Dagur - 21.10.1994, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Föstudagur 21. október 1994
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
KRISTIN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttír).
LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
- LEIÐARi----------------
Skref afturábak
Fram kom á Alþingi í síðastliðinni viku að Ólafur G.
Einarsson, menntamálaráðherra, hefur ekki tekið
afstöðu til álits nefndar um mótun menntastefnu
þar sem hún kemst að þeirri niðurstöðu að gera
eigi ensku að fyrsta tungumáli í grunnskólum
landsins í stað dönsku. í þessu máli takast á sjón-
armið sem eru mismunandi eftir því út frá hvaða
forsendum er gengið. Só litið til sögulegrar fortíðar
þjóðarinnar þá hlýtur það að vera menningarsögu-
legt slys að setja kennslu í dönsku í skuggann af
enskukennslu. Hitt sjónarmiðið er það að ensku-
kunnátta nýtist þegar út í hið daglega líf kemur en
það geri dönskukunnáttan ekki nema að takmörk-
uöu leyti.
Erfitt er að finna þann þingmann sem ekki styð-
ur það sjónarmið að Norðurlandaþjóðunum beri að
halda góðum tengslum sín í milli og helst að auka
samstarfið. Vart yrði það gott innlegg af hálfu ís-
lendinga að hampa Norðurlandasamvinnu og
tengslum í öðru orðinu en viðurkenna svo ekki
grunninn að slíku samstarfi, þ.e. tungumálið sjálft.
Til sanns vegar má færa að meira ber á ensku í
daglega lífinu en það segir samt sem áður ekki að
það beri að breyta forgangsröðinni í tungumála-
kennslu i grunnskólanum. Innkaup sjónvarpsstöðv-
anna á erlendu sjónvarpsefni ráða miklu um það
hvaða tungumál ber fyrir eyru unglmga og barna
og hvað eftir annað hefur verið á það bent að af-
þreyingarefni frá Norðurlöndunum eigi verulega
undir högg að sækja, þó í þau fáu skipti sem efni á
þessum tungumálum beri fyrir á sjónvarpsstöðvun-
um sannist að um fyllilega samkeppnisíært efni er
að ræða.
Sérstakir danskir dagar voru haldnir í haust og
þá kom danski sendiherrann fram í sjónvarpsviðtali
og gerði dönskukennslu í grunnskólum hér á landi
að umtalsefni. í hans huga lék enginn vafi á mikil-
vægi þessarar kennslu en hann hvatti eindregið til
þess að reynt yrði að lífga upp á kennslu dönsk-
unnar. Þessi ábending segir kannski mest um
vandamálið. Að snúa vörn í sókn hvað varðar
dönskukennsluna væri heppilegra en stíga það
skref afturábak að draga úr kennslu þessa ágæta
tungumáls.
Opið bréf til bæjarstjórans á Akureyri:
Eru íþróttahúsin til íþrótta-
iðkunar eða skemmtanahalds?
Kæri Jakob!
Við ákváðum að skrifa þér bréf,
um leið og við bjóöum þig vel-
kominn heim úr ferðalagi um
Rússland. Þar hefur eflaust verið
tekið vel á móti þér, því okkur er
sagt að Rússar kunni að fagna góð-
um gestum. Þeir hafa því tæplega
haldið þér veislu í íþróttahúsi!
Það hefur eflaust ekki farið
framhjá þér, að eigendur Bautans
héldu nýverið mikla veislu í gler-
húsinu inn vió Drottningarbraut,
sem gengur venjulega undir nafn-
inu „Blómahúsið", þó þar sé ekki
lengur blómleg starfsemi, hvaö
sem síðar verður. Þessi veisla var
sögð einskonar þakkarhátíð fyrir
alla þá fjölmörgu starfsmenn Baut-
ans, sem unnið hafa við þær veisl-
ur sem Bautinn hefur tekið að sér
að halda - og þær flestar í íþrótta-
höll bæjarins. Þetta ýtti við okkur
og varö tilefni þessa bréfkoms,
sem við ákváðum að senda með
aðstoð dagblaðs. Þannig geta at-
vinnurekendur þínir, íbúar bæjar-
ins, fengið að kynnast þessu mál-
efni, sem við teljum mikið hags-
munamál fyrir bæjarfélagið í heild.
Því er heldur ekki að neita, aó með
þessu móti teljum við að óþægi-
legra verði fyrir þig að komast hjá
því að svara. Við höfum nefnilega
áður sent stjómendum bæjarins
bréf um sama efni, en því var ekki
svarað. En það var nú fyrir þína tíó
í bæjarstjórastólnum.
Þú manst þá tíð, þegar allar
stórar matarveislur voru haldnar í
Sjallanum eða á Hótel KEA. Hvort
hús um sig getur tekið um tvö
hundmð og sextíu gesti og nú hef-
ur Fiðlarinn bæst við með rými
fyrir um 200 manns. En þar kom,
að þessi hús rúmuðu ekki fjöl-
mennustu veislurnar. Þá var gripið
til þess ráðs, að breyta aðalsal
Iþróttahallarinnar í veislusal. Um
það er allt gott að segja, þar sem
aðrar lausnir voru ekki í sjónmáli.
En ísinn var brotinn. Þróunin hefur
orðið sú, að stærri sem smærri
veislur eru haldnar í Iþróttahöll
bæjarins, þær fjölmennustu í aðal-
salnum, en einnig hafa margar
smærri veislur verið haldnar í hlið-
arsal, sem upphaflega var ætlaður
fyrir kaffihús. Og þessar veislur
eru fæstar á vegum Akureyrarbæj-
ar þær eru á vegum félaga og ein-
staklinga, jafnvel eru dæmi þess að
menn haldi þar afmæhsveislur fyrir
nokkra tugi manna. A sama tíma
eru vannýtt veitingahús bæjarsins,
sem eru þó sérstaklega hönnuð
undir slíka starfsemi.
Bautinn hefur séö um flestar
þessar veislur, enda voru stjórn-
endur hans klókir, fjárfestu í
veislubúnaði í samvinnu við Akur-
eyrarbæ. Og Bautinn getur boðið
lægra verð - vegna þess að Akur-
eyrarbær leggur til húsnæóiö fyrir
lítinn pening. Samkvæmt ársreikn-
ingum bæjarins voru leigutekjur
vegna þessarar starfsemi 485 þús-
und krónur á síóasta ári. Sam-
kvæmt okkar heimildum lætur
nærri að það sé um tíu þúsund
krónur fyrir hverja veislu! Veit-
ingahúsin þurfa hins vegar að
greiða leigu af sínum fjárfestingum
- í formi vaxta - þrjú hundruð sex-
tíu og fimm daga á ári. Þessi óeðli-
lega samkeppni hefur átt stóran
þátt í aó beygja rekstur þeirra - og
mörg þeirra hafa ekki mikinn
sveigjanleika, þannig að þar getur
orðið brestur fyrr en varir.
Við vitum að það er óþarfi að
benda þér á þær beinu og óbeinu
íþróttamannvirki bæj-
arins hafa verið reist
fyrir skattpeninga
bæjarbúa sem skjól
fyrir íþróttafólk. Er
eðlilegt að nýta þessi
hús fyrir veislur, þar
sem veittur er matur
og vín og reykingar
leyfðar, á sama tíma
og sérbyggð hús til
skemmtanahalds eru
til staðar, spyrja veit-
ingamenn á Akureyri
í opnu bréfi til Jakobs
Björnssonar, bæjar-
stjóra.
tekjur sem bæjarfélagið hefur af
starfi veitingahúsa. Þau eru nauð-
synleg til að veita bæjarbúum og
gestum þeirra þjónustu. Þau laða
ferðamenn til bæjarins, það sann-
aöist best þegar Sjallinn brann um
árió. Aðsókn í helgarferðir til Ak-
ureyrar datt niður. Góðir og vand-
aðir veitingastaðir eru hluti af
menningu hvers byggðarlags. Þeir
gera bæinn byggilegri, það er stað-
reynd. Þar aó auki hefur bæjarfé-
lagið skatttekjur af rekstri þeirra og
launum starfsmanna. Og veistu
hvað þeir eru margir, Jakob? Þeir
eru nærri tveimur hundruðum. Auk
þess má færa rök fyrir margfeldis-
áhrifum, sem þessi starfsemi hefur
á atvinnulíf bæjarins. Það er því
hart til þess að vita, Jakob, að bæj-
arfélagið skuli óbeint grafa undan
þessari starfsemi. Eða er það þín
stefna sem bæjarstjóra, aó allt
skemmtanahald bæjarbúa verði
komið inn í íþróttahúsin í lok kjör-
tímabilsins?
Nei, Jakob, við trúum því ekki
að óreyndu að þú sættir þig við
þessa þróun. Iþróttahús eru byggö
til íþrótta- og æskulýðsstarfssemi.
Þykir þér fýsilegt fyrir bömin okk-
ar, að ganga til æfinga í andrúms-
lofti menguðu af þeim vímugjöf-
um, sem skemmtanahaldi fylgja?
Eða er þaó eðlilegt, að skera niður
stórsteikur inni í sturtuklefa, sem
fyrir andartaki var iðandi af hraust-
um íþróttagörpum - og er jafnvel
enn iðandi af einhverskonar lífi,
Héðinn Beck. Hlynur Jónsson.
Gunnar Karlsson. Kolbeinn Gíslason.
sem ekki hefur þótt lystaukandi til
þessa. Hvar eru nú allar nefndirnar
og ráðin, sem eiga að framfylgja
lögum og reglum varðandi opinber
veitingahús? Það hefur kostað okk-
ur milljónir króna í gegnum tíðina,
að uppfylla þær kröfur sem eftir-
litsmenn þessara aðila setja fram.
Við fáum til dæmis ekki vínveit-
ingaleyfi nema til staðar séu sturtur
fyrir starfsmenn. Þær skortir ekki í
íþróttahúsum bæjarins; gestirnir
gætu jafnvel farið í sturtu líka. I
leiðinni mætti svo skola af borö-
búnaði!
Nei, Jakob, íþróttir og veislu-
höld eiga ekki samleið. Við trúum
því ekki, að það sé vilji núverandi
meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar,
aö mannvirki bæjarins séu nýtt til
að grafa undan heilli atvinnugrein.
Við teljum eðlilegt, að bæjarbúar
og gestir þeirra skemmti sér í þar
til gerðum húsum, sem uppfylla
þær kröfur sem settar hafa verið. J
undantekningatilfellum, þegar
veislurnar sprengja utan af sér
stærstu veitingastaðina, sem gerist
líklega fimm sinnum á ári, þá er
rétt aö opna dyr íþróttahallarinnar.
En þá verða allir veitingastaóir
bæjarins að eiga jafna möguleika;
það dugir ekki að einn veitinga-
staður skáki þessum verkefnum til
sín, í skjóli þess að hann er eignar-
aóili aó veíslubúnaðinum með Ak-
ureyrarbæ. Samkeppni er eðlileg
og sjálfsögð, raunar nauðsynleg að
okkar mati. En til að hún sé virk
þarf að gæta jafnréttis.
Jæja, Jakob, það er best aó slá
botninn í þetta bréf. Þú undirstrik-
aóir það rækilega í kosningabarátt-
unni í vor, að öflugt atvinnulíf er
undirstaða blómlegrar byggóar.
Þess vegna trúum við ekki ööru en
þú takir á þessu máli af festu. Við
væntum þess líka, aó þú sjáir þér
fært að svara þessu bréfkorni, sam-
kvæmt gömlum og góðum íslensk-
um sið: Til að auðvelda þér efnis-
tökin langar okkur til að fá þar
fram svör við eftirfarandi spurn-
ingum:
1. Er það stefna núverandi
meirihluta í bæjarstjórn Ak-
ureyrar að nýta Iþróttahöllina
til almennra veisluhalda?
2. Ef svo er, finnst þér óeðlilegt,
að Akureyrarbær standi
þannig óbeint að samkeppni
við veitingahús í bænum?
3. Er það eðlilegt, að börnin okk-
ar mæti til íþróttaæfinga í
skemmtanafnyk næturinnar?
4. Hverjar eru leigutekjur Akur-
eyrarbæjar af veislum í
Iþróttahöllinni það sem af er
þessu ári og hvað hafa verið
haldnar þar margar veislur?
5. Hvert er leigugjaldið fyrir
hvert kvöld og hvað var lagt
til grundvallar þegar það var
ákveðið?
6. Væri ekki eðlilegast, að Akur-
eyrarbær verði einn eigandi að
veislubúnaði íþróttahallarinn-
ar, þannig að allir veitinga-
staðir bæjarins hafi jafna
möguleika á að bjóða í þær
veislur, sem þeir geta ekki hýst
í eigin húsum?
Jæja, Jakob, hér hefur þú úr
einhverju að moða. Við vitum að
þér verður ekki skotaskuld úr því
að svara þessum spumingum, ný-
kominn heim frá Rússlandi með
nýjar hugmyndir, ferskan huga og
endurhlaðnar orkustöóvar.
Meó vináttu og góðum óskum
til þín og þinna.
Akureyri 21. október 1994.
Kolbeinn Gíslason,
veitingamaður í Sjallanum.
Gunnar Karlsson,
hótelstjóri á Hótel KEA.
Héðinn Beck,
veitingamaður á Fiðlaranum.
Hlynur Jónsson,
veitingamaður á Greifanum.