Dagur - 22.09.1994, Síða 9
Fimmtudagur 22. september 1994 - DAGUR - 9
TSTA
- segir Þórunn Magnea Magnúsdóttir, leikstjóri
Þórunn Magnea Magnúsdóttir
leikstýrir uppfærslu Leikfélags
Akureyrar á Karamellukvörn-
inni. Hún segir að þetta sé
skemmtilegt leikrit og gaman
hafi verið að fást við þessa upp-
færslu. Þannig lýsir hún þræði
Karamellukvarnarinnar í stór-
um dráttum:
„Þetta leikrit gerist í leikhúsi
og þegar málararnir, sern mála
leikmyndina, koma í leikhúsið,
uppgötva þeir að salurinn er fullur
af börnum sem halda að ætlunin
sé að leika Karamellukvörnina.
Hins vegar er ckki á dagskrá að
sýna hana fyrr en næsta dag. Mál-
ararnir kalla á Ola smið, Onnu
saumakonu, gjaldkerann og skúr-
ingakonuna og gera sér lítið fyrir
og leika Karamellukvörnina.
Karamellukvörnin fjallar síðan um
ungan mann, sem Oli leikur, sem
rcynir aó ná sér í unga stúlku, sem
Anna saumakona leikur. Til þess
að það geti gengió veröur Oli að
smíða sér hús og fresturinn sem
hann hefur til þess er einungis ein
vika. Gjaldkerinn, sem heitir Jóa-
kim í lcikritinu, vill líka ná í stúlk-
una og Karamcllukvörnina og
hann reynir að gera Ola allt til
bölvunar.“
Fyrir alla fjölskylduna
Þórunn Magnea segist líta svo á
að Karamcllukvörnin sé leikrit
fyrir alla fjölskylduna. „Eg held
að allir geti skemmt sér vel, þetta
er mikið grín og gaman. Ég skal
segja þér að vió höfum verið að
fást við verkiö í fimm vikur og við
hlæjum cnnþá.“
- Ertu aó setja þetta leikrit upp í
fyrsta skipti?
„Já, það er ég. Karamellu-
kvömin var leikin hjá Leikfélagi
Akureyrar árið 1967 og síðan held
ég svei mér þá að þetta hafi ekki
verið leikió annars staðar. Það er
mikil synd, því þetta er bráð-
skemmtilegt leikrit.“
- Er eitthvað að þínu mati sem
einkennir þessa sýningu?
„Það er nú það. Jú, kannski
frekast það að miðaö við undir-
tektir þeirra sem hafa séó æfingar,
þá virðist mér sem þessi sýning
höfði til ótrúlega breiðs hóps.
Þctta er barnasýning, sem er líka
fyrir fullorðna. Við höfurn kosið
að segja aó sýningin sé fyrir fjög-
urra ára til níutíu og fjögurra ára.
Það er nokkuð stór og breióur ald-
urshópur!"
Önnur sýning
Þórunnar hjá LA
Þetta er í annað skipti sem Þórunn
Magnea leikstýrir hjá Leikfélagi
Akureyrar. Hún stýrði uppfærsl-
unni á Stálblómum árið 1991. Á
síðasta ári setti Þórunn upp Hafið
hjá Leikfélagi Dalvíkur og
Blómarósir hjá Leikfélagi Olafs-
fjaróar.
„Mér finnst yndislegt að vinna
hérna fyrir norðan,“ sagði Þórunn.
- Hvernig er líf farandleikstjór-
ans. Þetta hlýtur að vera þreyt-
andi?
„Ég er auðvitað óskaplega vin-
sæl þegar ég kem heim! Nei,
veistu að það er bara gaman að
þessu flakki. Ég starfaði í þrjátíu
ár hjá Þjóðleikhúsinu, bæði sem
aðstoðarleikstjóri og leikari, og þá
komst maður aldrei neitt.
Þegar ég fór að leikstýra úti á
landi, þá fannst mér ég allt í cinu
uppgötva Island. Það er allt önnur
þjóð sem býr úti á landi; skemmti-
legri, gestrisnari, afslappaðri og
með húmor. Meira að segja litlu
krakkarnir segja „halló“ við mann
úti á götu, eins og ckkert sé eöli-
lcgra."
- Hvað tekur við hjá þér þcgar
þessari vinnu hjá LÁ lýkur um
helgina?
„Ég cr í hópi scm kallar sig
„Bandamenn" og viö höfum vcrið
að lcika Bandamanna sögu úti um
allar trissur í sumar. Á mánudag-
inn förum vió til Árósa í Dan-
mörku og sýnum Bandamanna
sögu. Sýningin er hluti af ýmsum
menningaruppákomum í tengslum
við einhvers konar Islandsviku,"
sagði Þórunn Magnea Magnús-
dóttir, og þar með kallaði hún
leikarana á svið og framundan var
„rennsli" á Karamellukvörninni.
Leikhúsgestir sjá síðan árangur
strangra æfinga nk. laugardag.
óþh
Karamellukvörnin sýnd hjá LA árið 1967:
Frumsýnmgin var hátíð bamanna
- segir m.a. í umsögn Dags um sýninguna
Leikstjórinn
Þórunn Magnea Magnúsdóttir hefur einu sinni áður leikstýrt lijá
LA. Það var árið 1991 þegar félagið setti upp Stálblóm. Mynd: Robyn.
Leikfélag Akureyrar hefur einu
sinni áður sýnt Karamellu-
kvörnina. Það var í febrúar
1967 og þá fékk verkið afar góð-
ar viðtökur.
Þá fór Páll Snorrason með hlut-
vcrk Ola smíðanema, Anna
saumastúlka var leikin af Sögu
Jónsdóttur, Kjartan Olafsson brá
sér í gcrvi Frissa málara og Þráinn
Karlsson lék kollega hans, Pálma
málara. Emil Andersen fór með
hlutverk gjaldkerans, Helga Unn-
stcinsdóttir lék þvottakonuna og
Guðmundur Gunnarsson, sem
jafnframt var leikstjóri, lék leik-
hússtjórann.
í Degi þann 18. febrúar 1967
skrifaöi Erlingur Davíðsson, þá-
verandi ritstjóri blaðsins, aó
virðulegir borgarar Akureyrar af
L iónlcUiurtaa „Karamellukvön>la“ v'.r tmauýnaur i «-r.
| FfcLAG AJCUREYRAR
■ umtýnin«u á barualuik-
L K*r»ni«llukvoiiiiimi »t.
I igikvóld. Ilótundui' !>»»»
J in Evert Lundvliiun, cn
lógin livtur Jun
f uimið. Arni Júnuion búka
hcfur þýtl nuelt mil
II Kiisljin skild
Lipulœk lieíur hýtl »ungv-
I lelginoii sóngkcnnurí
" nið (Jógur Jreirra »óng-
tungin eru i teiknum.
eru 7 tatein* og lcik-
nundur Gunnarsion.
L <lr borgarar Akureyr
i kynalóðinni (ylltu
»ki i miðju leikhúí-
a aldrinum 6 Ul 12
<f daama i (ýninguna
■ irtektum |reirra og frá
1 ónarhúli, og ág velt
) t bnnur sjónarinið eru
_ |>euum vettvangl. |>á
* ningln prýðilega. Ekki
akilja, b5 hinlr etdrt
u »ér ekki sæn.ilega, at
frum fúr á .viðinu, en
jt »ú ikemmtun aukin
tri Innlifum og mikilll
u hinna ungu lclkhús-
inna í leikhúsi bi
o« Saga JónsdótUr og voru þau Im'úi hin hressileguslu og unnu
liylli áliorfendanna. Mábtana uuk leiks
Frissa og Pálma léku |>eir KJart armn A5
an Ólafsson og Þráinn Karls- IJÓsameis
son og skemmtu bömunum Vlggóssor.
ágœtlcga. l-vollskonuns. sem á uðust bi.
þutta undiaverkfaeti, karamellu kvórnina, lék Helga Unnsteins- Finnur Júníusso.
dóttir. Hún mun vera nýliðl á Frum
leiksviðinu, en var eins og húll bu
lioima hjá sér. Emil Andorsen lék vonda manninn, IJólan og hár i b
áhrifamikinn. — Leikstjórinn, c, »5 ,
Guðmundur Gunnarsson, kom br». En r
sem snoggvast lnn i siðaila upp lelk'
þætti, i hlutverki leikhússtjór- lelkrit e
ans. i þeirri
LeikriUð gerist i leikhúsí og Leikí.lr
á auðu .leiluviði, »n þó er þvi
Skiðanáimkei 5 í H
A SUNNUDAGINN fer fram mót", h.
slórsvigakeppni AkureyrarmóU inu hér.
ins, sem fresUð var ð. febrúur. Gagnf
Hefst keppnin kl. 1 e. h. Nsfna- stondu-
kall i óllum flokkum verður fólk a<'
Sktðahólellnu kL 10.30 f. h. Þ.6 .
Þessa dagana stendur yfir inn að ,
eldri kynslóðinni hafi fyllt nokkra
bekki í niiðju leikhúsinu, en ann-
ars hafi áhorfendur verið flestir á
aldrinum 6-12 ára. „Og ef dæma á
sýninguna af undirtekum þeirra og
frá þeirra sjónarhóli, og ég veit
ekki hvort önnur sjónarmið eru
gildari á þessum vcttvangi, þá
tókst sýningin prýöilega. Ekki svo
að skilja, að hinir eldri skemmtu
sér ekki sæmilega, af því cr frani
fór á sviöinu, cn mjög var sú
skemmtun aukin af ágætri innlifun
og mikilli þátttöku hinna ungu
leikhúsgesta í framvindu sýning-
arinnar,“ sagði Erlingur m.a. Og í
lok umsagnar sinnar sagði hann:
„Frumsýningin í Samkomuhúsi
bæjarins var hátíð barnanna.
Minnt hefur verið á það hér í blað-
inu, hvc nauðsynlegt er aó ala upp
Ieikara í þessum bæ. En líka er
þess þörf að ala upp leikhúsgesti
og þetta barnaleikrit er hinn merk-
asti þáttur í þeirri viölcitni og
þökk sé Leikfélagi Akureyrar fyrir
það."
Svo mörg voru þau oró Erlings
Davíðssonar í Degi 18. fcbrúar
1967. óþh
Gleráreijrum
Opifl virHa daga hl. 13-18
Bestu jeppakaupin!
Jeep Cherokee Jamboree
Hlaðinn búnaði
Skálafell sf.
Draupnisgötu 4 Sími 22255.
SAMLÆSINGAR með fjarstýringu, rafstilltir speglar,
RAFKNÚNAR RÚÐUVINDUR, RAFMAGNSLOFTNET, FJÓRIR HÁ-
TALARAR, LEDURKLÆTT VÖKVA- OG VELTISTÝRI, FIMM ÁLF-
ELGUR, STILLANLEG TOPPGRIND OG FLEIRA FYLGIR HVERJUM
EINASTA JEEP CHEROKEE.
& Jeep