Dagur - 15.09.1994, Blaðsíða 5

Dagur - 15.09.1994, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. september 1994 - DAGUR -5 Vetrarstarf Kórs Akureyrarkirkju að heíjast: Raddprófað inn í kórínn í dag Vetrarstarf Kórs Akureyrarkirkju er nú að hefjast og verður starflð að vanda fjölbreytt. Hægt er að bæta við fólki í all- ar raddir og verður raddprófun inn í kórinn í dag, fimmtudag, kl. 18- 20 í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju. Nánari upplýsingar gefur Bjöm Steinar Sólbergsson, stjóm- andi kórsins, í síma 25642 (heima) eða 27700 (Akureyrar- kirkja). Stefnt er að því að sem næst 50 manns verði í kómum í vetur. Efnisskrá vetrarins er ekki að fullu mótuð en fram að áramótum eru tvö verkefni ákveöin, annars vegar þátttaka í fjáröflunartónleik- um vegna orgelsjóós Akureyrar- kirkju, en fyrir liggur að á næsta ári verði ráðist í kostnaóarsamar viógerðir á stóra orgeli Akureyrar- kirkju. Þessir tónleikar eru ráð- gerðir öðru hvoru megin við mán- aðamótin nóvember-desember. Á sl. ári efndi Kór Akureyrar- kirkju í fyrsta skipti til sjálfstæðra jólatónleika á aðventu og sá háttur verður einnig hafóur á í ár. Þessir tónleikar verða væntanlega sunnu- daginn 18. desember. Kirkjulistavika í Akureyrar- kirkju, sem haldin er annað hvert ár, verður haldin dagana 7. til 14. maí 1995. Kórinn mun koma þar fram á tónleikum, en ekki liggur endanlega fyrir hvaða verkefni verður fyrir valinu. Kór Akureyrarkirkju tekur þátt í reglulegu helgihaldi kirkjunnar. Kórnum er skipt niður í smærri hópa sem skiptast á að syngja í sunnudagsmessum. Æft er í klukkustund fyrir hverja guðs- þjónustu, en reglulegar æfingar kórsins eru á þriðjudagskvöldum kl. 20.30- 22.30 og auk þeirra verða raddæfingar. (Fréitaiiikynning) Háskólinn á Akureyri: „Undan oki kyn-legra hlutverka“ Næstkomandi laugardag, 17. sept- ember, efna kennaradeild og end- urmenntunardeild Háskólans á Akureyri til ráóstefnu sem ber yfirskriftina „Undan oki kyn-legra hlutverka" - þjálfun samskipta og sjálfstæðis hjá ungum sem öldn- um. Á ráðstcfnunni veróur m.a. fjallað um kynhlutverk og full- orðna. Einnig urn það hvernig má með sérstakri þjálfun vinna upp þá eiginleika sem börn eru svikin um í krafti kynferðis. Þannig er ger- legt aö stækka sjálfsímynd bæði stúlkna og drengja og gefa þeim möguleika á fjölbreyttari eigin- leikum heldur en kynbundnu hlut- verkin gera. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða þær dr. Nina Colwill og Margrét Pála Olafsdóttir. Dr. Nina Colwill er sálfræðing- ur að mennt og helur um margra ára skeið verið prófessor við Man- itobaháskóla í Kanada og gegnt þar ýrnsum trúnaðarstörfum. Hún hefur skrifað bækur og fjöldann allan af greinum um rannsóknir sínar, sem hún hefur nú um skeið haft að aðalstarfi. Hún hefur oft heimsótt Island og haldiö fyrir- lestra í Háskólanum á Akureyri. Margrét Pála Olafsdóttir er leikskólastjóri á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði. Hún hefur fimm ára reynslu af starfi kynja- skiptra hópa 2-6 ára bama með sérstakt stúlkna- og drengjaupp- eldi. Hún er höfundur bókarinnar „Æfingin skapar meistarann - leikskóli fyrir stelpur og stráka" og „Að klífa hjallann - ný leið í leikskólastarfi", fylgirit með sam- nefndu myndbandi. Ráðstefnan hefst kl. 9 í hús- næði skólans við Þingvallastræti og stendur til kl. 16. Ráðstefnu- gjald er kr. 1000 og fer skráning fram í SÍma 30900. (Fréttalikynning) Kór Akureyrarkirkju hcfur tekist á við mörg stórverkefni á undanförnum árum og sem tyrr glímir kórinn við margt áhugavcrt í vetur. Viðgerðir á öllum tegundum af töskum. Fljót og góð þjónusta. TÖSKU- VIÐGERÐIN VINNUSTOFA SlBS Ármúla 34, bakhús Sími814303 HRÍSALUNDUR Þar sem gæði og lágt verð fara saman ÚR KJÖTBORÐI ÚR ÁVAXTABORÐI ÚR BRAUÐBORÐI jlllpl , r/ • r"-. ** ‘V *—i— ■>- tmjs! Tilboð Kindahakk 398 kr. kg Nýreykt kindabjúgu 398 kr. kg Tilboð Vatnsmelónur 49 kr. kg Melónur gular 79 kr. kg Melónur grænar 49 kr. kg Tilboð Þriggja korna brauð 99 kr. stk. Braggi 269 kr. stk. Hversdagsís 2 lítrar 359 kr. OSTAKYNNING föstudag kl. 14-19 Kastali, hvftur Bóndabrie Pepperoneostur Hvítlauksostur Beikonostur kynningarafsláttur Tilboð á vörum til sláturgerðar 5 slátur frosin í kassa kr. 2.545 Tilboð Kartöflur gullauga og rauðar 39 kr. kg Afgreiðslutímar: Mánud.-föstud. kl. 10-19.30 • Laugard. kl. 10-18 1F A KVOLDIN FRA KL. 18.00 HLAÐIÐ BORÐ AF VILLIBRÁÐ: VILLIBRAÐASEYÐI MEÐ OSTASTONGUM ' HREINDÝRASMÁSTEIK GÆSALÆRI í LYNGSÓSU HÖFRUNGAPIPARMEDALÍUR VILLIBRÁÐAPATE FTALLAGRASAPATE INNBAKAÐUR LAX DJÚPSTEIICTAR RÆKJUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.