Dagur - 24.09.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 24.09.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 24. september 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERD M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285),' KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON.(íþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Leikfélag fyrir fólkið Með frumsýningu Leikfélags Akureyrar í dag á leikrit- inu Karamellukvörninni fer vetrarstarfsemi félagsins á fulla ferð. Því fylgir alltaf ákveðin spenna þegar svipt er hulunni af verkum hvers leikárs hjá Leikfélagi Akur- eyrar, enda rekur félagið eina atvinnuleikhúsið utan höfuðborgarsvæðisins. Á síðustu árum hefur LA hvað eftir annað sýnt fram á styrk sinn og kraft, svo eftir hefur verið tekið af þeim sem eiga auðveldara með að sækja atvinnuleikhúsin í Reykjavík. Þetta öfluga félag hefur því verið drjúg auglýsing fyrir Norðurland og ekki síst Akureyri og mikilsverð þungamiðja í afþrey- ingu fyrir ferðafólk yfir vetrarmánuðina. Það er ekki að ástæðulausu sem sýningum LA er haldið á lofti þegar reynt er að kynna afþreyingar- og vetrarbæinn Akur- eyri fyrir landsmönnum. Spennandi mánuðir eru því framundan í Samkomu- húsinu á Akureyri en mikilsverðast er sem fyrr að sýn- ingarnar séu vel sóttar því varla er hægt að vænta þess að LA dafni, vaxi og þróist nema fólkið veiti því brautargengi með því að sjá sýningar félagsins. Reykjalundur Norðurlands Endurhæfing er mikilsverður hluti heilbrigðisþjónust- unnar og um það geta fjöldamargir sjúklingar vitnað að Grettistökum má lyfta með góðri endurhæfingu. í dag gefst Norðlendingum kostur á að heimsækja end- urhæfingadeild FSA í Kristnesi í Eyjafjarðarsveit og kynnast framtíðaráformum um uppbyggingu þar. Fáir staðir hafa yfir jafn miklum möguleikum að búa fyrir endurhæfingarstarf eins og Kristnes. Þó nú þegar sé unnið gott starf í endurhæfingu á deildinni á Kristnesi, er langt í land og eitt af stærstu málunum að koma upp sundlaug á staðnum, í því húsnæði sem nú þegar er til staðar. Því framfaramáli hafa Lionsmenn á Norð- urlandi sýnt áhuga og ætla þeir að kynna söfnunarátak sitt í dag. Orð Stefáns Ingvasonar, yfirlæknis endur- hæfingardeildarinnar í Kristnesi, í Degi sl. fimmtudag um að á Kristnesi eigi að verða í framtíðinni Reykja- lundur Norðurlands, minna á að Norðlendingum ætti að vera keppikefli að fylkja sér að baki uppbyggingu á endurhæfingu í þessum landshluta þannig að ekki þurfi að leita langt yfir skammt. í UPPÁHALPI MEP MOROUNKAFFINU ÓLAFUR ÞÓRÐARSON HaustHöfgi Haustiö er merkileg árstíð, bæði hió ytra og hið innra, þ.e.a.s. í sál þeirra, sem komnir eru á minn aldur og farnir að taka á sig haustlitina. Hið ytra lækkar sól á lofti og skáhallur geisli september- sólarinnar varpar skugga og sker í auga og fyllir bæinn af bláu húmi og angurværð. Og þeir, sem í fyrra hörmuóu rýra uppskeru, bölva nú á þessu hausti, ofgnótt og allsnægtum og fyrirsjáanlegu verð- falli, sem aftur á móti ég og mínir líkar, sem sagt kvótalaus- ir menn til lands og sjávar, þökkum aó sjálfsögðu fyrir, samkvæmt lögmálinu, „eins er dauðinn annars brauð, er í nauðir rekur“. Og þannig kemur í Ijós að einnig almáttugur skapari himins og jarðar á í basli með að gera svo öllum líki, jafn- vel þó hann sé Þingeyingur í aóra ættina, sem undirritaöur Húnvetningur dregur í efa að sé rétt. Hið innra er einnig haust og uppskerutími. Og þótt hin andlegu kornöx einhverra manna kunni aó drjúpa, fullskriðin og þrútin af mjölva sólríkra daga hins liðna sumars, viróist mér að ég þurfi ekki að óttast sam- keppni og offramboð á þeim gróðri, sem blasir vió í mínum eigin sálargarói. Þó vantaði held ég ekkert á að vel væri að vorverkunum staðið. Plægt og herfað að hefðbundnum hætti og útsæðió valió af bestu gerð. Og almennt séð, má segja aó sprettan sé í þokkalegu lagi, en gallinn er, að sá gróður, sem til var sáð og nú blasir við augum, er ekki lengur markaðshæf vara og þess vegna eiginlega bara einskisnýtt illgresi. Það var nefnilega þannig í gamla daga að frjósöm og ósnortin moldin í sálarakri okkar, sem þá voru böm var plægð og herfuð með hrollvekjandi ógn í líki Grýlu eða Kuldabola. Og ferleg skelfing var hverjum krakka vís, sem ekki sýndi foreldrum sínum og öllu fullorónu fólki fyllstjj virð- ingu og skilyrðislausa hlýðni. í þá gömlu og góðu daga leiðst engu barni að grípa framí fyrir fullorðnu fólki og talin heilög skylda aö éta hvaó, sem á borð var borið, vegna svöngu bamanna í útlöndum. Öll sjálfstæð skoðun hvort heldur á mat eða öðrum málefnum var af hinu illa og skyldi umsvifalaust meóhöndluð af full- trúum þess, Grýlu eða Kuldabola. Og blind lotning skyldi borin fyrir hverskonar verald- legri upphefð og valdi aó ekki sé nú minnst á auðsæld og eignarrétt. Enda báru menn stétt sína og stöðu með sóma í þá daga. Þá sáust sýslumenn og tollþjónar einkennisklæddir að störfum og prestar þekktust á löngu færi. Og þá voru bankastjórar, kaupfélagsstjórar og eiginlega allir stjórar, með hálstau hvundags, ríkir menn með ístru og læknar unnu í hvítum sloppum, sem vöktu dauðans ógn í hverju brjósti. Og kennarar, takið nú eftir, höfðu allt aö meters langt prik í hendi til staðfestingar á valdi sínu, yfir undirgefnum og lotningarfullum nemendum. Og svo skein sól. Og sæði undirgefninnar, hlýóninnar, lotningarinnar og óttans, hefði trúlega skrælnað fyrir sól- stöður ef trú, von og tilhlökkun eftir upphefð fullorðinsár- anna hefði ekki nært og vökvaö hinn kjarklitla gróður, sem til var sáð. Og nú er haustog nú skal uppskorið. Og fullur tilhlökkunar, tek ég mér sigð og grefil í hönd og sjá. Sem faðir krefst ég hlýðni af börnum mínum og er sak- aður um ofbeldi. Sem eiginmaóur og fyrirvinna krefst ég undirgefni og viðmótshlýju af konunni. Fyrir það hlýt ég titilinn karl- rembusvín og er settur á ryksuguna og í uppvaskió með það sama. Og þrátt fyrir haustlit á skeggi og skör og augljóst tilkall til virðingar, vegna aldurs þó ekki sé annars, víkur varla nokkur unglingur úr sæti fyrir mér, hvaó þá að hleypa mér framar í bióröð eins og fínt þótti áður. Og leiti ég sjúkur á læknis fund sit ég uppi með fúl- skeggjaðan ungling í gallabuxum og duggarapeysu, án minnstu virðingar fyrir dauóhreinsuðum virðuleika hvítu sloppanna. Og ámálgi maður lán í banka nú til dags er þaó ekki lengur feitur og sællegur bankastjóri, á virðulegum aldri meó hálstau, sem lætur mann hafa neiið, heldur alveg eins og jafnvel frekar rétt rúmlega lögaldra stelpukríli í LífÆS, með tagl. Þannig mátti mín kynslóð, sem sagt þola kúgun og fyrir- litningu af hendi fullorðinna alla sína barnæsku. Og nú þegar sú innræting og sálarsáning, hin ævilanga bið eftir virðingu og valdi fullorðinsáranna, er loks á enda og uppskeran stendur í fullum blóma, vill enginn kaupa þau gildi lengur. Nú á æskan allan rétt og reyndar konur líka og viö full- orðnir karlmenn, bomir og uppaldir til valda og virðingar megum þakka fyrir að njóta jafnræðis. Og ég sem kénnari, þruma nú priklaus við púlt og pæli undrandi í ásýnd daganna á hrímhvítum haustmorgnum eig- in ævi. Akureyri í september 1994.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.