Dagur - 21.10.1994, Blaðsíða 3
FRETTIR
Föstudagur 21. október 1994 - DAGUR - 3
Framkvæmdir viö 1. áfanga Sundiaugar Akureyrar:
Heildarkostnaður um
62 milljónir króna
Á fundi bæjarráðs Akureyrar í
gær, var lögð fram greinargerð frá
byggingadeiid um framkvæmdir
við 1. áfanga við Sundlaug Akur-
eyrar og yfirlit um heildarkostnað
verksins, sem reyndist vera tæpar
62 milljónir króna. Einnig fylgdi
greinargerð frá hönnuðum um
stöðu þeirrar vinnu þann 16. októ-
ber sl.
Gunnar Jónsson, formaöur sam-
starfshóps um framkvæmdir við 1.
áfanga sundlaugarinnar, sagöi í sam-
tali við Dag, að kostnaðaráætlun
verksins, sem bókuð var hjá sam-
starfshópnum, eftir útboð, hafi
hljóðað upp á 55 milljónir króna.
„Það eru ýmsar ástæður fyrir því
að kostnaður við verkió var meiri en
upphaflega var áætlað. Þegar fram-
kvæmdir hófust kom eitt og annað
ófyrirséó í ljós, sem bæði tafði verk-
ið og þýddi aukinn kostnað. Einnig
hefur í einstaka tilfellum, eins og t.d.
í pípulögnum verið unnið fram í tím-
ann, sem aftur nýtist í næsta áfanga.
Inni í þessari tölu er leiga á gámn-
um, sem notaóur var sem heitur
pottur á meðan framkvæmdir stóðu
yfir og þá er í þessum tölum hönn-
unarkostnaður fyrir næsta áfanga,
sem unnið verður við fram að ára-
mótum.“
Gunnar segir, að allra mati sé
vinna við 1. áfanga flóknasti hluti
þessara nýframkvæmda og því sé
erfiðara að segja nákvæmlega til um
hvað hlutimir kosti.
Samkvæmt útboði átti fram-
kvæmdum við þennan áfanga að
ljúka þann 15. júní sl. en verkinu
lauk í kringum 1. september. „Það
má segja að gætt hafi óhóflegrar nú lokió störfum en auk Gunnars
bjartsýni varðandi tímasetningu áttu þar sæti þau Þórarinn E. Sveins-
verkloka.“ Samstarfshópurinn hefur son og Sigríður Stefánsdóttir. KK
Þórshöfn:
ITC Hnota stofnsett
Stofnskráfundur ITC Hnotu á
Þórshöfn verður haldinn með
viðhöfn í félagsheimilinu nk.
laugardagskvöld. Stofnfélagar
verða 14 og fyrsti forseti félags-
ins verður Bjarnveig Skaftfeld.
Á laugardaginn verður ráðs-
fundur nokkurra ITC-félaga á
Þórshöfn, en það er ekki oft sem
félagar úr félagasamtökum víða
að af landinu koma þangað til
fundarhalda. ITC-félagar koma til
Þórshafnar á föstudagskvöld.
Milli ráðsfundar og stofnfundar á
laugardag gefst þeim tækifæri til
að skreppa á sjó ef veður leyfir
eða gera eitthvað annað skemmti-
legt, að sögn Kristínar Kjartans-
dóttur, sem er ein af nýju ITC-fé-
lögunum. IM
Nýr þáttur í Útvarpi Norðurlands:
Norðurljós í loftið
á laugardögum
A morgun, fyrsta vetrardag,
verður hleypt af stokkunum nýj-
um þætti í Utvarpi Norðurlands,
sem hlotið hefur nafnið Norður-
Ijós. Þátturinn hefst kl. 11 og
lýkur fyrir hádegisfréttir. Út-
varpað verður á dreifikerfi Rás-
ar 2. Umsjónarmaður Norður-
ljóss verður Arnar Páll Hauks-
son og aðrir starfsmenn Útvarps
Norðurlands.
Amar Páll segir að í upphafi
þessa nýja þáttar verði fréttir vik-
unnar teknar saman, síðan verði
sest á rökstóla með tveimur eða
þremur Norðlendingum og mál-
efni sem varöa þennan landshluta
rædd og í lokin leikin lög og send-
ar út auglýsingar. Arnar segir að
Útvarp Norðurlands hafi áður ver-
ið með helgarþátt, Sunnudags-
blönduna, sem var þá sendur út á
landsvísu. Lengi hafi veriö ætlun-
in að byrja aftur með útvarp um
helgar og Norðurljós hafi orðið
niöurstaðan. óþh
Akureyri:
Aukinn áhugi á kappróðri
- stofnuð hafa verið félög bæði í MA og VMA
Áhugi á kappróðri hefur verið
að aukast á Akureyri síðustu
misseri. Bæði í Menntaskólan-
um og Verkmenntaskólanum,
hafa verið stofnuð sérstök róðr-
arfélög, sem m.a. hafa att kappi
á róðrabátunum sem til eru í
bænum. Hugmyndin er að félög-
in verði rekin innan vébanda
siglingaklúbbsins Nökkva í
framtíðinni.
Nú hafa skólafélögin sameinast
um kaup á róðrarbáti, þar sem í
áhöfn eru fjórir ræðarar og einn
stjómandi. Báturinn er keyptur er-
lendis frá og kemur til Akureyrar
innan tíðar. Slíkur bátur kostar um
hálfa milljón króna en skólafélög-
in fengu styrk frá Alþjóðlega róðr-
arsambandinu og þurfa því „að-
eins“ að leggja út um 130 þús.
krónur.
Einnig er stefnt að því að
kaupa sérstakar róðrarvélar, sem
reknar yrðu í samvinnu við Vaxt-
arræktina í Höllinni. í vikunni var
haldinn fundur í Möðruvallakjall-
ara, þar sem áhugamenn um kapp-
róður komu saman og ræddu mál-
in. Tveir róðrarþjálfarar úr
Reykjavík komu á fundinn og
kynntu þessa íþróttagrein fyrir
áhugasömum Norólendingum.
I Kvennaskólanum í Reykjavík
er starfrækt róðrarfélag og vitað er
um áhuga margra á þessari
íþróttagrein og því gæti farið svo
að fleiri félög yrðu stofnuð áður
en langt um líður.
Fyrir einhverjum árum síðan
var mikill áhugi á kappróðri á Ak-
ureyri og hafa skólafélögin verið
að leita þeirra rnanna sem þar fóru
fremstir í flokki. Áhugasömum er
bent á aö setja sig í samband við
nemendaráð skólanna. KK
vikunni héldu áhugamenn um kappróður fund í Menntaskólanum á Akureýri.
Mynd: Robyn
Tilboð
frá 20. okt. til 23. okt.
Góa Æðibitar
250 g kr. 119,-
Lernm
Aprikósu/Ferskju
700 g kr. 97,-
Ostamltur
m/hvittauk oq steinsetju,
Coniac oq hnetum,
Bacon oq papriku
kr.119,-
Hoítur Kastati
kr. 129,- pr. stk.
Rjómamysuostur
kr. 160,-
Kymtinq
Fimmtud., föstud. og laugard.
Paut NeWman’s
Ou/n Spaqhettisósa
737 g kr. 175,-
Barnasmekkir
7 í pk kr. 298,-
AJauta Príme ríbs
kr. 948 pr. kg
$
Opið mánudaga til föstudaga kl. 12-18.30
Laugardaga kl. 10-16
Sunnudaga kl. 13-17
Þegar verslað er ódýrt