Dagur - 11.10.1994, Blaðsíða 8

Dagur - 11.10.1994, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 11. október 1994 ÍÞRÓTTIR HALLDÓR ARINBJARNARSON Knattspyrna: Gunnar og Ragnar til Leifturs - fleiri ieikmenn á leiðinni? Leiftursmenn ætla sér stóra hluti í 1. deildinni í knattspyrnu næsta sumar og uin heigina var gengið frá samningum við tvo sterka leikmenn sem munu leika með félaginu. Það eru þeir Gunnar Oddsson úr ÍBK og Ragnar Gíslason úr Stjörnunni. Forráðamenn Leifturs hafa ver- ið duglegir við að leita sér að nýjum leikmönnuin og líklegt er að fleiri séu á leiðinni. „Mér líst mjög vel á þetta. Mér skilst að Leil'tursmenn séu stór- huga og ætli að ná að halda sér í deildinni og gott betur en það,“ sagði Gunnar Oddson í samtali við Dag í gær. „Það var gengió frá þessu um helgina og þaó veröur gaman að pról’a þetta. Ég kem nú ckkert þama fyrr en í maí þar sem ég er í skóla fyrir sunnan,“ sagði Gunnar, sem lék mjög vel í liði Keflavíkur í sumar. Hann hcfur verið fyrirliði liðsins undanfarin tvö ár og var valinn í lió ársins í I. deildinni al' leikmönnum deildar- innar fyrir skömmu. Gunnar er 29 ára og hefur leikió 172 leiki í 1. Gunnar Oddson. Ragnar Gíslason. deild þar scm hann hefur skorað 16 mörk. Hann er Keflvíkingur en lék um fímm ára skeið með KR. Ragnar Gíslason var fyrirliði Stjörnunnar, sem féll í 2. deild í ár. Hann cr 26 ára en hefur verió í meistarallokki liðsins undanfarin tíu ár og hefur mikla reynslu. Ragnar er duglegur tengilióur sem vinnur vel fyrir framan vörnina en skorar ekki mikið af mörkum. Líkt og Gunnar mun hann æfa með Leiftursmönnum fyrir sunnan en flytjast norður næsta sumar. Leiftursmenn cru ekki hættir að leita aó nýjum mönnum og vitað er að þeir hafa átt í viðræðum við fleiri lcikmenn. Einnig cr inni í myndinni aó fá annan útlending en mikil ánægja hefur verið með Serbann Slobodan Milisic sem kom til liósins síðasta vor. Hann lék mjög vel í sumar og segja 01- afsfirðingar hann vera besta varn- armann scm Ieikur á Islandi í dag. Körfuknattleikur - úrvalsdeild: Kærulausir Þórsaiar - stórleikur Anderson tryggöi Þór sigur Þórsarar gerðu góð ferð til Stykkishólms á föstudagskvöld og sigruðu þar heimamenn í liði Snæfells, 82:95. Sigurinn var ör- uggur og voru þetta auðveldastu stig sem liðið hefur fengið til þessa. Kæruleysi setti þó mark sitt á leikinn og á tímabili í síð- ari hálfleik náðu gestirnir for- ustu eftir að I>ór hafði yfir í hálfleik, 43:34. Stórskyttan Kristinn Friðriks- son lék ekki með Þór að þessu sinni þar sem hann hafði verið veikur og því hvíldur í þessum leik. Þórsarar tóku strax forustu í leiknum en klaufaskapur sá til þess aó Snæfell var aldrei langt undan. I upphafi síóari hálfleiks var mikil deyfð yfir Þórsurum og heimaliðið skoraói grimmt á meó- an. Þeir breyttu stöðinni í 51:43 með 16 stigum í upphafi hálfleiks- ins en þá þótti Þórsurum nóg komið og Sandy Anderson dreif liðið áfram meó stjörnuleik. Hann hirti nær öll fráköst undir körf- unni, alls 18, þar af ellefu í vörn- inni. Auk þess skoraði hann 33 stig og Þórsarar tóku örugga for- ustu á ný. Auk Anderson áttu nafnarnir Einar Davíðsson og Valbergsson mjög góöan leik og Birgir Birgis- son var að vanda sterkur. Haf- steinn Lúðvíksson meiddist í leiknum og gat ekki spilað með Þórsurum á sunnudag gegn Skallagrími cn ætti ckki að vera lengi að ná sér. Stig Þórs: Sandy Anderson 33, Einar Valbergsson 21, Einar Davíósson 10, Birgir Birgisson 10, Konráó Óskarsson 9, Bjöm Sveinsson 7, Hafsteinn Lúóvíksson 2, Þóróur Steindórsson I. Stig Snæfclls: Karl Jónsson 14, Ray Harding 14, Hjörleifur Sigurþórsson 14, Þorkell Þorkelsson 10, Jón Þór Eyþórs- son 9, Eysteinn Skarphéóinsson 7, Daói Sigurþórsson 5, Veigur Sveinsson 3, Atli Sigurþórsson 3, Agúst Jensson 3. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Georg Þorsteinsson. Blak -1. deild kvenna: Víkingsstúlkur sterkari - KA náði sér ekki á strik Kvennalið KA og Víkings mætt- ust á föstudagskvöld og sigruðu Víkingsstúlkur nokkuð örugg- lega, 3:0. KA náði þó að veita þeim harða keppni og virtist ávallt ná sér á strik seinni hluta hverrar hrinu en það kom ávallt of seint. Mikió var um mistök hjá KA í upphaft fyrstu hrinu og Víkingar náöu strax öruggri forustu. Um miðja hrinuna náðu KA-stúlkur aöeins að klóra í bakkann og næla í nokkur stig en gestirnir hleyptu þeim aldrei almennilega inn í lcik- inn og sigruðu 10:15. Sama sagan endurtók sig í ann- arri hrinu þar sem Víkingar tóku strax forustu cn með sterkri há- vöm náði KA að jafna, 8:8. Mikil barátta var seinni hluta hrinunnar og eftir aó gestirnir komust í 9:12 náói KA aftur að jafna eftir upp- gjaftr frá Elísabetu Jónsdóttir. Lengra komst KA þó ekki og Vík- ingar sigruðu 12:15. í upphafi þriðju hrinu náði KA í fyrsta stigið og var það í fyrsta skipti sem þær náðu forustu í leiknum. Víkingar voru þó aldrei langt undan og jafnt var á öllum tölum framan af. Eftir það tóku þær völdin á ný og komust í 7:14. KA náði þó að vinna nokkur stig í lokin eftir uppgjafir frá Hrefnu Brynjólfsdóttur og breyttu stöð- unni í 11:14 áður en Víkingur gerði út um leikinn, 11:15. Munurinn á liðunum fólst aðal- lega í því hversu jafnar og góðar uppgjailrnar voru hjá Víkingum en KA stúlkur þurfa greinilega að bæta sig á því sviði. Eins og í karlaliðinu þá virðist breiddin ekki vcra mjög mikil og Bjarni Þórhallsson, þjálfari, notaöi sama mannskap nær allan tímann. Halia Halldórsdóttir átti góóan lcik. Körfuknattleikur - úrvalsdeild: Sterkir Stólarnir stóðu í Keflvíkingum - Tindastoll tapaði 97:110 í skemmtilegum leik I>eir efasemdamenn sem héldu að Tindastóll yrði Keflvíking- um auðveld bráð máttu éta það ofan í sig snarlega er þeir sáu liðin mætast í íþróttahús- inu á Sauðakróki sl. sunnu- dagskvöld. Tindastólsmcnn mættu ákveðnir til lciks og ætluðu greinilega ckki að gcfa neitt eft- ir. Hraðinn og baráttan var slík að fyrri hálfleikurinn var einhver sá allra besti sem sést hefur á Sauðárkróki. Ekkert var geftð eftir og liðin skiptust á um að lciða leikinn. John Torrey, leik- maöur Tindastóls, fór hreinlega á kostum í fyrri hálfleik er hann gerði fjórar þriggja stiga körfur í röð. Mikil spcnna var allan hálf- lcikinn. og stcmmingin frábær. Hállleikstölur uróu 48:52 og Keflavík leiddi. Keflvíkingar byrjuóu seinni hálfleikinn af miklum krafti og beittu prcssuvörninni óspart. Virtust lcikmcnn Tindastóls missa tökin á leiknum við það. Kom nú slæmur kalli hjá þeim þar sem Keflvíkingar stungu hreinlega af og náðu 23 stiga forskoti um miðjan scinni hálf- leik, 67:90. Tindastólsmcnn virt- ust þrcyttir og greiniicgt að sú breidd sem Keflvíkingar hafa skipti sköpum. Þó voru það ungu mennimir í liói Tindastóls scm komu mikið á óvart og átti liðið í hcild ágætan leik. Lcik- mönnum Tindastóls tókst að minnka muninn í 13 stig fyrir leikslok og lokatölur urðu 97:110 fyrir Keflavík. Bestir hjá Tindastóli voru Hinrik Gunnarsson og John Torrey cn hjá Kcflavík voru Lenear Bums, David Grissom og Birgir Guóftnnsson bestir. GBS. Leikurinn í tölum: 0:2, 13:12, 22:22, 34:34, 48:52 - 57:66, 67:84, 77:91,97:110. Stig Tindastóls: John Torrey 34. Hin- rik Gunnarsson 25, Ómar Sigmarsson 12, Páll Kolbeinsson 12, Sigurvin Páls- son 8, Atli Bjöm Þorsteinsson 3, Hall- dór Halldórsson 2, Amar Kárason 1. Stig Kcflavíkur: Lenear Bums 31, Davió Grissom 24, Birgir Guóflnnsson 17, Siguður Ingimundarson 14, Jón Kr. Gtslason 9, Gunnar Seinarsson 6, Guó- jón Gyifason 6, Sverrir Sverrisson 5. Kristján Guðiaugsson 1. Dómarar: Kristján Möller og Héóinn Gunnarsson, voni góðir. Áhorfcndur: 400. Blak -1. deild karla: Sjaldan meiri spenna - KA-menn töpuöu í oddahrinu Á föstudagskvöldið niættust KA og Þróttur Reykjavík í 1. deild- inni í blaki í KA-heimilinu. Eins og við mátti búast var um spennandi leik að ræða þar sem Ieiknar voru fimm hrinur og tví- sýnt um úrslit fram á síðasta stig. Að lokum voru það Þrótt- arar sem stóðu uppi sem sigur- vegarar, 2:3, eftir að hafa sigrað 13:15 í oddahrinu. Ekki er langt síðan Þróttur kom til Akureyrar og sigraði KA nokk- uð örugglega í haustmóti og voru heimamenn ákveðnir í aó láta þaö ekki endurtaka sig. KA byrjaði fyrstu hrinuna af krafti og var lengst af yftr. Þrjár fallegar laum- ur frá Pétri Olafssyni og mistök í móttökunni hjá Þrótt sáu til þess að sigurinn virkaði öruggur, 15:7. I annari hrinu snérist dæmið al- gjörlega við og móttakan hjá KA var mjög slöpp. Þróttur náði strax afgerandi forskoti og komst í 0:8 áður en KA náði í sitt fyrsta stig. Heimamenn voru máttlausir í sín- um aðgerðum og smössin lentu flest í hávörn Þróttar. Lokastaðan var 2:15 og greinilegt að KA þurfti aó rífa upp andann í liðinu. Það gekk ágætlega í byrjun þriðju hrinu og glæsileg smöss hjá Sigurði Arnari Olafssyni og laum- ur frá Pétri komu KA í 6:1. í kjöl- farið fylgdi langur kafli þar sem hvorugu liði tókst að vinna stig en þegar það kom voru þaó Þróttarar sem höfðu betur. Þeir náðu að jafna, 7:7, og eftir það réðu KA- menn ekkert við kraftmikla Þrótt- ara sem sigruðu hrinuna, 10:15. I fjórðu hrinu hafði Þróttur yftrhöndina framan af en þegar líða tók á hrinuna tóku KA-menn við sér og náðu að jafna 8:8. Þar var Mike Whitcomb í aóalhlut- verki en einnig áttu Sigurður Arn- ar og Kristján Gunnarsson góða kafla. Hávörnin hjá KA var sterk Davíð Búi Halldórsson í móttök- unni. og þar unnu Kristján og Bjarni Þórhaflsson mikilvæg stig. Liðin skiptust á að hafa forustu og í lok- in var það góð hávörn hjá Davíð Búa Halldórssyni sem tryggði KA sigur í hrinunni, 17:15. Þegar í oddahrinu var komið hafði Þróttur yfir framan af og virtist ávallt feti framar. Eftir aó Þróttur hafði haft yfír nær allan tímann náði KA að komast í 10:11 og síðan aö jafna 12:12. Þróttur komst aftur yfir, 12:14, og þegar KA virtist vera að ná sér upp aftur misfórst uppgjöf og gestirnir fögnuöu sigri, 13:15. í heildina var leikur KA betri en gegn Þrótti Neskaupstað urn síðustu hclgi. Liðið spilaði svo til allan tímann á söntu leikmönnum og ungu strákarnir stóðu sig vcl. Sérstaklega var Kristján Gunnars- son sterkur þegar líða tók á lcik- inn. Pétur var atvkæðamikill i upphafi og Sigurður Arnar tók rispur þar sem hann vann hvert stigió af öðru. Mikc Whitcomb viróist falla bctur inn í liöió með hverjum lcik en enn virðist sem hæó hans sé ckki fullnýtt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.