Dagur - 21.10.1994, Síða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 21. október 1994
Þjóðverjar leiddir í allan sann-
leika um íslenskt góðgæti
Snæbjöm Kristjánsson, matreiðslu-
meistari á veitingastaðnum Fiðlar-
anum á Akureyri, stýrir þessa dag-
ana matreiðslunni í eldhúsi hótels í
miðborg Kölnar í Þýskalandi.
Astæðan er sú að þar stendur nú yf-
ir tveggja vikna íslandskynning, þar
sem Þjóðverjum er gefin innsýn í
íslenskan mat eins og þeir geta
vænst að fá á veitingahúsum á Is-
landi. Hér cr því ekki um þessa
hefðbundu Víkingakynningu að
ræða þar sem hákarl, hangikjöt,
svið og harðfiskur eru í öndvegi
heldur er það íslenski fiskurinn og
íslenska fjallalambið sem er í aðal-
hlutverkunum á Islandskynningunni
í Köln. Ohætt er að segja að kynn-
ingin hafi vakið nú þegar mikla at-
hygli í Þýskalandi, skrifaðar hafa
verið margar greinar í þýsk blöð og
birtar myndir og í kjölfarið fylgir
ágæt aðsókn, bæði forvitinna Þjóð-
verja og einnig sækja kynninguna
íslendingar sem búsettir eru á Köln-
arsvæðinu.
Fjölmargir
undirbúningsaðilar
„Þessi íslandskynning hér á Pul-
mann Mondeal hótelinu í Köln er á
vegum Ferðamálaráðs, Flugleiða og
Hjálmars V. Hannessonar, sendi-
herra í Þýskalandi. Raunar er þetta
tilkomið í gegnum Hermann Reyn-
isson, sem er flugstjóri Cargolux í
Luxemburg, en hann á hugmyndina
og er aðal driffjöðrin í þessu,“ sagði
Snæbjöm þegar Dagur náði sam-
bandi við hann í eldhúsinu á Pul-
mann hótelinu í fyrrakvöld.
Þrír íslenskir matreiðslumenn
fóru til Þýskalands vegna kynning-
arinnar, þ.e. Snæbjöm, Þórarinn í
Meistaranum, sem er þjálfari lands-
liðs matreiðslumeistara, og síðan
þriðji meistarinn. Snæbjöm tekur
fram að hér sé ekki um neina æf-
ingaferð að ræða af hálfu þeirra
landsliðsmanna en þetta sé góð til-
breyting og dýrmæt reynsla. Fyrri
viku kynningarinnar voru mat-
reiðslumennirnir allir þrír í mat-
reiðslunni á Pulmann hótelinu en
seinni vikuna er Snæbjörn einn og
hefur yfirumsjón með matreiðslu
þýsku matreiðslumannanna á ís-
lenska hráefninu.
Islenskur matseðill
í hálfan mánuð
Eins og áður segir hefur íslenski
matseðillinn á hótelinu og heim-
sókn íslensku matreiðslumannanna
vakið mikla athygli ytra. Komið
hafa greinar og myndir í fimm
helstu dagblöðum Þýskalands en Is-
landskynningin hófst með sérstakri
móttöku fyrir 30 þýska blaðamenn
og í kjölfarið fylgdi um 200 manna
matarboð sem í kom m.a. fólk sem
vinnur að ferðaþjónustu í Þýska-
landi. Allt þetta virðist hafa ýtt und-
ir þá athygli sem kynningin hefur
fengið. Snæbjörn segir að Þjóðverj-
amir taki vel á móti þessum erlendu
gestum og geri allt til að kynningin
megi takast sem best. „Og ég reikna
með að forsvarsmenn hótelsins séu
ánægðir með hversu mikla athygli
þetta hefur fengið hér,“ sagði Snæ-
bjöm.
Mikill fiskáhugi
I upphafi var það ætlun Snæbjörns
og félaga að leggja mesta áherslu á
lambakjötið á þessari kynningu.
Með það í huga var matseðillinn
settur upp en þegar hann var borinn
undir Þjóðverjana á undirbúnings-
tímanum kom í Ijós að áhuginn á
Snæbjörn
Kristjánsson,
matreiðslu-
meistari á
Fiðlaranum á
Akureyri,
kynnir s-
lenskan mat
í Þýskalandi
fiskmetinu var þyngri á metunum
og út frá því var unnið. Þegar kem-
ur að lýsingum Snæbjöms á mat-
seðlinum er ekki laust við að vatn
komi í munn því hann telur upp
gratíneraða sjávarréttaforrétti, hum-
ar- og laxarétti, gufusoðna lúðu, tvo
lambakjötsrétti, hreindýrafillet,
skyrtertu með rabbarbarasultu og
rjóma, íslenskar pönnukökur og
bláberjaís. Og ekki er hér látið stað-
ar numið því með í för var líka ís-
lenskur bjór frá Viking Brugg á Ak-
ureyri, konfekt frá Nóa-Síríus, ís-
lenskur „black death“ sem
framleiddur er í Luxemburg og hið
sanna íslenska brennivín.
Ánægðir Þjóðverjar
Snæbjörn segir að áhugi matargest-
anna beinist fyrst og fremst að fisk-
réttunum, t.d. lúðunni og humrinum
en Þjóðverjar noti sjálfir einhverjar
tegundir í sinni matreiðslu sem séu
þó langt frá að vera eins. Reykta
lambakjötið segir hann kannski fá
einna minnsta athygli en skýring á
því sé einfaldlega sú hversu líkt það
kjöt sé þýska svínakjötinu sem
Þjóðverjar séu vanir. „En í heild
líkar Þjóðverjunum þetta mjög vel,“
segir Snæbjöm og bætir við að að-
sóknin frá því Islandskynningin
hófst hafi verið nokkuð jöfn en náð
hámarki um síðustu helgi og reikna
megi með annarri holskeflu um
þessa helgi.
Spyrja um landið
Lítið virðist vanta á áhuga Þjóð-
verja á öllu sem viðkemur Islandi.
Snæbjöm segist mikið vera spuróur
og einna helst sakni hann þess að
hafa ekki tekið nóg af landakortum
og upplýsingabókum með í ferðina.
„Eg fór inn í stóra bókabúð hér sem
er með bækur og landakort frá
löndum víðs vegar um heim og þar
fannst ekkert um Island. Svipað er
að segja af upplýsingamiðstöðvum.
Þetta er svona dæmigert atriði sem
sést yfir en það er erfitt að ná Þjóð-
verjum til íslands nema halda að
þeim upplýsingum um landið."
Spurningarnar sem Snæbjörn
hefur fengið eru nokkuö dæmigerð-
ar um kunnáttuna, sumir vissu eitt-
hvað um landið en aðrir báru fram
spurningar eins og þær hvort hægt
væri að fá mjólk á Islandi!
íslendingarnir koma
í íslenska matinn
Islandskynningunni lýkur næstkom-
andi sunnudag og miðað við bókan-
ir fyrir helgina þá ætla margir að fá
nasaþef af íslenskri matreiðslu og
íslenskum mat áður en kynningunni
lýkur. Snæbjöm reiknar með að
margir Islendingar, búsettir á Köln-
arsvæðinu, komi um helgina, líkt
og þá síðustu. Þá komu starfsmenn
íslenska sendiráðsins og handbolta-
kappinn Kristján Arason, svo ein-
hverjir séu nefndir. En hvernig
skyldi ganga að fá þýsku mat-
reiðslumennina til að glíma við ís-
lenska matargerðarlist.
„Þeirra matseld er allt önnur en
við þekkjum. Hér er ekki verið að
spá í smáatriðin, að minnsta kosti
ekki á þessum stað. A meðan ég
raóa matnum á diskana, vel úr
grænmetinu og hugsa um að réttirn-
ir fari sem best hugsa þeir um að af-
greiða sem mest. Þetta kemur
kannski til af því að hér er um að
ræða eldhús fyrir nærri 300 her-
bergja hótel. Síðan eru þeir vanir
öðruvísi hráefni en við, t.d. eru hér
til lambahryggir en þeir hafa allt
annað bragð en við þekkjum og eru
ólíkir okkar hráefni,“ sagói Snæ-
björn um leið og hann sendi kveöju
heim og sneri sér á ný að félögum
sínum í eldhúsi Pulmann hótelsins.
JÓH
Hef ekki undan að framleiða
- segir Birgir Gudnason, verkstæðiseigandi í Ólafsfirði, sem sólar hjólbarða
„Ástæóan fyrir því að ég fór út í
þetta var einfaldlega sú að ég vildi
breikka starfsemi fyrirtækisins og
fjölga atvinnutækifærum. Mér
bauðst þessi verksmiðja til kaups
Sýslumaöurinn á Akureyri,
Hafnarstræti 107,600 Akureyri,
sími 96-26900.
Uppboð
Framhald uppboðs á neðangreindri
eign verður háð á henni sjálfri sem
hér segir:
Háilundur 10, Akureyri, þingl. eig.
Valdimar Pétursson, gerðarbeið-
endur Byggingarsjóður ríkisins,
Landsbanki Islands, Lífeyrissjóður
starfsm. Ak.bæjar, Vátryggingafé-
lag íslands og íslandsbanki hf„ 26.
október 1994 kl. 10.30.
Sýslumaðurinn á Akureyri.
20. október 1994.
austur í Fellabæ og ég sló til,“
segir Birgir Guðnason á Bílaverk-
stæði Birgis, en hann hefur hafið
framleiðslu á sóluðum hjólbörðum
undir vöruheitinu BB-dekk.
Harður og óvæginn „bransi“
- Hvaó felst í því að sóla hjól-
barða?
„Þetta felst í því að raspa niður
gömul dekk og sóla þau upp á
nýtt.“
- Fellur til nóg af dekkjum hér
innanlands?
„Nei, því fer víós fjarri. Eg
kaupi lang mest af dekkjunum frá
Hollandi og Þýskalandi og fæ þau
hingað í gámum."
- En hvaó verður um öll þau
dekk sem til falla hér á landi?
„Verkstæðin fyrir sunnan skera
þau niður og láta eyöa þeim. Fyrir
þaö borga þau ákveóiö gjald.
Verkstæðin syðra vilja ekki selja
imm
Vinn ngstölur ,
miövikudaginn:
19.10.1994
VINNINGAR
6 af 6
0 5 af 6
+bónus
0
5 af 6
4 af 6
0 .3 af 6
■
+bónus
FJÖLDI
VINNINGA
2
0
204
841
UPPHÆÐ
Á HVERN VINNING
24.180.000
1.440.181
63.677
1.986
206
Aðaltölur:
BÓNUSTÖLUR
Heildarupphæð þessa viku
50.633.279
áísi : 2.273.279
JJf Uinningur: fór til Noregs og Sviþjóðar
UPPLVSINQAR, SlMSVARI68 15 1,
LUKKULfNA 99 ,0 00 - TEXTAVARP 45,
BIRT MEÐ FTRIRVARA UM PREHTVILLUR
mér dekkin þrátt fyrir að ég hafi
ítrekað farió fram á það. Og það
virðist engu máli skipta hvað ég er
tilbúinn að borga fyrir dekkin."
- Hver er skýringin á þvi?
„Ég hef engar skýringar feng-
ið.“
- Eru ekki aðilar fyrir sunnan í
samkeppni við þig á þessum
markaði?
„Jú, bæði Sólning hf. og
Gúmmívinnustofan eru líka í
þessu og svo flytja mörg bifreiða-
verkstæði fyrir sunnan inn dekk
og selja.
I sumar viðraöi ég þá hugmynd
við forsvarsmenn nokkurra bif-
reiðaverkstæða fyrir sunnan aó
þeir söfnuóu fyrir mig gömlum,
slitnum hjólböróum og ég myndi
síðan sækja þá og borga ákveðiö
fyrir. I fyrstu var tekið mjög vel í
þetta, en skyndilega fór allt í bak-
lás. Ég veit ekki af hverju.“
Rífandi gangur
- Hvernig hefur þér þá gengið að
fá bifreiðaverkstæðin til að selja
sóluðu dekkin frá þér?
„Það hefur ekki gengið vel,
hvorki fyrir sunnan né á Akureyri.
Gúmmívinnslan hf. á Akureyri
hefur aó vísu tekið frá mér dekk
til sölu og sama gildir um Bíla-
þjónustuna á Akureyri. Ég hef
heyrt að mikill þrýstingur sé á
dekkjaverkstæðin á Akureyri frá
sólningaframleiðendum fyrir
sunnan að taka dekk frá sér og
sniðganga mig.“
- Er þá svo að skilja að þú eigir
Birgir Guðnason við stæðu af sóluð-
um BB- hjólbörðum. Mynd: Óþh.
í erfiðleikum meó að selja þína
framleiðslu?
„Nei, alls ekki. Þeir aðilar sem
hafa BB-dekkin á boðstólum selja
mjög grimmt og ég hef ekki haft
undan að framleiða. Ég á sáralítið
á lager eins og er, enda er þetta
aðal vertíóin í vetrarhjólbörðun-
um. Ég reikna með að framleiða
þá fram að áramótum en þá sný ég
mér að sumardekkjunum.“
- Þetta hefur þá aukið veltuna í
fyrirtækinu?
„Já, það er óhætt að segja þaó.
Að undanförnu hafa sex manns
unnið einungis við sólunina, sum-
ir þeirra voru atvinnulausir áður
en þessi atvinnurekstur kom til.
Hann hefur með öðrum orðum
skapað hér ný störf.“
Birgir sagði aó hann hafi byrj-
aó með sólninguna í maí sl. og
reynsla af sumardekkjum sem
hann framleiddi þá þegar sé mjög
góð.
Birgir sagði að gífurleg sam-
keppni væri á hjólbarðamarkaðn-
um og verð þeirra væri lágt um
þessar mundir. „Þetta er dýr fram-
leiðsla og sveigjanleikinn er lítill,“
sagði Birgir. Hann sagöist gæla
við að ársframleiðslan verði 12-14
þúsund dekk.
Vertíðin ekki hafin á
dekkjaverkstæðunum
GM-bílaverkstæði í Reykjavík er
eitt þeirra dekkjaverkstæöa á höf-
uóborgarsvæóinu sem selja BB-
dekk. Þær upplýsingar fengust þar
að mikió væri búið að spyrjast
fyrir um þessa framleiðslu, ekki
síst í kjölfarið á grein um hana í
DV á dögunum. „Vertíðin er
reyndar ekki byrjuð hjá okkur en
við merkjum mikinn áhuga. Við
munum auglýsa þessi dekk betur
þegar menn fara aö skipta yfir á
vetrarhjólbarðana," sagði starfs-
maóur á GM-bílaverkstæði. Þar
eru BB-dekkin nú boðin með 15%
kynningarafslætti og sem dæmi
kostar 155-13 dekkió meó nöglum
kr. 3.605 og stærðin 185- 70-13
kostar meó nöglum 4.141 krónur.
Hjá Bíiaþjónustunni á Akureyri
fengust þær upplýsingar að salan
væri fremur róleg, en þetta væri
„rétt að komast í gang. Þar kostar
eitt stykki BB-dekk 155-13 með
nöglum kr. 3.805 og 185-70-13
með nöglum kostar kr. 4.444. óþh