur: 3ja herb. íbúð í þrlbýli um 74 fm. Laus strax. Oddeyrargata: 4ra heb. efri hæð í tvibýli - allt sér - um 82 (m. Skipti á 2-3ja herb. íbúð. Brekkugata: 4ra herb. neðri hæð i tvlbýli um 90 fm. Laus fljótlega. Vantar: Góða 2ja herb. ibúð á Eyrinni. FASTEIGNA & II skipasalaISKS NORÐURLANDSII Ráðhústorgi 5, 2. hæð gongiö inn frá Skipagötu Opið virka daga frá kl. 9.30-11.30 og 13.15-17. Sölustjóri: Pétur Jósefsson Lögmaöur: Benedikt Ólafsson hdl. fl"" Stjórn Flugleiða: Serstakt fyrirtæki um rekstur innanlandsflugs stofnað Stjórn Flugleiða samþykkti á fundi sínum í vikunni að stofna sérstakt fyrirtæki sem taka á við rekstri innanlandsflugs á næsta ári. Jafnframt var ákveðið að heQa viðræður við starfsfólk og stéttarfélög hið fyrsta um breyt- ingar á starfseminni og nauð- synlegar breytingar sem gera þarf á kjarasamningum vegna þeirra. Tilgangurinn með stofnun nýja fyrirtækisins er tvíþættur. I fyrsta lagi að tryggja arðbæran rekstur innanlandsflugsins, sem hefur ver- ið rekið með verulegum halla í 5 ár. Því markmiði verður náð meó breytingum á framkvæmd ýmissa þátta starfseminnar. í öðru lagi er tilgangurinn að búa innanlands- flugið undir opna samkeppni í samræmi við flugmálareglur EES árið 1997. Nýja fyrirtækið veróur að fullu í eigu Flugleióa, þótt gert sé ráó fyrir að unnt verði aó fá fleiri að- iía inn í reksturinn, þegar afkoma innanlandsflugsins batnar. I tillög- um um fyrirkomulag rekstrarins er gert ráð fyrir að starfsmannafjöldi nýja fyrirtækisins veröi svipaður og innanlandsflugsins í dag en að skipulag og uppbygging breytist. Akvörðun um kaup á flotkví tekin fljótlega Undirbúningsframkvæmdir vegna fyrirhugaðra kaupa á flotkví til Akureyrar standa nú yfir. Að undanförnu hefur verið unnið við að kanna jarðveg í flotkvíarstæðinu norðan við stóru skemmu Slippstöðvarinnar/Odda. Þar er gert ráð fyrir að grafa úr kvíarstæðinu 85.000 rúmmetra. Viðræður standa yfir við nokkra aðila sem hafa flotkvíar til sölu og er stefnt að því að taka ákvörðun um kaup á flotkví á allra næstu vikum. Mynd: kk ✓ g§m iftl 15. til 18. september Emmessis 1 Itr ................98/- Lambasaltkjöt ................ 459,- pr. kg Pver-lambakótilettur ...........539,- pr. kg Nautasnitsel ...................798,- pr. kg Hálsasneiðar ................. 249,- pr. kg Finn Crisp hrökkbrauð........ 99,- pk. Kinakal .....................69,-pr. kg Gulrófur .................... 46,- pr. kg Tómatar .....................159,- pr. kg Sportskór................. 1.795,- Eitt par sokkar fylgja með hverju seldu pari. Herra- og kvenúlpur ..... 3.995,- kr. Opið mánudaga til föstudaga kl* 12-18.30 Laugardaga kl. 10-16 Sunnudaga kL 13-17 Gert er ráð fyrir að flugfloti nýja félagsins verði fyrst um sinn 3 Fokker 50 skrúfuþotur. Félagiö hefur lagt í mikla vinnu til að treysta rekstrargrundvöll innanlandsflugsins. Fjölmörgum tillögum sem bæta afkomuna hef- ur verið hrint í framkvæmd og öðrum verður hrint í framkvæmd í kjölfar aóskilnaðar frá millilanda- fluginu. Það er hins vegar mat stjómar Flugleiða að markaóur innanlandsflugs og sú vaxandi samkeppni sem er framundan geri kröfur um meiri sveigjanleika og aðlögunarhæfni en innanlands- flugið hafi sem deild í Flugleið- um. KK Arekstur - á mótum Austur- og Bugöusíöu Harður árekstur varð á gatna- mótum Bugðusíðu og Austur- síðu síðdegis í gær og varð veru- legt eignatjón. Aðra bifreiðina varð að fjarlægja af slysstað með kranabíl. Engin slys urðu á fólki sem telja má mestu mildi. Öðru hverju verða árekstrar á horni Austursíðu og Bugðusíóu og eins Austursíóu og Hlíðarbrautar og er aðalbraut- arréttur í báöum tilfellum þver- brotinn á gatnamótum þar sem vel sést til beggja átta. GG Herþotur í æfingarflugi Tvær herþotur frá Keflavíkur- flugvelli æfðu í gær aðflug að Akureyrarflugvelli, en Akureyr- arflugvöllur er varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll og því jirtast hér öðru hverju fljúgandi fiertól yfir Eyjafirði. Hér er um að ræóa F-l5 her- Dotur og voru þær tvær saman. Vélarnar flugu í lágflugi yfir arautinni, settust ekki en tóku sig iftur á loft og hurfu upp í himin- alámann sem hvolfdist yfir frið- iælli Eyjafjarðarsveitinni síðdegis i gær. GG Austur-Húnavatnssýsla: Hrossasmölun og stóðrétt Dagana 17.-18. þessa mánaðar gefst fólki tækifæri til að taka þátt í hrossasmölun í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu og stóð- rétt í Skrapatungurétt með heimamönnum. Hótel Blönduós, Ferðaþjónust- an Geitaskarói og Hestaleigan Kú- skerpi bjóða þeim sem áhuga hafa upp á nokkurskonar „réttarpakka" sem inniheldur, gistingu, morgun- verð, akstur til og frá réttarstað og að sjálfsögóu hest í göngurnar. Gert er ráð fyrir því að þátttak- endur komi á föstudagskvöld og fari á laugardagsmorgun í smölun á Laxárdalinn. Um kvöldið verður sameiginlegur kvöldverður á Hótel Blönduósi og dansleikur á eftir. A sunnudaginn hefjast svo réttarstörf í Skrapatungurétt um klukkan tíu. Þangað ríður kántrý- kóngur norðursins, Hallbjörn Hjartarson og syngur nokkur lög. Allar nánari upplýsingar um þetta ævintýri er að fá hjá Hótel- inu á Blönduósi eða í Geitaskarði. KLJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.