Dagur - 22.09.1994, Side 8

Dagur - 22.09.1994, Side 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 22. september 1994 Sigurþór Albert Hcimisson, Viðar Eggertsson og Aðalstcinn Bcrgdal í hlutvcrkum sínum. Næstkomandi laugardag kl. 17 l'rumsýnir Leikfélag Akureyrar Karamellu- kvörnina eftir Evert Lundström og Jan Moen. Leikstjóri er Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Karamellukvömin er ekta gam- anleikur með söngvum fyrir unga jafnt sem aldna. Þar segir frá því er fólkió sem vinnur á bak við tjöldin í leikhúsinu vaknar við þann vonda draum að salurinn er fullur af börnum sem eru komin til að sjá hiö vinsæla leikrit Kara- mellukvörnina. En þaó er bara einn hængur á, nefnilega aö sýn- ingin á ekki að vera fyrr en daginn eftir. Það er enginn leikari í hús- inu og hvaó er þá til ráða? Leik- tjaldamálararnir, smiðurinn, skúr- ingakonan, saumakonan og gjald- kerinn eiga ekki önnur ráð en að bjarga málunum og þau leika Karamellukvörnina fyrir börnin listarnám í Edinborg í Skotlandi og lauk þaóan prófi í júlí sl. Hún oróaði það svo í samtali við blaða- mann að hún hafi ákveðið að stunda nám utan landsteinanna til þess að „prófa eitthvað nýtt og kynna sér nýja strauma og stefn- ur.“ - Er hlutverk Önnu sauma- stúlku í Karamellukvörninni fyrsta hlutverk Bergljótar eftir að hún lauk námi? „Já, þetta er fyrsta hlutverkið mitt hérna heima á Islandi,“ sagði Bergljót. Hún sagði að Karamellu- kvömin væri líflegt og skemmti- legt leikrit. „Þetta er einföld og falleg saga og þaö er vissulega kostur í barnaleikriti." Þórhallur Gunnarsson útskrif- aðist frá Leiklistarskóla íslands á liðnu vori og því er hlutverk gjaldkerans í Karamellukvörninni hans fyrsta hlutverk í atvinnuleik- húsi. „Eg leik gjaldkera leikfé- Þegar leikhúsfólkið að tjaldabaki bjargar málunum eins og þau best kunna, hvert mcð sínu nefi. Karamcllukvörnin hefur verið sýnd í yfir tuttugu leikhúsum á Norðurlöndum og einnig í Þýska- landi. Hér á landi hcfur verkió að- eins einu sinni verið sýnt á sviði. Það var hjá Leikfélagi Akureyrar árið 1967 og naut það mikilla vin- sælda. Einnig var Karamellu- kvörnin flutt í útvarpi árið 1972. Arni Jónsson þýddi leikritið og Kristján frá Djúpalæk söngtexta. Þórarinn Hjartarson hefur samið nýjan lokasöng l'yrir þessa sýn- ingu. Tónlist Birgis Helgasonar frá fyrri uppsetningu LA er einnig flutt aó þessu sinni. Auk þess hef- ur tónlistarstjóri sýningarinnar, Michael Jón Clarke, samið nokkur ný lög í stað sænskra laga sem voru áður í verkinu. Leikmynd og búninga gerir Hallmundur Krist- insson. Meö hlutverk í sýningunni fara: Dofri Hermannsson, Aðal- steinn Bergdal, Sigurþór Albcrt Hcimisson, Rósa Guöný Þórsdótt- ir, Þórhallur Gunnarsson, Bcrgljót Arnalds og Viðar Eggertsson. Tveir nýliðar Tveir af leikurunum sem fram koma í sýningunni eru nú í fyrsta skipti á fjölum Samkomuhússins. Þetta eru þau Bergljót Arnalds og Þórhallur Gunnarsson. Bergljót Arnalds stundaói leik- Viðar Eggertsson, lcikhússtjóri LA, lcikur Icikhússtjórann í Karamcllu- kvörninni. lagsins sem bregður sér í hlutverk Jóakims, sem dauðlangar að eign- ast Karamellukvörnina og fær hana næstum því. Eg á í baráttu við Óla smió um að eignast þctta apparat. Þetta er þrælskemmtilegt stykki með góðri tónlist." ...og „gamlir refir“ Rósa Guðný Þórsdóttir túlkar Selmu skúringakonu, sem fær hlutverk Boggu gömlu, en hún er eigandi Karamellukvarnarinnar. „Allir vilja því vera vinir Boggu,“ sagði Rósa Guðný. Aðalsteinn Bergdal fer með hlutvcrk Frissa málara. „Frissi vinnur í leikhúsinu og það má segja að hann taki af skarió og drífi starfsfólk leikhússins á svið til þess að leika Karamcllukvörn- ina fyrir börnin,“ sagði Aðal- steinn. Sigurþór Albert Hcimisson leikur Pálma málara, sem ásamt Frissa málara og Óla smið hvctur til þess að starfsfólk leikhússins drífi í því að leika Karamellu- kvörnina fyrir börnin. Óli smiður er túlkaður af Dofra Hermannssyni og Vióar Eggerts- son, leikhússtjóri, leikur leikhús- stjórann í Karamellukvörninni. Leikrit í leikritinu - En hvað segja leikaramir - er efnisþráðurinn í leikritinu að einhverju leyti óvenjulegur? „Hann er fyrst og fremst skemmtilegur. Þetta gerist í leik- húsi,“ svaraði Aðalsteinn. „Krakk- arnir koma í leikhúsið og fylgjast með því hvernig þessi vinna fer fram; hvernig leikmyndin og bún- ingarnir verða til,“ sagði Þórhall- ur. „Já, kannski má segja að börn- in komist að því þegar þau sjá þcssa sýningu að það er mjög ein- falt mál að búa til leikhús. Þau geta farió heim, tekið fram föt úr gamla fataskápnum og spunnið sögu,“ sagði Rósa Guðný. - Er þetta leikrit að einhverju leyti frábrugðið öðrum barnaleik- ritum sem þið hafió tekist á við? „Nei, í rauninni ekki,“ svaraði Sigurþór Albert. „Kannski er það frábrugðið öðrum lcikritum að því leyti að þetta er leikrit í leikrit- inu,“ bætti Rósa Guðný við. Öll „elementin“ til staðar - Teljið þið að Karamcllukvörnin njóti sömu vinsælda nú og árið 1967? „Eg trúi ekki öóru,“ sagði Aó- alsteinn Bergdal. „Já, þetta leikrit hefur öll þau „element" sem leik- rit þarf að hafa til þess aó öólast vinsældir. Viófangsefnið er skemmtilegt og tónlistin fjörleg,“ sagði Bergljót Arnalds. - Nú tala lcikarar oft um að það reyni töluvert á þá í barnaleikrit- um. Er þaó svo? „Já, alveg tvímælalaust,“ sagði Aóalsteinn. „Barnaleikrit eru þau erfiðustu fyrir leikarann, en jafn- framt finnst mér ekkert jafnast á við að leika fyrir börnin.“ „Við- brögó barnanna koma beint frá hjartanu. Þau eru ekta,“ sagði Rósa Guðný Eins og áður segir verður Kará- mellukvörnin frumsýnd nk. laug- ardag kl. 17. Önnur sýning veróur á sunnudag kl. 14. óþh Dofri Hermannsson, Þórhallur Gunnarsson og Sigurþór Albert Hcimisson í hlutvcrkum sínum. Lcikarar og aðstandcndur Karamcllukvarnarinnar, sem vcrður frumsýnd nk. laugardag hjá Leikfclagi Akurcyrar. Myndir: Robyn. Rósa Guðný Þórsdóttir fcr með hlutvcrk Sclmu skúringakonu scm bregður sér í gervi Boggu gömlu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.