Dagur - 11.10.1994, Blaðsíða 16
mmm
Akureyri, þriðjudagur 11. október 1994
, Eldfimt efni í
Olafsfjarðargöngum
- niðurstöðu varðandi aðgerðir
vænst seinna í mánuðinum
Hann stoppaði ekki lengi fyrsti snjórinn á Akureyri. Hins vegar er vetur konungur farinn að minna áll óþyrmilega á
sig og seinna í vikunni er búist við norðlægum áttum og snjókomu. Mynd: Robyn.
Mikil umskipti í rekstri Kísiliðjunnar hf í Mývatnssveit:
Tæplega 40 mil|jónir í hagnað
fyrstu 9 mánuði ársins
- kostnaðarlækkun leiðir tii framleiðsluaukninar á þessu ári
Um nokkurn tíma hefur
Brunamálastofnun ríkisins
haft Ólafsíjarðargöngin til sér-
stakrar skoðunar. Ástæðan er sú
að í göngunum er eldfímt efni og
hafa menn spurt sig hvað gæti
gerst ef t.d. mjög harður árekst-
ur verður og kviknar í bfíum.
Um er að ræða einangrunarefni
sem notað er til frostvarnar og
eru um 40% ganganna fóðrað
með þessu umrædda efni. Ýmsir
möguleikar hafa verið ræddir
varðandi úrbætur en að sögn
Guðmundar Gunnarssonar hjá
Brunamálastofnun liggur niður-
staða ekki fyrir. Fullt eins líklegt
er þó að ekkert verði gert.
„Þaö er búin að vera umræða
milli okkar hjá Brunamálastofnun
og Vegagerðar ríkisins um þetta
efni en niðurstaóa er ekki komin.
Þetta er byggt á sama grunni og
göng eru geró í Noregi og er því
mál sem verið er að skoða í báó-
um löndunum. Vió erum að reyna
að vera samstíga um hvað veróur
gert, eða hvort ástæða er til að
gera eitthvaðsagði Guómundur.
Hann sagói ekki vera inni í um-
ræðunni að skipta um efni. „Það
er ekki ólíklegt að þessu verði
leyft að vera eins og það er. Það
sem kannski er erfíðast fyrir okk-
ur, í samanburói við Noreg, er það
að þar er umferð í göngum miklu
meiri og þær ráðstafanir sem gera
þarf fara mjög mikió eftir umferó-
inni. I göngum með þetta lítilli
umferð eru tiltölulega mjög litlar
reglur í gildi.“
- Menn telja þá ekki stórkost-
lega hættu af þessu?
Nei, það mundi ég ekki segja.
Ef maóur er þarna á ferðinni keyr-
ir maður allavega í gegnum göng-
in en fer ekki Múlann.
- Er þaó þá helst ef árekstur
yrði sem menn telja hættu vera
Góð veiði togara
Togarar Útgerðarfélags Akur-
eyringa hf. hafa verið að afla
ágætlega að undanförnu. Hrím-
bakur EA-306 kom sl. laugardag
með fúllfermi, 130 tonn, og var
aflinn blandaður, þó aðallega
ýsa.
fyrir hendi?
„I sjálfu sér er alltaf rnikil
hætta á ferðinni í jarðgöngunr ef
bílar brenna, alveg sama hvernig
þau eru gerð. Reykurinn kemst
ekkert nema út eftir göngunum.
Eins ef mjög haróur árekstur verð-
ur þá lokast göngin mjög lengi,
eins og þegar hefur sýnt sig.“
Guðmundur bjóst við aö niður-
staða varðandi það hvað verður
gert muni liggja fyrir í lok þessa
mánaðar. „Þessi umræóa verður
að fara að komast á lokapunkt því
hún hefur staðið svo lengi. Síðan
getur auðvitað verið að menn deili
um niðurstööuna,“ sagði Guð-
mundur að lokum. HA
Mikil umskipti hafa orðið til
hins betra í rekstri Kísiliðj-
unnar hf í Mývatnssveit það sem
af er árinu. Fyrstu 9 mánuði árs-
ins var hagnaður fyrirtækisins
tæplega 40 milljónir kr. „Við
höfúm því snúið dæminu við um
70 milljónir á níu mánuðum,“
sagði framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins, Friðrik Sigurðsson,
sem eins og fram kom í Degi sl.
laugardag, tekur við nýju starfí í
Kína um næstu áramót.
Tap varð af reglulegri starfsemi
Kísiliójunnar hf árin 1992 og
1993 og þó staóa fyrirtækisins sé
sterk, gengur það ekki til lengdar
ef reksturinn stendur ekki undir
sér. Því var ljóst að eitthvað yrði
aó gera. „Það var mörkuó sú
stefna aó lækka kostnað um 15%
og skipulögð vinna að því mark-
miði hófst í upphafi ársins. Starfs-
mönnum var fækkað um fjórðung
og ýmsar úrbætur geróar á
rekstrinum í samráði við ráðgjafa-
fyrirtæki,“ sagði Friðrik.
Og aðgerðirnar hafa skilað ár-
angri. „Staðan er sú aö fram-
leiðslukostnaður á hvert framleitt
tonn af kísilgúr hefur lækkað um
20%. Enn er ósamið við Lands-
virkjun og RARIK urn end-
urskoðun á gufu- og raforkusamn-
ingum en viðræður við þcssa aðila
eru að hefjast. Allir aðrir við-
skiptavinir og þjónustuaðilar fyrir-
tækisins hafa komið til móts við
okkur og veruleg kostnaðarlækk-
un hefur náðst. Það hefur leitt til
þess að hagur félagsins er mun
betri en á síðasta ári. Ástandið er
vel viðunandi sem stendur, en
auðvitað má ekki sofna á verðin-
um því þá rýkur framleiðslukostn-
aður upp.“
Friðrik sagói sérlega ánægju-
legt að sjá aó þær aðgerðir sem
gripió var til, sem svo sannarlega
voru ekki sársaukalausar, hafa
skilað árangri.
Hefur leitt til
framleiðsluaukningar
I upphafi ársins var gert ráó fyrir
að selja 20 þús. tonn af kísilgúr en
að sögn Frióriks stefnir í um 24
þús. tonna sölu. „Magnaukningin
er einungis til komin vegna kostn-
aðarlækkunarinnar. Celite Corpor-
ation, hinn erlendi eignaraöili Kís-
iliðjunnar, er stærsti framleiðandi
og söluaðili kísilgúrs í heiminum
með um 50% markaðshlutdeild,
þannig að þeir taka efni þaðan
sem framleiðni er best hverju
sinni. Hækkandi kostnaður hjá
Kísiliðjunni varð til þess að við
urðum fyrir um 20% samdrætti í
sölu á árunum 1992-1993, miðað
við fyrri ár. Jafnvel þó við förum í
24 þús. tonn á þessu ári er það
bara svipðað og meðaltal áranna
1986-1991. Framleiðslugetan er
ríflega 30 þús. tonn þannig að bet-
ur má ef duga skal.“
Það sem af er árinu hefur Kísil-
iðjan verið stopp í 70 daga en ekki
er útlit fyrir að meira verði stopp-
að að undanskildum örfáum dög-
um til að sinna bráðaviðhaldi, eins
og Friðrik oróaði það. Undanfarin
tvö ár hefur framleiðslan t.d. verið
stöðvuð yfir jólin en svo verður
ekki nú.
Kína spennandi markaður
Sá árangur sem náðst hefur í Kís-
iliðjunni hefur ekki farið framhjá
stjórnendum Celite Corporation,
enda segir Friðrik vel vera fylgst
með öllum fyrirtæjum samsteyp-
unnar. Fullvíst má telja að sá ár-
angur sem þar hefur náðst undir
stjórn Friðriks varð til þess að
honunr var boðið starfíð í Kína.
Kína er eini staðurinn í heimin-
um þar sem kísilgúrmarkaður er í
vexti og að sögn Frióriks afar
áhugavert að fara inn á þennan
markað þar sem uppbyggingin er
svona mikil. Vinnuafl er afar ódýrt
í Kína, þar sem 20 starfsmenn
kosta það sama og einn á Islandi. I
verksmiðju meó minni frani-
leiðslugetu en Kísiliðjan eru t.d.
800 starfsmenn á móti um 50 í
Kísiliðjunni. Celite cr meó tvær
verksmiðjur í rekstri á því svæði
sem Friðrik verður og þá þriðju í
byggingu og sagðist hann búast
við að hægt væri að hagræða veru-
lega í rekstri þeirra. Framkvæmda-
stjórinn var að vonum ánægur með
þann árangur sem náðst hefur í
Kísiliðjunni og fer nú frá góðu búi
eins og sagt er. HA
Frystikistur
rM ! i 1 J 0«**
Verð frá kr. 28.83C
Qkaupland hf.
Kaupangi v/Mýrarveg, sfml 23565
Harðbakur EA-303 kemur til
löndunar nk. miðviku- eöa
fimmtudag og hafa aflabrögð ver-
ið ágæt. Enginn afli hefur að und-
anförnu verið keyptur af ÚA af
aðkomuskipum enda togarar fé-
lagsins séð fískvinnslu félagsins
fullkomlega fyrir hráefni. GG
Veður fer kólandi framan af
degi í dag en aftur hlýnar
seinnipartinn. Þegar líður á
vikuna snýst vindur í norðrið
og þá gæti snjóað á Norður-
landi. A vestanverðu Norð-
urlandi verður norðan gola
eða kaldi í dag en gengur í
sunnan og suóaustan stinn-
ingskalda í kvöld. Austar
gætu orðið dálítil él í morg-
unsárið en léttir til þegar líð-
ur á daginn.
VEÐRIÐ
Uppboð á minkaskinnum í Kaupmannahöfn:
Hækkun á högnaskinnum
- gjaldeyristekjur af loðdýraskinnum
þrefaldast milli ára
Siðasta uppboð loðdýraskinna
fyrir sölutímabilið 1993/1994
fór fram í Kaupmannahöfn í síð-
ustu viku. Helstu niðurstöður af
uppboðinu urðu þær að stór
högnaskinn og undirtegundir
hækkuðu í verði en venjuleg
læðuskinn lækkuðu. Því virðist
sem kaupendur hafí valið skinn-
in með tilliti til stærðar en ekki
gæða, eða keypt þau eftir flatar-
máli, eins og Arvid Kro hjá
Sambandi íslenskra loðdýra-
bænda orðaði það.
Meðalverð á venjulegum
minkaskinnunt var 1.689 ísl. kr.
og 1.476 ef ailir flokkar eru teknir
með. Meðalverð venjulegra ís-
lenskra minkaskinna var 1.666 kr
og 1.398 kr. ef allir flokkar eru
teknir með, en Islendingar áttu
hlutfallslega fleiri skinn í lægri
verðflokkum, þ.c. skinn sem ckki
flokkast sent venjuleg.
Mikil aukning, eða þreföldun,
hefur orðið í verðmæti útfluttra
loðdýraskinna á milli sölutíma-
bilsins 1992/1993 og 1993/1994.
Á nýliðnu tímabili nam verðmæti
seldra refa- og minkaskinna 400,3
milljóna ísl. kr. á móti 130 millj.
tímabilið á undan. Þessa miklu
aukningu má rekja til verðhækk-
unar á skinnum, mciri framleiðslu
og cinnig var eitthvað um aö
menn geymdu skinn milli tíma-
bila. Mest varð hækkunin á refa-
skinnum sem fóru úr um 3.000 kr.
í 6.000-7.000 kr.
Að sögn Arvids búast menn við
áframhaldandi hækkun á næsta
söluári. Þá er gert ráð fyrir aö
meðalverð á minkaskinnum verði
í kringum 2.000 ísl. kr og að fyrir
stærstu rcfaskinnin fáist allt að 10
þúsund ísl. kr fyrir stykkið. Fyrsta
uppboð á * sölutímabilinu
1994/1995 verður hjá FFS í Finn-
landi 1. dcsember nk. og hjá DPA
í Danmörku 15.-16. dcsember.
HA