Dagur - 24.09.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 24.09.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 24. september 1994 FRÉTTIR Kári Þorgrímsson, bóndi í Garði í Mývatnssveit: Uni vel hag mínum - en er ómyrkur í máii varðandi kvótakerið o.fi. Kári í Garði scgir að sér flnnist einkennilegt ef bændur styðji samtök sem miða að því að taka af þcim lífsbjörgina. Kári Þorgrímsson, bóndi í Garði í Mývatnssveit, varð landsfræg- ur maður fyrir um tveimur árum síðan þegar hann afsalaði sér öllum greiðslum frá ríkinu og ákvað þess í stað að standa utan kvótakerfisins, haga sínum bú- skap eins og honum best hentar og selja framleiðsluna sjálfur. Lengi vel átti hann í nokkrum erfiðleikum með að fá fé sínu lógað en að hans sögn eru þau mál nú í góðum höndum, sem og sölumálin. Hann er hins vegar ómyrkur í máli þegar kemur að kvótakerfinu og samtökum landbúnaðarins. Kári kemur til með að slátra um 320 lömbum í haust og þriój- ungurinn af því er búinn. Féð flyt- ur hann til slátrunar í Kjötvinnslu B. Jensen, Lóni í Glæsibæjar- hreppi. „Þetta er allt í rjóma fínu lagi. Ég slátraði nú í vikunni, á þriðjudag og miðvikudag, því fyrsta sem ég lóga í haust. Það er allt saman klappað og klárt. Þaó eina sem er bitastætt í þeim mál- um er að ég var geröur afturreka með hausana. Ég var búinn að selja þá annarri afuróastöð ósvióna. Þaó má ég víst ekki en Auglýsingaherferð Mjólkursamlags KEA: Skyrið selst betur Skyrauglýsingar Mjólkursam- lags KEA, með Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra í broddi fylkingar, hafa vakið verðskuldaða athygli. Páll Þór Ármann, markaðsstjóri KEA, Unglinga- eróbikk hefst fyrstu vik- una í október. Skráning hafín. Líkamsrœktin Hamrí Sími 12080. segir að verulegur kippur hafi komið í sölu á skyrinu og allt bendi til þess að auglýsingaher- ferðin skili árangri. „Það er of snemmt spá fyrir um raunverulegan árangur, þar sem aðeins eru þrjár vikur frá því að herferðin hófst en byrjunin lofar vissulega góðu. Það má kannski segja aó við höfum spilað djarft með því að fá Jón Baldvin til liös við okkur en það hefur skilað sér mjög vel.“ Páll Þór segir að mjög erfitt sé aó komast inn í verslanir í Reykja- vík og nágrenni en þar sé KÉA stöðugt að vinna á og m.a. selji Hagkaup skyr frá fyrirtækinu. „Það er gríðarlegt úrvaí af mjólk- urvörum á markaðnum en hins vegar er kælipláss takmarkað. Þannig að þegar ný vara kemur inn í verslun, þarf önnur að fara út.“ Sala á appelsínudrykknum Frissa fríska, sem framleiddur er í Mjólkursamlagi KEA, hefur geng- ió mjög vel. Drykkurinn hefur til þessa eingöngp verið seldur í tveggja lítra umbúðum en nú er hann einnig fáanlegur í 33 cl um- búðum. KK má hins vegar taka þá heim sjálf- ur. Þaó má sem sagt ekki fara með þá ósviðna út af sláturhúsi nema heim til bænda. Mér er spurn hvar gætu þcir smitað nema heima hjá öðrum bændum og eins hitt hvaó breytist svona mikið við að svíða þá. Og fyrst ekki má flytja haus- ana ósviðna út úr húsinu, af hverju má þá flytja gærurnar, kjötið og innmatinn. Er ekki best að svíða það allt saman líka,“ sagói Kári. Að hans sögn er sala á kjötinu frágengin. Mest af kjötinu er selt ófryst til til Reykjavíkur en sumt á Akureyri. „Þetta er allt í fínu lagi og ég uni vel hag mínum. Þessi hlið mála er orðin í góðu lagi. Þeim bændum sem eru kvótalausir fer fjölgandi ár frá ári þannig aó starfsemi okkar kemst í fastari skorður.“ Þegar talið berst að kvótakerf- inu er Kári ómyrkur í máli. „Ég held mönnum sé alveg ljóst að ef ekki verða gerðar breytingar á kvótakerfinu mun það fara vax- andi að menn nýti jaróir sem ekki hafa kvóta og vandséð að nokkur geti bannað það.“ Og hann heldur áfram. „Auó- vitaó er þetta ekkert annaó en inn- byrðis slagur bænda um markað og peninga. Þeir eru nefnilega blessaóir að troóa hver á öðrum. Þaó er umhugsunarefni hvernig félagslyndustu stétt landsins hefur tekist að sveigja félagslegan vett- vang til þannig að unnt sé aó troða skóinn hver af öðrum eftir félags- legum leiðum. Þetta finnst mér mjög sérstakt fyrirbæri. Kvótakerfió í landbúnaðinum er á vettvangi félagssamtaka bænda og það er ekkert annað en mismununarfyrirkomulag hvað sem hver segir. Það mióar að því að tryggja mönnum misjafnlega mikinn rétt til markaðssetningar á innlendum markaöi. Væri það ekki þannig þyrfti engan kvóta. Þetta er orsök þess að ég og ýmsir aðrir úr bændastétt hafa tapað allri trú á félagshyggju, að sjá hana misnotaða jafn herfilega og gert er í sambandi vió þetta. Reyndar er þetta ekki alveg séreinkenni fyrir bændastéttina Deiglan á Akureyri: Mogens Andreasen úr Kontra punkti með fyrirlestur VIKING BARNASTÍGVÉL STÆRÐIR 24-29 VERÐKR. 1195 BYGGINGAVORUR Næstkomandi mánudagskvöld heldur danski tónlistarfræðing- urinn Mogens Wenzel Andrea- sen fyrirlestur í Deiglunni á Ak- ureyri. í fyrirlestrinum, sem haldinn er á vegum Tónlistar- skólans á Akureyri, fjallar hann um þjóðlega tónlist danska tón- skáldsins Carls Nielsens. Mogens Wenzel Andreasen er áhorfendum spurningakeppninnar Kontrapunkts að góðu kunnur, en hann vakti þar athygli sem litrík- asti, mælskasti og fróðasti mcð- limur dönsku sveitarinnar, og hressti oft upp á með orðheppni og kímnum tilsvörum. Það eru ís- ienskir mótherjar hans úr keppn- inni sem standa fyrir íslandsferð Andreasens, en hann heldur fyrir- lestra í Reykjavík og á ísafirði auk þess að sækja Akureyri heim. Mogens Wenzel Andreasen er afar eftirsóttur jafnt innan Dan- merkur sem utan og sem dæmi um Mogens Wenzel Andreasen. vinsældir hans á þessum vettvangi má nefna að hann hefur á þessu ári þegar haldið á annað hundrað fyrirlestra um aðskiljanlegustu efni tengd tónlist. I fyrirlestrinum á mánudag hyggst Andreasen varpa ljósi á þjóólega hlió risans í danskri tón- listarsögu, hins þjóðemisróman- tíska Carls Nielsens, m.a. með samanburði við samtímatónskáld hans í Danmörku óg á hinum Norðurlöndunum. Sérstaklega skal tekió fram að fyrirlesturinn er ætlaður almenn- ingi og er ekki mióaður viö áheyr- endur með sérstaka þekkingu á tónlist. Áhugi er allt sem þarf og m.a. má nefna að fyrirlesturinn er byggður upp á fjölda tóndæma. Eins og áður segir verður fyrir- lesturinn í Deiglunni á mánudags- kvöldiö og hefst hann kl. 20. Hann verður fluttur á dönsku og er rétt að taka fram að Andreasen er sérlega skírmæltur, eins og landsmenn fengu að heyra í Kontrapunkti, og því óþarfi aó láta hann framhjá sér fara vegna dönskufælni. Andreasen mun að fyrirlestrinum loknum svara spumingum gesta á dönsku eða ensku. óþh því aó mér heyrist að meóal launafólks gæti minnkandi tiltrúar á verkalýðsfélög. Þaó er vegna þess að stjórnendur þeirra hafa lát- ið þau koöna niður í skítinn. En þetta er verra með samtök bænda því þau hafa eflst í andstöðu vió hluta stéttarinnar. Til aó mynda hér í Mývatnssveit eru allir bænd- ur, nema kanski einn, undir þeim stærðarmörkum sem Stéttarsam- band bænda stefnir á að leggja niður. Ég skil ekki hvernig menn geta stutt félag sem miðar að því að taka af þeim lífsbjörgina," sagói Kári Þorgrímsson, bóndi í Garði í Mývatnssveit. HA Sauöárkrókur: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá Héraðsnefnd Skagfirðinga. Þar kemur fram að nefndin hefur óskaó eftir því við um- hverfisráöherra að skipuó verði samvinnunefnd um svæðis- skipulag fyrir Skagafjörð. Jafn- framt er gert ráð fyrir að skipu- lagsvinna svæðisins heíjist á næsta ári og taki 2-3 ár. Sveit- arfélögin sem um ræóir, greiði helming kostnaðar á móti ffamlagi ríkisins. Ráóherra hefur tckió jákvætt í erindið og leggur bæjarráó úl að Sauðár- krókskaupstaður taki þátt í verkefninu. ■ Bæjarráði hefur borist erindi frá Skagfiróingi hf., þar sem óskaó er eftir ábyrgð á lántöku Skagfirðings hf. á skuldabréfa- markaði að upphæð 50 millj- ónir kr. til allt að 10 ára. Bæjarráó samþykkti aó veita einfalda ábyrgð, enda verði lagðar fram fullnægjandi tryggingar. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar, þar sem þökkuð er velvild og stuðningur við undirbúning og framkvæmd Hótel Áningar rallýsins. ■ Bæjarráði hefur borist erindi frá félagsmálaráðuneytinu, þar sem minnt er á aó lög um húsa- leigubætur taka gildi 1. janúar nk. Þurfa sveitarfélög að ákveða fyrir 1. októbcr hvort sveitarfélagið greiði húsaleigu- bætur næstkomandi ár. ■ Jafnréttisnefnd hefur falið félagsmálastjóra að hafa sam- band við Jafnréyisráð varðandi námskeið fyrir jafnréttisnefndir á Noróurlandi vestra. Þá var formanni nefndarinnar falið að hafa samband við Fjölbrauta- skólann á Norðurlandi vestra á Sauðárkróki varðandi samstarf um verketni. ■ Skólancfnd Tónlistarskólans leggur til aó einungis verði tvennir tónleikar á vegum skól- ans á næsta skólaári, vegna lé- legrar aðsóknar á síóasta skóla- ári. ■ Skólanefnd Grunnskólans samþykkti samhljóða á fundi sínum 6. sept. að fara þess á leit við menntamálaráðuneytió að kennara við Grunnskólann, Grími Th. Vilhelmssyni, verði veitt lausn úr starfi nú þegar vegna rökstudds gruns um refsiverða háttsemi. Skóla- nefnd lítur jafnframt svo á aó starfi Gríms sé hér með lokið við skólann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.