Dagur - 22.09.1994, Blaðsíða 16
Verður þessi gœðastimpill á
nýju innréttingunum og
hurðunum þínum?
Trésmiójon filfo • Óscyri lo • 603 ftkureyri
Sími 96 12977 • Fox 96 12978
Geir Baldursson, lögrcglumaður, mundar radarbyssuna í Þingvallastræti gegnt Barnaskóla Akureyrar. Mynd:Robyn
Lögreglan hvetur ökumenn til
árvekni við grunnskólana
Afmælissýning Leikfélags Dalvíkur:
Land míns föður
Nú í upphafi skólaárs eru
margir af yngstu borgurun-
um að stíga stn fyrstu skref á
menntabrautinni og það þýðir
iðulega heilmikla uppstokkun á
þeirra daglega lífi. M.a. þurfa
þau að velja sér gönguleið í skól-
ann og þá liggur leið þeirra oft
yfir umferðarþungar götur.
Lögreglan mun vió upphaf
skólatíma á morgnana og eftir há-
degið hafa alla tiltæka lögreglu-
menn í nágrenni skólanna og eins
hafa gangbrautarveróir tekió til
starfa. Lögreglan mun aka um
íbúahverfin og reyna þannig að
stuðla aó því að ökuhraði lækki.
I mörgum lögreglubifreióunum
eru fastir ökuhraðaradarar og eins
hefur lögreglan lausa radara og
verða báðir óspart notaðir. Öku-
mcnn munu verða áminntir eða
kærðir ef ökuhraði í nágrenni
skólanna fer úr hófi fram. Lög-
reglan hvetur foreldra og kennara
aó fara með börnunum yfir göngu-
leiðina í skólann og segja þeini frá
helstu hættum sem í umferðinni
fclast. GG
Leikfélag Dalvíkur er fimmtíu
ára á þessu ári en það var
stofnað á lýðveldisárinu 1944 og
hefur starfað að heita má sam-
fellt síðan. Meiri hluti félaga býr
á Dalvík en einnig hafa leikarar
úr nágrannsveitum gengið til
liðs við félagið. Núverandi for-
maður leikfélagsins er Kristján
Hjartarson, bóndi á Tjörn í
Svarfaðardal.
Að sögn Kristjáns er starfsemi
Leikfélags Dalvíkur sérstaklega
blómleg í ár í tilefni af afmælisár-
inu. Fyrri hluta ársins sýndu félag-
ar í leikfélaginu leikritið Hafið
eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sú
sýning var mjög vinsæl og sló
sýningarmet í sögu Leikfélags
Dalvíkur. Lcikritió var sýnt 19
sinnum og síðasta sýningin var í
Grímsey. Kristján sagði aó þaó
hefði verði sérstaklega gaman að
sýna Hafið í Grímsey, þar hefði
sýningin á vissan hátt verið á
heimavelli. Grímseyingar tóku vcl
á móti Dalvíkingunum og sagðist
Kristján álíta að i eynni hefði ver-
ið 100% mæting á sýninguna.
Nú eru nýhafnar æfingar á
verkinu Land míns föður, scm
veróur sýnt sérstaklega í tilefni af
afmæli Leikfélagsins. Land míns
föður er viðamikill söngleikur eft-
ir þá Kjartan Ragnarsson og Atla
Heimi Sveinsson. Það er Kolbrún
Halldórsdóttir sem leikstýrir verk-
inu en tónlistarstjóri sýningarinnar
er Geir Höröur Arnarson, hol-
lenskur konsertpíanisti sem býr að
Tröðum á Svalbarósströnd. Leik-
ritió fjallar um hernámsárin á Is-
landi og lýðveldisstofnunin og var
það valið sérstaklega með hliðsjón
af því á þessu afmælisári leikfé-
lagsins. Kristján reiknar með aó
35-40 manns taki beinan þátt í
sýningunni en auk þess leggja
margir hönd á plóginn, við sviðs-
mynd, búningagerð og tækni-
vinnu. Samtals koma um 60
manns að sýningunni. Að sögn
Kristján ætla nokkrar garnlar
kempur að stíga á fjalirnar á ný í
tilefni af afmælissýningunni.
Land míns föður verður sýnt í
Ungó, sem er gamla Ungmennafé-
lagshúsið á Dalvík og er nýtt sem
leikhús og bíó. Kristján sagði að
vissulega væri húsiö nokkuð lítið
fyrir svona viðamikla sýningu en
ætlunin væri að púsla sýningunni
samt sem áður saman á litla svið-
inu sem er í Ungó.
„Við stefnum ákveðið að því
að frumsýna verkið föstudaginn 4.
nóvember en æfingar hafa nú
staðió yfir í rúma viku. Ætlunin er
að sýna leikritið fram í desember
og hefja svo sýningar á ný milli
jóla og nýárs,“ sagði Kristján
Hjartarson. KLJ
Vill eina barna-
verndarnefnd
fyrir sýsluna
Bæjarstjórn Húsavíkur:
Akveöið að greiða
ekki húsaleigubætur
Bæjarstjórn Húsavíkur sam-
þykkir að greiða ekki húsa-
leigubætur samkvæmt lögum
no. 100/1994 á árinu 1995. Jafn-
framt samþykkir bæjarstjórn að
láta kanna þörf fyrir húsaleigu-
bætur í sveitarfélaginu og hvaða
útgjöld framkvæmd laganna,
eins og þau eru nú, muni hafa í
for með sér fyrir bæjarstjórn.“
Svohljóðandi tillaga var sam-
þykkt með níu atkvæðum í Bæj-
arstjórn Húsavíkur sl. þriðju-
dag.
Einnig var samþykkt tillaga
með átta atkvæðum, Jón Asberg
(A) sat hjá, þar sem vísað var til
Heldur mun kólna í veðri næstu
daga er boóskapur Veðurstofunnar
að þessu sinni. Á vestanverðu
Norðurlandi mun draga úr suð-
vestanáttinni og í dag er gert ráó
fyrir kalda og lítilsháttar skúrum.
Austar á Noróurlandi veróur vestan
kaldi og bjart veður að mestu. Á
morgun gæti blásið nokkuó hressi-
lega sumsstaðar á vestanverðu
Norðurlandi af suðaustri en það er
þó sá landshluti þar sem síst er
von á úrkomu.
umsagnar bæjarstjórnarinnar um
húsaleigubætur 10. maí sl. og
skorað var á ríkisstjórn að beita
sér fyrir því á Alþingi að lögin
væri tekin til endurskoðunar í
samræmi viö þá umsögn.
Umsögnin sem vitnað er til er
þess efnis að ef menn teldu rétt að
fara út í jöfnun húsnæðiskostnaðar
væri eðlilcgt að það væri gcrt mcð
sama hætti og byggingakostnaður
er jafnaður í formi vaxtabóta og
að húsnæðisbæturnar væru teknar
í gegn um skattakcrfið. Einnig var
S.-Þing.:
Bílveltur í lausamöl
Bflvelta varð á Fljótsheiði í
gær. Erlendur ferðamað-
ur missti stjórn á bfl sínum í
lausamöl. Enginn slys urðu á
mönnum og bfllinn var öku-
fær eftir óhappið.
Síðdcgis á þriðjudag varð
bilvelta í Aóaldal. Ökumaður
missti stjórn á bíl sínum við
Hólmavað þar sem malarvegur
tekur við af bundnu slitlagi.
Bíllinn skemmdist og varð
óökufær cn slys urðu ckki á
mönnum. IM
því mótmælt að horfið væri frá
þeirri stefnu í samskiptum ríkis og
sveitarfélaga aö hafa skýr skil
milli verkefna ríkis annars vegar
og sveitarfélaga hins vegar. Því
var mótmælt að það kerfi sem sett
væri upp til umsýslu og eftirlits
með afgreiðslu húsaleigubótanna
væri mikil viðbót, nýtt kerfi innan
sveitarfélaganna sem bæjarstjórn
taldi viðamikið, dýrt í framkvæmd
og þungt í völ'um fyrir sveitarfé-
lögin. Einnig var því mótmælt hve
skammur frestur væri gefin til að
veita umsögn um málið.
Bæjarstjórn Húsavíkur er fyrst
bæjarstjórna til að taka slíka af-
stöðu til málsins. „Ég held að þaó
hafi verið rétt að taka á málinu
ann 15. september rann út
umsóknarfrestur um starf fé-
lagsmálastjóra Sauðárkróks-
kaupstaðar.
Að sögn Snorra Bjöms Sig-
urðssonar bæjarstjóra hafa níu
umsóknir borist um starfið. Fyrr-
verandi félagsmálastjóri bæjarins
með þessurn hætti. Sveitarstjórn-
armenn víða um land eru mjög
óánægðir með fyrirkomulag þess-
ara mála eins og lögin gera ráó
fyrir og ég trúi ekki öðru en að
fleiri sveitarstjórnir muni koma í
kjölfarið. Það er mjög megn
óánægja meðal sveitarstjórnar-
manna með það kerfi sem þarna er
gert ráð fyrir að taka upp. Menn
eru ekki með því að leggja mat á
það hvort það er nauósynlegt að
greióa húsaleigubætur eða ekki,
það kann vel að vera, en eins og
gert er ráð fyrir þessu í lögunum
er þetta mjög óskynsamlegt kcrfi,
dýrt og óhagkvæmt,“ sagði Einar
Njálsson, bæjarstjóri í samtali við
Dag. 1M
Matthías Viktorsson er farinn til
framhaldsnáms erlendis. Snorri
Björn sagðist vonast til þess aó
gengið yrði frá ráðningu nýs fé-
lagsmálastjóra á næstu dögum.
„Það er ekki eftir neinu að bíða,
okkur vantar félagsmálstjórann til
starfa,“ sagði Snorri Björn. KLJ
Héraðsráð Norður-Þingey-
inga samþykkti í síðustu
viku að óska eftir viðræðum við
héraðsráð Suður-Þingeyinga um
hugsanlega ráðningu starfs-
manns sem hefði með höndum
barnaverndarmál.
„Vió cigum eftir að ræða við
Suður-Þingeyinga um formið á
þessu, en hugmyndir hafa komið
upp hjá okkur í þá veru að skipuð
verói ein barnavcrndarnefnd fyrir
alla Norður-Þingeyjarsýslu ef
Suóur-Þingeyingar skipa cina
nefnd hjá sér og þessar tvær
nefndir standi í sameiningu að
ráðningu starfsmanns," sagði Ing-
unn St. Svavarsdóttir, formaóur
héraðsráðs Norður-Þingeyinga.
Ingunn sagði að héraðsráó vildi
einnig skoða jákvætt hugmynd um
ráðningu feróamálafulltrúa fyrir
báóar sýslurnar. Það mál snéri
fyrst og fremst að Atvinnuþróun-
arfélagi Þingeyinga. óþh
Frystikistur
Verð frá kr. 28.830
KAUPLAND HF.
Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565
VEÐRIÐ
Starf félagsmálastjóra Sauðárkróks:
Níu umsóknir