Dagur - 22.09.1994, Side 4

Dagur - 22.09.1994, Side 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 22. september 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96^1585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (Iþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 LEIÐARI Framverðir í í fyrri viku voru svokölluö Landgræösluverölaun 1994 afhent og komu þau í hlut Árna Gestssonar, Skógræktarfélags Garðabæjar og Böðvars Jónsson- ar á Gautlöndum í Mývatnssveit. Allir þessir þrír aðilar eru vel að viðurkenningunni komnir og það er vel til fundið að verðlauna þá með þessum hætti. Framlag þeirra til landgræðslu er ómetan- legt og öðrum hvatning á þessu sviði. Fleiri hundruð bændur víðsvegar um land vinna ómetanlegt starf við uppgræðslu landsins. Auðvít- aö er það hagur bænda að ásjóna móður jarðar sé sem best. Án gróðurþekjunnar þrífst búpeningur- inn ekki. Allt er þetta því órjúfanleg keðja og eng- inn hlekkur hennar má bila. Það er því hinn raesti misskilningur, sem oft er hamrað á í opinberri um- ræðu, að bændum standi á sama um beitarálag. Vitaskuld er það ekki svo. Þvert á móti fara hags- munir bænda og landgræðslufólks fullkomlega saman og eins og dæmin sanna hafa margir bænd- ur um árabil verið framverðir landgræðslu á ís- landi. Böövar Jónsson á Gautlöndum er einn þessara bænda. Um árabil hefur hann ötullega unnið að uppgræðslu á Gautlöndum, bæði á eigin vegum og í samvinnu við Landgræösluna. Böðvar hefur verið brautryðjandi í gróðurverndarmálum og sýnt fram á að uppgræðsla og markviss stjórnun á beit eykur arð af búrekstrinum. Böðvar sagöist í samtali við Dag sl. þriðjudag ekki Mta svo á að verið væri að veita honum einum þessi verðlaun. Böðvar sagðist líta á verðlaunin sem „viðurkenningu tíl allra þeirra bænda á íslandi sem stunda landgræðslustörf.“ Böðvar bætti því við að honum þætti vænt um að starf hans skuli metið á þennan hátt. Enginn vafi er því að áhugi almennings á land- græðslu hefur aukist verulega á undanförnum ár- um, það staðfesta tíðar fréttir af því að einstakling- ar eða félagasamtök hafi tekið höndum saman um uppgræðslu. Gott dæmi um þetta er átak um upp- græðslu Hólasands í Suður-Þingeyjarsýslu. Eftirfarandi orð landgræðslumannsins Böðvars á Gautlöndum í Degi sl. þriðjudag eru eftirtektarverð og verð umhugsunar: „Mín skoðun er sú að mannsævin er ekki nema ómælanlegt brot af eilífðinni og sú tilverustund gefur okkur eiginlega ekki færi á að eiga neina hluti. Við höfum landið undir höndum og okkur ber siðferðileg skylda til að skila því betra en við tók- ura við því. Þetta er mín lífsskoðun." Stórgölluð lyfialög Stjórnarflokkunum tókst að berja í gegnum Alþingi á s.l. vori ný lyfjalög. Stjórnarandstaðan reyndi vikum saman að koma í veg fyrir að frumvarpið yrði að lögum í því formi sem ætlað var. Lokatilraun stjórnarandstöð- unnar í þeim efnum var að leggja fram tillögu við afgreiðslu málsins þess efnis að málinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar til frekari athugunar. Sú tillaga var felld og frumvarpið varð að lögum á ábyrgð stjórnarflokk- anna. Fljótlega kom í ljós að málió var svo gallaó að bráöabirgöalög þurfti til að foröa algjöru klúöri. Óhagræði fyrir bændur og dýralækna Þær breytingar sem urðu á sölu dýralyfja meö gildistöku nýju lag- anna þýóa verulegt óhagræði fyrir bændur. Til þessa hafa héraós- dýralæknar selt dýralyf en nú mega allir dýralæknar kaupa lyf í heildsölu, sem er í sjálfu sér ágætt. En sá galli er á aö sala lyfj- anna er bundin vió svokölluð bráóalyf, þ.e.a.s. dýralæknar geta ekki selt bóluefni og önnur fyrir- byggjandi lyf. Þetta kemur ekki aö sök þar sem stutt er í lyfjaverslun en eins og allir ættu aö vita þá er Island strjálbýlt land og slík þjón- usta óþekkt í heilu héruöunum. Aukið frelsi í lyQaverslun Eitt aðal markmiö laganna var aó auka frelsi í lyfjaverslun og þar meö samkeppni. Þaö hefur nú sýnt sig aó framkvæmdin getur oróið gagnstæð og valdiö fákeppni. Fram til þessa hafa dýralæknar selt svokölluð lausasölulyf, þ.e.a.s. lyf sem ekki eru lyfseðils- skyld. Þaó hafa lyfjaverslanir líka gert. Þetta eru þau lyf sem seld eru í mestu magni og meö lægstri álagningu. Nú er lyfjaverslunum einum heimilt að selja þessi lyf. Það er Valgerður Sverrisdóttir. því Ijóst aö megi dýralæknar ekki selja þau verða lyfjaverslanir í dreifbýli án samkcppni. Markmiö laganna hafa því snúist upp í and- hvcrfu sína. „Það er augljóst að nýjum lyfjalögum þarf að breyta strax á haustþingi. Lögin eru stórgöll- uð og hafa ein- hverjir stjórnar- þingmenn viður- kennt að þeir hafi ekki áttað sig á af- leiðingunum þegar þeir stóðu að laga- setningunni.“ Endurskoðun laganna Það er augljóst að nýjum lyfjalög- um þarf að breyta strax á haust- þingi. Lögin eru stórgölluö og hafa einhvcrjir stjórnarþingmenn viðurkennt aö þeir hafi ekki áttaö sig á afieiðingunum þegar þeir stóöu að lagasetningunni. Áuk þess sem að framan er getiö má nefna fleira, sem kemur sér illa fyrir landsbyggöarfólk. Lögin kveóa á um nánast óheft frelsi til að opna lyfjaverslanir. Þaö mun án efa hafa í för meö sér mikla fjölgun slíkra verslana á Stór- Reykjavíkursvæóinu en fækkun á landsbyggðinni. Nú er heimilt aó auglýsa lyf, sem ekki eru lyfseöilsskyld og hefur mátt sjá flennistórar auglýs- ingar á lyfjum á síðum dagblaó- anna. Hvaöa afleiöingar það kem- ur til meö aó hafa í för meö sér fyrir lyfjaverslun í landinu á tím- inn eftir aö leiöa í Ijós, en í dag er lyfjaneysla Islendinga meó því allra minnsta sem þekkist í heim- inum. Lyfjalögin þarfnast því end- urskoðunar og vonandi verða við- höfó vandaðri vinnubrögö viö þá vinnu en á s.l. vori. Valgerður Sverrisdóttir. Höfundur er þingmaóur Framsóknarflokksins á Noróurlandi eystra. Hundasýning Hundaræktarfélagsins í Kópavogi: Góður árangur hundaaf Norðurlandi Þann 4. september sl. hélt Hundaræktarfélag íslands veg- lega hundasýningu í íþróttahús- inu Digranesi í Kópavogi. Á þessa sýningu mættu hátt á þriðja hundrað hundar af 28 tegundum. Á þessu 25 ára afmælisári fé- lagsins var fengið leyfi frá FCI (alþjóðleg samtök hundaræktarfé- laga) til þess aó halda tvær alþjóð- legar hundasýningar hér á landi á þessu ári, var sú fyrri haldin á Ak- ureyri í júní og sú síðari var þann 4. september og bar hún upp á af- mælisdag H.R.F.Í. Til þess aö hljóta stig til al- þjóðlegs meistara þarf hundur að uppfylla mjög ströng skilyrói hvað varöar útlit, hreyfingar, feld- lag og skapgerö og þar af leiðandi aó nálgast mjög þann staóal sem settur er fyrir hvert hundakyn. Hver hundur þarf að fá fjögur stig til alþjóölegs meistara frá fjórum mismunandi dómurum til þess aó hljóta titilinn Alþjóölegur meistari. Ætlun H.R.F.I. er aö fá leyfi fyrir tveim alþjóölegum sýn- ingum á ári í framtíðinni. Nokkrir hundaeigendur að norðan tóku sig til og drifu sig meó hunda sína suóur á sýning- una, einnig mátti sjá í hópi áhorf- enda mörg kunnugleg andlit að norðan. Árangur norðanhunda var hreint með ágætum í Digranesi og Hinir giæsilegu verðlaunahundar: Nollar-íris Mjöll/eigandi Súsanna Pouiscn og Noiiar-Ari Fannar/cigandi Helga Guðmann. ber þar hæst árangur Golden retriever hundanna. Systkinin Nollar-Iris Mjöll og Nollar-Ari Fannar voru sigursæl að þessu sinni og hlutu bæði titil- inn íslenskur mcistari. Báðir hundamir fengu stig til alþjóðlegs meistara (CACIB). Nollar-íris Mjöll var síðan valin besti hundur tegundar og Nollar-Ari Fannar 2. besti hundur tegundar. Þess má geta að Nollar-Ari Fannar hlaut titilinn besti hundur tegundar á sýningunni á Akureyri á liðnu sumri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.