Dagur - 11.10.1994, Blaðsíða 1
77. árg.
Akureyri, þriðjudagur 11. október 1994
192. tölublað
/
Verð kr. 29.500
\
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri ■ Simi 23599^
Sauðkrækingar kaupa frystitogarann Sjóia HF-1:
Skipinu fylgir 300
þorskígilda kvóti
- kaupverð gefið upp eftir stjórnarfund
Einn best hannaði frystitogari
íslenska flotans, Sjóli HF- 1,
hefur verið seldur til Djúphafs
hf. í Hafnarfirði, en Skagfirðing-
ur hf. á Sauðárkróki er aðaleig-
andi þess. Sjóli HF er 883 brl. að
stærð, smíðaður í Flekkefjord í
Noregi 1987 fyrir Sjólaskip hf. í
Hafnarfirði, en aðaleigandi þess
er Jón Guðmundsson. Skipið er
keypt með 300 þorskígilda
kvóta, en það var með 1.325
þorskígildiskvóta í byrjun fisk-
veiðiársins. Sjólaskip hf. eiga
einnig Harald Kristjánsson HF-
2, sem er sömu stærðar og Sjóli,
smíðaður 1988. Hann er með
1.411 þorskígildiskvóta. Kaup-
verð verður ekki uppgefið fyrr
en eftir stjórnarfund hjá Skag-
firðingi hf. síðar í mánuðinum.
Pálmi Jónsson dregur sig í hié á Noröurlandi vestra:
innan lögsögu og ennfremur hefur
hann verið á veiðum í Smugunni.
Stefnt er aó óbreyttum veióum,
a.m.k. fyrst um sinn. Ekki veróur
skipt um nafn á skipinu fyrr en í
byrjun næsta árs.
„Kosturinn við þessi kaup er sá
að ekki þarf að úrclda á móti
kaupunum því þaó er meó veiði-
hcimildir innan íslenskrar fisk-
veióilögsögu og tekjurnar af þessu
skipi eru hrein viðbót hjá fyrirtæk-
inu. Sami skipstjóri, Guðmundur
Kjalar Jónson, verður með skipið,
og verður áhöfninni boðin vinna
áfram. Því fylgir enginn krafa um
búsetu á Sauðárkróki enda félagið
meó heimilisfestu í Hafnarfirði,“
sagði Einar Svansson. GG
Um hclgina var réttað í Borgarrétt í Eyjafjarðarsveit. Fjörugt var að vanda og fjöldi fólks mætti til að flygjast með.
Atgangurinn er oft mikill þcgar mcnn og hross takast á og ckki laust við að óvönum þyki oft nóg um. Mynd: GF
Vilhjálmur og Hjálmar vilja efsta sætið
Einar Svansson, framkvæmda-
stjóri Skagfirðings hf„ segir kaup-
in á Sjóla vera einn af þeim val-
möguleikum sem hafi verið uppi á
borðinu sl. tvö ár, en málin hafi
hins vegar skyndilega þróast
nokkuð hratt að undanförnu en
þessi kaup hafi verið einn af bestu
kostunum.
Jón Guðmundsson segir að
eina af aðalástæðum þess að Sjóli
sé seldur þá að á skipinu hefóu
hvílt óhagstæð lán og ekki hafi
verið hægt að endurfjármagna þaó
á ásættanlegan hátt, það hafi verið
of dýrt.
„Það eru engin vandamál, eng-
in lán í vanskilum, en viö erum
ánægðir með aö skipið lendir hjá
góðum kaupendum sem hafa
möguleika á betri fjármögnun en
núverandi lán eru til mjög
skamms tíma. Bæói skipin hafa
verió í toppvióhaldi, fyrirframvið-
haldi,“ sagði Jón Guðmundsson.
Sjóli hefur aðallega verið á út-
hafskarfaveiðum og karfaveiðum
Pálmi Jóns-
son, alþing-
ismaður, lýsti
því yfir á aðal-
fundi fulltrúa-
ráðs sjálfstæðis-
félaganna á
Siglufirði um
helgina, að
hann gæfi ekki
kost á sér til
endurkjörs í næstu alþingiskosn-
ingum. Þar með virðist ljóst að í
uppsiglingu sé barátta um efsta
sæti lista sjálfstæðismanna á
Norðurlandi vestra þar sem bæði
Vilhjálmur Egilsson og sr.
Hjálmar Jónsson sækjast eftir því.
Pálmi Jónsson, sem verður 65
ára 11. nóvember nk„ hefur setið á
Alþingi í 28 ár, hann settist á þing
árið 1967. Pálmi var landbúnaðar-
ráðherra í ráðuneyti Gunnars
Thoroddsen
1980 til 1983.
Sú ákvörðun
Pálma að draga
sig í hlé þýðir
að upp er kom-
in ný staða inn-
an Sjálfstæðis-
flokksins á
Norðurlandi
vestra og Ijóst
er að tekist verður á um hver komi
til með að leiða framboóslista
flokksins í alþingiskosningunum í
vor. Ekki liggur fyrir hvaóa aðferð
verður viðhöfð við val á fram-
boóslistann, en margt bendir til að
prófkjörsleiðin verði farin.
Akvöróun um þetta bíður kjör-
dæmisþings sjálfstæðismanna sem
verður síðustu helgina í október.
Vilhjálmur Egilsson, alþingis-
maður og framkvæmdastjóri Versl-
unarráösins, skipaði annað sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins við síð-
ustu alþingiskosningar og náði
naumlega kjöri. Vilhjálmur sagð-
ist í samtali við Dag sækjast eftir
fyrsta sætinu.
Vilhjálmur hefur haft uppi
mjög afdráttarlausar skoðanir um
að Island eigi að sækja um aðild
að Evrópusambandinu. Hann var
spurður um hvort þcssi afstaða
hans kynni ekki að veikja hans
stöðu í landbúnaðarkjördæmi eins
og Norðurlandi vestra.
„Eg hef skoóanir á mörgum
málum og stjórnmálin snúast um
fleira en Evrópusambandið. Eg
hef ekki farið í launkofa með
skoðanir mínar í Evrópumálum
fremur en öðrum málurn, en ég á
nú ekki von á því að menn horfi
einungis á einn málaflokk, ég tel
miklu frekar að fólk horfi til þess
hvar ég almennt stend í stjórnmál-
um. Mér hefur þótt að fólki líkaði
frekar við mcnn sem hefðu skoð-
anir á málunum.“
Vilhjálmur segir að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi fengið góða kosn-
ingu í kjördæminu í síðustu kosn-
ingum og því sé vel framkvæman-
legt að ná aftur góðri kosningu og
koma tveim mönnum á þing.
Sr. Hjálmar Jónsson, sóknar-
prestur á Sauðárkróki og prófastur
Skagfirðinga, var í þriðja sæti lista
Sjálfstæðisflokksins á Norður-
landi vestra fyrir síðustu alþingis-
kosningar. Hann stefnir á efsta
sætið að þessu sinni. „Það er að
mínu mati komin upp ný staða þar
sem Pálmi Jónsson hefur lýst því
yfir að hann gefi ekki kost á sér til
endurkjörs. Þetta er sama staða og
kom upp á Vestfjöróum þar sem
annar góður og gegn forystumað-
ur sjálfstæðismanna, Matthías
Bjarnason, gaf ekki kost á sér til
cndurkjörs. Þeir hafa þegar ákveð-
ið prófkjör vestra.
Það er hins vegar kjördæmis-
þingsins að ákveða hvaða aðferð
verður hér notuð til að raða á list-
ann, hvort þaö verói uppstilling
kjörnefndar sem þá kjördæmis-
þing samþykkir eða þá að efnt
verði til prófkjörs. Eg mun að
sjálfsögðu hlíta ákvörðun þess
hver sem hún verður. En verði
ákveðið prófkjör þá óska ég eftir
stuðningi í efsta sæti listans." óþh
Reykjavíkurhöfn vill fjármagn úr ríkissjóði:
Reykvíkingar sjá ofsjónum yfir bættri
hafnaraðstöðu annars staðar
- segir Guðmundur Sigurbjörnsson, hafnarstjóri á Akureyri og vill að landsbyggðarmenn
fari að ræða saman og standa saman
Vilhjálmur Egils-
son.
Reykjavíkurhöfn hefur óskað
eftir styrk úr hafnarsjóði til
hafnarframkvæmda í borginni.
Um er að ræða gerð fjölnota-
hafnar á Klettasvæðinu, bryggju
við Örfírisey og upptökumann-
virki fyrir skipaviðgerðir.
Reykjavíkurhöfn hefur ekki
fengið framlag úr ríkissjóði um
margra ára skeið vegna stærðar
sinnar og því kom það mörgum
á óvart á ársþingi Hafnasam-
bands sveitarfélaga fyrir helgina
að slík beiðni kæmi fram nú.
„Það er ástæóa fyrir því að
Reykjavík hefur ekki notið ríkis-
framlaga. Astæðan er einfaldlega
sú að höfnin fær tekjur af nánast
öllum inn- og útflutningi lands-
manna. Við höfurn sumir hafnar-
menn haldið því fram að Reykja-
víkurhöfn hafi notið mesta ríkis-
framlags allra hafna á íslandi. Það
skýrum við með því að Reykjavík
var valin sem innflutningshöfn
fyrir olíu. Hún þurfti ekkert að
leggja fram og aðeins að taka við
tekjunum og innheimta þær,“ seg-
ir Guðmundur Sigurbjömsson,
hafnarstjóri á Akureyri.
Guðmundur segir að þessar
hugmyndir Reykvíkinga gætu
þjappað landsbyggðinni sarnan og
vakið menn til umhugsunar. „Eins
og menn hafa verið að gera á Isa-
firði, þar sem þeir voru að reikna
út útflutningsverðmæti vestfirskra
fyrirtækja og bera það saman við
íbúafjölda þar og svo landið í
heild. Eg hcld að þaó sé kominn
tími á það að menn fari aö ræóa
saman og standa saman á lands-
byggðinni."
Guðmundur sagðist halda að
ástæðan fyrir því að þessi ósk
Reykvíkinga kemur fram nú sé sú
að þcir sjái ofsjónum yfir því aö
verið er aó skapa betri hafnarað-
stöðu annars staðar sem er sam-
keppnisfær. „Reykvíkingar virðast
ekki þola að sett veröi upp flotkví
úti á landi og heldur ekki að það
eigi að fara byggja höfn á Reykja-
nesi, sem verði í samkcppni vió
þá. Þeir hafa undirboðið t.d. Hafn-
arfjarðarhöfn, til þess að ná þaðan
viðskiptum og þeim virðist ekki
líða vel nerna gína yfir öllu. Þetta
er algjör misskilningur hjá þeim,
þeir eru það stórir að þcir eiga
ekki að þurfa aó láta svona.“
Á ársþingi Hafnasambandsins
kom fram að um 60 hafnir telja
þörf á hafnarbótum á næstu fjór-
um árum fyrir 7,7 milljarða króna.
Þar af hyggst Reykjavík fram-
kvæma fyrir um 1 milljarð og Ak-
ureyrarhöfn fyrir um 532 milljónir
króna og inni þeirri tölu eru fram-
kvæmdir við flotkví. KK
Slökkvilið Akureyrar:
Eldur í
fitupotti
Igær var Slökkvilið Akureyrar
kaliað í svínabúi í Glæsibæj-
arhreppi. Þar var eldur laus í
fitupotti.
Verið var að bræða fitu í potti
með sjálfvirkri olíukyndingu. Hún
slökkti ckki á sér með þeim af-
leiðingum að fitan ofhitnaði og
kviknaði í henni. Nokkrar
skemmdir urðu á pottinum og
búnaðinum í kring. HA