Dagur - 30.09.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 30.09.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 30. september 1994 FRÉTTIR Siglufjörður: Kaupfélag Eyfirðinga hyggst stækka húsnæði matvörudeildar félagsins á Siglufirði. Erindi þessa efnis er nú á borði skipu- lagsyfirvalda á Siglufirði. Hugmyndin er aó KEA byggi Lionsmenn selja penna Lionsmenn í Eyjafirði og Þing- eyjarsýslu gangast fyrir penna- sölu í dag og á næstunni, til styrktar framkvæmdum við sundlaugina að Kristnesi. Lionsmenn verða vió verslanir, stórmarkaði og útsölur ATVR og bjóða sérmerkta penna til sölu. Er það von þeirra er að sölunni standa að almenningur taki þeim vel og styrki gott málefni. Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri Sími 96-26900 Uppboð Framhald uppboðs á eftlrtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Fiskverkunarhús Efri-Sandvík, Grímsey, þingl. eig. Haraldur Jó- hannsson, gerðarbeiðandi Sýslu- maóurinn á Akureyri, 4. október 1994 kL 10.00. Skáldalækur, Svarfaðardalshreppi, þingl. eig. Hallur Steingrimsson, geróarbeiðendur Byggingasjóður rikisins, Búland h.f. áður Jötunn h.f., Landsbanki íslands, Lífeyris- sjóóurinn Sameining, Stofnlána- deild landbúnaðarins og Vátrygg- ingafélag íslands, 4. október 1994 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Akureyri 28. september 1994. Akureyringar her- taka Bingólóttó við útibúió við Suðurgötu til norð- urs og þá yrði gamalt hús sem þar er rifið. Fyrst og fremst er verió að horfa til stækkunar húsnæöis matvöruverslunar KEA. Ekki er hægt að segja annað en líflegt hafi verið í byggingariðn- aðinum á Siglufirði á undanförn- um mánuðum og miöað við áform KEA um stækkun er ljóst að stór verkefni verða í bænum á næst- unni. Meðal stórra verkefna í bygg- ingariónaðinum í bænum á liónu sumri má nefna nýbyggingu RA- RIK og nýjan frystiklefa Ingi- mundar hf., en hann veróur form- lega tekinn í notkun á morgun. Þá eru hafnar framkvæmdir við byggingu vörulagers-, skrifstofu og verslunarhúsnæðis Olíss. Sú bygging rís sunnan við bensín- stöðina. óþh Húsavík: Björg landar 18tonnum Björg Jónsdóttir ÞH-321 landaði 18 tonnum af rækju á Húsavík fyrri part vikunnar eftir fimm daga veiðiferð. Bjarni Aðalgeirsson, útgerðar- maður, sagði að skipið færi síðan á síld síðari hluta október ef ekki fyndist loðna fyrir þann tíma, en annars færi skipið væntanlega til loðnuveiða aftur. Þrjá daga tók að skipta um veiðarfæri á skipinu, búa það til rækjuveiða í stað loðnuveiða. IM Hjálpartækjabankinn í Reykjavík efndi til sýningar í Þjónustumiðstöðinni Víðilundi 22 á Akureyri í vikunni. Til sýnis var fjölbreytt úrval hjálpar- tækja fyrir fatlaða og hreyfihamlaða og auk þess voru sýndar ýmsar nýj- ungar á þessu sviði. Ljósmyndari Dags leit við á sýningunni og tók þessa rnynd. Mynd: Robyn Rækjuveiðar í Skjálfandaflóa byrja síðan í október. Litlar birgð- ir eru til af unninni rækju því vel gengur að selja. Gunnar sagði að verðin væru á uppleið en þó ekk- ert til að hrópa húrra fyrir, þar sem þau hefðu verið farin svo langt niður. IM Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Gott hljóð úr rækjuvinnslunni Unnið hefur verið á tveimur vöktum í Rækjuvinnslu Fisk- iðjusamlags Húsavíkur að und- anförnu, en þar hefur verið heldur rólegra í september en í sumar þegar yfirleitt var unnið á þremur vöktum og um helgar, að sögn Gunnars Bergsteinsson- ar, verkstjóra. „Við vonum að þetta sé að glæðast aftur,“ sagði Gunnar. Hann er meó 6-7 báta í viðskipt- um, auk togarans Júlíusar Havs- teen, sem heilfrystir stórrækjuna fyrir Japansmarkað en selur FH smærri rækjuna til vinnslu. Báðir bátar Langaness, Bjargirnar, leggja upp rækju hjá FH, einnig Sigþór, Kristbjörg, Aldey og Kristey. Aron hefur lagt upp rækju hjá FH en er í slipp eins og er. KEA hyggst stækka matvöruverslunina Uppboð Framhald uppboðs á Bryndísi EA- 165, þingl. eig. Halldór Jóhanns- son, fer fram á skrifstofu embættis- ins, Hafnarstræti 107, Akureyri, mióvikudaginn 5. október 1994, kl. 10.00. Gerðarbeiðendur eru: Bún- aðarbanki íslands og Sýslumaður- inn á Akureyri. Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum veröur háð á þeim sjálfum sem hér segir: Hafnarstræti 79, efsta hæð, Akur- eyri, þingl. eig. samkvæmt kaup- samningi, Baldvin Arngrímsson, geróarbeiðendur Byggingarsjóóur ríkisins og íslandsbanki h.f., 5. október 1994 kl. 11.00. Smáratún 6, neðri hæð, Svalbarðs- eyri, þingl. eig. Kristján Óskarsson og Margrét Kristinsdóttir, gerðar- beiðendur Byggingasjóður rikisins, Búnaðarbanki Islands og íslands- banki h.f., 5. október 1994 kl. 16.00. Stórholt 9, neðri hæð, Akureyri, þingl. eig. Birgir Antonsson, gerðar- beiðendur Davíð Gíslason og Sýslumaðurinn á Akureyri, 5. októ- ber 1994 kl. 14.30. ______________ Sunnuhlíð 2, Akureyri, þinglýstur eig. Fjölnir Sigurjónsson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Samvinnulífeyrissjóðurinn, Vá- tryggingafélag Islands og íslands- banki h.f., 5. október 1994 kl. 15.00. Sýslumaðurinn á Akureyri 29. september 1994. - sex ára drengur mun spreyta sig í Píramítanum Tvo síðustu laugardaga hafa sjónvarpsáhorfendur getað fylgst með nýjum sjónvarpsleik á Stöð 2 og hefur miðasala og áhorfun farið fram úr björtustu vonum Happdrættis DAS, sem er leyfishafi Bingólottós á ís- landi. Spilaðar eru þrjár bingó- umferðir og gefst fólki sem situr heima í stofu kostur á að hringja inn í þáttinn ef það fær bingó og velja sér hólf í svokölluðum Pír- amíta, þar sem verðmæti vinn- inga er allt frá myndavél upp í bfl. I hverjum þætti koma tveir þátttakendur og taka þátt í Lukku- hjólinu og Bílastiganum þar sem sá heppni getur hlotið bíl. I hverjum þætti er dregnir út þrír innsendir miðar og handhafar þeirra koma í næsta þátt og spreyta sig í Lukkuhjólinu, Bíla- Gunnar Grétar Sverrisson, sem áhorfendur Bingólottós munu sjá freista gæfunnar nk. laugardag. Mynd: Robyn stiganum og Píramítanum. Akureyringar hafa hertekið næsta þátt, því þá mun Gunnar Grétar Svenisson, sem aðeins er sex ára, velja sér hólf í Píramítan- um; Aðalheiður Stefánsdóttir snýr Lukkuhjólinu og Kristjana Ivars- dóttir mun freista gæfunnar í Bíla- stiganum. Þátttakendur ásamt maka (eða fylgdarmanni) munu fljúga suóur nteð Flugleiðunt í boði Bingól- ottós, gista tvær nætur á Scandic- hótelum Flugleiða og á flugvellin- um er tckió á móti þeint og þeim ekið á hótel og í þáttinn á eðal- vagni. Stefán Steinsen, markaðsstjóri Bingólottós, segir söluna á Akur- eyri hafa verió mjög góða og allir niióar selst upp fyrir síðustu helgi. A Akureyri eru miðarnir seldir í ýmsum verslunum og hjá Iþrótta- félaginu Þór. GG tForeldrafélag KA AÐALFUNDUR Aðalfundur foreldrafélags KA verður haldinn laugardag- inn þann 1. október kl. 14.00 í KA-heimilinu. Efni fundarins: 1. Ræóa formanns. 2. Ræða gjaldkera. 3. Kosning nýrrar stjórnar. 4. Önnur mál. Allir þeir foreldrar sem eiga börn er stunda íþróttir á vegum félagsins eru hvattir til að mæta. Stjórn foreldrafélags KA. Akureyri: Höldur sýnir Fiat Punto Höldur hf. á Akureyri verður með bflasýningu um helgina að Tryggvabraut 10. Að þessu sinni verða sýndar tvær gerðir af Fiat Punto og gefst fólki kostur á að grípá í gæðing- ana. Opið verður á morgun kl. 12- 17 og sunndag kl. 13-17. Sauðárkrókur: ■ Á fundi bæjarráðs nýlega var farið yfir þau fimm tilboð sem bárust i viöbyggingu og breytingar á leikskólanum Glaöheimum. Kostnaðaráætlun hljóöaöi uppá rúmar 30 millj- ónir og voru öll tilboóin undir þcirri áætlun. Friórik Jónsson sf. átti lægsta tilboöið, rétt tæp- ar 22 milljónir og samþykkti bæjarráö að ganga til samninga við Friðrik Jónsson sf. á grund- vclli tilboðs hans. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá Skagfirðingi hf., þar sem boðin eru lram veð vegna ein- faldrar ábyrgðar Sauöárkróks- bæjar á skuldabréfum, útgefn- um af Skagfirðingi hf., samtals að upphæó 50 millj. króna. Veöin eru eignarhlutir og stofnfjársjóðir í Sölumiöstöö hraðfrystihúsanna og hlutabréf í Fiskiðju Sauðárkróks og ís- lcnskum sjávarafurðum. Veöin cru talin aðgengilcg og var bæjarstjóra falið aö undirrita ábyrgðaryfirlýsingu. ■ Hafnarstjórn hefur samþykkt að sótt verði um fjárveitingar 1995 í samræmi við l'ram- kvæmdaáætlun hafnarstjórnar frá því í mars sl. Einnig sam- þykkti stjórnin aö taka upp um- ræður um framtíöaruppbygg- ingu Sauðárkrókshafnar. ■ Hafnarstjórn hcfur borist bréf frá Hafnasambandi sveit- arfélaga, varóandi útgáfu bæk- lings fyrir rússnesk flsfciskip. Kostnaður hverrar hafnar, sem þátt tæki í útgáfunni verður 30- 35 þúsund og var samþykkt að Sauðárkrókshöl'n taki þátt í út- gáfu bæklingsins. ■ Bygginganefnd hefur borist erindi frá skólastjóra Gagn- fræðaskólans, þar sem lram kcmur ósk frá skólanefnd Grunnskólans um að kannaður veröi möguleiki á gangbraut og hraðahindrun á Sæmundarhlíð, milli Gagnfræðaskólans og .Verknámshúss FNV. Bygg- inganefnd frestaði afgreiðslu. ■ Byggingancfnd hcfur cinnig borist ósk um lcyfi til aö reisa giröingu á lóöarmörkum skól- ans að sunnan, sömu geröar og sú sem fyrir er sunnan körfu- boltavallar. Girðingin nái allt vcstur að innkcyrslu inn á bíla- stæói íþróttahúss. Bygginga- nefnd samþykkti erindið. ■ Á fundi bygginganefndar var kynnt umræðutillaga Árna Ragnarssonar, arkitckts, að aö- alskipulagi á íbúðasvæði fyrir aldraóa, sunnan og vestan sjúkrahúss. Bygginganefnd gerir ekki athugasemd við til- löguna og óskar eftir að hún vcröi fullunnin. ■ Félagsmálaráó hcfur lýst sig samþykkt tillögum Héraðsráðs um skipan barnavemdarnefnd- ar á vegum Héraösnefndar. ■ Félagsmálaráð hefur sant- þykkt að auglýsa eftir lcik- skólakennurum til starfa á leik- skólum bæjarins. Deildarstjóra vantar á báða leikskólana. ■ Félagsmálaráöi hefur borist bréf frá foreldrum tvíbura, þar sem þau fara fram á að leik- skólagjöld tvíbura vcrði lækk- uö. Leikskólancfnd telur aó tviburar eigi ekki aö njóta for- réttinda umfram önnur systkini á leikskóla. Samþykkt var að vísa bréfinu til gcrðar fjárhags- áætlunar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.