Dagur - 30.09.1994, Blaðsíða 15
IÞROTTIR
Föstudagur 30 september 1994 - DAGUR - 15
SÆVAR HREIÐARSSON
Urvalsdeildin í körfuknattleik:
Óheppnir Þórsarar
Reynsluleysi Þórsara sagði til
sín á lokasekúndunum þegar
þeir mættu íslandsmeisturum
Njarðvíkur í spennandi leik í
gærkvöld á Akureyri. Staðan
var jöfn, 89:89, þegar fjórar sek-
úndur voru til leiksloka en þá
brutu heimamenn af sér undir
körfunni og gestirnir tryggðu sér
sigur úr vítaskotum, 89:91.
Jafnræði var með liðunum
framan af leiknum en Þórsarar
voru þó lengst af einu til tveimur
stigum yiir. Konráó Oskarsson var
drjúgur og skoraði grimmt framan
af. Seinni hluta hálfleiksins var
sent öll lukka yfirgæfi liðið og Is-
landsmeistaramir sigldu framúr.
Sandy Anderson var lánlaus í
sóknarleiknum en skilaði vel sínu
hlutverki í varnarleiknum. Þá var
Kristinn Friðriksson heillum horf-
inn en Konráó hélt liðinu á floti
með fallegum körfum. Gestirnir
héldu þó forustunni fram að hléi
og höfðu yfir 44:48.
Njarðvík virtist hafa öll völd í
upphafi síðari hálfleiks og komst í
47:58 en þá fór Kristinn að hitta
meó þriggja stiga körfum og setti
þrjár slíkar í röð og breytti stöð-
unni í 57:59. Anderson lék einnig
mun betur í sóknarleiknum auk
þess sem hann hirti sín fráköst í
vörninni. Eftir þetta var jafnt á
flestum tölum en Þórsarar þó
ávallt einu skrefi á undan. Þegar
tvær mínútur voru til leiksloka
misstu Njarðvíkingar Ronday Ro-
binson útaf með 5 villur og falleg
karfa frá Orvari Erlendssyni kom
Þór í 89:87. Jóhannes Kristbjörns-
son jafnaði strax fyrir gestina.
Staöan því 89:89 og 1,02 mínútur
til leiksloka. Tvö þriggja stiga
skot frá Kristni fóru í körfuhring-
inn og Njarðvíkingar nýttu sér
það. Þórsarar brutu á Jóhannesi
þegar 4 sekúndur voru eftir og
hann tryggði sigur íslandsmeistar-
anna, 89:91.
Þetta er mjög góó byrjun á Is-
landsmótinu hjá Þórsurum og þeir
voru óheppnir með að sigra ekki í
leiknum. Konráð var besti maður
liðsins í leiknum en Birgir Orn
Birgisson og Einar Valbergsson
stóðu einnig vel fyrir sínu.Greini-
legt var að reynslan haföi mikið
að segja hjá Njarvíkingum sem
virtust ekki vera með sterkara lið
en nýliðar Þórs.
Stig Þórs: Konráó Óskarsson 20, Krist-
inn Frióriksson 17, Einar Valbcrgsson
14, Birgir Öm Birgisson 11, Sandy And-
erson I 1, Bjöm Sveinsson 8, Hafsteinn
Lúóvíksson 6, Örvar Erlendsson 2.
Stig Njarðvíkur: Teitur Örlygsson 20,
Valur Ingimundarson 17, Rondey Robin-
son 16, Jóhannes Kristbjömsson 12,
Kristinn Einarsson 9, ísak Tómasson 6,
Astþór Ingason 6, Friórik Ragnarson 4.
Oómarar: Einar Einarsson og Árni Freyr
Sigurðsson og voru þeir mistækir.
Urvalsdeildin í körfuknattleik:
Frábær byrjun hjá Stólunum
„Þetta var geysilega mikilvæg-
ur sigur. Ég tek ekkert rnark á
spádómunum og við ætlum
okkur að vera áfram í úrvals-
deildinni,“ sagði Páll Kol-
beinsson, kampakátur þjálfari
og leikmaður Tindastóls á
Sauðárkróki, eftir frækilcgan
sigur Stólanna á KR á Sauðár-
króki f gærkvöld, 82-72.
Óhætt cr að segja að þcssi
sigur Tindastóls hafi koniið
skemmtilega á óvart og
stemmningin meðal 600 áhorf-
enda á Króknum í gærkvöld var
ótrúleg.
Fyrri hálflcikur cinkcnndist
af taugatitringi og var jafnræöi
með liðunum. KR-ingar leiddu
lengst af cn Tindastóll komst yf-
ir þcgar 5 mínútur voru til lcik-
hlés. KR-ingar komust aftur yfir
og þeir höfðu betur í hálfleik,
36-32. Tindastólsmenn snéru
síðan dæntinu við þegar um 10
ntín. voru liðnar af síðari hálf-
leik og hcldu forystunni allt til
leiksloka og má segja að Páll
Kolbeinsson hafi gulltryggt sig-
ur heimamanna með þriggja
stiga körfu þcgar 54 sek. voru
eftir.
I heild komu Stólamir
skemmtilega á óvart. John Torr-
ey átti góöan leik í síðari hálf-
leik og einnig spiluðu þeir Hin-
rik Gunnarsson og Sigurvin
Pálsson mjög vel. Ingvar
Ormarsson og Hennann Hauks-
son voru bestir í liði KR.
Dómarar voru Kristján Möll-
er og Kristinn Óskarsson og
dæntdu þcir vcl. GBS/óþh
Liðin:
Tindastóll: John Torrey 28. Páll Kol-
beinsson 6, Hinrik Gunnarsson 18,
Amar Kárason 2, Ómar Sigmarsson 11
og Sigurvin Pálsson 17.
KR: Ólafur Ormsson 10, Ósvaldur
Knudsen 10, Falur Haróarson 11, Ing-
var Ormarsson 11, Hcrmann Hauksson
24, Friórik Stefánsson 2 og Brynjar
Haróarson 4.
Handknattleikur - deilur um félagaskipti Rúnars Sigtryggssonar:
„Þetta er skandair
- segir Rúnar Sigtryggsson og er óhress með gang mála
Teitur Örlygsson og Sandy Ander-
son takast á undir körfunni.
Mynd: Robyn.
„Það er andskoti skítt að Ienda í
þessu og vera úti í kuldanum á
meðan einhver félög eru að kíta
sín á milli um samninga,“ sagði
Rúnar Sigtryggsson í samtali við
Dag í gær en hann hefur ekkert
getað leikið handknattleik á
þessu tímabili vegna deilna um
samninga milli Þórs og Vals.
Eins og fiestum ætti aö vera
kunnugt þá hugóist Rúnar skipta
úr Val í sitt gamla félag, Þór, fyrir
þetta tímabil og fara þaöan til
Víkings. Ekkcrt hclúr þó cnn orö-
ið al' þcim skiptum, þar scm Vals-
menn neituðu að skrifa undir fé-
lagsskiptin. Þeir vilja meina að
þaó sé verið aó svíkja þá um lé-
lagsskiptagjald og aö Þórsarar séu
einungis „lcppur“ í að koma hon-
um í raðir Víkinga. Þegar Rúnar
gekk til liós við Valsmcnn fyrir
Blak:
Mótið byrjar í kvöld
- KA meö nýjan þjálfara
fslandsmótið í blaki 1994-1995
hefst í kvöld í KA- heimilinu.
Fyrsti leikur mótsins er viður-
eign KA og Þróttar frá Nes-
kaupstað kl. 20.00 í karlaflokki
og kl. 21.30 leika sömu lið í
kvennaflokki. KA er með nýjan
þjálfara á þessu tímabili, en það
er Bandaríkjamaðurinn Mike
Whitcomb og mun hann einnig
leika með liðinu.
Mike Whitcomb er 26 ára
miöjusmassari frá Los Angeles í
Bandaríkjunum. Hann stundaði
nám við UCLA háskólann, sem er
þckktur fyrir aó ala upp afreksfólk
í fiestum íþróttagreinum og hann
var þrisvar valinn í úrvalslió há-
skóla, svokallað All Amcrican-lið.
Whitcomb er rúmlega 2 metrar á
hæð og mjög sterkur lcikmaður.
Blaðamaður Dags hitti hann að
máli og byrjaði á að spyrja hvcrn-
ig honum líkaði dvölin á Islandi
en hann kom til landsins í síðustu
viku. „Mér líkar vel hér. Landió er
mjög áhugavert og algjör and-
stæða þcss staðar sem ég kem frá.
Eg vissi að þetta yrði mikil breyt-
ing cn ég vissi ckki við hverju ég
átti að búast þannig að það er
gaman að sjá þetta loks,“ sagði
Whitcomb. Eins og áður sagði
kom hann til landsins í síðustu
viku og tók þátt í móti með liói
Mike Whitcomb.
sínu um síðustu helgi. Þrátt fyrir
að úrslit lcikjanna hafi ekki verió
eins og hann heföi kosið telur
hann möguleika KA í deildinni
góða. „Ég hef ekki séð mörg liö,
aðeins þau tvö sem við höfum
leikið við. Við töpuðum fyrir
þeim cn ég held að við ættum al-
veg örugglega að geta sigrað þau.
Við höföum aðeins æft tvisvar
saman áður en keppnin hófst og
ég er enn aó aðlaga mig breyttum
aðstæöum. Auk þess vantaói leik-
menn í okkar hóp og ég tel að við
munum standa okkur vel í vetur.“
Aóspurður um hvernig íslenska
blakið stæði í samanburði við það
sem spilað er í Bandaríkjunum
taldi hann enn vanta mikið upp á.
„Gæðin cru sennilega svipuð því
sem gerist í menntaskólum (Junior
College) í Bandaríkjunum. Ég
held að blakiö hér sé í þcim gæða-
fokki af því að það er ekki vinsæl-
asta íþróttin í landinu og þetta er
lítil þjóð þannig að þátttakcndur
eru ekki mjög margir. Kannski eru
bestu íþróttamennirnir líka í öðr-
um íþróttagreinum eins og hand-
bolta og fótbolta sem eru vinsælli.
Það eru heldur ekki eins margir
þjálfarar, en ég tel aö það sé
traustur hópur krakka scm vill
lcika blaka og læra. Þaó er mjög
gott,“ segir Whitcomb sem einnig
þjálfar yngri fiokka KA.
Sjálfur segist hann vera að
komast í leikæfingu að nýju cn
hann hcfur ekki spilað eftir sömu
reglum undanfarin ár. „Ég lck síð-
ast í háskóla árió 1991 og síðan
hef cg lcikið mikió á ströndinni í
Kaliforníu og einnig hcf ég mikið
fengist við þjálfun. Ég hef ekki
leikið í sex manna liði í nokkurn
tíma, en það er mikið at' keppnum
á ströndinni. Aður lék ég mjög
mikið með sex manna liði í sum-
ardeildum og þar er hart barist og
mikið af leikjum,“ sagði Whit-
comb að lokum.
einu ári var ákvæði í samningnum
um að hann gæti farið aftur í Þór
án skuldbindinga af hálfu Vals-
manna. Þcir eru ekki tilbúnir til að
viróa þctta ákvæöi og málið fór
fyrir félagsskiptanefnd, sem úr-
skurðaói í málinu í síðustu viku.
Þar sagði að Þórsarar gætu fengið
Rúnar aftur í sínar raðir mcð því
aó greióa 450 þúsund krónur inn á
geymslurcikning og ef hann væri
enn í Þór þcgar lokafrestur félags-
skipta rcnnur út, 1. nóvember,
myndi Þór la peningana aftur cn
annars rynnu þeir til Valsmanna.
Máliö cr þó ckki svo einfalt að
Þórsarar séu aðeins „leppur“ í fé-
lagsskiptum Rúnars í Víking. Að-
ur höfðu Þórsarar fengið Finn Jó-
hanncsson lánaðan frá Val gegn
greiðslu. Þcir höfðu ekki getað
borgað þá upphæó og var því
samið um að Rúnar færi til Vals
og skuldin þar með greidd aö
fullu. Þess vegna var haft ákvæði
um að hann gæti komið aftur í Þór
og litu þeir þannig á málið að hér
væri um lcigu að ræða. Valsmenn
eru ckki á sama máli og vilja hafa
sem mest út úr þessum viðskipt-
um. Rúnar cr uppalinn í Þór og
einn besti handknattleiksmaður
Akureyrar í seinni tíð. Hann var
varamaður hjá Val lengst af síð-
asta tímabils og því eðlilegt að
hann vilji reyna fyrir sér annars
staðar.
Rúnar cr ckki mjög bjartsýnn á
að lausn finnist í málinu. „Samn-
ingar eru ekki virtir sem samning-
ar. Allt brotiö um þverbak,“ sagði
Rúnar og bætti því við að hann
teldi ekki líklegt aó Víkingar væru
tilbúnir að koma inn í málið með
Rúnar Sigtryggsson íhugar nú að
hætta í handknattleik.
peningaupphæð. Rúnar hyggur á
nám erlendis næsta vetur og þeim
finnst of mikið að borga þessa
upphæð fyrir einn vetur.
„Ég er fastur í Þór eða Val,“
sagði Rúnar en hann taldi ekki
miklar líkur á aó hann spilaði aft-
ur fyrir Val. „Manni er efst í huga
að hætta þessu öllu saman. Það er
þá kannski að maður mundi spila
með Þór en ckkert æfa með þeim.
Það mundi þó ekki ganga mjög
lengi,“ sagði Rúnar sem nú er við
nám í Tækniskólanum í Reykjavík
og greinilcga ekki sáttur við gang
mála. Hann hefur æft af fullum
krafti meó Víkingum en hætti því
á mánudag. Rúnar vildi einnig
taka þaó fram að hann ætti ekki í
neinum útistöðum við sína gömlu
félaga í Valsliðinu og þeir standi
með honum í þessu máli.
Iþróttir
Blak:
Föstudag:
KA-Þróttur Nes. karlar
kl. 20.00
KA-Þróttur Ncs. konur
kl. 21.30
Handknattleikur:
Sunnudag:
Haukar-KA kl. 20.00
Körfuknattleikur:
Sunnudag:
Þór-Haukar kl. 20.00
Tindastóll-Njarövík kl. 20.00
Golf:
Laugardag:
Bændaglíma Jaðarsvelli
kl. 10.00
, □□
'□' □□ *□" □•
Ný
námskeið
hefjast
mánudaginn
3. október
Skráning hafin
Líkamsrœktin Hamri,
sími 12080.