Dagur - 24.09.1994, Blaðsíða 5

Dagur - 24.09.1994, Blaðsíða 5
 WKM Laugardagur 24. september 1994 - DAGUR - 5 ■33 Höfundur hinnar umtöluðu skyrauglýsingar með utanríkisráðherra: Hugmyndín svo óforskömmuð að ég reyndí hvað ég gat að gleyma henni „Markmið var að vekja áhuga á KEA-framleiðslunni, sérstak- lega á stór-Reykjavíkursvæðinu og ég held að það hafi tekist,“ sagði Baldvin Björnsson hjá auglýsingastofunni Stfl á Akur- eyri. Hann er höfundur að um- töluðustu auglýsingu, sem birst hefur í íslenskum ljölmiðlum í langan tíma, skyrauglýsingu Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra. Baldvin var fyrst spurður aó því hvemig honum hefði dottió í hug aó fá utanríksiráðherra til að auglýsa skyr fyrir KEA. „Þannig er mál með vexti að ég bý á Staö- arfelli í Köldukinn og keyri til Akureyrar í vinnuna. A leiðinni hér á milli, þessa 50 km, fæ ég alltaf bestu hugmyndirnar. Síðan var það eitt kvöldiö að ég var á heimleið og fékk þessa hugmynd. Mér fannst hún svo óforskömmuð að ég var að reyna aö gleyma henni alla leiðina heim. Hún hélt síðan áfram að ásækja mig um kvöldið. Um morguninn þegar ég kom til Akureyrar boðaði ég fund með Þórarini E. Sveinssyni mjólk- ursamlagsstjóra og Páli Armann markaðsstjóra KEA og lagði hug- myndina fyrir þá.“ - Hvernig tóku þeir þá í hana? „Þeir voru fljótir að átta sig á hvað hugmyndin gæti orðið áhrifarík. Eg er þó ekki frá því að fyrst hafi þeir talið mig vera á cinhverjum lyfjum. En ég fékk sem sagt frjálsar hendur með að koma henni í framkvæmd." - Hvernig gekk aö fá utanríkis- ráöherra með í spilið? „Meðan þetta var bara hug- mynd voru engar líkur á að hún kæmist í framkvæmd því hvorki mér né öðrum datt í hug að Jón Baldvin myndi slá til. Hins vegar er Jón Baldvin húmoristi og hann sá fljótt húmorinn í auglýsingunni, sem ég held að hafi ráðið úrslit- um. Hann áttaði sig á að auðvitað væri hann tilbúinn að gera allt fyr- ir landbúnaðinn.“ Að sögn Baldvins varð hug- myndin til snemma í sumar en bíða þurfti eftir rétta tækifærinu til að hefja herferðina. „Mér finnst Utanríkisráðherra í fjósinu. „Kúna“ leikur Sigurbjörn Búi Baldvinsson. að um þcssar mundir sé að vera jákvæð hugarfarsbreyting gagn- vart landbúnaðinum meðal al- mennings. Með slagorði herferó- arinnar: „Skyr meðan land bygg- ist,“ er ég að reyna aó segja aó ef landbúnaóur leggst hér niöur bændur séu að borga Jóni Baldvin fyrir að auglýsa sína vöru. Hefur þú orðió var við mikið af nei- kvæóum röddum í þessa veru? „Nei, alls ekki og þaó eru kannski frekar fjölmiólar, sem hafa verið að draga þann þátt fram. Auðvitað borga eyfirskir bændur ekki fyrir þessa auglýs- ingu frekar en aðrar auglýsingar frá KEA. Þetta er einfaldlega hluti af rekstri fyrirtækisins.“ - En hefur salan aukist? „Það er kannski erfitt aó segja, þar scm við erum líka að fara af stað meó mikió kynningarátak í búðum en auðvitað ætlumst við til aó þetta skili árangri," sagði Þór- arinn. HA Hér er vcrið að brcyta utanríkisráðhcrra í ckta íslenskan bónda. Frá vinstri: Jón Baldvin, BaldVin Björnsson höf- undur auglýsingarinnar, Hclgi Pétursson, scm cinnig auglýsir KEA-skyrið og Gréta Boða torðunarsérfræðingur. verður ekki byggilegt í landinu. Þá gætum við bara flutt aftur til Noregs og ég fann vel að áhugi Jóns Baldvins á að efla íslenskan landbúnaó er alveg til staðar. Vandinn við svona herferðir cr kanski helst að halda dampi án þess að þessi ákveðni ráðhcrra sé áfram í umfjölluninni. Megin- þungi auglýsingarinnar liggur annars vegar í aö efia ímynd KEA á markaðinum fyrir sunnan og hins vegar aö auglýsa framleiðslu- vörur Mjólkursamlagsins. Allt byggist þctta á því að varan selj- ist.“ - Ertu mcð cinhverjar lleiri sniðugar hugmyndir í kollinum? „Já, já. En þær eru algert hcrn- aðarleyndarmál.“ Fyrst og fremst jákvæð viðbrögð Þórarinn E. Sveinsson, mjólkur- samlagsstjóri KEA, sagðist hafa þá tilfinningu að auglýsingin hafi hitt í mark. „Þaó er mjög erfitt að markaðssetja aftur vöru sem búin er að vcra til lengi. Það verður að gera svo eftir sé tekið og þess- vegna fórum við þessa óhefð- bundnu leið. Þætti Jóns Baldvins er reyndar aó verða lokið og í framhaldinu munum við keyra á slagoröinu: „Skyr meðan land byggist.“ - Nú er mörgum bændum mjög í nöp við Jón Baldvin og menn verið að setja út á að eyfirskir Sýslumaðurinn Húsavík Útgarði 1,640 Húsavík, sími 41300 Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Garðarsbraut 13, e.h. og ris, Húsa- vík, þingl. eig. Svavar C. Krist- mundsson, gerðarbeiðandi Sam- vinnulífeyrissjóðurinn, 29. septem- ber 1994 kl. 15.00. Sunnuvegur 8, Þórshöfn, þingl. eig. Björgvin A. Gunnarsson, gerðar- beiðandi Tryggingamiðstöðin hf., 30. september 1994 kl. 14.00. Verkstæðishús Naustavarar v/Húsavíkurhöfn, þingl. eig. Naustavör hf„ gerðarbeiðendur Johan Rönning hf. og Landsbanki Islands Húsavík, 29. september 1994 kl. 14.00, Vesturvegur 12B, Þórshöfn, þingl. eig. Lilja Jónsdóttir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn Húsavík, 30. sept- ember 1994 kl. 14.30. Sýslumaðurinn Húsavík 21. september1994. Mánakórinn ásamt stjórnanda og undirlcikara. Mánakórinn: Vetrarstarf að heQast Haustið 1990 var stofnaður bland- aður kór, sem hlaut nafnið Mána- kórinn, og komu félagar úr Öxna- dals-, Arnames-, Glæsibæjar-, og Skriðuhreppi og einnig frá Akur- eyri. Kórinn hefur starfað reglu- lega síðan og haldið tónleika bæði á heimaslóðum og farið í söng- ferðir. Núverandi stjórnandi er Micha- el Jón Clarke og hafa æfingar að jafnaði verið tvö kvöld í viku í Þelamerkurskóla. Nú er vetrarstarf kórsins aó hefjast - sjá auglýsingu í Degi í dag. (Fréttatilkynning) Björn Sigurðsson Húsavík AÆTLUN frá 1. september 1994 HÚSAVÍK - AKUREYRI - HÚSAVÍK Sun. Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Frá Húsavík 19:00 08:00 08:00 08:00 08:00 17:00 17:00 17:00 17:00 17:00 Frá Akureyri 07:30 07:30 07:30 07:30 07:30 15:30 15:30 15:30 15:30 18:30 HÚSAVÍK - MÝVATN - HÚSAVÍK Sun. Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Frá Húsavík 09:15 09:15 09:15 09:15 09:15 Frá Mývatni 10:30 10:30 10:30 10:30 10:30 Samtenging við ferðir Norðurleiðar mánud.-, þriðjud-, fimmtud- og föstudaga. AFGREIÐSLUR: Húsavík: BSH hf„ Héðinsbraut 6 (Shell), sími 41260. Akurcyri: Umferðarmiðstöðin, Hafnarstræti 82, sími 24442. Mývatn: Hótel Reynihlíð, Mývatnssveit, sími 44170. GÓÐA FERÐ!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.