Dagur - 22.09.1994, Side 11

Dagur - 22.09.1994, Side 11
MINNINC Fimmtudagur 22. september 1994 - DAGUR -11 'TJ* Dagrúu Pálsdóttir 'J Fædd 15. september 1905 - Dáin 30. júlí 1994 Mig langaði að minnast meó örfá- um orðum Dagrúnar Pálsdóttur frá Stóruvöllum í Bárðardal, sem lést á sjúkrahúsinu á Húsavík í lok júlí sl„ 89 ára að aldri. Atvikin höguðu því svo að ég, ungur togarasjómaður sem var langtímum saman til sjós, kom að Stóruvöllum á sumrin milli sjó- ferða. Þar var Dagrún þá á miðj- um aldri innan stokks og tókst hin besta vinátta með okkur því að Dagrún átti stórt hjarta. Hún var umburðarlynd og sút- aði ekki smámuni, var aldrei með neina tilætlunarsemi og blöskraði ekki þótt sjómaðurinn væri lítt hneigður til heyskapar og annarra búverka en sótti meira á heiðamar eftir fiskifangi, í Svartá og svo í Fljótið sjálft, þar sem fáum hafði dottið í hug að leyndust ætir fisk- ar. Ætíð fagnaði hún mér ef ég kom heim með væna fiskkippu og hafði þá á orði að kveikja þyrfti upp í reykkofanum. Hún tók fisk- ana og hnakkaflatti eins og æfður aðgeróarmaður og hengdi upp og það rauk oft glatt úr litla kofanum úti á túninu. Ekki þótti heyskapar- fólkinu lakara aó fá reykta reyð út á engjarnar. Dagrún var hæglát og ekki margorð en kunni að kveða að ef með þurfti. Hún lét sér gjarnan annt um annarra hag. Aldrei fór ég svo frá Stóruvöllum aö hún styngi ekki að mér einhverju ullarplaggi eins og hún sagði „svo þér verði ekki kalt á sjónum, blessaður drengurinn.“ Það er ómögulegt annað en að vera hlýtt til þessarar góðu konu sem ekki eignaðist börn sjálf en mér hefði hún ekki verið betri þótt ég heföi verió sonur hennar. Aldrei fór ég norður í land síð- ar á ævinni eftir að hún og Baldur mágur hennar voru komin á Elli- hcimilið Hvamm á Húsavík án þess aó koma þar við og heim- sækja þau. Þá var viökvæðið hjá % Ólína Bjamey Pétursdóttir Fædd 25. desember 1907 - Dáin 8. september 1994 Með örfáum orðum vil ég minnast góðrar konu, sem ég þekkti í alltof stuttan tíma. Þessi góða kona hét Olína Bjarney Pétursdóttir og var fyrrum húsfreyja að Daðastöðum í Öxarfirði. Línu kynntist ég þegar ég hóf störf við heimilishjálp í ágúst árið 1993 þar sem ég starfaði þar til í maí 1994 en þá fór ég í fæóingar- orlof. Þennan stutta tíma töluðum vió mikið saman og Lína sagði mér margt um garnla daga, hún talaði oft um börnin, barnabörn og barnabarnabörn, sem henni þótti mjög vænt um. Línu hitti ég síðast daginn áður en hún fór á sjúkrahúsió og var hún sjálfri sér lík og óvenju brött en hún var búin að vera veik í mest allt sumar. Ekki grunaði mig að ég ætti ekki eftir að sjá Línu altur en enginn veit sína ævi fyrr en öll cr. Lína var háöldruð en lcit alltaf vel út og var glæsileg kona. Eg kveð hana með söknuði og bið góðan Guð að taka vel á móti henni. Pétri, Stcina, Völu og öðrum aðstandendum votta ég samúð mína. Erla S. Kristinsdóttir. Katrín Jósepsdóttir Fædd 28. febrúar 1914 - Dáin 9. maí 1994 Fyrstu vorblómin voru að vakna í þínum garði er œvinfékk skjótan endi áður en nokkurn varði. Áttrœð og enn svo glaðvœr, ennþá svo létt í spori annaðist blómin ungu á œfinnar hinsta vori. Pú lifðir litríkri œfi listrœn í hönd og anda, ferðaðist frjáls um heiminn til fjarlœgra margra landa. Sjálfstœð og djörfog dugleg, dróst ekki verk úr hömlu. Aðstoð þú ýmsum veittir ungu fólki og gömlu. En þú áttir samt þínar sorgir og söknuð er lífinu breytti, misstir ástríkan maka er mesta hamingju veitti. Söknuði angist og einsemd í þínu dapra hjarta veittir þú viðnám í trúnni. Þér var ekki gjarnt að kvarta. Það er svo margs að minnast er mannanna leiðir skilja. Söknuð og sáran trega síst er mér þörfað dylja. Þökk fyrir alúð alla frá œsku til hinstu stundar. Veitist þér vœrð ogfriður í von og trú, er þú blundar. Jóhannes Jósepsson. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins: Með námskeið um siðfræði og samskipti í starfi með börnum „Fósturgreining-fóstureyðing?“, „Greining og meðferð - nei takk!“, „Að stjórna lífi ann- arra“, „Siðfræði þjálfunar - er meira alltaf betra?“ „Höfum við rétt til að velja líf?“, „Þegar barn deyr“, „Álag í starfi-kulnun.“ Þetta eru heiti nokkurra þeirra sextán fyrirlestra sem verða á námskeiði Greiningar- og ráð- gjafarstöðvar ríkisins í Háskóla- bíói 7. og 8. október nk. Námskeiðið ber hcitið: „Sið- fræði og samskipti í starfi meö börnum.“ Auk ofangreindra efna veróur m.a. varpað siðferðilegu ljósi á læknisfræðilega meóferð fyrirbura og alvarlega fatlaðra barna, sem og umönnun barna með langvinna sjúkdóma og barnaverndarmál. Ennfremur verður fjallað um viðbrögð við áföllum, samskipti fagfólks inn- byrðis og samskipti foreldra og fagfólks, frá sjónarhóli beggja. Fyrirlesarar verða einkum úr hópi barnalækna og sálfræðinga, auk þess sem heimspekingur, fé- lagsráðgjafi, geðlæknir, sjúkra- húsprcstur, foreldri fatlaðs barns, félagsmálastjóri og franikvæmda- stjóri svæðisskrifstofu leggja sitt til málanna. Þátttaka tilkynnist í Greiningar- og ráðgjafarstöðina í síma 91- 641744 í síðasta lagi 30. septem- ber nk. (Úrfrcllalilkynníngu) gömlu konunni: „Fórstu nokkuð í dalinn græna að reyna að veiða, vinur?“ Megi Dagrún Pálsdóttir hvíla í friói með þökk fyrir allt og allt. Bjarni Veturliðason. Vinir Dóra í kveðjuhljóm- leikaferð Vinir Dóra eru um þessar mundir að hefja tónleikaferða- lag um landið undir yfirskrift- inni „Dóri í síðasta sinn á ís- landi“. Halldór Bragason (Dóri) hef- ur ákveðið að kveðja íslendinga að tónlcikafcróinni lokinni um ókomin ár. Feróinni er heitið til Kanada. Dóri mun ásamt ís- landsvininum Chicaco Beu sigla undir sama flaggi á tónleikum víðs vegar um heiminn. Tónleikar Vina Dóra á Norð- urlandi vcrða sem hér segir: Sun. 25. sept. kl. 23-01 Hótel Norðurljós á Raufarhöfn. Mán. 26. sept. kl. 20-21.30 Framhaldssk. á Laugum í S-Þing. Þri. 27. sept. kl. 21-22.30 Verkmenntaskólinn á Akureyri. Mió. 5. okt kl. 20-21.30 Fjölbraut Sauðárkróki. Fim. 6. okt. kl. 23-01 Brekka í Hrísey. Fös. 7. okt. kl. 24-03 Hótel Mælifell á Sauöárkróki. Lau. 8. okt. Kántrýbær á Skagaströnd. Athugasemd í Veiðiklónni sl. þriðjudag var sagt að 150 laxar hefóu verið komnir á land í Mýrarkvísl þegar síðast fréttist. Þar skeik- ar reyndar 11 fiskum en 139 laxar komu úr ánni á þessu sumri. Aðeins einu sinni síóan 1974 hafa færri laxar komið á land, árið 1976, þegar þeir voru 121 en meðaltalsveiói er nálægt 250 löxum. HA Auglýsendur! ISkilafrestur auglýsinga í helgarblaðið okkar er til kl. 14.00 á fimmtudögum, - já 14.00 á fimmtudögum. Hl Dagur auglýsingadeild, sími 24222. Opiö frá kl. 8.00-17.00. Aðalfundur Gilfélagsins verður haldinn í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23, laugardaginn 24. september nk. og hefst kl. 15.00. Dagskrá: Venjuleg aóalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Tilboð óskast í bifreiðarnar Toyota Corolla 1987 árgerö og Lada Samara 1988 árgerð, sem eru skemmdar eftir um- ferðaróhöpp. Bifreiðarnar verða til sýnis hjá Tjónaskoðunarstöðinni, Fjölnisgötu 6 frá kl. 13-17 föstudaginn 23. september nk. og tilboóum óskast skilað fyrir kl. 17 sama dag. TRYGGING HF Glerárgötu 36, Akureyri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.