Dagur - 11.10.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 11.10.1994, Blaðsíða 3
FRETTIR Þriðjudagur 11. október 1994 - DAGUR - 3 Úthafsveiðar frá áramótum: Togarar Samherja hafa veitt 10.500 tonn að verðmæti 600 millj. króna - Hegranes SK og Drangey SK hafa fiskað fyrir um 200 millj. króna utan landhelginnar Skip Samherja hf. á Akureyri hafa sótt 10.500 tonn af fiski út fyrir landhelgina það sem af er árinu, að verðmæti 600 milljónir króna. Um helmingur aflaverð- mætisins er fenginn á úthaf- skarfamiðunum en hinn helm- ingurinn úr Barentshafi. Úthaf- skarfaaflinn nam 7.700 tonnum og Barentshafsþorskur tæplega 3.000 tonn. Togarar Skagfírðings hf. hafa í ár veitt um 2.100 tonn af þorski í Barentshafinu, sem er 2-3 sinnum meira en sem nemur samanlögð- um þorskkvóta togaranna Drang- eyjar og Hegraness á nýbyrjuðu fiskveiðiári. Þessar upplýsingar koma fram í Fiskifréttum. Drangey hefur verið á veiðum í Smugunni síðan í maí og Hegra- nesið síðan í júní. I báðum skipun- um hefur aflinn verió flattur og Baldvin Þorsteinsson EA hefur veitt um 4.700 tonn af úthafskarfa og tæp 1.000 tonn af þorski í Barentshail frá ára- mótum. Aflaverðmætið er samtals um 275 milljónir króna. Mynd: KP saltaður um borð. Drangey hefur landað fimm sinnum og Hegra- nesið tjórum sinnum og er afla- verðmæti þeirra úr Barentshafi um 200 millj. kr. Þá hefur Skagfirð- ingur farið einn ferskfisktúr i Bar- entshafið. Baldvin Þorsteinsson EA, hefur veriö atkvæðamestur togara Sam- herja á úthafsveiðunum. Hann hefur veitt alls um 4.700 tonn af úthafskarfa það sem af er árinu, að verðmæti 186 millj. kr. Auk þess fór hann einn túr í Barentshafið og fékk 953 tonn af þorski upp úr sjó, að verömæti 89 millj. kr. Af öórum Samherjaskipum er það að segja, aó Víðir EA hefur veitt 2.900 tonn af úthafskarfa fyr- ir 125 millj. kr. og auk þess sótt 750 tonn af þorski í Barentshafið fyrir 67 millj. kr. Akureyrin EA hel'ur veitt 646 tonn af Barents- hafsþorski fyrir 61 millj. kr. og auk þess 92 tonn af úthafskarfa. Margrét EA kom með 490 tonn af þorski úr Barentshafi, að verð- mæti 48 millj. kr. og Stokksnes landaði saltfiski fyrir 18 millj. kr. KK Skrifstofa jafnréttis- og fræðslufulltrúa Akureyrarbæjar: Óskað eftir úrbótum í húsnæðismálum Valgerður Bjarnadóttir, jafnrétt- is- og fræðslufulltrúi Akureyrar- bæjar, hefur í bréfi til bæjarráðs óskað leyfis til að nýta húsnæði á 1. hæð í Geislagötu 9 fyrir skrifstofu jafnréttis- og fræðslu- fulltrúa og búa það húsgögnum. A fundi bæjarráós Akureyrar sl. fimmtudag kom fram aö bygg- ingadeild bæjarins geri ráð fyrir að lagfæring húsnæóisins og nauðsynlegur skrifstofubúnaður kosti um 1,6 milljón króna. Bæjar- ráð samþykkti að vísa erindinu til geróar fjárhagsáætlunar næsta árs, en jafnframt verði aðrir kostir kannaðir í húsnæðismálum jafn- réttis- og fræðslufulltrúa. óþh Krafa verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlandi: Kaupmáttaraukning og hækkun lægstu launa - sameiningarumræðan olli vonbrigðum Um helgina var sambands- stjórnar- og formannafundur Al- þýðusambands Norðurlands haldinn á Raufarhöfn. Aðal mál fundarins voru skipulagsmál sambandsins, þ.e. þær samein- ingartillögur sem fyrir Iiggja og einnig kjaramál. Að sögn Guð- mundar Ómars Guðmundsson, forseta Alþýðusambands Norð- urlands, var fundurinn gagnleg- ur og greinilegur hugur í mönn- um að ná fram kjarabótum í komandi kjarasamningaviðræð- um. Guðmundur gat ekki leynt von- brigðum sínum varðandi þær um- ræður sem fram fóru um skipu- lagsmálin, en fyrir nokkru setti skipulagsnefnd fram róttækar til- lögur um sameiningu félaga. „Það kom mjög skýrt fram að megin þorri þeirra sem þarna voru mættir voru ekki tilbúnir í miklar umræð- ur eóa viðræóur um skiplagsmál. Eg vil segja fyrir mína parta að þaó olli mér verulcgum vonbrigð- um. Eg mat stöðuna þannig eftir síöasta þing að menn væru tilbúnir til þess að fara í umræður og skoða möguleika á breytingum. Maður hlýtur nú að velta fyrir sér til hvers menn eru yfir höfuð að álykta um svona mál á þingum sem svo má ekki ræða þau þegar þau eru komin til félaganna. Þá veröa þetta allt í einu einkamál sem öðrum koma ekki við.“ Hann sagði þó ljóst að einhver félaganna muni l'ara í viöræður og einhver samcingin verði niður- staðan. „Það má koma fram að þær hugmyndir sem nefndin setti fram eru þegar orðnar að veru- leika á Siglufirði, þó kannski sé ekki hægt að segja að það sé vegna þessara tillagna.'1 Varðandi kjaramálin sagói Guðmundur ljóst að menn væru nokkuð sammála um að kjara- samningar eigi að fara fram á grundvelli landssambanda ASI. „Astæðan er sú að mcnn telja orð- ið brýnt aó ræða ýmis sérmál, sem flest eru þannig upp sett að þau tengjast samningum landssam- bandanna eða einstakra lélaga.“ Hann sagði megin kröfu verka- lýðshreyfingarinnar vera þá að kaupmáttur aukist. „Heyfingin hefur dokaó vió með þessa kröfu m.a. vegna þess aö menn voru að treysta grundvöll atvinnurekstrar- ins í landinu og hægt er að færa skýr rök fyrir því að það hefur tekist. Því er eðlilegt að álykta sem svo aó röðin sé komin að verkafólki og menn voru einnig með þunga áherslu á leiðréttingu lægstu launa. Hvaða útfærslu menn síðan nota á því er annað mál.“ Guðmundur sagði mcnn telja sig eiga inni hjá ríkisvaldinu að skattleysismörkin verði lagfærð til samræmis við það sem þau voru og tekið yrði á skattsvikum. Þar er talið aó ríkið verði af 11 milljörð- um á ári. „Það er mál til komið aó ríkisvaldið fari að vinna sína hcimavinnu í þessu máli,“ sagði Guðmundur. HA SKATABUÐIN SWRAR' FRAMÚK Sportvörur í miklu úrvali MAX Bakpokar, útilifsfatnaður. ED Útilífsfatnaður. SCARPA Gönguskór. H HÍJllðk* Svefnpokar. Löffler Nærfatnaður. Áttavitar. /X'U 1^1 Regngallar. stxTtuoGSEx nopoup Kuldagallar. SIX TEX: Jakkar, buxur. KAPP: Flísfatnaður. Nýkomnir skíbagallar st. 120-170, verð kr. 4.950. Skíðagallar st. 48-56, verð kr. 6.450. Regnfatnaður. Kuldagallar. WMvom, O R l#G I N A l Nærfatnaður. ICELAND ANGORA Ullarnærfatnaður. AHKOJ Gönguskór. Sportvörur frá JieJeri -A adidas EQUIPMENT 2. hæb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.